Morgunblaðið - 08.11.1945, Síða 1
16 síður
32. árgangur.
261. tbl. — Fimmtudagur 8. nóvember 1945.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Churchill vill leyna Rússa aíómorkunni
„Trygging friðar er
samvinna Bandaríkja-
manna og Breta“
Knund Kristensen
myndar hreina vinstri-
tjórn í Danmörku
S
Khöfn í gær. Einkaskeyti til Mbl.
FLOKKSFUNDUR Vinstrimanna hefir ákveðið að Knud
Kristensen myndi hreina Vinstriflokksstjórn. Kristensen hefir ;
Nýr amerískur
! L0n£
Landleiðin í Borgar-
íjörð er fær affur
EINS og getið var um í blað-
inu í gær, lokaðist landleiðin
bifreiðum upp í Borgarfjörð í
fyrradag, vegna skemmda á
vegum af rigningavöldum.
I gær var unnið að viðgerð
þeirra vega. Samkvæmt upplýs
ingum, sem blaðið fjekk hjá
vegamálastjóra í gærkveldi, er
nú búið að gera svo við vega-
skemmdirnar, að leiðin upp í
Borgarfjörð er aftur fær.
tilkynt konungi þessa ákvörðun.
lagi verða tilbúinn á morgun.
Blöðin ræða um að hin nýja
stjórn sje vanmáttug í þinginu,
hafi aðeins 38 þingmenn af 149,
og hefir ekki fengið yfirlýsingu
um stuðning frá öðrum en Radi
kala-flokknum (sem hefir 11
þingm.). Ihaldsflokkurinn hefir
lýst yfir að hann skuli koma
heiðarlega fram gagnvart stjórn
inni, eftir verkum hennar. —
Hvorki Ihaldsmenn nje jafnað-
armenn munu hefja áróðurs-
herferð gegn stjórninni, en á-
áskilja sjer málefnalega and-
stöðu. — Búist er við að kom-
múnistar geri árásir á ríkis-
stjórnina, en þeir munu hafa
óskað eftir samstjórn við íhalds
flokkinn.
Vegna þess hve veik stjórnin
er, er stjettapólitík ómöguleg,
og er ómögulegt að segja um
það hve lengi stjórnin situr. —
Enginn flokkur nema kommún-
istar óska eftir kosningum á
næstu mánuðum, sjerstaklega
óska jafnaðarmenn ekki eftir
kosningum, fyrr en flokkurinn
er búinn að safna kröftum eftir
kosningaósigurinn, og gera upp
sakirnar við kommúnistana í
verkalýðsf j elögunum.
Ef stjórnin kemur skynsam-
lega fram, þarf hún ekki að
verða skammt í sessi. — Mjög
merkileg mál bíða aðgerða, t.d.
stjórnarskrárbreytingar. Þetta
er fyrsta stjórnin í Danmörku
síðan 1929, sem ekki er jafnaðar
mannastjórn.
Knud Kristensen er Vestur-
jóti, 65 ára að aldri, hann býr
búi sínu nærri Helsingör. •— Er
hann fyrsti bóndinn í sæti for-
sætisráðherra í Danmörku. —
Ráðherralistinn mun í fyrsta
höldin í Moskva
London í gærkveldi:
MIKIL hátíðahöld fóru fram
í Moskva í dag á 28 ára afmæli
byltingarinnar. — Stalin mar-
skálkur var ekki viðstaddur há
tíðahöldin, en Molotov utánrík
isráðherra kom fram sem stað-
gengill hans. Á Rauða torginu
fóru fram geysimiklar hersýn-
ingar. Atonov, herráðsforingi
Rússlands, tók á móti kveðjum
landhers, flughers og flota. —
Að sýningunni lokinni gekk
mikill fjöldi verkamanna yfir
torgið. Báru þeir fána og spjöld
með alskonar áletrunum. —
Attlee, forsætisráðherra Breta,
sendi Stalin heillaóskaskeyti í
tilefni afmælisins, en Bevin,
utanríkistráðherra, Molotov.
— Reuter.
im-
Oft hefir verið um það rætt,
að Bandaríkjastjórn hafi 1
hyggju að skiffa um sendi-
herra í London. Hafa margir
verið tilncfndir sem líklegir
eftirmenn Winants. Nú er talið
að James C. Dunn, sem hjer
birtist mynd af, kunni að verða
skipaður í embættið.
Orustuskip í sóttkví
LONDON: Breska orustu-
skipið Anson liggur nú úti fyr-
ir Hong Kong og er í sóttkví.
Hefir bólusótt komið upp í skip
inu.
London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter.
WINSTON CHURCHILL, fyrverandi forsætisráðherra
Breta, hóf umræður um utanríkismál, sem fram fóru í
breska þinginu í dag. Hann lýsti því yfir, að hann væri
í einu og öllu samþykkur yfirlýsingu Trumans Banda-
ríkjaforseta um það, að ekki væri tímabært að skýra
Rússum frá leyndarmálinu um atómorkuna. Bretar og
Bandaríkjamenn ættu að halda vörð um það sem helgan
dóm.
_____________________Samkomulag.
Churchill hóf mál sitt á því
að færa rússnesku þjóðinni,
leiðtogum hennar og her þakkir
fyrir unnin afrek í styrjöldinni.
