Morgunblaðið - 27.09.1945, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.09.1945, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 27. sept. 1945 3efer JÓNATAN SCRIVENER £ftir (Átaitde ^Jdoa^Lloa Stríðsherrann á Mars 2>, renýfaíaQu 9' Eftir Edgar Rice Burroughs. 31. 35. dagur Þegar jeg stóð þarna og horfði í kringum mig í bóka- herberginu, skaut alt í einu upp í huga mjer nýrri hugsun: Hvað hafði jeg eiginlega skrif- að Scrivener, þegar jeg sótti um starfið? Spurningin hafði sömu áhrif á mig og jeg hefði verið lostinn höggi. Mjer til mikillar furðu mundi jeg að- eins, að jeg hafði skrifað heil- iangt brjef. Jeg mundi ekki, hvað í því hafði staðið. Jeg hafði skrifað svo margar um- sóknir áður en jeg skrifaði ‘iokabrjefið: Og það hafði jeg skrifað i svo miklum flýti, sannfærður um, að það myndi engann árangur bera, að þegar íil átti að taka mundi jeg ekki, hvað í því hafði staðið. Jeg vissi, að jeg hafði skrifað um sjálfan mig — en hvað hafði jeg í raun rjettri sagt? Jeg velti þessu fyrir mjer í heilan klukkutíma, án þess að komast að nokkurri niður- stöðu. Jeg skýri frá þessu núna vegna þess, að jeg hygg það tímabært, og vegna þess, að það er talsvert mikilvægt at- riði, að jeg skyldi nú hafa gleymt sjálfri ástæðunni til þess, að jeg fjekk einkaritara- starfið hjá Scrivener. En eitt var jeg viss um: Winkworth hafði ekki lesið brjefið. III. Lundúnaborg á sjer marga heima. Aum fátækrahverfi er að finna aðeins steinsnar frá mestu ríkismannahverfunum og djúpa kyrð örskamt frá mestu umferðagötunum. Dag einn, skömmu áður en jeg snæddi kvöldverðinn hjá Pálínu, gekk jeg út, til þess að gá að því, hvar hún byggi. Það var þá, sem jeg komst að þessu síðarnefnda. I Holland Park heyrist svo mikill dynur af umferðinni, að enginn staður kemst í hálf- kvisti við hann, nema Kens- ington High Street, sem ligg- ur jafnhliða. Á milli þessara tveggja gatna er dálítil hæð. Þröngir stígar og götutroðn- ingar liggja upp á hana frá Holland Park. Jeg gekk upp einn stíginn. Við hvert fótmál fjarlægðist umferðadynurinn meir. Trjákrónurnar hvelfdust yfir höfði mjer. Það leið ekki á löngu þar til borgarysinn var dáinn út. Jeg nam staðar, undr- andi yfir þessari hreinu kyrð. Yfir háar girðingarnar, sem voru sitt hvoru megimvið stíg- inn, sýndist skógurinn víðáttu- mikill, nærri því óendanlegur. Fugl kvakaði á grein. Mjer fanst, eins og dísirnar myndu nú jafn önnum kafnar við að töfra mig og Don Quixote forð- um. En þetta var alt satt. Jeg hefi oft staldrað þarna við á síðkvöldum síðan, og horft á tunglsgeislana seitla gegnum greinar trjánna og hlustað á ugluvæl einhvers staðar utan úr myrkri skógarins. En þegar jeg kom þarna fyrst, var sól- skin og loftið þrungið notalegri síðdegiskyrðinni — alt svo blítt, svo ríkt af þessum þög- ula, djúpa fögnuði yfir því að lifa, anda og hrærast, sem stundum kemur yfir jörðina. Efst á hæðinni er stórt hlið, er liggur að húsi, sem er að hálfu leyti hulið sjónum mannanna. Þú gægist gegnum hliðið. Þú sjerð hlýlegt rjóður og silki- mjúkan grasflöt, minningarík- an steinvegg, sem grænn mos- inn gælir við. Og veggurinn hallast letilega, eins og hann vilji gefa til kynna, að tíminn hafi nú hvílt nógu lengi á sjer. Litla húsið er eins og gamalt, lúið sveitasetur, sem mókir og lætur sig dreyma, meðan feg- urðin og árin vefa sinn þögla töfrahjúp. Þú staldrar við and- artak og furðar þig á þessu, og svo heldurðu kannske áfram eftir stígnum, sem nú liggur niður í móti. Og innan skams berst stórborgarysinn að eyr- um þínum, því að fyrir neðan er Kensington High Street. Beggja megin hæðarinnar eru torg, Og Pálína bjó við eitt þeirra. — Á meðan jeg hafði fata- skifti og á leiðinni til