Morgunblaðið - 01.11.1945, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.11.1945, Blaðsíða 7
Fimtudagiir 1. nóv. Ið45 MORGUNBLAÐIÐ 7 Nýjustu flugvjelar eru þegar úreltar Frá Associated Press: NEW YORK: — Sir Arthur Conningham, sem stjórnaði flugher bandamanna þegar þeir gerðu innrásina í Frakk- land og flughernum, sem bandamenn tefldu fram í Ar- dennorustunum, er sannfærður um, að nýjustu flugvjela- 'tegundir, sem framleiddar hafa verið, sjeu þegar orðnar úreltar. Samkvæmt hans skoðun eru jafnvel hinar stóru sprengjuflugvjelar, B—29, B—17 og B—32 (flug- virkin) orðnar úreltar og verða ekki notaðar nema mjög takmarkað. Hann telur að í framtíðinni verði aðallega notaðar sprengjuflugvjelar af Mos quite-gerð, sem geta bor- ið 4000 punda sprengjur og orustuflugvjelar, sem flytji atómsprengjur. Flugmarskálkurinn, er nýlega hefir verið gerður að yfirmanni æfingadeild ar breska flughersins, spáir því, að orustuflug- vjelar framtíðarinnar, „verði flugvjelar, sem fljúga mjög hátt og sem sennilega verði reknar með þrýstilofti“. Sir Arthur, sem nýlega var á þriggja vikna ferða lagi um Bandaríkin í boði Bandaríkjaflughersins, spáir því ennfremur, að það sje enn langt í land til þess að flugvjelar verði reknar með atómafli og að þegar „flugmannslausar flugvjelar verði orðnar að verUleika, þá þurfi að öll- um líkindum æfðan flug- mann á jörðu niðri til þess að stjórna þeim vjelum“. HANN HEFIR þá skoð- un, að best sje að fylgjast Málarameistarar SIR ARTHUR CONINGHAM með þróuninni, en skeiða ekki inn í framtíðina. — „Sjerfræðingar í hernaði verða að léera af vopnum þeim, sem notuð hafa ver- ið og aðferðum og sam- ei:ia þá reynslu við mögu le;ka framtíðarinnar“. Reynslan er mikilsverð, að hans dómi. „Framfarir verða að byggjast á þeirri reynslu, sem fengist hefir á vígstöðvunum, í sam- bandi við tæknislega þró- un. Flugforinginn telur, að það eigi að æfa flug- menn framtíðarinnar með þetta fyrir augum. Fyrirliggjandi: Titan-hvíta Zink-hvíta Innanhússlakk Slípimassi og sparsl Gólflakk (fijótþorn- andi). Lestamálning, marine,j hvít, grá og rauð. Einnig ensk málning, lökk á trje og járn, rauð, blá og grá. Þakmálning, ljósgræn, dökkgræn, brún og rauð. — Ýmsar stærðir umbúða. - og FRIÐRIK BERTELSEN Ilafnarhvoli. Símar 2872, 3564. Fjelagasamband gegn áfengisneyslu í Hafnarfirði SUNNUDAGINN 28. okt. 1945 var haldinn borgarafund- ur í Bæjarbíó í Hafnarfirði til þess að ræða um áfengisnautn í bænum og hver ráð sjeu til þeás að draga úr henni á ein- hvern hátt. 'tyar fundurinn mjög vel sóttur. — Fundurinn var haldinn að tilhlutan nefndar sem að standa mörg fjelög í bænum og skólarnir. — Fund- arstjóri var Guðjón Guðjónsson skólastjóri og fundarritari Jó- hann Tómasson. Hermann Guðmundsson hóf umræður, en að ræðu hans lok- inni tóku eftirtaldir til máls (voru þeir allir fyrirfram á- kveðnir ræðumenn): Kristinn Stefánsson, stór- templar, Benedikt Tómasson, skólastjóri, Jóhann Þorsteins- son, kennari, Bjarni Snæbjörns son læknir, Guðjón Magnússon, skósmíðameistari, Sigríður Sæ- land, ljósmóðir, Þórður Þórðar son, verkstjóri, Olafur Þ. Kristj ánsson, kennari, Björn Jóhanns son kennari, Eiríkur Pálsson, bæjarstjóri. Er fyrrnefndir ræðumenn höfðu lokið máli sínu, urðu frjálsar umræður og tóku þá þessir til máls: Sigurgeir Gíslason, Páll Dan- íelsson, Gunnlaugur Krist- mundsscn og Guðm. Jónasson. Að umræður loknum var eft- irfarandi tillaga samþykkt ein- róma: Almennur borgarafundur haldinn í Hafnarfirði sunnud. 