Morgunblaðið - 08.11.1945, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.11.1945, Blaðsíða 14
14 T^í MOEGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. nóv. 1945. (7e9 er * JÓNATAN SCRIVENER Cftir C^íaude ^JdoucjLton 71. dagur Jeg fer sjaldan út. Jeg sit í þögn bókaherbergisins. Bæk- urnar horfa á mig, og jeg man nú, að jeg var einu sinni ákveð inn í því að athuga þær allar með kerfisbundinni nákvæmni, í þeirri von, að þær gætu gefið mjer einhverjar upplýsingar um Scrivener. Það voru aðeins nokkrir mánuðir síðan jeg hafði i'áðið það við mig. En nú finst mjer það vera heill mannsald- ur Mjer finst einhvern veginn, að alt það, sem jeg hefi lifað síðustu mánuðina, sje óraun- verulegt — Francesca, Pálíná, Middleton og Rivers sjeu að- eins annarlegar verur, sem hafa heimsótt mig í draumi. Mjer finst að það geti varla verið meira en vika síðan jeg kom á himili Scrivener. Arum saman var mjer ekk- ert eðlilegra en eyða dögunum í einuveru. Nú vekur það undr un mína, að hver stundin skuli líða af annari án þess að nokk- ur komi í heimsókn. Jafnvel þögnin er öðruvísi. Það er af því, að jeg er sjálfur þreyttur. Jeg er aleinn og hugsa að- eins um eitt — það er ein hugs un, sem heldur í sífellu áfram að vaxa og þróast, þangað til hún var orðiri í jafn litlu sam- ræmi við uppruna sinn og eik- artrjeð við akarnið. II. Þegar allar hugsanir manns hafa snúist í kringum eitthvað eitt talsvert lengi, er dálitlum erfíðleikum bundið að muna, hvað það var, sem gerði að verkum, að það varð svona mikilvægt. Mjer datt þetta í hug vegna þess, hve jeg átti erfitt með að muna nákvæm- lega, hvernig á því stóð, að þessi eina hugsun náði svo sterkum tökum á mjer. Jafnvel nú er jeg ekki alveg viss um, hvað það var, en jeg er samt á því, að það hafi verið atvik það, sem jeg mun nú skýra frá. Þegar jeg hafði dvalið einn í íbúð Scrivener um það bil vikutírna, fjekk jeg stórt brjef. Jeg kannaðist ekki við rithönd ina á umslaginu. Brjefið hafði verið sett í póstinn í París. í brjefi þessu voru ýms skjöl. En þar var ekkert, er gaf til kynna, hvers vegna .þetta hafði verið sent til mín. Jeg athug- aði skjölin, en þau voru flest varðandi verslunarmál, sem mjer voru með öllu ókunn. A meðal þeirra var stórt umslag og utan á það var ritað: „Erfða- skrá Jónatans Scrivener’. Jeg athugaði skjölin, hvert á eftir öðru, í von um að finna eitt- hvað, er gæti skýrt leyndar- dóminn, og rakst þá alt í einu á brjef, sem skrifað var utan á'mgð rithönd minni. Það vrar umsókn mín. Það rifjaðist upp fyrir mjer, hve hún hafði verið skrifuð í miklum flýti. Jeg hafði ekki einu sinni lesið brefið yfir, áð- ur en .jeg sendi það. Jeg settist við skrifborðið og las það vandlega, orð fyrir orð. Þegar jeg hafði lokið lestrin- um, fjell það úr höndum mín- um á gólfið. Hafði jeg skrifað þetta! Jeg roðnaði af blygðun. Mig langaði til þess að brenna brjefið þegar í stað, horfa á það verða að ösku, svo að eng- inn myndi nokkru sinni .lesa það framar. Alt, sem í því stóð, var lygi og uppspuni frá rcft- um, og ennþá ósannara vegna þess, að á yfirbórðinu virtist hvert orð sannleikur. Það er nauðsynlegt að skýra þetta, en það er nær ógjörningur. Hvað er okkur jafn framandi og brjef, sem við höfum skrif- að einhvern tíma endur fyrir , löngu? Ef við fáum það aftur | í hendur og lesum það, finst ! okkur eins og það muni skrif- ‘ að af einhverjum ókunnugum manni, sem hafi verið að stæla rithönd okkar. Okkur finst sú hugsun óbærileg, að þetta brjef muni um alla eilífð eignað okk ur. Sá, sem skrifaði það, hann er ekki lengur til. Það er því ekki sannleikanum samkvæmt að eigna okkur það. Maður finn ur þetta jafnvel þótt brjefið, sem um er að ræða, sje nauða ómerkilegt. En brjefið, sem