Morgunblaðið - 08.11.1945, Qupperneq 12
12
MOKGUNBLAÐIÐ
Fimrntudagur 8. nóv. 1945.
Söngskemtun til
ágóða fyrir
Neskirfcju
KVENFJELAG Neskirkju
efnir til söngskemmtunar í
Gamla Bíó n.k. föstudag klukk
an 7.15. Verður söngskemtun
þessi óvenju fjölbreytt, og renn
ur allur ágóði í byggingarsjóð
kirkjunnar. Meðal skemmti-
krafta er hin vinsæla ameríska
sönkona Miss Dee Jungers, sem
dvalið hefir hjer um hríð á
vegum Rauða krossins og hald-
ið söngskemmtanir fyrir herinn.
Ungfrúin fer af landi burt í
næstu viku. Sýnir hún Kvenfje
*lagi Neskirkju mikla vinsemd
með því að láta í tje aðstoð sína
við þessa söngskemmtun. Miss
Jungers hefir stundað nám við
kunna tónlistarskóla vestan
hafs, og sungið aðalhlutverk
í ýmsum þekktum óperum, svo
sem „La Boheme“, auk þess1
sem hún hefir sungið í fjöl-1
mörgum óperettum. Að þessu'
sinni mun ungfrúin syngja lög I
eftir Wagner, Mozart, Weber
og fleiri.
Pjetur A. Jónsson óperusöngv
ari og Karlakór Reykjavíkur,
sem fyrir löngu hafa unnið!
hjörtu bæjarbúa, aðstoða einnig j
við þessa söngskemmtun. Mun
Pjetur syngja nokkur af sínum
gömlu glansnúmerum og að síð
ustu einsöng með kórnum í
Norrönafolket eftir Grieg.
Eru bæjarbúar eindregið
hvattir til að sækja þessa söng-
skemmtun. Með því slá þeir
tvær flugur í einu höggi —
styðja gott málefni og hlýða á
góðan söng.
Brjef:
Framhald af bls. 8
þá getur slys sem þetta hent ná-
lega hvaða mann sem er — ef
lán er ekki með“.
Þess má og geta, að tveir verk
stjórar mínir, er þarna fóru um,
hafa staðfest að á þessum kafla
sje vegurinn sjerlega jafn og
góður. Það er víst, að ekki er í
þetta sinn veginum um að kenna,
að svo illa tókst til, heldur mun
önnur ástæða til þess slyss,
væntanlega allógætilegur akstur,
eins og Björn Bl. Jónsson lika
skýrði verkstjóra mínum frá á
Blönduósi, er hann kom þangað
eftir slysið. Geir G. Zoéga.
I X-9
Attlee fer ti! Was-
hington á föstudag
London í grækveldi:
BÚIST er við, að Clement
Attlee, forsætisráðherra Bret-
lands, leggi af stað til Was-
hington til viðræðna við Tru-
man forseta næstkomandi föstu
dag og komi til áfangastaðar á
laugardagsmorgun. — Attlee
mun hafa viku viðdvöl í Was-
hington. Talið er, að hann muni
ávarpa Bandaríkjaþing, og á-
varpinu verði útvarpað um alla
Ameríku og jafnvel til Bret-
lands. — Frá Washington mun
Attlee fara til Kanada og ræða
þar við Mackenzie King forsæt
isráðherra landsins. — Sir Art
hur Tedder flugmarskálkur er
kominn til Washington og hefir
átt tal við Marshall, yfirmanna
herforingjaráðs Bandaríkjanna
Mun Tedder verða Attlee til
aðstoðar í viðræðunum. —
Stjórnmálafrjettaritari Reuters
í London segir, að Attlee muni
aðallega ræða við Truman um
atómorkuna og halda fram því
sjónarmiði bresku stjórnarinn-
ar, að koma beri á fót einhverj
um alþjóðlegum rannsóknum á
hagnýtingu orkunnar í stríði og
friði. — Þá telur frjettaritar-
inn, að Attlee muni ræða við
Truman um utanríkisráðherra-
fundinn og mistök þau, sem
þar urðu. — Reuter.
Bergsveinn Haraldsson
kennari frá Olafsvík.
Minningarorð
Framh. af bls. 9
myndi geta hreinsað loftið.
Og í þessu hreinsaða and-
rúmslofti væri hægt að
hrinda alþjóðasamvinnu
fram á leið, sem raunar er
verið að gera nú þegar, þeg-
ar undirbúningsnefnd hinna
sameinuðu þjóða er að koma
saman í London, þegar mat-
mæla- og landbúnaðarráð-
stefnan situr á rökstólum í
Quebec, og alþjóðaverka-
ráðstefnan í París.
