Morgunblaðið - 26.09.1945, Side 7

Morgunblaðið - 26.09.1945, Side 7
Miðvikudagur 26. sept. 1945. MORGlTNBÍiAÐIB 7 KRISTJAIM TÍUIMDI IIAIMAKOIMlJIMGi í dag heldur danska þióðin hátíðlegt 75 ára afmæli Kristjáns kon- ungs tíunda. ALLT frá því Danir endurheimtu frelsi sitt í öndverðum maí síðastliðn- um, og jafnvel lengur, hef- ir þjóðin undirbúið þessi hátíðahöld, sem vafalaust munu verða ein hin vegleg- ustu og mikilfenglegustu, er haldin hafa verið þar í landi. En hvemig, sem þau vei'ða að ytri búnaði, þá er eitt víst, að sjaldan eða aldrei hafa Danir haldið af- mæli nokkurs þjóðhöfðingja síns hátíðlegt með eins ein- lægum samhug og þakklæti, sem að þessu sinni. Ástsæll var Kristján kon- ungur Tíundi meðal Dana, áður en þjóðin var fjötruð °g kúguð í hinni nýafstöðnu styrjöld. En þegar Danir voru sviftir löglegri stjórn, enginn mátti lengur um frjálst höfuð strjúka, allt málfrelsi heft, og hið er- lenda hervald reyndi með öllu móti að lama þjóðrækni manna, en konungurinn sjálfur sat sem fangi í höll sinni, þá varð hann hinn glæsilegi og ógleymanlegi merkisberi þjóðrækni og ein ingar, er vísaði þjóðinni veginn gegnum skuggadal hins miskunarlausa her- náms. Þegar hann heimtaði að hinn danski þjóðfáni yrði dreginn að hún, þar sem þýsk hemaðaryfirvöld höfðu dregið fánann niður og hann átti tal við hershöfð ingjann til þess að fá leið- rjetting þessa,þá sagði hann, að danskur hermaður vrði látinn standa vörð við fán- ann. Sá þýski svaraði: — Hermaðurinn, sem stendur þar vörð, verður skotinn. Hermaðurinn, sem stendur þar vörð er jeg, svaraði Kristján Tíundi. Þá beygðu Þjóðverjar sig. Þannig'stóð hann vörð í hugum þegná sinna öll hernámsárin um það „skyldunnar þor”, sem vann sigur á því hervaldi, er sýndist ofurefli. Fvrir þá miklu, styrku ómetanlega forustu, þakkar danska þjóð in konungi sínum í dag, á afmælisdegi hans, þakkar forsjóninni, að hún skuli hafa fengið að njóta forustu hans öll styrjaldarárin fram til þessa dags. Þannig stíg- ur þakklæti þjóðarinnar til hans alla æfidaga hans, er hann á eftir ólifað. En sag- an geymir síðan minning hans í ljósi því, sem hann hin síðustu ár hefir varpað fram á veginn. ★ Kristján Tíundi hlaut fremur strangt uppeldi hjá föður sínum Friðrik Átt- unda. Var faðir hans, sem kunnugt er, maður hins nýja tíma, alþýðuhollur maður, er unni lýðræði og jafnrjetti. Hann, fyrstur Danakonunga ljet syni sína taka stúdents- próf, með öllum þeim sömu kröfum, er gerðar voru til annara stúdentsefna. Var Kristján konungur frá æsku 75 ÁRA í DAG Kristján konungur Tíundi vaninn við reglusama, borg- aralega lifnaðarháttu, jafn- framt því, sem hann lagði stund á bóklegt nám og íþróttir. Er hann, 18 ára gamall hafði lokið stúdentsprófi, gerðist hann óbreyttur liðs- maður í lífvarðarsveit kon- ungs. Er hann hafði lokið hervarnarskyldu sinni gekk hann í liðsforingjaskólann i Höfn og lauk þaðan prófi tveim árum síðar. Næstu ár starfaði hann sem liðsfor- ingi í danska hernum og hafði bækistöðvar víðsvegar um landið. Fjekk hann á þeim árum hið besta tæki- færi til þess að kynnast þjóð sinni, með því, að hann átti samleið með fjölda manna í starfinu, og um- gekkst menn af ýmsum stjettum