jeg hafði verið að enda við að lesa, var engan veginn lítilvægt, því að þar var skýrt frá meiru en ytri aðstæðum lífs míns. Því er oftast svo farið, að þegar við skrifum einhverjum um okkur sjálf, þá höldum við frásögn- inni innan þeirra þröngu tak- marka, sem tími og rúm setja. En í þessu brjefi hafði-jeg reynt I að skýra frá hugsunum mínum og tilfinningum. Jeg hafði reynt að sýna minn innri mann. í brjefinu kom fram beiskja sú, er jeg hafði fundið til, þeg- ! ar faðir minn ljest og jeg varð að ganga í þjónustu Peters- ham, hatur það og fyrirlitning á mannlífinu, sem jeg hafði verið heltekinn af, meðan jeg dvaldi hjá honum. Þar var einn i ig skýrt frá tilr. minni til að láta I bækurnar þæta upp það, sem | jeg hafði farið á mis við af líf- inu sjálfu. Það var nógu slæmt að hafa skýrt bláókunnugum manni frá öllu þessu, en þó tók \ út yfir allan þjófabálk, þegar jeg las það, sem á eftir kom. I fyrsta kafla þessarar bókar gat jeg þess lauslega, hve van- sæli jeg hefði verið þau ár, sem jeg starfaði í skrifstofu Peters- ham og bætti því við, að þá hefði dáiítið komið fyrir, er hefði gert þáð að verkum, að jeg hefði orðið ánægður . með að vera aðeins áhorfandi að líf inu. I síðara hluta brjefsins hafði jeg verið að reyna að skýra frá reynslu þeirri, er hafði valdið þessari breytingu. Þegar jeg nú las þennan brjef- kafía yfir, eftir aðeins fáa mán uði, roðnaði jeg af blygðun. Hann var tilgerðarlegur, hroka fullur, þrunginn röngum tilgát um. Þar var gefið í skyn, að mjer hefði alt í einu tekist að hafna öllum gæðum lífsins — og hefði komist að raun um, að hið innra ætti jeg mátt, er gerði ' mjer fært að lifa í mínum eigin j heimi, óháður öllum og öllu, og þess vegna væru draumar, von ir og þrár annara manna að- | eins iflegómi, skortur á and- legum þroska og styrkleik í mínum augum. Jeg gaf til j kynna, að jeg hefði afneitað | dýrð og dásemdum þessarar 1 veraldar vegna þess, að jeg ' hefði komið auga á hin eilífu ' sannindi guðs. Þegar jeg skrif- aði þetta, hefi jeg án efa trú- j að því, að jeg væri að segja heilagan sannleikann. Þegar j jeg nú las það yfir öðru sinni, ! varð mjer ljóst, að alt, sem í brjefinu stóð,. var rangt. • Jeg las brjefið yfir í þriðja sinn, og henti því síðan frá mjer ! á skrifborðið og tók að ganga 1 aftur og fram um gólfið. Svo I að jeg hafði ætlað þetta sann- i leikann um sjálfan mig! Jeg i hafði trúað því, að jeg væri ! sjálfum mjer svo nógur, að jeg I gæti lifað einn og óstuddur — j að jeg einn hefði leyst hina miklu lífsgátu! Jeg hafði dirfst að trúa því, að jeg þyrfti ekki lengur að brjóta heilann um , neitt í þessum heimi! ' Það er mjög auðvelt að vinna I bug á allskyns freistingum í huganum. Við segjum við okk- ur sjálf: ef við værum rík, þá myndum við ekki gera okkur sek um neitt af heimskupörum þeim, sem ríka fólkið er sífelt að fremja. Við trúum þessu og höfum á tilfinningunni, að við sjeum ákaflega dygðug. Því er eins farið um veraldlegan frama. Við erum sannfærð um, að fjelli hann okkur í skaut, þá myndum við ekki gera okk- ur sek um eyðslusemi og upp- skafningshátt eins og þeir, sem veröldin hefir hafið til vegs og virðingar. Við erum alveg viss um það. Við fyllumst stolti, þegar við hugsum um það, hve lítillát og auðmjúk við sjeum. Og í raun rjettri erum við undr andi yfir því, að forlögin skuli ekki þegar í stað veita okkur þau æðstu embætti, sem völ er á í þjóðfjelaginu, þar eð við sjeum hæfari til þess að gegna þeim en allir aðrir. Getur það verið, að hinn alsjáandi sjái ekki það, sem liggur svo í aug- um uppi? Það er afar vandalítið að vinna írriyndaðan sigur á ímyndaðri freistingu. Það er í raun rjettri svo auðvelt, að heilabrot okkar um það, hvað við myndum gera og hvað við myndum ekki gera undir ein- hverjum sjerstökum kringum- stæðum, eru einskis virði. Það er reynslan ein, sem sker úr því. Oæfíi fyigir trúlofunar- hrlnguuum 'ri ftá Sigurþór Hafnarstr. 