Morgunblaðið - 26.09.1945, Page 10
10
" ; fi' ^ | ^
MORQUNBIiAÐIÐ
Miðvikudagnr 26. sept. 1945.
3ef ee
JÓNATAN SCRIVENER
LJJtif CLuL C'Jouqhti
Stríðsherrann á Mars
2) renffjaóaffa
Eftir Edgar Rice Burroughs.
30.
varði líf sitt fyrir villidýrum. Það hafði einmitt verið jafn
mjótt skráargat á þeirri hurð, og þessari, sem jeg nú sat
fyrir framan.
í flýti tæmdi jeg púss mitt á gólfið, til þess að athuga,
hvort í því kynni ekki að vera einhver sá hlutur, sem jeg
gæti notað fyrir lykil eða búið til úr lykil, sem opnaði
fyrir mjer þessar leyndardómsfullu dyr.
Þegar jeg rannsakaði safn það af öllu mögulegu skrani,
sem alltaf má finna í pússi marsnesks hermanns, fjell hönd
mín allt í einu á hið gullbúna radiumvasaljós, sem jeg
hafði fundið á gólfinu.
Jeg var í þann veginn að leggja það til hliðar, þegar jeg
kom auga á einkennileg tákn, sem auðsjáanlega höfðu
nýlega verið krotuð í gullbúnaðinn utan um ljóshylkið.
Það var aðeins af forvitni, sem jeg fór að lesa þau, og
gat ekki fundið nokkurn botn í þeim. Það voru þrjár raðir,
hver upp af annari:
3 — / — 50 T
1 — / — 1 X
5 — / — 25 T
Aðeins augnablik varð jeg forvitinn, en svo setti jeg
aftur vasaljósið í púss mitt, en ekki hafði jeg sleppt því,
þegar mjer kom í hug samtalið milli Lakors og fjelága
hans, þegar hinn síðarnefndi hafði haft upp fyrir sjer
orð Thurid og gert gys að þeim: „Og hvað segirðu um
þetta hlægilega þvaður um ljósið? Að láta það skína með
afli þriggja radiumeininga í 50 tali og svo í einn xat með
afli einnar radiumeiningar, og svo loks með 25 einingum
í fimm tali”. Ja, hjer var nú fyrsta línan, sem krotuð hafði
verið vasaljósið — 3 — 50 T, nú og hinar línurnar stóðu
einnig heima við það, sem hinn dauði Þern hafði sagt.
Leiðarvísirinn var þar með allur, en hvað þýddi hann?
Mig grunaði það, og þreif öflugt stækkunargler úr pússi
mínu, og með því athugaði jeg nákvæmlega marmarann
34. dagur
Hann hallaði sjer áfram og
sagði í hálfum hljóðum: „Jeg
hefi verið að reyna að komast
í kynni við frú Bellamy í meira
en heilt ár“. Hann var grafal-
varlegur á svip, og lagði þunga
áherslu á orðin.
„Jeg hefði gaman af að vita
hvers vegna?“ sagði jeg.
Hann leit á mig, eins og jeg
hefði alt í einu gengið frá vit-
inu.
„Hvers vegna? Drottinn
hjálpi oss, Wrexham! Ef jeg
þekti hana og fólk það, sem
hún umgengst, væri mjer
borgið. Hún er ekki einasta
geysiauðug, heldur er hún og
áhrifamikil, og, minn elskan-
legi, hún má sín mikils meðal
fólks, sem mig langar til þess
að kynnast. Nei — jeg get ekki
komið þjer í skilning um þetta,
því að þú ert ekki jafn kunn-
ugur borgarlífinu hjer og jeg.
En jeg hefi rjett fyrir mjer —
það geturðu bókað“.
Jeg sá, að ævintýraþráin
hafði nú blossað upp í brjósti
hans. Hver hugsunin af ann-
ari þaut gegnum heila hans og
endurspeglaðist í augunum. —
Hann hreyfði sig órólega í sæt
inu og strauk með höndinni yf
ii þykt, ljóst hárið.
,Heyrðu — jeg ætla að láta
þig sjá um þetta“, sagði hann
loks. „Jeg vil komast í kynni
við hana. Mikill öðlingsmaður
værir þú, ef þú gætir komið
þassu í kring fyrir mig“.
„Jeg skal gera það sem jeg
get“, svaraði jeg. „En mjer
finst það skolli undarlegt, að
Scrivener skyldi ekki minnast
r.eitt 4 það við þig, að þau þekt
ust“
„Þú skal't ekki hafa áhyggjur
af því“, sagði hann glaðlega. —
„Hlutverk Scriv er að vera
leyndardómsfullur“. — Honum
virtist alt í einu detta eitt-
hvað í hug. „Heyrðu — veit
Scriv að þú þekkir frú Bella-
my?“
„Já — hann veit það“, svar-
aði jeg.
„Ertu viss um það?“
„Jeg skrifaði honum það að
minsta kosti“, svaraði jeg
gremjulega.