og fiokkum. Árið 1897 trúlofaðist hánn Alexandrínu prinsessu af Mecklenburg-Schwerin og hjeldu þau brúðkaup sitt vorið 1898 í Cannes í Suður- Frakklandi. Þar hafði prins- essan dvalið mikið í upp- vextinum með foreldrum sínum. Hafa þau konungs- hjón haldið síðan mikilli trvgð við þann stað, dvöldu þar nokkurn tíma á hverj- um vetri á meðan hægt var að fara frjáls ferða sinna um álfuna. Næstu ár hjelt Kristján Tíundi áfram störfum sín- ’ um í danska hernum. En samhliða því lagði hann nú mikla stund á að afla sjerl sem viðtækastrar þekkingar á hagfræði og stjórnmálum. Á þessum árum reistu Jótar honum veglegan bústað í nánd við Áró'sa, Marselis- borg. Vildu þeir með því tryggja sjer, að konungur þeirra dveldi jafnan ein- hvern tíma úr árinu í þeim landshluta. Frá aldamótum tók hann þátt í ríkisráðs- fundum til þess að afla sjer kunnleika á allri málameð- ferð þar. Þann 14. maí 1912 varð faðir hans, Friðrik konung- ur Áttundi, bráðkvaddur. — Tók Kristján Tíundi við konungdómi næsta dag. — Hann hefir því nú setið að ríkjum í Danmörku í rjett- an þriðjung aldar. Næstu tvö ár fóru kon- ungshjónin í heimsókn til nokkurra fremstu þjóða álf- unnar. En röskum tveim ár- um eftir að Kristján Tíundi hafði tekið við völdum, skall yfir heimsstyrjöldin fyrri. Næstu fjögur ár grúfði ófriðarblikan yfir Danmörku, þó þjóðin slvppi ómeidd úr hættunni að því sinni. Var það jafnvel talin hending ein. Þegar til reikningsskil- anna kom eftir þann hildar- leik, var norður hluti Sljes- víkur sameinaður Dan- mörku að nýju, eftir 56 ára aðskilnað, og þjóðarat- kvæðagreiðsla látin skera úr, hvar hin nýju landamæri skyldu vera milli Danmerk- ur og erkióvinanna þýsku. En á þessari rúmlega hálfu öld, sem liðin var, síðan Þjóð verjar með ofurefli liðs kúg- uðu Dani til að láta af hendi hertogadæmin, hafði Prúss- um tekist að láta þjóðversk- una leggja undir sig suður- hluta Sljesvíkur, svo íbú- arnir þar töldu sjer hentast að vera sunnan við marka- línu Danmerkur. Þ. 10. júlí 1920 hjelt Krist- ján konungur hátíðlega inn- reið sína í hinn endurheimta landshluta. Þ. 26. apríl 1923 hjeldu konungshjónin Kristján Tí- undS og Alexandra drottning silfurbrúðkaup sitt hátíð- legt. Hafnarbúar fögnuðu konungshjónunum með mik illi viðhöfn þann dag. —- Á þessum árum fóru konungs- hjó'nin í ýmsar heimsóknir til Evrópulanda. Árið eftir sameining Sljesvíkur við Danmörk, komu þau í fyrsta ! sinn hingað til lands. Fóru \ þau til Grænlands i sömu j ferð sinni. Kristján Tíundi einn Danakonunga hefir komið þangað. Á árunum milli heims- styrjaldanna óx mjög lýð- hylli konungshjónanna í Danmörku. Þjóðin lærði beíur og betur að meta stefnufestu og skyldurækni Kristjáns konungs og það, hve alþýðlegur hann er í umgengni sinni við alla menn. Öll framkoma hans og lyndiseinkenni á vel við þann anda lýðræðis, sem á sjer djúpar rætur með dönsku þjóðinni. Kristján konungur er mjög vinnugefinn maður. — Hann leggur mikla áherslu á að kynna sjer hvert mál- efni sem ítarlegast, er hann þarf að hafa nokkur afskifti af. Hann er geðríkur mað- ur, án þess þó að vera ráð- ríkur, tilfinningamaður, en lætuí- þó sjaldan tilfinning- ar einar ráða gerðum sínum. Hann er