Engum ætti að líðast að reyna
að spilla vináttu þeirri, sem tek
ist hefði með Bretum og Rúss-
um. En þótt Rússar ættu þann-
ig miklar þakkir skildar, væri
ekki unnt að skýra þeim frá
leyndarmálinu um atómorkuna.
Til þess að Rússar gætu kynnt
sjer þessi mál, yrðu þeir að
senda vísindamenn og sjerfræð
inga til Bandaríkjanna til þess
að kynna sjer framleiðsluað-
ferðir Bandaríkjamanna. Sjer-
fræðingar þessir yrðu að fá að-
gang að verksmiðjum þar og
vopnabúrum Bandaríkjanna yf
irleitt.
únisla í Kína
Orðrómur um komu
Stalins og Chiang Kai-
sheks til Bandaríkjanna
Chungking í gærkveldi:
STJÓRN kommúnistaherj-
anna í Kína hefir sent Chung-
kingstjórninni tilboð, sem fer í
þá átt að binda endi á borgara
styrjöldina, sem nú geisar. —
Tilboðið er í þrennu lagi. — I
fyrsta lagi, að hersveitir beggja
aðilja hætti að berjast. í öðru
lagi, að báðir aðiljar skipi her-
sveitum sínum að hverfa brott
frá járnbrautarlínunum. — I
j þriðja lagi, að Chungkingstjórn
■ii ráðgist við herstjórn kommún
ista, áður en hafnir verða liðs
flutningar með járnbrautum —•
j en Chungkingstjórnin hafði áð-
ur áskilið sjer rjett til þess að
nota járnbrautina milli Peip-
ing og Mukden að kommúnist-
um forspurðum. — Friðartilboð
þetta er nú til athugunar.
— Reuter.
Washington í gærkvöldi. — Einkaskeyti til
Morgunblaðsins frá Reuter.
WILLIAM HARDCASTLE, frjettaritari Reuters í Washington,
segir, að frá vesturströnd Bandaríkjanna hafi borist algerlega
óstaðfest íregn, þess efnis, að Stalín marskálkur hafi stigið
tða sje í þann veginn að stíga á land þar vestra.
Eden Ayers, blaðafulltrúi
Trumans forseta, var að því
spurður á blaðamannafundi í
dag, hvort nokkuð væri hæft
í þessari fregn. Hann yppti að-
eins öxlum og sagði: „Við vit-
um ekkert. Forsetinn hefir ekki
fengið neina tilkynningu um
þetta.
Chiang Kai-shek.
Þá hafði sú fregn borist til
Washington, að Chiang Kai-
shek, forsætisráðherra Kína,
væri á leiðinni þangað. Sendi-
sveit Kína í Washington og
utanríkisráðuneyti Bandaríkj-
anna hafa borið fregn þessa til
baka.
Fangar fluttir heim.
London: Að undanförnu hafa
nokkur þúsund þýskra stríðs-
fanga ,sem voru í haldi í Kana-
da, verið fluttir heimleiðis með
breskum skipum.
Horfur versna um
tamninga Brefa or
Bandaríkjamanna
Washington í gærkvöldi.
JAMES F. BYRNES, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
skýrði frá því í viðtali við
blaðamenn í dag, að engin von
væri um, að fjármálasamning-
ar tækjust á næstunni með Bret
um og Bandaríkjamönnum. —
Byrnes skýrði frá þessu um
það bil 12 klukkustundum eft-
ir að fulltrúum Bandaríkjanna
hafði verið afhent gagntilboð
bresku stjórnarinnar við tilboði
Bandaríkjanna um fjögurra
milljóna dollara lán með 2%
vöxtum. — Byrnes sagðist hafa
rætt bæði við samningamenn
Breta og Bandaríkjamanna í
morgun, en árangurslaust. —
Reuter.
Samningur.
Churchill sagði, að það hefði
orðið að samkomulagi milli
Breta og Bandaríkjamanna, að
hvorugur aðilinn mætti skýra
annarri þjóð frá leyndarmáli
um atómorkuna að hinum for-
spurðum. „Og jeg treysti því“,
sagði hann, ,,að ríkisstjórn Bret
lands leggi ekki fast að Banda-
ríkjastjórn að gera slíkt. Jeg er
viss um það, að ef aðstæðurnar
væru þveröfugt við það, sem
þær eru nú, og Bretar eða
Bandaríkjamenn bæðu um að-
gang að vopnasmiðjum Rússa,
þá yrði slíkt ekki leyft. — Á
styrjaldarárunum skýrðum jvið
Rússum frá margskonar hernað
arleyndarmálum, en við urðum
aldrei varir við það, að þeir
endurgyltu slíkt.
Við hlið Bandaríkjamanna.
Churchill var mjög svartsýnn
um horfurnar í heiminum og
sagði, að þær væru ískyggi-
legri en 1918. Hvarvetna lægju
í leyni hættur og ógnir. — Eina
vonin til þess að ráða fram úr
vandamálunum væri sú, að
Bandaríkin tækju forystuna í
heimsmálunum. „Og við ættum
að gera það lýðum ljóst“, sagði
Framh. á 12. síðu.