4. Stríðsherrann á Mars 2), ' re n a ó a q a Eftir Edgar Rice Burrough*. •64. Jeg var um það bil að hætta að brjóta heilann um þetta, eg ætlaði-að fara að sofa aftur, þegar tylft af lífvörðum xeddaksins gekk inn til mín. Foringi þeirra var einn af þeim mönnum, sem hafði setið að veislu með mjer um morguninn, en enginn vináttusvipur sást nú á ásjónu hans. „Kulan Tith býður þjer að ganga fyrir hann þegar í stað!“ sagði hann. „Komdu með okkur!” VII. kafli. Nýir stuðningsmenn. UMKRINGDUR af lífvörðum gekk jeg eftir hallar- göngunum í sloti Kulan Tith, jeddaks í Kaol, til hins mikla hásætissalar, sem var í miðri þessari risavöxnu byggingu. Þegar jeg gekk inn í albjartan salinn, sem fullur var af aðalsmönnum Kaolborgar og úr fylgd aðkomujedd- aksins, var allra augum beint að mjer. í hinu mikla há- sæti í enda salarins, sat Kulan Tith og gestir hans tveir, Mathai Shang og aðkomujeddakinn. Við gengum eftir gólfinu endilöngu og var dauðaþögn í salnum. Við námum staðar fyrir neðan hásætispallinn. „Ber fram ákæru þína”, sagði Kulan Tith og sneri sjer að einhverjum í röð aðalsmannanna honum til hægri handar, og um leið gekk Thurid, Dator hinna svörtu manna, fram og tók sjer stöðu andspænis mjer. „Hágöfugi jeddak”, sagði hann. „Frá því fyrsta grun- aði jeg þenna ókunna mann, sem kominn var í höll þína. Lýsing þín á hinni djöfullegu likni hans kom heim við Lýsing þín á hinni djöfullegu leikni hans kom heim við „En svo um engin mistök nje efa væri að ræða, sendi jeg prest einn af okkar heilögu trú, til þess að gera þá tilraun að komast gegnum dulargerfid hans og leiða sann- leikann i ljós. Og sjá árangurinn”. Og Thurid benti á ennið á mjer. , \dkjumkcj 0,?- ' fj/P Jón: — Hænsnin þín koma á hverjum degi inn í garðinn minn og róta þar öllu til. Jóhann: — Já, það er ekkert athugavert við það. Það er eðli hænsnanna að róta í görðum. En ef garðurinn þinn kæmi til hænsnanna minna og færi að skurka í þeim, ja, þá væri það sannarlega frjett til næsta bæjar. — Hvaða dýr er það, sem get ur hvorki gengið nje sjeð, og því, síður gefið frá sjer hljóð, en stekkur samt eins hátt og Vatnajökull? — Slíkt dýr er alls ekki til. — Jú, trjehestur. Hann geng ur hvorki nje sjer, gefur ekki frá sjer neitt hljóð og getur ekki stokkið frekar en Vatna- jökull. ★ Tveir karlmenn ræðást við. — Heldurðu að Gunna sje heiðarleg? — Já, það er hún áreiðan- lega. Hún er eins heiðarleg og jeg. — Mjer datt það altaf í hug. — Hvað á jeg að gera til þess að halda manninum mínum inni á kvöldin? — Fara út. Tvær vinkonur hittast eftir fjölda ára skilnað. — Jeg heyrði sagt, að þú ættir tvær dætur, sem lifðu báðar í hamingjusömu hjóna- bandi, sagði önnur. —- Ja, það er nú ekki alls- kostar rjett, sagði hin. — Önn- ur þeirra lifir 1 hamingjusömu hjónabandi, en hin er ham- ingjusamlega skilin. ★ Prófessorinn: — Það er alls ekki gaman að þessu. Maður, sem jeg hefi gefið mörg góð ráð til þess að skerpa minnið, hefir gleymt að borga mjer, og nú man jeg ekki, hvað hann heitir. Mr Tvær konur hjer í bænum, sem leigja í sama húsi, ræð- ast oft við eins og lög gera ráð fyrir. Altaf er gott á milli þeirra, en samtölin æði oft all spaugileg. Hjer er sýnishorn: —Við erum nú átta syst- urnar, og allar £ru þær gi ftar nema jeg. — Já, þú hefir nú ekki verið að hafa fyrir því, blessunin. — Nei,' ekki aldeilis. Aldrei hefi jeg heldur neitt barnið átt, en mín -heitasta ósk er nú, og vona jeg það statt og stöðugt, að jeg eignist barnabarn til af- þreyingar í ellinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.