Morgunblaðið - 01.11.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.1945, Blaðsíða 1
C3. árgangor, 245. tbl. — Fimtudagur 1. nóvember 1945 laafoldarprentsmiBja h.t Ihilií hefir sagt af sjer Khöfn í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. BÚHL forsætisráðherra Dana gekk síðdegis í dag á konungs- fund og baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Benti hann á for mann Vinstrimanna, Knud Kristiansen, sem líklegastan til stjórnarmyndunar. Ýrqsir halda þó, að stjórnarmyndun verði erfið, og Christmas Möller hef- ir ságt, að hann búist við nýj- um kosningum bráðlega. Sumir búast við stjórn embættis- manna. Búhl hefir látið svo um mælt, að flokkur hans hafi á hernáms árunum orðið að bera byrðarn- ar og hafi ekki getað komið fjárhags- og fjelagsmálastefnu sinni í framkvæmd, eins og þeir hefðu óskað. Hann sagði, að kommúnistar hefðu tillits- laust notað sjer aðstæður, sem hernámið hefði haft í för með sjer, hefðu talið sjer frelsis- hreyfinguna og reynt með öllu móti að kljúfa verkalýðinn. Kosningaþátttakan varð mik il, um 85%, en náði ekki þátt- tökunni frá 1943, 90%. — Það eru áratugir síðan kosningar hafa orsakað svo miklar breyt- ingar á flokkunum, og ósigur jafnáðarmannaflokksins er tal- inn einstæður í sögu hans. — Páll. Samþykf að leggja slórfje fil UNRRA New York í gærkvöldi. NEFND í Bandaríkjunum, sem fjallað hefir um störf UNRRA, hefir skilað áliti sínu. Er nefndin samþykkt þeirri til- lögu- Trumans forseta, að Bandaríkin skyldu leggja fram í viðbót 50 milj. dollara til starfseminnar.--Þá var nefnd in á þeirri skoðun, að sem allra mest af landbúnaðarvörum, sem umfram væru um þarfir þjóðárinnar, skyldi látið ganga til stofnunarinnar. Þá lagði nefndin til, að eng- ar nýjar birgðir skyldu sendar neinum þjóðum eftir 31. des. 1946, nema Kínverjum, og þeim ekkert eftir 31. mars 1947: Tók nefndin það fram, að þessi tímatakmörk væru sett vegna þess, að hún vildi helst, að ákveðnir væru vel fyrirfram þeir dagar, er hjálparstarfsem- inni væri hætt. — Reuter. London í gærkvöldi. Togari strandar LONDON: Togarinn Lord Baconsfield frá Grimsby strand aði nýlega í svarta þoku nærri Arbroath. Skipið sökk fljót- lega, en áhöfnin bjargaðist í skipsbátnum. RÚSSAR SAKA VESTURVELDIN UM FJÁRDRÁTT VIÐ ITALI Buhl forsætisráðherra Dana. Asökunum kröftuglega mótmælt í London Lonaon ^æiKveldl. Einkaskeyti til Morgun- biaósins ira Reuler. Eftir Don Kimeche. UTANRlKÍSRÁÐUNEÝTJÐ mótmælti harðlega í dag. að Bretland og Bandaríkin hafi þegar fengið tvö hundruð þús- und miljónir líra frá Itölum, greiddar í ýmsum verðmætum og eignum, sem styrjaldarskaðabætur. Þessi neitun var birt eftir að fregn írá Tassfrjettastofunni hafði verið útvarpað frá Moskva í dag, og bar frjettastofan Luigi Longo, meðlim af utanríkismálanefnd Itaia fyrir því að hafa sagt að Bret- land ogBandaríkin hefðu gert þessi ítölsku verðmæti upptæk. Athugasemd Tass. Útvarpið í Moskva bætti við athugasemd frá Tassfrjettastof Borgaraflokkarnir fengu meirihluta í danska_þinginu Óvísl um stjórnarmyndun. Kaupmannahöfn i gær. Einkaskeyti til Mbl. ÚRSLITIN í dönsku kosningunum urðu þau, að jafnaðarmenn töpuðu allverulega, eins og búist var við, alls 18 sætum, fengu 48 þingmenn kosna, höfðu 66. íhaldsflokkurinn tapaði einnig 5 sætum, fjekk 26, hafði 31. — Þá töpuðu radikalir 2 sætum, fengu 11, höfðu 13. Allir hinir flokkarnir unnu á, kommúnistar mest, fengu 18 þingmenn, höfðu 3. - Vinstriflokkurinn vann 10 þingsæti, hefir 38 og er næststærsti flokkur þingsins. Enn er óvíst um stjórnarmyndun. | unni, þar sem sagt var, að upp- hæð sú, sem Sovjetríkin hefðu stungið upp á frá Itölum sjer til úthlutunar, nefnilega sextíu þúsund miljónir dollara alls handa Rússum, Grikkjum, Al- bönum og Júgóslöfum, væri lít- ilfjörleg í samanburði við 600 þúsund miljónir dollara, sem Longo hefði sagt frá. Fregninni mótmælt. Það er opinberlega tilkynt í London, að enginn útflutning- ur á verðmætum nje eignum frá Ítalíu hafi átt sjer stað með þessu móti, og að Longo hafi í fregn sinni átt við herúáms- kostnað greiddan bandamönn- um, og ýkt hann