En aðeins með því að í
ÞEGAR jeg fyrst kom sem
prestur til Ólafsvíkur, nokkru
eftir aldamótin, voru margir
góðir og gildir bændur í Fróð-
árhreppi á Snæfellsnesi, eins og
t. d. öðlingurinn og bændahöfð
inginn Bjarni Sigurðsson á
Brimilsvöllum, sem var mjer
allra bænda þar kærastur; en
þá bjuggu þar í hreppnum þrír
bræður, góðir og gildir bænd-
ur, sem vöktu strax eftirtekt
mína fyrir þetta þrent: ein-
kennilega staðfestu, hógværð
og milda góðsemi; þetta mótaði
svo fagurlega og sjerkennilega
alt líf þeirra og viðmót, og
mjög líktust þessu börn þeirra,
sem jeg flestum kyntist nánar
síðar og fermdi mörg af, öll
svo hugnæm og elskuleg börn.
Sonur eins þessara bræðra,
Haraldar Sigurðssonar í Ný-
lendu, var Bergsveinn sál.
kennari í Ólafsvík, sem Ijest á
Landsspítalanum 6. okt. síðastl..
Bergsveinn sál. var nýfermdur,
er jeg kom í prestakallið; jeg
átti þó síðar mörg og góð tæki-
færi til þess að kynnast þess-
um unga manni, því eftir að
hann hafði lokið námi á Hvít-
árbakka varð hann kennari í
Fróðárhreppi og mat jeg hann
mikils sem kennara, en þó mat
jeg hann mest fyrir staðfestu
hans, ábyggileika og góðsemi,
því hann, þótt hægur og róleg-
ur væri, var duglegur til starfa,
ábyggilegur til orðs og æðis,
sannur drengur í hvívetna, og
var mjer mjög kær og samhent
ur í öllum störfum.
Síðar gekk Bergsveinn á
kennaraskólann til þess að ná
fullum kennararjettindum, og
stundaði svo lengst af það starf
að vetrum, en bílstjórastörf að
sumrinu og aðra algenga vinnu.
1925 gekk Bergsveinn sál. að
eiga Magðalenu Ásgeirsdóttur,
víkka enn meira svið al- j
þjóðasamyinnunnar er hægt &fr7 R^uð
aðdragaurþemn hættu að konsstöðum, ágæts bóndaá
nki sjai sjer hag t styrjold. Fróðá> höfuðbólinu gamla> al_
Hetjuleg björgun 1 kunna. Sex börn þeirra hjóna,
LONDON: Skipshöfn á arg- Bergsveins og Magðalenu, eru
entínsku skipi bjargaði nýlega á lífi, 3 fermd, en 3 í ómegð,
43 manna áhöfn af brasilíönsku J svo mikill er harmur þeirra og
skipi, sem stóð í björtu báli íimikið hafa þau mist, er þessi
miklu óveðri, um 80 sjómílum j ágæti og umhyggjusami faðir
norðaustur af Rio de Janeiro. er frá þeim kallaður. Það er
sárt fyrir aldraðan föður, syst-
kini hans og vini alla, að missa
þenna kæra ástvin á besta aldri
hans, tæplega fimtugan, því
hann var fæddur 7. sept. 1895,
en sárast er það fyrir börnin
og eiginkonuna, því nú verða
þau svo einmana og berskjöld-
uð í baráttu lífsins. Og jeg veit,
að flestir, jeg vil segja allir,
Ólafsvíkurbúar harma þenna
látna vin og sakna hans, því
jeg hygg, þótt jeg hafi engin
náin kynni haft af Ólafsvík um
alllangt skeið, að allir hafi litið
með hlýju til hans og metið
hann mikils, og jeg. dæmi það
frá unga manninum, sem var
svo prúður. og góður, veit að
hann hefir reynst þannig alla
sína daga, orðið öllum kær eins
og hann var mjer kær. Alt hið
fagra, hreina og góða var hon-
um svo hugnæmt og alt líf
hans var svo heilsteypt og milt,
að allir hlutu að meta hann
mikils og sakna hans, er hann
hvarf á braut. En af því skilj-
um vjer líka, hve honum er
góð og lj.úf heimkoman í ríki
fegurðarinnar, sannleikans og
kærleil^ans, þar sem friður og
yndi ríkir um aldir.
