Morgunblaðið - 27.09.1945, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.09.1945, Blaðsíða 7
Fimtudagur 27. sept. 1945 MORGUNBLAÐIÐ 7 AKRANESBRJEF Nýsköpun atvinnuveganna. ÞESSI TVÖ orð hafa mikið innihald. 30 nýtísku togarar, 100—200 mótorbátar, mörg far þega- og flutningaskip o. s. frv. Við hjer á Akranesi erum að reyna að tolla í tískunni, við er- um að kaupa og láta byggja báta við okkar hæfi. En bögg- ull fylgir skammrifi, eins og málshátturinn segir. Það - er ekki einhlítt að fá báta og skip, Það þarf meira með. Rikisstjórn og Nýbyggingar- ráð hafa sýnt lofsverðan dugn- að í útvegun skipanna, en þau verða að gera meira ef vel á að fara. Hafnleysið hjer við Faxa- flóa hefir löngum verið erfið- asta viðfangsefnið fyrir útgerð- ina og menn eru kvíðafullir vegna nýju bátanna, sem verða að liggja á hafnleysinu fyrir opnu hafi, en úr þessu er senni lega hægt að bæta fljótlega, ef rjett er á haldið. Landshöfn á Akranesi. BRETAR óg Bandaríkja- menn bygðu á stríðsárunum mikla höfn, einhvers staðar á Bretlandseyjum og um leið og þeir gerðu innrásina miklu á Frakkland, sigldu þeir höfn- inni yfir þangað og söktu niður hafnargörðum á einni nóttu, sem voru yfir þrír kílómetrar að lengd. Þessir hafnargarðar eða höfnin var gerð úr járn- bentum steinsteypukössum, það háum, að þeir stóðu vel upp úr sjó um stórstraumsflóð. Þessir kassar eru sennilega 50—60 metra langir eða þar yfir, 18— 20 metra háir og 15 metra breið ir eða meira. Kassarnir eru með vatnsþjettum skilrúmum og lok aðir í báðum endum. Þeir voru dregnir af venjulegum drátt- arbátum til Frakklands og sökt þar á hæfilegu dýpi og myndaðist þegar ágæt stór höfn fyrir innan þá. Nú hefi jeg það frá allgóð- um heimildum að Bretar hafi flutt kassana heim til sín aftur og að þeír vilji selja þá fyrir sanngjarnt verð af því að þeir hafi ekki not fyrir þá' heima hjá sjer. Þarna er sjertakt tæki færi lagt upp í hendurnar á okk ur til þess að við getum á svip- stundu leyst mesta vandamál sjávarútvegsins við Faxaflóa og. það er að byggja næsta sumar landshöfn á Akranesi fyrir stór an hluta af5 nýja flotanum og skilyrði fyrir slíka höfn frá náttúrunnar hendi eru hvergi eins góð við Faxaflóa sem hjer. Til þess að gera fullkomna höfn þarf sennilega 20—25 kassa af áminstri gerð. Það er leikur einn að flytja kassana hingað frá Bretlandi aftan í dráttar- bátum, eða á sama hátt og þeir vorU fluttir til Frakklands og þaðan aftur. Þarna er skemti- legt viðfangsefni fyrir litla, þróttmikla þjóð að glíma við og þarna er tækifæri sem við tafarlaust verðum að notfæra okkur, því slíkt tækifæri kem- ur aldrei aftur. Nefndin, sem nú er úti í Englandi til þess að ganga frá samningum um byggingu nýju togaranna gæti hæglega athugað þetta mál í samráði við íslensku sendisveit- ina í London, við megum engan tíma missa, þetta verður að at- hugast tafarlaust. Verklegar framkvæmdir. Á sumrinu, sem nú er að líða, hafa verið miklar bygginga- framkvæmdir hjer. Hafnargarð urinn lengdur um 30 metra, svo nú geta hæglega afgreitt sig við hann skip upp að 