„Þá er þetta óneitanlega dá-
lítið undarlegt. En við skulum
ekki fást um það. Við skiljum
hvor annan — það skiftir mestu
máli. Jeg er feginn því, að við
skyldum hittast. Þarftu að fara?
Það var leiðinlegt. Jæja — jeg
mun líta inn til þín áður en
langt um líður.
Við urðum samferða út. Jeg
get ekki gefið betri lýsingu á
andrúmsloftinu í veitingastof-
unni en þá, að þegar jeg kom
út í sólskinið og andaði að mjer
svölu, hressandi loftinu, varð
jeg undrandi yfir því, að sjá,
áð heimurinn skyldi vera ó-
breyttur. Jeg var reiðubúinn
til þess að trúa öllu, sem Rivers
hafði sagt mjer, að einu undan-
teknu: jeg trúði því ekki, að
stúJkan, sem hann hafði sagt
að væri fyrirmynd listamanns,
borðaði allar máltíðir í þessu
vritingahúsi. Hún var þrótt-
mikil, hraustleg og fallega vax
in — og jeg trúði því ekki.
II.
Til þess að leysa ráðgátu verð
ur maður annaðhvort að þekkja
alla málavöxtu eða ekkert af
þeim. Sje maður kunnugur öll-
um málavöxtum, kann maður
að geta leyst vandamálið með
því að beita skynseminni. — Að
öðrum kosti verður að beita í-
myndunaraflinu — og oft á tíð
um næst jafn góður árangur
með því. Þetta rann upp fyrir
mjer. þegar jeg hafði skilið við
Riveis og var á leiðinni heim.
Mjer höfðu nú borist svo marg-
vísiegar upplýsingar um Scri-
vener, er voru af svo ólíkum
toga spunnar, að ógjörningur
var fyrir mig að komast að nokk
urri skynsamlegri niðurstöðu í
bráð. Einn af leyndardómum
lífsins er sá, að vita, hvenær
maður á ekki að hugsa og jeg
ákvað að bíða rólegur og sjá,
hvað tíminn — sem alt leiðir í
ljós — myndi bera í skauti sjer.
Jeg treysti því og, að þrír at-
burðir myndu gefa mjer mikils
verðari upplýsingar en jeg hafði
fengið til þessa. Sá fyrsti var
svar Scrivener við brjefi
mínu, sem jeg hlaut að fá innan
'skamms. Annar var heimsókn
mín á heimili Pálínu og sá þriðji >
var kvöldverðurinn, sem Fran-
cesca hafði boðið mjer til.
Sennilega freistast einhver,
sem þetta les, til þess að spyrja:
Til hvers fjandans er þessi
Wrexham að brjóta heilann um
Scrivener? Hann hefir nota-
lega atvinnu hjá honum. Hann
kynnist vinum hans. Hvers-
vegna bíður hann ekki rólegur,
þar til Scrivener kemur heim
— og reynir þá að komast að
því, hvort hann sje geðveikur
eoa nvort hann sje mikill mann
vj-iur? Þetta eru alt eðlilegar
spurningar. Og rökrjettar að
auki En rökvísin er aðeins óend
anlega lítill hluti af lífinu og
það var eitthvað innra með
mjer, er átti sjer miklu dýpri
rætur en rökvísin, sem vissi, að
líf mitt var á einhvern hátt
tengt lífi Scrivener — að það
hafði ekki verið nein tilviljun,
að við hittumst. Hvernig stóð
á því, að jeg vissi þetta? Hvem
ig stendur á því, að þú veist, að
ein klukkustund er mikilvæg-
ari en önnur? Hvernig stendur
á því, að þú finnur á þjer, þeg-
ar Hin Eina stund nálgast — í
óslitinni röð fánýtra stunda
hversdags lífsins, stundin, sem
geymir í sjer alt í senn: fortíð-
ina, nútíðina og framtíðina? Þú
ert þræll, áður en þú lifir þessa
stund, en skuggi guðs, þegar
hún er liðin hjá. Varð ekki
skyndilega hljótt í kringum Sál
þegar hann sagði við sjálfan
sig: „Á morgun fer jeg til Dam
ascus“? Við vitum öll meira en
við þorum að láta í ljós. Þeir
auðvirðilegustu meðal mann-
anna eiga sjer þekkingu, sem
mikilmennin óttast.
Þegar jeg opnaði dyrnar að
íbúð Scrivener og gekk í gegn-
um anddyrið inn í bókaherberg
ið, var jeg alt í einu gripinn
undrun. Jeg leit i kringuip mig.
Þetta var heimili ókunnugs
manns. Veggirnir voru þaktir
bókum, sem hann hafði aflað
sjer á undanförnum tuttugu ár
um. Þarna voru þær — andlegu
vörðurnar á vegi hans. — Hver
var þessi maður? Hvað kom
hann mjer við? Hver voru þau
óþektu öfl, sem höfðu ráðið því,
að við kynntumst? Vaninn
sljógvar öll skilningarvit, og
hann hafði þegar gert það að
verkum, að jeg var hættur að
veita því athygli, að dvöl mín
á heimili Scrivener væri á
nokkurn hátt óvenjuleg. En á
þessu andartaki skyggði van-
inn ekki lengur á sannleikann,
og jeg fann átakanlega, hve
framandi jeg var þessu- um-
hverfi. Jeg stóð hræringarlaus.
