Morgunblaðið - 19.12.1945, Side 1
16 síður
12. árgangur.
287 tbl. — Miðvikudagur 19. desember 1945.
Isafoldarprentsmiðja h.f.
Konungur í veiðihug
' GUSTAV SVÍAKONUNGUR er mikill íþróttamaður, þó
hann sje orðinn 87 ára leikur hann tennis og fer á veiðar við
og við. Myndin hjer að ofan var tekin af Svíakonungi, er
hann var á veiðum einu sinni í haust.
wðarnir samfiykktu láns
samningana vil
Líka Breffon - Woods sáíbnáiann
London í gærkveldi. Einkaskeyti tii
Morgunblaðsins frá Reuter.
LÁNSSAMNINGURINN við Bandaríkin var staðfestur í lá-
varðadeild breska þingsins síðdegis í dag með 90 atkvæðum
gegn 8, en 92 menn sátu hjá. Áður höfðu farið fram allharðar
rmræSur um samninginn. Keynes lávarður, sem var í samninga-
umræðunum af Breta hálfu, flutti ræðu, þar sem hann lýsti
tamningunum og hvatti menn til þess að samþykkja þá, þótt
hann fyndi líka nokkra galla á þeim. — Bretton Woods sátt-
málinn var síðan staðfestur samhljóða.
Aðalgallinn: Vextirnir.
Keynes sagði, að hann teldi
aðalgallana á láninu, að það
væri ekki vaxtalaust, og einnig
helst til lágt. Hann sagði, að
Bandaríkjamenn vildu Bret-
land sem öflugast, og skildu vel
þarfir Breta í því efni að flytja
sem allra mest út. — Keynes
sagði að sjer virtist kjörin vel
samþærileg við þau kjör, sem
aðrir lántakendur hefðu fengið
hjá Bandaríkjamönnum.
Beaverbrook maldar í
móinn.
Beaverbrook lávarður var al-
gerlega á móti því, að samning
urinn væri staðfestur. — Hann
sagði, að Bretar þyrftu ekki
þetta lán, sem honum fyndist
ákaflega óhagstætt. — Einnig
sagði hann að sjer fyndist Bret-
ar hafa nóg af hráefnum til þess
að auka utflutning sinn, og
gætu alveg eins verslað við aðr
ar þjóðir. Greiddi Beaverbrook
atkvæði gegn samþykkt sátt-
málans, en sat hjá við atkvæða-
greiðsluna um Bretton Woods.
Kaupmenn fá appel-
sínur í ársbyrjun
APPELSÍNUR munu ltoma í
matvöruverslanir KRON í dag.
Matvörukaupmenn bæjarins
munu hinsvegar’ ekki fá nein-
ar appelsínur fyrir jól. — Þetta
er vegna þess, að appelsínur
þær er Innflytjendasambandið
gerði pöntuh á í Ameríku náðu
ekki í tæka tíð til New York. —
En appelsínur þessar munu
koma hingað með fyrstu ferð
eftir áramótin.
Persar ásaka Rússa um að
hafa æst til uppreisnar
Bevin, Byrnes
beimsækja Sfalm
London í gærkveldi:
UTANRÍKISRÁÐHERRAR
þeir, sem nú eru saman komn-
ir í Moskva, áttu með sjer fjórða
fundinn í dag, en öllu er haldið
leyndu, sem þar gerist. Frjetta
ritarar telja, af því, sem þeir
hafa hlerað, að funairnir gangi
mjög að óskum.
Bevin og Byrnes munu ein-
hyern næstu daga heimsækja
Stalin, sem nú er aftur kominn
til Moskva og sagður hafa tekið
við stjórnarstörfum sínum. —
Hann hefir verið suður á Svarta
hafsströnd, síðan seint í október
til þess að hvíla sig, og telja
frjettaritarar að Zodanov hafi
gegnt stjórnarstörfum hans á
meðan.
Reuter.
verður hengdur
Londoh í gærkveldú
LÁVARÐADEILD breska
þingsins hefir samþykkt að
hafna náðunarumleitun Willi-
am Joyce, sem kallaður var
Lord Haw Haw, og talaði í út-
varp fyrir Þjóðverja á stríðsár-
unum. Var þetta samþykkt
þannig, að fjórir af hverjúm
fimm deildarmönnum voru
með. — Áður höfðu all-miklar
deilur orðið í deildinni um mál-
ið, og hjeldu ýmsir fram að
Bretar hefðu ekki vald til þess
að dæma Joyce, þar sem hann
væri ekki breskur þegn. —
Joyce verður nú hengdur.
— Reuter.
Skora enn á stórveld-
in að fara með heri
úr landinu
London í gærkveldi. Einkaskeyti til
Morgunblaðsins frá Reuter.
