Morgunblaðið - 06.11.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1945, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 6. nóv. 1945 * Kaup þriggja strandferðaskipa Eitt farþegaskip 1400— * ; 1500 rúml. og tvö vöruskip 300 rúml. Nytjaskógar í Alaska í sama loftslagi og hjer Háfcon Bjaraason kominn heim með mikinn fróðleik SAMGÖNGUMÁLANEFND Nd. flytur að ósk samgöngu málaráðherra, frumvarp um kaup á þrem nýjum strand- feÆaskipum. I frumvarpinu segir svo: 1. gr. Ríkisstjórnni er heim ilt að láta smíða þrjú strand- ferðaskip erlendis fyrir reikn- ing ríkissjóðs. Sje eitt skipið um 1400—1500 rúmlestir brúttó og aðallega byggt sem farþega- skip. Hin tvö skipin sjeu um 300 rúmlestir brúttó, fyrst og fremst til vöruflutninga. 2. gr. Til framkvæmda sam- kvæmt 1. gr. er ríkisstjórninni heimilt að taka allt að 7 milj. króna lán. í greinargerð segir: „Síðastliðinn sumar barst samgöngumálaráðuneytinu álit milliþinganefndar, er um tvö undanfarin ár hefir haft til at- hugunar, á hvern hátt strand- ferðum yrði komið fyrir á sem hagfeldastan veg hjer við land. Þrír nefndarmenn af fjórum lögðu til sem byrunarfram- kvæmdir í málinu, áð keypt yrði skip á stærð við Esju, aðal lega til farþegaflutninga. Fjórði nefndarmáðurinn, Gísli Jóns- són alþrn., lagði til, að fyrst ýrði leitað upplýsinga um, hve mik- ið mundi kosta smíði þessara skipa, og síðan yrði ákvörðun tekin, þegar þær upplýsingar lægju fyrir, um framkvæmdir. Ráðuneytið ákvað þá þegar að leita tilboða í byggingu þess- ara skipa ög fól framkvæmda- stjóra Skipaútgerðar ríkisins*að fárá utan þeirra erinda. — Hafa tilboð þessi verið að berast í síðaStliðnum mánuði. Eins og tilboðin bera með sjer, verður byggíngarköstnaður farþega- skipsins rúmar 414 milj. kr., en hinna um 114 millj. kr. hvors um sig. Var Skipaútgefð ríkisins þá falið að gera rekstraráætlun um afkomu Skipaútgerðar ríkisins, ef reiknað væri með því, að þessi skip væru fyrir hendi, og fylgir sú áætlun hjer með. Einn ig vai; prentaður til samanburð ar, aðalrekstrarreikningur skipa útgerðarinnar fyrir s.l. ár. Eins og öllum er kunnugt, hefir Skipaútgerð ríkisins ekki, sök- um ófullnægjandi skipakosts, getað annað strandsiglingunum hjer við land á undanförnum árum, svo í viðunandi lagi hafi verið. Samtímis hefir halli á rekstrinum orðið mjög mikill, vegna þess að skipin hafa mörg verið óheppileg. Úr þessu er að mjög verulegu leyti ætlað að bæta með kaupum þeirra 3ja skipa, sem hjer er gert ráð fyr- ir að láta byggja. Vegna þess að skipasmíða- stöðvar þær, sem tilboðin hafa sent, hafa ekki skuldbundið sig til að standa við tilboðin nema til 15. þ. m., er mikil nauðsyn á ,að málinu verði hraðað svo, að það verði afgreitt nokkru fyrir þann tíma. Að öðru leyti vísast til fylgi skjala“. — En þau eru prent- uð með greinagerðinni. Frumsýning á leikn- um: Uppstigningin verður n.k. fimtudag NÆSTKOMANDI fimtudag hefir Leikfjelag Reykjavíkur frumsýningu á hinu nýja ís- lenska leikriti: „Uppstigning- in“, eftir H. H., en það er dul- nefni höfundar, sem ekki vill láta nafns síns getið. — Um leið og frumsýning þessi verð- ur, er þetta hið tvöhundraðasta leikrit sem Leikfjelagið tekur til sýninga. — Leikstjóri er Lárus Pálsson. Leikurinn er í fjórum þáttum (6 sýningar); gerist í smáþorpi, sem heitir Knarrareyri, á árunum 1945 til ’46. Leikendur eru Arndís Björns dóttir, Anna Guðmundsdóttir, Regína Þórðardóttir, Emilía Jónasdóttir, Helga Möller, Inga Þórðardóttir, Sigríður Hagalín, Gestur Pálsson, Haraldur* Björnsson, Þorsteinn Ö. Step- hensen,, Valur Gíslason og leik stjórinn, Lárus Pálsson. Frumsýningargestir eru al- varlega ámintir um að sækja miða