Morgunblaðið - 08.11.1945, Page 10
10
MORGUNBLAÐIB
■mnnmmimiimiininnnnnnnmininnnnnnimiink
II 1
S t ú 1 k a 11 Dagsfo!uhúsgögn 1
1 fullorðin, óskar eftir ár- j§
| degisvist á fámennt heim- §
| ili. Sjerherbergi áskilið. 1
= Tilboð merkt „Austurbær 1
— 95“, sendist Morgun- 1
blaðinu.
: I
«ammmmmHCTirei»tram«mimironnnnnnHHi
Skápur með plötuspilara,
ottoman o. fl., er til sölu.
Ennfremur vandað gólf-
teppi. Uppl. í síma 3973,
kl. 6—7 í kvöld.
*
Góð kjallaraíbúð
í nýju stemhÚNÍ við Iláteigsv. er til sölu. Laus til íbúð
ar nú þegar, 4 herbergi og eldhús, með öllum þægind-
um. Nánari upplýsingar gefur
Jaóteicjnaóafan
(Brandur Brynjólfsson)
Bankastræti 7 — Sími 6063
: x
v X
Stýrimaður eða vjeistjóri
óskast sem meðeigandi að kaupa nýjan 55 tonna mót-
orbát, sem er tilbúinn til veiða nú þegar. Lysthafend-
ur sendi nöfn sín og heimilisfang til afgr. blaðsins,
merkt: „Meðeigandi' ‘.
TIL SÖLU
af sjerstökum ástæðum: 1 stk. þvottavjeþ 45 kg. 36
kw. m/mótor og rofum. 1 stk. strauvjel 2 m. 7 kw. með
mótor og rofum. Báðar vjelarnar sem nýjar. Tilboð
sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 15. þ. m. merkt:
„Þvottavjel-113 ”.
Sc ndisveisB
óskast strax.
^Jl. J. (Sertdóen & Co. k.f.
Hafnarstræti 11.
ASvinna óskast
Ungur maður með verslunarskólaprófi, sem undanfar-
in ár hefir unnið við allskonar skrifstofustörf, óskar
eftir atvinnu. Tilboð merkt: „S.I.II..” sendist afgr.
blaðsins fyrir 13. þ. m.
^♦•'♦♦Í***Mj*«***t»4*«**M**»%»*»A«***jMj«*J*»J*****J«»*««J*«J-»*«^<*«*J«*’44j»****J«**M*wJ»*J»*J**J*»J**J*«J*»J»«***J***»»J*«*»»^«J«
XBUÐ
Er kaupandi að 4—5 hebergja nýtísku íbúð á hita-
veitusvæðinu. Til mála gæti komið skipti á nýju ein-
býlishúsi, sem er á hitaveitusvæðinu. Alt laus til íbúð
ar ekki síðar en 14. maí 1946. Þeir, ^em óska að at-
huga þetta leggi nöfn sín inn á afgr. Morgunblaðsins
fyrir 11. þ. m. merkt: „íbúð”.
Sjötugur:
Þórður Þórðarson
símstjóri í Súganda -
íirði
MJER er ljós í minni fyrsti
róðurinn, er jeg fór sem full-
gengur vertíðarmaður á mót-
orbát. Það var um páskaleytið,
kalsalegt veðurlag, enda vetur
énn í landi og Grænlandsís á
reki með ströndum fram. Við
hjeldum út úr Súgandafirði og
bátnum var stefnt út og norður
djúpt af Straumnesi,- En ekki
hafði verið stímað lengi, þegar
Grænlendingurinn fór að verða
á leið okkar, fyrst jaki og jaki
á stangli, síðan þjettar breið-
ur, en aðra studina auður sjór.
Norðaustan slampandi hafði
verið þá um nóttina og nú með
morgninum dreyfðist golan, en
bárugutlandi varð því meiri,
sem lengra dró út á miðin. Há-
setar höfðust við á framþiljum
og skygndust eftir jökum, en
við stýrið sat miðaldra maður,
dökkur á hár og skegg, góð-
leitur og hýreygur og reykti
pípu og söng. Milli vjelaskell-
anna mátti greina orð og setn-
ingar, því að söngmaðurinn
var í dillandi skapi, þótt hann
yrði að renna vökulum augum
að hættunni og sveigja hrað-
fara í ýmsa króka og beygjur
innan um ísinn. Það var Kol-
beinslag eftir Stephan G. Step-
hansson, er hann söng og var
þar í flokknum er Kölski og
Kolbeinn kváðust á.
Ef er gálaust af að má
eins manns blóð úr lífsins sjóð.
Hvað mun þá að hyggja á
heillar þjóðar erfiljóð?
Þessi syngjandi bátsformaður
var Þórður hreppstjóri, er svo
var þá jafnan nefndur. — Við
vorum á lóðaveiðum þetta vor,
en um sumarið á færaveiðum.