svo stórkost- lega, að undrum sæti. — ítalir ! hafi heldur ekki borgað Vest- I urveldunum hið minsta fyrir j hernámið, þótt þeir hafi greitt I eitthvað af kostnaðinum við það. j : Skip líka til Rússa. Retsforbundet og Dansk Sám ling unnu eitt sæti hvor, hafa 3 og 4. — Borgaraflokkarnir hafa því hlotið meirihlutá, alls 82 sæti móti 66 sætum jafnað- armanna og kommúnista. I kosningunum 1939 fengu flokkarnir þenna þingmanna- fjölda: Jafnaðarmenn 64, Vinstrimenn 30, íhaldsmenn 26, Radikalir 14, Kommúnistar 3, Retsforbundet 3, Nasistar 3 og Bændaflokkurinn (er nú bauð ekki fram) 4 þingmenn. Jafnaðarmenn töpuðu 222 þúsund atkvæðum við þessar kosningar, en íhaldsmenn 82 þúsund. Kommúnistar unnu 214 þús. atkv. og Vinstrimenn 103 þúsund. Dansk Samling vann rúm 20 þús. atkvæði. LONDON: Öll bresk herskip, sem koma heim frá Ástralíu, munu færa matvæli heim til Bretlands. 7000 aftur til vinnu SJÖ ÞÚSUND háfnarverka- menn í Singapore, sem hafa ver ið í verkfalli um nokkrar vik- ur, sneru aftur til vinnu í morg un. Gengu þeir þá inn á kaup- hækkun þá, er þeim var boð- in, þegar þeir lögðu út í verk- fallið. — Reuter. 16 þúsund hermenn við hafnarvinnu SEXTÁN þúsund hermenn vinna nú að því í breskum höfn um að afferma skip, sem flytja matvæli til landsins. í stað hafn arverkamanna þeirra, er í verk falli eiga. — Ekki hafa nein- ,ar fregnir borist um það enn, að líkur sjeu á því, að hafnar- verkamennirnir hverfi bráðlega til vinnu. — Reuter. Ennfremur er tekið fram, að það, sem flutt hafi verið út frá ] Italíu, hafi annaðhvort verið borgað, eða fengið til láns, og sá skipastóll, sem bandamenn hafi notað frá Itölum, sje allur 1 undir yfirstjórn skiparáðs bandamanna, og fái allir banda ( menn að nota skip. úr honum,’ I Sovjetrússar einnig. Þá er einn 1 ig bent á það, að bandamenn I hafi látið ítölum mikið af alls- I I konar birgðum í tje í hjálpar- | skyni. — Rússar hafa lengi ver ið að krefjast skaðabóta frá Itölum. Faldi erfðaskrána LONDON: Verið er nú að leita á eynni Sark, en þar er einhleypur lögfræðingur bresk- ur, sem nú er látinn, talinn hafa falið erfðaskrá sína. Hann ljet eftir sig fjármuni, sem 'jafngiltu um 260.000 ísl. króna. „Hœttið að berjast“ - Sokarno London í gærkvöldi. LEIÐTOGI Þjóðernissinna á Java, dr. Sokarno, flutti út- varpsræðu í Batavia í dag, og kvaðst harma það mjög, að breskur yfirforingi skyldi hafa verið myrtur af æstum Java- búum í Surabaya í gær. Hann bað fylgismenn sína að hætta þegar að berjast, og lagði áherslu á bað, að eina lausnin í málinu væri sú, að vinna með bandamönnum, og annars myndu þeir aldrei fá rjettindi sín. Kyrt er í Surabaya í dag, og hefir ekki komið til neinna bardaga. Bretum hafa borist margar samúðarkveðjur vegna morðs herforingjans. Um miðbik Java hafa bar- dagar blossað upp. og hafa Java menn ráðist á indverska her- menn, sem hafa þar borgina Nagilang á valdi sínu. Ætlaði dr. Sokarno að fljúga þangað, en honum var ekki sleppt, þar sem lífshætta var talin að fara til borgar þessarar. í kvöld munu hefjast viðræð ur milli dr. Sokarno og hol- lenska landstjórans van Moogk. Mun breskur fulltrúi vera þar viðstaddur. —Reuter. Ráðstefnu fresiað London í gærkvöldi. TRUMAN forseti sagði í dag á blaðamannafundi, að Rússar myndu taka þátt í Austur-As- íuráðstefnunni, en henni myndi verða frestað nokkuð, líklega vegna þess að Rússar eru enn ekki tilbúnir að koma. Truman sagði einnig, er rætt var um kjarnorkusprengjuna, að Bret- ar og Kanadamenn vissu jafn- vel um leyndarmál atómork- unnar og Bandaríkjamenn. Bar forsetinn á móti því, að Chur- chill og Roosevelt hefðu nokk- urn leynisamning gert um at- óíhsprengjuna. —Reuter. Ceylon verður sam- veldisland London í gærkvöldi. FULLTRÚAR bresku stjórn- arinnar, sem nú eru á eynni Ceylon við suðurodda Ind- lands, hafa sagt þar á fundum, að breska stjórnin vilji gjarna að eyjar fái sjálfstjórn og verði eitt af samveldislöndum Breta. — Hafa umræður um þetta mál gengið vel, og er talið líklegt, að eigi líði langur tími uns Cey- lon fái samveldisrjettindi — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.