sína tímalega, því að annars kunna þeir að verða af- | hentir öðrum. Blaðið segir að þetta skull alclrei takast, „því Balkanþjóð irnar, sem liafi orðið að þola svo mikið, muni aldrei framar verða fórnarlömb öfgaflokka, sem noti sjer fjöldan til eigin hagsnmna sinna1 ‘. „Balkanþjóðirnar þurfa enga vernd, síst af öllu vernd Tyrkja. Það er af þessum ástæð um, sem Tyrkir hatast óstjórn lega við hið lýðræðislega, skipulag, sem komið hefir ver ið á í Júgóslavíu, Rúmeníu og Alhanínu. „Tyrkír hafa fengið slæmt orð á sig í alþjóðamálum", seg- ir blaðið ennfremur, „einkum hvað snertir framkomu þeirra á Balkanskaga. Þetta virðast þeir skilja í Ankara og þess- vegna reyna þeir nú að líta í Mentaskóiinn á Akureyri seifur Akureyri, mánudag. Frá frjettaritara vorum. MENNTASKÓLINN á Akur- eyri var settur í gær, sunnudag inn 4. nóvember, kl. 5 e. h. í há- tíðasal skólans. Skólameistari, Sigurður Guðmundsson, skýrði frá því, að þetta væri í fyrsta sinn, sem skólinn væri settur mánuði síðar en kensla hefði hafist, en orsökin væri sú, að regluleg skólasetning hefði ekki getað farið fram á venjulegum tíma vegna fjarveru sinnar í er indum skólans í Reykjavík. — Skólameistari gat þess að skól- inn hgfði átt 65 ára starfsaf- mæli á þessu hausti og væri vel viðeigandi að þessa viðburðar yrði minnst við tækifæri. — Þá bauð skólameistari hina nýju kennara velkomna til skólans, en þeir eru Guðmundur Arn- laugsson, Friðrik Þorvaldsson og Ingvar Björnsson frá Brún. Skólameistari skýrði frá því, að nemendur í skólanum væru 330 að tölu í vetur, en síðan hófst aðalerindi skólameistara, er fjallaði um hina sívaxandi of nautn áfengis í landinu. — Var erindi hans langt, mjög ítarlegt og kom víða við. Lýsti skóla- meistari með sterkum orðum þeim afleiðingum, er ofnautn drykkja hefði í för með sjer. — í síðasta hluta ræðu sinnar sagði skólameistari að hann væri að vísu ekki bannmaður, og það væri sín skoðun, að það sakaði ekki, þótt þroskaðir menn tækju sjer glas í hönd, ef gætt væri hófs, en hann brýndi fyrir nemendum, að gæta hinn ar mestu varúðar í þeim efn- um og helst að forðast alla vín- nautn. kringum sig“. „Þess vegna ætla Tyrkir nú að reyna að gerast forustumenn í hinum nálægari Austurlöndum“. Fer með Chiang LONDON: Frjetst hefir, að frú Chiang Kai Shek muni fara með mánni sínum í ferð þá sem hann ætlar í til Bretlands, Frakklands, Rússlands og Bandaríkjanna bráðlega. Ráðherra segir af sjer. LONDON: — Vegna mikilla stjórnmálaátaka í Urugay hef- ir utanríkisráðherra landsins, Jose Serrato, sagt af sjer em- bætti sínu. HAKON BJARNASON skóg- ræktarstjóri er mjög ánægður yfir ferð sína til Alaska. Hann er kominn heim eftir 3 mánaða ferð, sannfærðari en áður um framtíðarmöguleika íslenskrar skógræktar. Hann kom hingað loftleiðis á laugardaginn var. I gær komst hann að orði á þessa leið um það sem fyrir hann hafði borið í Alaska og það sem hann þar hafði komist að raun um í stuttu máli: Jeg er sannfærðari um það en áður, af því nú hefi jeg sjeð það sjálfur með eigin augum, að í engu betra loftslagi í Al- aska, en íslenska loftslagið er, vaxa stórfeldir skógar, einkum af sitkagreni. I gróðurríki Alaska eru mik- ið fleiri plöntutegundir en hjer á landi, þó loftslag sje mjög svipað. Geri jeg ráð fyrir að þar sjeu þrefalt fleiri tegundir en hjer á landi. Margar ættir eru til þar, sem als ekki eru til hjer. En af þeim ættum, sem eru til á báðum stöðunum, eru mikið fleiri tegundir þar en hjer. Þar eru t. d. 7 tegundir af melgrasi, en aðeins ein hjer. — Þarna vestur frá ættum við að geta fundið og flutt inn hingað ný fóðurgrös. Að ógleymdu trjáfræinu. — Við vorum saman við fræsöfnun