5000 smál. stærð. Innri hafnarbryggjan lengd um 24 m og við hana geta þá afgreitt sig togarar og línuveiðarar, og 1 Lambhús- sundveru 2 mótorbátabryggjur. Þar er líka ágæt dráttarbraut fyrir skip og báta. Vjelavið- gerða- og bílaverkstæði eru hjer mörg. Hjer er v.erið að byggja nýtísku sjúkrahús fyr- ir 30—40 sjúklinga og er ráð fyrir gert, að það verði mjög fullkomið, með öllum nýjustu fáanlegum tækjum o. s. frv. 30 —40 íbúðarhús eru í smíðum, nýtt bakarí, mjólkur- og mat- arbúðir, húsgagnaverkstæði o. fl. o. fl. Rafmagn. Byggingar Andakílsárvirkj- unar eru í fullum gangi. Þar er verið að virkja 5000 hestöfl og er ráð fyrir gert, að þessu verki verði lokið næsta haust og þá verður nóg rafmagn til ljósa, suðu, hitunar og iðnaðar fyrir það fólk, sem nú býr á virkj- unarsvæðinu, en áður langt líð- ur verða virkjuð þau 7000 hest- öfl, sem eftir eru og þarf því ekki að óttast skort á rafmagni fyrst um sinn, en þegar þessi 12000 hestöfl eru fullnotuð, þá eru samt nærtækir möguleikar fyrir mikilli aukningu, en áður en á því þarf áð halda, verður sennilega hin mikla atómorka búin að leggja undir sig heim- inn. Akranes í miklum vexti. Bærinn er í miklum vexti, enda eru skilyrði góð og áður en varir, verður Akranes orðið næst Reykjavík hvað fólks- fjölda snertir. Möguleikar til ræktunar landsins eru fram- úrskarandi bæði fyrir tún og garðrækt. Fiskimiðin hjer úti í Faxaflóa þau bestu, sem hugs ast getur. Þorskur og síld allt árið um kring. En við höfum ekki enn þá notað okkur nema að mjög óverulegu leyti auðæf- in í síldinni. Hjer má veiða hana í stórum stíl frá maí-byrj- un til áramóta ár hvert að júlí mánuði undanskildum, því þá hrygnir síldin og fæst ekki á meðan. Nú eru bátar hjeðan á veiðum og afla daglega þeg- ar veður leyfir 60;—200 tunnur síldar á dag hver bátur. En það er eitt atriði, sem veldur okk- ur miklum erfiðleikum og áhyggjum. Fyrir nokkru var siglingalögunum breytt þannig að sjómenn geta sagt upp skip- rúmi með sólarhrings fyrirvara, en áður voru menn ráðnir í skiprúm til ákveðins tíma t. d. fyrir vertíðina o. s. frv. og gátu þeir þá ekki hætt fyrirvaralaust nema gildar ástæður væru fyr- ir hendi. Nú er svo ástatt hjer á Akranesi, að heimamenn, mjög margir hafa stundað land vinnu (byggingavinnu) hjer í sumar og höfum við því orðið að fá mikið af aðkomu sjó- mönnum á bátarc og beir hafa reynst yfirleitt ' ijc 1 illa þó ýmsar góðar u !• c-knirigar hafi verið. Þeir haf,: sumum bátum einn eð 1 .ri sagt upp skiprúmi næstum daglega og þá hefir oft verið erfitt að fá menn í staðinn. Þessu verður að breyta aftur í fyrra horf áð- ur en meiri vanræði hijótast af. Sumir bátanna hafa orðið að hætta af þessum ástæðum, en aðrir hafa ekki getað byrjað vegna skorts á sjómönnum. — Þessi tregða sjómanna til að vera á bátunum stafar ekki af því að launin eða hluturinn, sem menn fá sje of lítill, nei, þvert á móti. Fyrst og fremst hafa sjómenn irnir háa tryggingu, sem þeir fá útborgaða ef afli bregst. í öðru lagi eru kjörin þannig. 