FORSÆTISRÁÐHERRA Persa, Ibrahim Haikimi, flutti ræðu
a þingi í Teheran í dag, og ræddi afskifti erlendra herja í land-
inu af innanríkismálum þess. Ásakaði hann Rússa fyrir að hafa
æst til uppreisnar í Azerbeidjan, eða að minsta kosti haldið
hlífiskildi yfir uppreisnarmönnunum. Hann lýsti það ósannindi
hjá Rússum, er þeir segðu, að þeir hefðu ekkert skift sjer af
íerðum persneskra hersveita um landið, og kvað hægt að færa
nægar sannanir á það gagnstæða. Sagði hann, sem dæmi, að
setuliðsstjórinn í Tábriz, höfuðborg Azerbeidjan, hefði haft
herlið nokkurt við ráðhús borgarinnar, en uppreisnarmenn verið
oánægðir með það, og hefðu þá Rússar skipað setuliðsstjóran-
um að fara tafarlaust með herinn frá ráðhúsinu.
um ma
sýningu í London
London í gærkveldi:
SÝNING á málverkum Pic-
asso og Matisse, sem nú stend-
ur yfir í London, hefir vakið
þar meiri deilur en dæmi eru til
, um listsýningar, og eru háðar
harðar ritdeilur um sýninguna
í blöðunum, einkum The Times.
I Þar ritar formaður fjelags vatns
litamálara grein, þar sem hánn
j segir að sýningin sje móðgun
bæði við gagnrýnendur og á-
horfendur.
Annar gagnrýnandi segir að
I
málarar af flokki Picasso máli
aðeins það sem þá langi sjálfa
;til,.en sje algjörlega sama um
skoðanir áhorfenda á verkum
j sínum, en flestir málarar máli
j að mestu leyti vegna skoðana
‘ almennings. — Reuter.
Samkomudagur
regluiegs Alþingis
1946 verSur 1. ohl.
MEIRIHLUTI alsherjanefnd-
ar neðri deildar flytur að beiðni
forsætisráðherra frv. um sam-
komudag reglulegs Alþinþis
1946. Segir svo í 1. gr.:
„Reglulegt Alþingi 1946 skal
koma saman 1. dag október-
mánaðar, hafi forseti Islands
eigi tiltekið annan samkomu-
dag fyrr á árinu“.
I greinargerð segir:
,,-Með því að í ráði er að íresta
nú fyrir jólin fundum reglulegs
Alþingis 1945 til 1. febrúar n.
k., en þess bíða þá allmikil verk
efni til úrlausnar og afgreiðslu,'
er sýnt, að nýtt reglulegt þing
getur ekki komið • saman á
venjulegum tíma, 15. febrúar,
og þykir ríkisstjórninni því
rjett að leggja til, að samkomu-
dágur reglulegs Alþingis á
næsta ári verði ákveðinn 1.
október, nema óhjákvæmilegt
reynist að kveðja það saman
fyrr“.
5
dagar til jóla.
Gerið innkaup tímanlega
Skorar enn á stórveldin
að flytja herina burt.
í dag var fulltrúum stórveld
anna í höfuðborg Persíu, Ther-
an, enn afhent áskorun stjórn-
arinnar um það, að fara úr
landi með heri sína, og einnig
skorað á Sovjetstjórnina að
hætta afskiptum sínum af inn-
anríkismálum Persa. — Sagði
ráðherrann í þingræðunni, að
Rússum kæmi ekki hið minnsta
við og hefði aldrei komið,
hversu liðsstyrk persneska
stjórnin væri í hinum ýmsu
hjeruðum síns eigin lands, og
myndu Persar geta hafa komið
ró og reglu á í Azerbeidjan, ef
Rússar hefðu ekki stutt upp-
reisnarmenn og hindrað ferðir
persnesks liðs. Kvað hann það
þverbrot á alþjóðalögum, er
löglegri stjórn eins ríkis væri
meinað að halda uppi lögum
innan landamæra þess.
Ætlar að fara til Moskva.
Ráðherrann lýsti yfir því í
þingræðunni, að hann myndi
fara til Moskva og reyna þar
hvað hann gæti til þess að Pers
ar fengju sjálfir völdin í land-
inu sínu á ný. — Hann ságði
að blað væri gefið út í Tabriz,
sem færi þannig orðum um
stjórn landsins, að hvaða stjórn
sem væri, myndi banna slíkt
málgagn. Þetta kvað ráðherr-
ann ekki vera hægt fyrir Rúss-
um og yfirleitt ekkert hægt að
gera fyrir löglega stjórn lands-
ins í þessum lrluta þess. For-
sætisráðherrann sagði að stjórn
ifini myndi ekki verða skota-
skuld úr því að koma á reglu,
ef íhlutun erlendra valda
hætti.