minnugur, án þess að vera langrækinn og! mannglöggur svo af ber. ★ Þegar faðir hans, Friðrik Áttundi tók við konungdómi J í janúar 1906, var það eitL af áhugamálum hans, að honum tækist að koma því til leiðar, að deilan milli Dana og íslendinga yrði leyst að fullu. Það mistókst og er óþarft að rekja hjer. En þegar sam bandsmálið var tekið upp að nýju nokkru eftir að Krist- ján Tíundi var komipn til valda, þá hjelt hann sömu stefnu og faðir hans, með því að leggja til, að eigi yrðu tekin einstök atriði málsins til sjerstakrar úrlausnar, heldur málið í heild sinni. Faðir hans. Friðrik Átt- undi, kom feti lengra til móts við okkur íslendinga, en dönskum stjórnmála- mönnum í tíð hans líkaði. Nægir í því sambandi að minna á, þegar hann í ræðu sinni hjer sumarið • 1907 nefndi „bæði ríki sín”. Danskur blaðamaður þóttist hafa það eftir konungi með sannindum, að honum hefði þar orðið á að mismæla sig. Enginn íslendingur trúði þeirri sögu, því allir, sem heyrðu Friðrik konung halda ræðu, fundu hve vel hann kunni að haga orðum sínum. Með undirskrift sambands sáttmálans 30. nóvember 1918, gerði Kristján Tíundi orð föður síns um ríkin tvö að veruleika. Með þeim sátt mála og uppsagnarákvæði hans, rættist sú ósk Friðriks konungs Áttunda, sem áreið anlega var sameiginleg með þeim konungsfeðgum að bundinn var endi á alda- gamla misklíð milli Dana og Islendinga. Þegar gerður var sam- bandssáttmálinn milli Dana og íslendinga árið 1918 með uppsagnarákvæði 18. grein- ar hans, blandaðist íslend- ingum ekki hugur um, að að tilskildum aldafjórðungi liðnum, myndu íslendingar slíta öllu stjórnmálasam- banli við Dani. Sú var hin stjórnmálalega þróun hjer á landi og gat eigi önnur stefna komið til greina. Hin eðlilega afleiðing, var sú ein, að stofnað yrði hjer lýð- veldi að nýju. Að þessu hlaut að koma, og það alveg án tillits t.il þess, hvaða konungur sæti að ríkjum í Danmörku. Lýð veldisstofnunin hjer í fyrra- sumar átti því ekkert skylt við neitt; það, er kalla mætti andúð í garð Kristjáns kon- ungs Tíunda persónulega. Enda kom það þráfaldlega, ef ekki segja megi daglega í ljós með ýmsu móti öll þau ár, sem Danir áttu við hin kröppu kjör hernámsins að búa, að hjer á landi ríkti meiri samúð með dönsku þjóðinpi og konungi hennar en nokkru sinni áður. íslendingar skildu vél hve Danir áttu í miklum erf iðleikum, og hörmuðu það einlæglega, hve hart þjóðin var leikin, jafnframt því, er menn báru hinar hlýjustu tilfinningar í brjósti til hins aldurhnigna jöfurs, er varð að þola margskonar þreng- ingar og skapraunir, jafn- framt því, sem hann vissi og sá þióð sína hneppta í þrældómsfjötra. Samúð íslendinga meið dönsku þjóðinni kom hvað greinilegast í ljós, þegar fregnirnar bárust hingað hinn bjarta maí-dag, um endurlausn dönsku þjóðar- innar úr herf jötrum Nasista. Jafnframt fögnuðu íslend- ingar því, að aftur mætti takast vinsamleg samskifti íslensku og dönsku þjóðar- innar. Það er innileg ósk manna hjer á landi. að Kristján konungur Tíundi lifi það, að danska þjóðin fái læknað sár styrjaldarinnar, og þar megi hver maður, sem á hinum langa friðartíma fyr- Framhald á 8. kíAu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.