37% af brúttó afla sem skiftist á milli sjö manna. — í einni tunnu af ferskri síld eru 115 kg. og til söltunar er greitt 42 au. pr. kg. eða 48.30 pr. tunnu. Sjöundi hlutinn úr 37 prósent verður þá 255 krónur og 30 au. úr 100 tunnu afla fyrir hvern háseta. Ef aflað er til frystingar þá er verðið 50 au. pr. kg. og verður útkoman þá með sama reikningi 303 = 93 au. fyrir hvern mann úr 100 tunnu afla. Stefnubreyting verður að koma fljótlega ef útgerðin á ekki að veslast upp og það færi betur að við þyrftum ekki á' því að halda að flytja inn í landið sjó- menn frá hinum Norðurlönd- unum til þess að geta haldið útgerðinni í horfi. •—o— En þrátt fyrir ýmsa óáran í sumu mannfólkinu, þá býr þjóð in yfir vorhug og miklum möguleikum til bættra að- stæðna í atvinnuháttum sínum, en við verðum-að rækta hugar- farið til þess að geta afkastað meiri og betri afurðafram- leiðslu til lands og sjávar en nokkru sinni fyrr, og til þess að komast lengra en nágranna- þjóðirnar, verðum við að vinna meira og betur en þær, og það er okkur lifsnauðsyn. 21. -sept. 1945. Haraldur Böðvarsson. Ný bók: „Eskimóadrengur- inn Kæjú" NÝLEGA ER komin á bóka- markaðinn bók, sem nefnist ,,Eskimóadrengurinn Kæjú“. En þetta er í rauninni saga, af Kæjú, foreldrum hans, systkyn um og vindm. Kæjú átti heima í eskimóaþorpi í Alaska og er það kenslukonan hans, Marga- ret C. Swenson, sem ritar sög- una. Þetta er skemtileg og fróðleg saga, sem börn og unglingar munu háfa gaman af að lesa, en einnig fullorðnir. Bókin er prýdd skemtilegum teikningum og eru margar þeirra í litum. Ragnar Jóhannesson, magister íslenskaði, en útgefandi er Bóka útgáfa Guðjóns Ó. Guðjóns- sonar. Ráðherra handtekinn. LONDON: Fyrrverandi dóms málaráðherra Jugoslafa, Mar- kowitz, hefir verið handtekinn, sakaður um samvinnu við óvin- ina. Búist er við dauðadómi yf- ir ráðherra þessum. Rafmagnsofnar sem stilla má á 500, 1000 og 2000 wött sjerlega hentugiir og sterkir. Jjbermacjer&in JJ JJ£) JJ Lækjargötu 10B. SAUMUR Útvegum saum frá Svíþjóð. ~JJei(dueri£. lÁjacpiúiar 3Ájara -*xíXíxS"S*sxíxix®Hj 'an ^S*Sx£><ixg^x$*8xSxSx$xi^>$x$>$-^<tx5x$xfx$xSxixSx$x$x***>» Sendisveinn óskast nú þegar. Upplýsingar hjá 1JeriLmin Ujörn ^JJriitii tjaníicm H úsgögn Höfum fyrirliggjandi Borðstofustóla úr birki. Einnig vönduð Bárnarúm með grindum. ^.jJímenna ^JJú titoja imenna ^yyuiffacjnauinnuitofan Vatnsstíg 3B. — Sími 3711. «x1HHÍxSXSx$^XtxSX«x*.*<Jx*^txÍXÍxSx*XÍxS«S^xSx$XÍXS.^xtxí Vefnaðarvöruverslun (sjerverslun) á góðum stað til sölu. Tilboð sendist blaðinu fyrir föstudags- kvöld merkt ,,Sjerverslun“. ' í ❖ ý y ■■ iii ii ■ i . ■— i ' ■■ • m ■ ■ ^ ■ w ■ «... . — ■ V T I 1 $ Endurskoðun ♦> Ungur maður, með fullnaðarpróf úr g Verslunarskóla Islands eða samsvarandi mentun, getur fengið atvinnu á endur- % t K* skoðunarskrifstofu, hjá löggiltum end- •> ‘i nrskoðanda, nú þegar eða 1. janúar n.k. X 1 X Eiginhandar umsókn með upplýsing- um um aldur, mentun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 1. okt. n.k. merkt „ENDURSKOÐUN". t t t t t t t t t t t t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.