Kyrrðin í bókaherberginu var
jafn djúp og endranær. Minning
in um árin, sem jeg hafði dval
ið í skrifstofu Petersham, þaut
leifturhratt gegnum hug minn.
Síðan sá jeg Pálínu, Francescu,
Middleton og Rivers — hina
þátttakendurna í þessum ein-
kennilega leik, þar sem einn
leikandinn var altaf ósýnileg-
urur — en þó nálægari en allir
hinir. Það var Scrivener sem
rjeði því, að jeg kom nokkurn
tíma inn í þetta bókaherbergi
— og það var einnig hans vegna
að hitt fólkið hafði komið þang-
að. Átti það fyrir mjer að liggia
að kynnast þessu fólki nánar —
komast að einhverju af því, sem
leyndist í fari þeirra og þar aí
leiðandi ljósta einhverju upp
um sjálfan mig við það?
— Það var eitthvað innra
með mjer, sem olli því, að jeg
vildi komast hjá því að taka
þá ákvörðun, sem jeg vissi, að
í vændum var. Hafði mig ekki
dreymt um það árum saman að
geta öðlast einveru, þar sem
glaumur heimsins næði ekki til
mín — að lifa lífi mínu einn,
sem áhorfandi, en ekki þátttak-
andi í þeiri baráttu, sem sífelt
er háð? Gat það ekki verið, að
mig hefði ósjálfrátt grunað það,
að einkaritarastarfið hjá Scri-
vener gæti orðið mjer slíkur
einyerustaður?
Jeg vissi nú, að jeg yrði að
segja skilið við þennan draum
ef jeg yrði kyrr — og jeg vissi
einnig, að jeg gat ekki farið. —
Það er á því andartaki, sem við
ætlum að snúa baki við lífinu,
í eitt skifti fyrir öll, að það hríf
ur okkur á sitt vald, beygir okk
ur undir vilja sinn, notar okk-
ur til þess að inna af hendi hlut
verk, sem við vitum ekki, hvert
er.
Eggert Claessen
Einar Ásmundsson
hæstrjettarlögmenn,
Oddfellowhúsið. — Sími 1171.
Allskonar löafrœBistörf
Minningarspjöld
barnaspítalasjóðs Hringsins
fást í verslun frú Ágústu
Svendsen, Aðalstræti 12»
Lilta barnið í húsinu kom
hágrátandi niður stigann til
mömmu sinnar.
— Hvað er nú að? spurði
móðirin blíðlega.
— Ilann pabbi var að negla
nagla í vegginn fyrir myndir
og barði á fingurinn á sjer.
— Já, en ekki er það svo
alvarlegt. Það er ekki nema
til að hlægja að.
— Það gerði jeg líka.
★
Langþreyttur bifreiöastjóri.
hafði sofnað við stýrið á bíln
um sínum og vissi ekki fyrr
til en hann var kominn inn í
svefnherbergi hjónanna á litl-
um bæ, sem stóð við veginn.
Dálítið vandræðalegur klifr-
aði hann út úr bílnutu og
spurði frúna:
— Þjer getið víst ekki sagt
mjer hvar leiðin liggur að
-Tónshúsum?
— Gegnum búrið og eld-
húsið, hægra megin við fjós-
ið og beina leið eftir veginum
til austurs.
★
Gesturinn á veitingahúsinu
pantaði steik og fjekk hana
fljótlega. En þegar hann ætl-
aði
hnífurinn ekki í kjötið. Hann
kallaði þá á yfirþjóninn og
sagði: — Þetta er hrossakjöt
og ekkert annað.
' — Já, víst er það hrossa-
kjöt, sagði yfirþjóninn og
hneigði sig. Nú á dögum eru
allir farnir að borða hrossa-
kjöt.
— Það getúr vel verið, en
næst þegar þjer látið bera
hrossakjöt á borð fyrir mig,
leyfi jeg mjer að fara fram
á, að þjer látið spretta af
klárnum fyrst.
★
Frú Stanislowski var áttatíu
ára gömul. Alla æfi hafði hún
búið á litlum bóndabæ í Pól-
landi, þrjár eða fjórar milur frá
rússnesk-pólsku landamærun-
um. Dag nokkurn kom 'sonur
hennar hlaupandi til hennar og
veifaði eintaki af rússneska
blaðinu Izvestia. — Mamma,
hrópaði hann, þeir eru nýbúnir
að gera samning um það, að
landið, sem við búum á eigi
framvegis að vera rússneskt.
Við erum ekki Pólverjar leng-
ur, mamma við erum Rússar.
— Guði sje lof, sagði gamla
konan. — Jeg held jeg hefði
aldrei lifað af einn af þessum
hræðilegu pólsku vetrum í við-
að fara að snæða, gekk bót.