28. okt. 1945 skorar á fjelögin í bænum að gerast aðilar að samstarfi er byggist á eftirfar- andi atriðum: 1. Vinna gegn áfengisneyslu í bænum. 2. Sjá um að svo miklu leyti sem hægt er að áfengi sje eigi um hönd haft á skemmtunum fjelaga eða ölvuðum mönnum leyfður inngangur. 3. Fjelögin feli þeim mönn- um einum trúnaðarstörf, sem eru reglumenn. Að síðustu þakkaði fundar- stjóri mönnum fyrir komuna og góða fundarsókn. Málshöfðun fyrir- skipð gep Sverrir Bernhöft h.f. SAKADÓMARINN í Rvík, sendi dómsmálaráðuneytinu þ. 16. þ. m. útskrift af rjettarrann sókn í verðlagsbrotamáli heild- verslunarinnar Sverrir Bern- höft h.f., ásamt fullnaðarskrslu hins löggilta endurskoðanda, Ragnars Ólafssonar, hæsta- rjetarlögmanns, er falin hafði verið rannsókn á verðlagningu hlutafjelagsins. Samkv. þeirri skýrslu nemur hin ólöglega álagning hlutafjelagsins krónum 270.191.19. Dómsmálaráðuneytið hefir þ. 29. þ. m. lagt fyrir sakadómara að ljúka rannsókn máls þessa og höfða síðan mál gegn fram- kvæmdastjóra og stjórnendum fjelagsins fyrir brot gegn verð- lagslöggjöfinni, gjaldeyrislög- gjöfinni og XV. kafla hegning- arlaganna, svo og til upptöku á hinni ólöglegu álagningu. Furchtwangler veikur LONDON: Dr. Furchtwang- ler, hinn frægi þýski hljóm- sveitarstjóri, liggur nú veikur í sjúkrahúsi í Sviss. Hefir hann legið þar nokkuð lengi, en er talinn á batavegi. Heimdallarfund- urinn í gærkvöldi HEIMDALLUR, fjelag ungra Sjálfstæðismanna hjelt fund í Kaupþingssalnum í gærkvöldi. Til umræðu voru bæjarstjórn- armálin og hafði borgarstjóri, Bjarni Benediktsson framsögu um þau. Ræða hans stóð yfir hátt á annan klukkutíma og var henni afburða vel tekið. Aðrir ræðu- menn á fundinum voru Baidur Jónsson, Jóhann Hafstein og Valtýr Guðmundsson. Fundurinn stóð til miðnætt- is og var ágætlega sóttur. —• Sýndi hann glögglega þá sókn, sem ungir Sjálfstæðismenn hafa nú hafið með tíðum fund- arhöldum til að vekja æsku bæjarins til umhugsunar urn stjórnmál landsins. Úrdráttur úr ræðu borgarstjóra mun birt- ast í blaðinu síðar. Síðasta nóttin heitir bók, sem blaðinu hefir borist. Er það skáldsaga eftir bresku skáldkon- una Storm Jameson. Sagan ger- ist í Tjekkóslóvakíu, og hafa þeir Birgir Finnsson og Guðm. G. Hagalín þýtt hana. Útgefandi er ísrún, Isafirði. Hús og lausar íbúðir til sölu Þriggja herbergja íbúð í nýju húsi á góðum stað. Hitaveita og w þægindi. Stórt steinhús við Baldursgötu. 4 herbergi og eldhús, laus til íbuðar 1. des. n.k. Lítið steinhús á Digraneshálsi, ásamt girtu erfðafestulandi, 3 herbergi og eldhús, laust til íbúðar nú þegar. Siqurtieir Si itjurcjeir —'Htjurjoníáon hæstarjettarlögmaður. Aðalstræti 8. Sími 1043. AUGLÝSINGASTJÓRI Starf auglýsingastjóra við Morgunblaðið er laust. Umsóknir ásamt upþlýsingum um aldur, mentun og fyrri störf, sendist fyrir 3. nóv. n.k. Best að auglýsa í Morgunblaðinu vantar okkur nú þegar. Framtíðaratvinna hús- næði fyrir hendi. RAFTÆKJAVERSLUN LÚÐVÍKS GUDMUNDSSONAR, Laugaveg 46. Sími 5858.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.