Lágum við þá úti og ljetum
reka á straumunum með fjörð-
um fram. Þórður var jafnan
hinn sami, — glaður og reifur,
syngjandi og reykjandi, — og
lesandi, þegar stund gafst. —
Hann hafði bækur undir olíu-
stakknum á bekknum í lúk-
arnum og las, þegar við lágum
í vari og gátum ekki aðhafst
við veiðarnar. Og meðan við
dorguðum eða drógum þann
gula úti á miðunum var talað
um bækur og skáldskap. sagna
persónur ræddar og gagnrýnd-
ar, ljóð þulin og kveðin. Guð-
mundur Friðjónsson, Stephan
G. Stephansson og Haraldur
Níelsson voru Þórðar menn. —
Þetta lýsti honum vel. Hann
var vaxinn af kyngóðum stofni
og þjóðrækni í blóð borin. —
Þórður kenndi mjer að meta
þessa öndvegismenn. Þannig
var gott fyrir ungling að vera
samvistum við hann, og í sjó-
ferðunum hvarflaði hugurinn
frá striti og bjástri.
Þórður Þórðarson er nú sjö-
tugur. Hann fæddist í Vatnadal
í Súgandafirði 8. nóvember
1875, og á ættir þar í sveitinni.
Fór hann ungur til Helga skip-
stjóra Andrjessonar í Önund-
arfirði og lærði hjá honum sjó
mannafræði, en Helgi var einn
af hinum fyrstu skipstjóralærðu
mönnum á Vestfjörðum. — Hóf
Þórður sjómennsku 14 ára að
aldri og lagði þá í hákarlalegu
á þilskipi. Var hánn upp frá því
sjómaður milli 30—40 ár, þar
af formaður yfir 25 ár. Gerð-
ist hann ungur skiþstjóri á þil-
skipinu Gunnari, sem var í flota
Ásgeirsverslunar á ísafirði. —
Þegar vjelbátar tóku að tíðkast,
ljet hann smíða vjelbátinn
„Frey“, sem hann stjórnaði
jafnan, þangað til hann Ijet af
sjómensku um 1925. Jafnframt
sjósókninni frá Suðureyri, hafði
Þórður með höndum margvís-
leg ábyrgðarstörf. Hann var
hreppstjóri Suðureyrarhrepps
um 20 ár, og rak bókaverslun,
var stofnandi Sparisjóðs Súg-
firðinga og hefur alltaf verið
í stjórn hans. Og símstjóri hef-
ur hann verið um 27 ár.
Þórður er kvæntur Sigríði
Einarsdóttur, ágætri konu, sem
einnig er alin upp í Súganda-
firði og á þar til ætta að telja.
Heimili þeirra Þórðar og Sig-
ríðar á Suðureyri hefur verið
vettvangur gestrisninnar. Þar
hafa staðið opnar dyr fyrir gest
og gangandi hvaðan sem að hef
ur borið. Virðist það hafa verið
ein lífsnautn Sigríðar að láta,
sem flesta njóta greiðasemi
sinnar og góðmensku.
Þórður og Sigríður eignuð-
ust 7 börn, af þsim eru þessi
5 á lífi: Ágústa gift Gísla Mar-
íassyni vjelstjóra í Súganda-
firði, Helga, gift Kristjáni B.
Eiríkssyni trjesmið í Súfanda-
firði, Óskar, húsgagnasmiður í
Reykjavík, kvæntur Laufeyju
Guðmundsdóttur, Einar verka-
maður í Súgandafirði, kvæntur
Kristínu Jespersdóttur og Ásta
símamær á Suðuieyri.
Þórður hefir notið almennra
vinsælda í hjeraði sínu. Þegar
jeg sá hann seinast, fyrir fjór-
um árum, var hann í flestu lík-
ur því, er jeg kyntist honum
fyrst. Hann gekk syngjandi
um plássið á Suðureyri, tók
glaðlega upp umræður, áhuga-
samur um landsmál og fróð-
leiksfús, óádeilinn, en þó fast-
ur í skoðunum og fylgisamur
þeim málstað, er hann hefur
valið sjer. Hann er einn af
þeim mönnum, sem bæta um-
hverfi sitt með heilbrigðum lífs
viðhorfum og ljettu geði.
Fimmtuda^ur 8. hóv. 1945.
S MIPAUTCCno
Eirrgszo
998uðri66
Tekið á móti flutningi til Bíldu
dals og Þingeyrar fram til há-
degis í dag.
0 • “
„ðverrir
Tekið á móti flutningi til Sands,
Olafsvíkur, Grundarfjarðar, —
Stykkishólms, Búðardals og
Flateyjar í dag.
raiiiniiiiiiiiimiiimiimiimiuuuimmimunamuini
1 CsrdínuSitur I
(ecrue).
Fæst víða.
mi<iiiimiiiiiiiiiHiiiimniiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimmi:ii(ii
vtaiaJiuuiingt-
skrífstofa
Gmar B <>uðmunds5oa.
irtiaugu oorl&kssoa.
teti 7.
Uma< 02, 2002.
' >- f utími
í 1—ð.
Ali á sama stað
Höfum fyrirliggjandi í heild-
sölu hið vel þekta
blettavatn, vaxbón og fljótandi
bón.
G. M. M.
H.f. Egill Vilhjálmsson.