Morgunblaðið - 06.11.1945, Side 1

Morgunblaðið - 06.11.1945, Side 1
32. árgangur. • 259. tbl. — Þriðjudag'ur 6. nóvember 1945 ísafoldarprentsmiðja h.f. Fastar flugferðir um Norður-Atlandshaf um ísland tvisvar í viku í FRAMTÍÐINNI — og sjerfræðingar segja, að það sje ekki svo ýkja langt þangað til. — ferðast menn í risaflugvjelum hcimsálfanna á milli á nokkrum klukkustundum. Verið er að framleiða í Bandaríkjunum farþegaflugvjelar, sem geta flogið með 500 km. hraða á klukku- stund. Hjer á kortinu eru sýndar nokkrar flugleiðir, sem farið verður að fljúga, eða þegar hefir verið hafið flug á. I ferhyrndu reitunum er vegalengdin í mílum og getið hve Iangur flugtími er á hverri leið. Ennfremur er kort yfir helstu flugleiðir innan Bandaríkjanna. Lamaður maður á Elliheimilinu verður skyndilega alheill Var að hlusta á út- varpsmessu er löm- unin hvarf Á ELLIHEIMILINU skeði það fyrir skömmu, að gam- all maður, sem verið hefir lamaður og gengið við hækju og staf á þriðja tug ára, varð alt í einu alheill. Fingur a hendi hans, sem höfðu verið kreptir inn í lófann, rjett- ust. Læknar, sem hafa skoðað gamla manninn eftir að hann varð heill, hafa ekki getað skýrt þetta undarlega fyrirbrigði. Gamli maðurinn heitir Gísli Gíslason frá Hjalla. Hann var lengi ökumaður hjá þvottahúsinu Geysi og kannast margir eldri Reykvíkingar við Gísla. Gísli varð lamaður og gekk við hækju og staf eftir að hann fjekk berkla í mjöðmina fyrir rúmlega 20 árum. Hann hefir lengi verið vistmaður á Elliheimilinu og átti bágt með gang, en nú gengur hann hækju og staflaus, en stingur þó örlítið við, vegna þess að annar fóturinn er styttri en hinn. Var að hlusta á messu. Það var sunnudaginn 7. októ- ber s. 1., sem Gísli fjekk heils- una. Hann hafði gengið til alt- aris í Elliheimilinu á sunnudags morgun. I herbergi með honum býr blindur maður. Klukkan 2 mess aði síra Árni Sigurðsson frí- kirkjuprestur og var messunni útvarpað. Þeir herbergisfjelag- arnir voru að hlusta á messuna. Blindi maðurinn bað Gísla um að hækka í útvarpinu til þess að hann heyrði betur til prestsins. Gísli staulaðist að i'ramh. á 2. siðu Tyra prinsessa látin TYRA Danmerkurprinsessa er látin. Banamein hennar var hjartaslag. Hún var 65 ára. — Tyra prinsessa var systir þeirra konungana Kristjáns X. og Há- konar Noregskonungs og þeirra systkina. Hún var næst yngst systkina sinna. Prinsessan var mjög hænd að Kristjáni konungi. Hún var list elsk kona og var m. a. verndari Dansk Kunstlivs Forening. 99 Skymastervjelar“ sem taka 44 farþega — en verða daglegar ferðir með 100 farþega FLUTNINGADEILD AMERÍSKA HERSINS hefir í mánaðar- tíma haldið uppi föstum flugferðum milli New York, um ísland — til Stokkhólms og til baka aftur. Eru farnar regiulegar tvær ferðir í viku, en í framtíðinni er ráðgert að farin verði ein ferð á dag hvora leið og verða þá notaðar flugvjelar, sem taka 100 farþega. Það er ameríski herinn, sem fer þessar ferðir ennþá, en eftir nýárið tekur American Airlines við flugferð- unum. Fargjaldið er nú 643 dollarar milli New York og Stokk- hólms en verður lækkað um 30% strax og flugfjelagið tekur við. Kínverskir komm- únisfar ásakaðir um hryðjuverk CHUNGKING í gærkveldi: Opinbera kínverska frjettastof- an hefir birt grein þar sem kín verskir kommúnistar í Honan- fylki, eru sakaðir um morð, rán og pyndingar. Ennfremur er gefið í skyn, að kommúnistar hafi eyðilagt styflur í fljóti nokkru. Hafi þetta orsakað flóð og hafi 400 manns farist í flóðunum. „Kommúnistar hófu hryðju- verk sín“, segir í greininni, „áð- ur en Japanar gáfust upp. En hryðjuverkin urðu verri og verri eftir 10. ágúst. Kommún- istar hjeldu áfram hryðjuverk um sínum á meðan Tung Mao Tse (leiðtogi kínverskra kom- múnista) átti í samningum við Chiang Kai Shek“. — Reuter. Gyðingar harma að Gorl fer frá Palesiínu JERÚSALEM í gærkveldi: — Isaac Benzwi, forseti þjóðráðs Gyðinga hefir sent Gort lávarði og landstjóra í Palestínu, brjef, þar sem hann harmar mjög, að Gort skuli láta af landstjóraemb ætti. Sgeir í brjefinu, að Gyðing- ar hafi ávalt virt framkomu, Gorts lávarðar og hlutdrægnis lausa framkomu hans og gjörð ir í ýmsum vandamálum. Ekki rælisi úr stjórn- armyndunarerfið- leikunum í Dan- mörku EKKI HEFIR enn tekist stjórnarmyndun í Danmörku. Síðan á laugardag hafa staðið yfir samningaumleitanir milli vinstri-manna og íhaldsmanna, en það hefir ekki náðst neitt samkomulag. Knud Kristensen, formaður Vinstri flokksins leit- aði því næst til radikala um stjórnarmyndun með sjer, en ekki útlit fyrir að það gangi saman með þeim heldur. Flugleiðin. Þessi flugleið var ákveðin á alþjóðaflugmálaráðstefnunni í Chicago í fyrra. Fengu Banda- ríkjamenn þá Norður-Atlants- hafsleiðina. Síðan hafa farið fram rannsóknir á flugvöllum og hvaða leið væri heppileg- ust. Flogið er frá La Guardia- flugvellinum í New York til Goose Bay í Labrador, sem er um 1500 km. leið, þaðan er flog ið í einum áfanga til Keflavík- ur, en það er lengsti áfanginn á leiðinni, 2500 km. Frá Kefla- vík er flogið til Gardermoen- flugvallarins við Oslo og síðan til Stokkhólms, en það er aust- asti staðurinn á flugleiðinni. Til baka er flogið frá Stokk- hólmi til Kaupmannahafnar, komið við á Bovingtonflugvell- inum í Bretlandi, þaðan til ís- lands og þá til Labrador og síð an til New York. Nýjar flugvjelar væntan- legar. Eins og áður er getið eru not aðar „Skymaster-flugvjelar“ — C-54, eins og þær eru kallað- ar. Flugvjelar þessar geta flog ið með 320 km. hraða á klukku stund og geta flogið 5600 km. án þess að taka bensín. Farþegar fá heitan mat á leið unum og öll önnur þægindi eru í vjelum þessum. En áður en langt líður verða teknar í notkun á Norður-At- lantshafs-flugleiðinni, flugvjel- ar, sem taka 100 farþega og fljúga með 500 km. hraða á klukkustund. Mikil eftirspurn eftir fari. Eins og er, er ekki hægt að fullnægja eftirspurninni eftir farþegarými í þessum flugvjel- um, en talið er að úr muni ræt ast þegar farið verður að fljúga daglega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.