um tíma Vigfús Jakobsson og jeg og höfðum nokkra menn með okkur. Söfnuðum einkum fræi af sitkagreni. Mikið var af fræi á sitkagreninu í sumar. Verður fræið sem við söfnuðum að sjálfsögðu þreskt fyrir vestan. Vonast jeg til að við fáum hing að ca. 100 pund af trjáfræi. — Hverjar nýjar tegundir tókst þú með þjer? Jeg á von á einum 15—20 tegundum, sem eru nýjar fyrir ísland. Meðal þeirra er hávax inn bláberjarunni, sem jeg er viss um að geti þroskast hjer. Annars er ómögulegt að gera sjer grein fyrir því í fljótu bragði, hve mikið við getum grætt á því í framtíðinni að fá hingað ýmsar plöntutegundir frá Alaska. Lúpinutegund eina tók jeg með mjer t. d. sem vex villt um alt, og nær mikl- um þroska. — Hvernig er umhorfs í Al- aska? — Það er sagá að segja frá því, segir Hákon. Þó ættum við íslendihgar mörgum fremur að geta skilið og gert okkur grein fyrir því, hvernig landið er. — Því það er mjög líkt íslandi á margan hátt, ef maður hugsar sjer íslensku fjöllin og marg- faldar hæð þeirra með þrem og fjórum. Þar eru skriðjöklar og svo hrikaleg fjöll, að það sem hjer sjest af því tagi eru smámunir og sandar við sjó eins og Skeiðarár og Breiða- merku-sandar. í dal kom jeg með fokjarðvegi, sem minnir mjög á jarðveg og landslag á Rangárvöllum. Nema hvað á- búð landsins hefir -ekki enn komið uppblæstri af stað. — Og fólkið? — Alveg prýðilegt. — Menn þar vestra vilja alt fyrir okk- ur gera. Þeim þykir gaman að því að geta greitt götu okkar. Og við munum hafa mikil not af greiðvikni þeirra í framtíð- inni. Því áframhaldandi sam- band við Alaska verður nauð- synlegt fyrir íslenska skógrækt og til mikils gagns fyrir jarð- rækt okkar yfirleitt. Það er jeg alveg viss um, segir Hákon af hjartans sannfæringu. Danssýning í Tripoli- leikhúsinu DANSSÝNINGU hjeldu þau Sif Þórs og Kai Smith í Tripoli- leikhúsinu s. 1. sunnudag. Fritz Weisschappel aðstoðaði með píanóundirleik og ljek auk þess nokkur einleikslög á pía- nó. Húsfyllir var — og vel það. Dansfólkinu var tekið mjög vel af áhorfendum. — Mesta at- hygli vakti arabiskur dans, sem Kai Smith balletmeistari hafði samið fyrir ungfrú Sif. Þau ungfrú Sif Þórs og Kai Smith ætla að halda hjer ballettskóla og dansskóla í vetur. — Var þessi sýning haldin til þess að kynna dans þeirra, að því að kynnir sýningarinnar, Gunnar Stefánsson, sagði. Chelsea tapaði. London í gær: — Chelsea, breska knattspyrnufjelagið,sem; á að keppa við Rússa á mið- vikudaginn kemur, tapaði leik sínum í sveitakepninni ensku í dag, fyrir Birmingham, með 5 mörkum gegn 2. Undrin á Elli- heimilinu Framh. af 1. síðu. útvarpinu og hækkaði í því. Heyrir hann þá, að prestur- inn er að tala um að Jesú hafi læknað lamaða menn. Vissi Gísli síðan ekki fyr til, en hann gekk óstuddur og að hann gat rjett úr krepptu fingr, unum á vinstri hendi, sem höfðu verið kreptir inn í lófann og óhreyfanlegir í fjölda mörg ár. Læknar hafa enga skýringu. Það er nú nærri kominn mán uður síðan þessi undur gerðust: á Elliheimilinu. Gísli hefir það gott. Læknir, sem hefir skoðað gamla manninn, segist ekki geta ímyndað sjer neina skýringu á fyrirbærinu. Það eina, sem menn vita er það, að gamli maðurinn var lam aður, en er nú heill. Hússneskt bfað ræðst á Tyrki London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. TÝRKIR ERU ásakaðir „fyrir óvináttu í garð Sovjet Rússlands og sakaðir um að vera forsprakkar í stofnun bandalags milli þjóða í nærliggjandi Austurlöndum'í, í harðorðri grein, sem birtist í rússneska blaðinu „New Times“. í greininni er sagt að „vissir menn í Tyrklandi vilji gera Tyrki að forystuþjóð á BalkanskagaÝ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.