Blessuð sje minning hans og
megi blessun Guðs hvíla yfir
ástvinum hans og leiða þá um
þá vegu, sem faðirinn elskaði,
dáni, þráði að beina börnum
sínum á, því þá mun friður
Guðs hvíla yfir þeim öllum og
græða hin djúpu sár.
Guðm. Einarsson.
Manfreux-sáiimál-
inn endurskoðaður
Washington í gærkvöldi.
I VIÐTALI við blaðamenn,
sem James F. Byrnes, utanríkis
ráðherra Bandaríkjanna, átti
í dag, sagði hann að
Montreux-sáttmálinn, sem
fjallar um Dardanellasund,
yrði tekinn til endurskoðunar
á næstunni. Sagði ráðherrann,
að Bandaríkin óskuðu þess að
gerast aðili að sáttmálanum, er
endurskoðunin hefði farið fram
Reuter.
ák A £t & &
Lyn vann Noregs-
bikarínn
ÞRIÐJI leikurinn milli Lyn
og Frederiksstað um Noregs-
bikarinn var háður í Osló fyrra
sunnudag, og fór þannig, að
Lyn vann með 4 mörkum gegn
engu. Voru öll mörkin sett í
fyrra hálfleik. — Áhorfendur
voru yfir 30 þúsundir, og er
mál blaðanna í Osló, að leikur-
inn hafi verið mjög spennandi
og vel leikinn. — Vinstri út-
herji Lyn skoraði 3 af mörkum
llðs síns. — Þetta er þriðji úr-
slitaleikurinn milli fjelaganna.
Hinir báðir urðu jafntefli, 1—1
í hvort skifti.
London í gærkveldi:
EINN þingmaður íhaldsfl.
bar fram þá fyrirspurn til ríkis
stjórnarinnar á fundi neðri
málsstofu breska þingsins í dag,
hvort ekki væri unnt að gera
ráðstafanir til þess, að Stalin
kæmi til Bretlands, svo að þjóð
inni gæfist kostur á að sjá þenn
an merka mann. — Málsvari
stjórnarinnar í deildinni, — Sir
Herbert Morrison — sagði, að
slíkt væri mjög æskilegt, og
væri stjórninni treystandi til að
aðhafast eitthvað í þessu efni.
— Reuter.
— Churchill
Framh. af 1. síðu.
Churchill, að við munum ó-
trauðir berjast við hlið þeirra.
Bevin enn tortryggnari gagn-
vart Kússum.
Bevin utanríkisráðherra tal-
aði síðar í umræðunum. Hann
var í aðalatriðum á sama máli
og Churchill, nema hvað hann
var töluvert tortryggnari í garð
Rússa en hann. Hann sagði, að
stórveldin yrðu að leggja spil-
in á borðið og líta upp. — Hann
vítti mjög Rússa fyrir ásælni
þeirra í Suður-Evrópu, og
sagði, að ekki færi hjá því, að
tortryggni skapaðist í garð þjóð
ar, sem þannig hegðaði sjer.
BEST AÐ AUGLYSA I
MORGUNBLAÐINU
Eftir Roberl Siorm
I'M
PULLINS
THE
WE MAPE 1T, 60LPPLATEJ
VOU CAM POOL A S-MANJ/ IP
ONLV VOU ÖOT TLIE NEKVE.
tMEROENCy
CORP/
60LPPLATE !
$MA6H TWE
WINPOW fd
ANP Jg
JumpÍ.Æ
A ~~:——\
X*9
CORNEREP
60LPPLATS
| ANP u\e>
&OPV GUARP/
I ABOARP A
6PEEPlNð /
TRAIN. AT.
!• THAT
MOMENT/
THE TRAIM
ENTERS A ;
1 TUNNEL.,
TWEY WIT ME/TOO /
R I GOTTA TAKE CARE
OP MY-
M ^ELF,
THEV ÖOT ME/ 60LDPL4TE ;
PON'T LET THEM CATCW ME /
tmmm. TAKE ME WITH VOU / S
X-9 hefir fundið Gullskalla og annan glæpon á
járnbrautarlest, og hún fer inn í jarðgöng um leið
og hann sjer þá.
Glæponinn: — Jeg gríp í neyðarhemilinn. —
Brjóttu gluggann, Gullskalli! Ó, jú, við koœumst út,
lagsi. Altaf getur maður leikið á aðra, bara ef
kjarkurinn bilar ekki.
Glæponinn: — Þeir hittu mig, Gullskalli. Láttu
þá ekki ná mjer, taktu mig með þjer. Gullskalli:
— Þeir hittu mig líka. Jeg verð að hugsa um sjálf-
an mig.