Holland Park var jeg að hugsa um kvöldið, sem í vændum var. Jeg þóttist sjá fram á, að það myndi varla verða mjög skemtilegt. Jeg vissi, að faðir Pálínu var hérshöfðingi, og mjer fanst næsta ótrúlegt, að hann eða kona hans myndu hafa nokkurn áhuga á því að kynnast manni eins og mjer, því að þegar öll kurl voru kom- in til grafar, myndi það sjálf- sagt ekki hafa neitt sjerlega mikil áhrif á þau, þegar Pál- ína kynnti mig fyrir þeim og segði: „Þetta er herra Wrex- ham. Enginn veit, hvað hann gerði áður fyrr, en nú er hann einkaritari herra Scrivener, þótt þeir hafi aldrei sjest“. En þegar á alt, var litið, var heim- sókn þessi eingöngu Pálinu að kenna, og hún varð því að bera ábyrgð á kvöldinu. Engu að síður kendi jeg í brjósti um foreldra hennar. Jeg hringdi dyrabjöllunni. Mjer var vísað inn í dagstof- una og Pálína reis á fætur til þess að heilsa mjer. Jeg geri ráð fyrir, að hún hafi sjeð feg- inssvip á andliti mínu, þegar jeg sá, að hún var ein, því að hún hló og sagði: „Þú virðist kvíðinn". „Já, það er ekki laust við það“, svaraði jeg. „Þjer er ef' til vill ekki ljóst, að það eru meira en tuttugu ár síðan jeg hefi komið á heimili eins og þetta“. Hún horfði undrandi á mig. ,,Þú ert auðvitað að gera að gamni þínu“, sagði hún svo. „Nei, öðru nær“. Við stóðum og horfðum hvort á annað drykklanga stund. „Sannleikurinn er sá, að jeg veit ekkert um þig“, sagði hún loks. „Þjer hefði ekki getað orð- ið það ljóst á óþægilegra augna- bliki“, sagði jeg og hló við. „Er ekki best að jeg komi mjer hjeðan út meðan tími er til? Jeg hverf út i nóttina og þú segir foreldrum þínum, að þetta hafi alt verið misskiln- ingur, þig hafi aðeins diæymt, að jeg væri til“. Hún horfði á mig, án þess að heyra eitt orð af því, sem jeg var að segja. „Jeg þekki þig — en jeg veit ekkert um, hvernig líf þitt hefir verið. Venjulega er það nú öfugt. En þú getur sagt mjer, hvaða fólki þú kyntist á þess- um árum“. „Jeg skal segja 'þjer það síðar, ef þú kærir þig um“, svaraði jeg. „En finst þjer það heiðarlegt gagnvart foreldrum þínum að bjóða mjer hingað í kvöld?“ „Eigum við ekki að fa okk- ur sæti?“ sagði hún. „Þetta er dálítið erfitt viðureignar. Ef jeg kynni þau ekki fyrir vin- um mínum, kvarta þau, og ef jeg geri það ....“. „Eru þau skelfingu lostin“, sagði jeg, þar eð hún lauk ekki við setninguna. „Það er ef til vill helst til Ujúpt tekið í árinni að segja það“, svaraði hún. „En venju- lega geðjast þeim ekki að kunningjum mínum. Jeg held, að þau hafi ekki verið hrifin af Jonatan“. Jeg leit í kringum mig í stofunni. Hún var smekkleg og falleg, hafði á sjer þann hlý- lega blæ, sem hús fá, þegar sama fjölskyldan hefir búið í þeim árum saman. Jeg varð því ekkert undrandi, þegar jeg komst að því, að Pálína var fædd í þessu húsi, og hafði aldrei átt heima annars staðar. Jeg þagði, því að Pálína virt- ist djúpt hugsandi og jeg vildi ekki trufla hana. Jeg hjelt, að4 hún væri að velta því fyrir sjer, hvernig hún gæti farið að því að bjaiga við kvöldinu, og það kom mjer því dálítið á óvart, þegar hún spurði alt í einu: „Hefurðu sjeð Middleton aft- ur?“ Jeg kvað já við og reyndi því næst að benda henni á þann i anda, sem við ættum í vænd- um. En hún skeytti ekkert um ; að. „Það blessast alt saman. Við finnum eitthvað til þess að tala um. Og nokkrum sinnum hefi jeg mátt leggja á mig það erf- iði að skemta gestum þeirra“. Og þá fór fyrir mjer eins og svo oft áður. Jeg varð rólegur á ný. Jeg hætti að hugsa um framtíðina. Nútíðin varð mjer alt. Og nútíðin var Pálína. Hún sat á legubekk and- spænis mjer. Hún hafði hendur í skauti sjer og var þráðbein í baki. Það var eins og hún væri að hlusta á eitthvað eða bíða eftir einhverju. Jeg dáðist aft- ur að grönnum handleggjum Oennar og úlnliðum og hárinu, sem var eins og geislabaugur um höfuðið. umhverfis litlu holuna í hurðinni. Og jeg hefði getað hróp- að hástöfum af gleði, því umhverfis holuna sá jeg hin örsmáu kolefniskorn, sem þessi marsnesku vasaljós gefa frá sjer. Það var ljótet, að í þúsundir alda höfðu vasaljós verið látin skína á skráargat þetta, og til hvers? — Svarið gat aðeins verið eitt, — það voru geislarnir, sem opnuðu dyrnar, og jeg, John Carter, prins af Helium, hjelt á ljós- inu og notkunarreglum þess í hendinni, reglunum, sem óvinur minn hafði krotað á hylkið utanum ljósið. í sívölu gullhylki utan um úlflið mjer, bar jeg mitt marsneska úr, — það var næsta nákvæmt verkfæri, sem sýnir tala, zat og zoda, en svo eru hinar marsnesku tíma- einingar nefndar, sýnir það undir þykku gleri, mjög svip- að fullkomnu jarðnesku armbandsúri. Jeg fór hægt og nákvæmlega að öllu, er jeg bar ljósið að litlu holunni í hurðinni og ákvað styrkleika ljósmagns- ins með þar til gerðum takka á hlið hylkisins, sem vasa- ljósið var í. Fyrst ljet jeg ljó'sið skína með þriggja eininga styrk- leika í fimtíu tala tíma, síðan með einni einingu í eitt xat, og loks með níu eininga afli í 25 tali. Þessir síðustu 25 talir voru lengstu 25 sekúndurnar, sem jeg hefi nokkru sinni lifað. Skyldi hurðin opnast eftir þessi augnablik, sem mjer fannst óratími? Tuttugu og þrír, tuttugu og fjórir, tuttugu og fimm. Jeg slökkti skyndilega á ljósinu. í sjö tali beið jeg svo, — það hafði ekkert gerst. Gat það verið, að mjer hefði skjátlast? En hvað var nú? Var jeg farinn að sjá ofsjónir af tauga- æsingnum, eða var hurðin raunverulega að hreyfast? Jú, hún seig alt í einu hægt inn í vegginn, þar var ekki um neina missýningu að ræða. Bak við hurðina kom í ljós mjór gangur og dimmur, sem lá jafnhliða útveggnum. Varla hafði hurðin opnast fyrr en við Woola ‘vorum þotnir inn, og svo rann hurðin hljóðlega á sinn stað aftur. Þegar mest gekk á í forseta- kósningunum í Bandaríkjunum íyrir nokkrum árum, er Roose- velt var í kjöri í þriðja sinn, * t:om nýr nemandi í barnaskóla einn. Kennarinn vildi prófa, hvernig nemandinn væri að1 andlegu atgervi og spurði: — Hver var það, sem gaf okkur þennan íyrirmyndar skóla? — Roosevelt forseti. — Hver var það, sem ljet leggja alla þessa dásamlegu vegi yfir þvert og endilangt landið? | — Roosevelt forseti. — Hver lætur trjen vaxa og blómin springa út? — Guð, svaraði nemandinn.; — Kastið þið bannsettum republikanum út, heyrðist kall að aftan úr bekk. ★ I smábæ einum í Skotlandi, þar sem mikið er framleitt af whiský, svo mikið, að það er bókstaflega drukkið eins og vatn, hafa menn sínar eigin hugmyndir um, hvenær telja beri mann drukkinn. Sunnudag nokkurn lá maður endilangur á miðri aðalgötunni. Lögreglu- þjónn, sem gekk fram hjá, virti manninn fyrir sjer og sagði: — Hann er drukkinn þessi, það er rjett jeg láti hann í kjallarann. Einn góður sam- borgari kom aðvífandi og mót- mælti harðlega: — Hann er alls ekkert drukkinn, jeg sá hann hreyfa fingurna rjett í þessu. ★ — Jeg má til að fá skilnað frá þessarí konu, sagði hinn ó- gæfusami eiginmaður fyrir rjettinum. — Hún heimtaði að fá að hafa geit inni í svefnher- berginu oklcar. Lyktin var svo hryllileg, að jeg var bókstaf- lega alveg viðþolslaus. Dómarinn hristi höfuðið: — Það er laglegt að heyra. En gastu ekki opnað gluggann? — Hvað! Og hleypt öllum dúfunum mínum út? ★ — Jeg verð að segja, að mjer geðjast ekki að öllum þessum flugum hjer inni, sagði hótel- gesturinn við þjóninn. -— Segið mjer, að hverjum þeirra yður geðjast verst, og jeg skal reyna að reka þær út, fvaraði þjónninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.