Morgunblaðið - 19.12.1945, Síða 8

Morgunblaðið - 19.12.1945, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. des. 1945. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og aígreiðsla, Austurstraeti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Kapphlaup þingmanna ÞAÐ HEFIR ORÐIÐ samkomulag innan ríkisstjórnar- innar og milli stuðningsflokka stjórnarinnar á Alþingi, að fresta störfum þingsins, sem nú situr. Einnig hefir orðið samkamulag um að færa samkomudag reglulegs Alþingis 1946 fram á haustið, ákveða hann 1. október í stað 15. febrúar. Alþingi því, sem nú situr, verður frestað næstu daga, svo að þingmenn geti komist heim fyrir jól Samgöngur c-ru að vísu erfiðar út um land eins og stendur, og getur farið svo, að þingmenn komist ekki allir heim fyrir jólin. Þessi tilhögun, að fresta þessu þingi til 1. febrúar og flytja samkomudag reglulega þingsins 1946 fram á haust- ið, er án efa hyggileg og sparar vafalaust ríkissjóði stórfje. ★ Mörg stórmál hafa legið fyrir þessu þingi og hafa nokkur þeirra hlotið afgreiðslu. Þau eru þó fleiri, sem bíða. Alþingi er nú í þann veginn að ljúka við afgreiðslu íjárlaganna. Oft hefir gætt bjartsýni af hálfu þingmanna við afgreiðslu fjárlaga, en sjaldan eins og nú. Því að skylt er að ganga út frá því, að fulltrúarnir á löggjafaþingi þjóðarinnar aðhafist ekki annað í slíku stórmáli sem íjárlagaafgreiðsla jafnan er, en það, sem þeir telja for- svaranlegt. Hitt væri óafsakanlegt, ef þingmenn vitandi vits stefndu fjárhag ríkissjóðs í hættu. Því að þá mis- beittu þeir umboði sínu og myndi það bitna á allri þjóð- inni. Það þykja að sjálfsögðu góð meðmæli með þingmanni, er hann kemur heim í kjördæmið og getur bent „hátt- virtum kjósendum“ á miklar fjárfúlgur til kjördæmis- ins. En ef þessar kröfur á hendur ríkissjóði, sem allir þingmenn hafa „á lager“ verða til þess að gjaldgetu .ríkissjóðs verði ofboðið, þannig að ekki verði fyrir hendi f je til framkvæmdanna, þá fer vissulega ljóminn af með- mælunum. Því að hjeruðunum gagnar það lítið að stórar ijárfúlgur sjeu veittar á fjárlögum til ýmiskonar nytsam- legra framkvæmda, ef ríkissjóður hefir ekkert fje til íramkvæmdanna. ★ Við 2. umræðu fjárlaganna hækkuðu rekstrarútgjöldin um 8.5 milj. kr. Þessi mikla hækkun var nál. eingöngu til opinberra framkvæmda á ýmsum sviðum, þar af rúmar 2 milj. króna til nýrra akvega. Þegar fjármálaráðherrann lagði fjárlagafrumvarpið fyrir þingið, bað hann fjárveitinganefnd vandlega að at- huga, hvort ekki væri rjett að taka upp nýja stefnu í vegamálunum. Þannig, að varið yrði stærri fúlgu til vega á ákveðnum stöðum og nota þar stórvirkar vinnu- vjelar. Myndi þessi tilhögun spara ríkissjóði stórfje og auk þess flýta stórlega fyrir því, að akvegir kæmust um landið. En með fyrirkomulagi því, sem nú væri á haft, að veita tiltölulega smáar fúlgur til vega um alt land, yrði vegagerðin margfalt dýrari og afköstin miklu minni, þar eð ekki væri unt að nota fullkomnar vinnuvjelar á öllum þessum dreifðu stöðum. ★ Fjárveitinganefnd vildi ekki fallast á þessa stefnu ráð- herrans. Hún var.að vísu sammála ráðherra um það, að leggja bæri „áherslu á að ljúka sem fyrst ýmsum vegum, sem tengja eiga saman hjeruð eða stærri þorp“. En hitt væri ógerlegt, að láta þessar framkvæmdir draga á nokk- urn hátt úr öðrum vegaframkvæmdum. Niðurstaða nefnd- arinnar varð því sú, að auk hinna stærri vegafram- kvæmda, voru teknar inn á fjárlögin fjárveitingar til vega víðsvegar um land, eins og tíðkast hefir. Þessi afstaða fjárveitinganefndar er mjög skiljanleg, því að allsstaðar vantar vegi. En verður ekki afleiðing þessarar ráðsmensku sú, að allsstaðar verður hálfkarað verk, en kostnaður ríkissjóðs margfaldur móts við það, sem þurft hefði? ÚR DAGLEGA LÍFINU Jólakveðjur útvarps- ins. ÚTVARPSSTJÓRINN er ekki á sama máli og fjöldi útvarps- hlustenda, að jólakveðjulestur í útvarpinu sjálfa hátíðisdagana sje leiðindaþula, sem fáir menn hafi ánægju af að hlusta á, en sje hinsvegar mörgum til leið- inda. í gær fjekk jeg brjef frá útvarpsstjóranum, þar sem hann ræðir þetta mál, og þó ekki sje að öllu 1 eyti rjett með farið hjá honum, blessuðum þykir ekki rjett að neita honum um rúm fyrir athugasemdirnar. En ekki er hægt að láta þær fara mót- mælalaust með öllu. Útvarpsstjór inn eignar Víkverja greinina um jólauglýsingarnar, en það er ekki rjett, enda tekið fram, að grein- in hefði komið í brjefi, (en það skiftir minna máli, þar sem jeg er alveg sammála brjefritara). — Brjef útvarpsstjóra fer hjer orð- rjett á eftir, en jeg hefi leyft mjer að setja í það fyrirsagnir: o Saga málsins. „HR. VÍKVERJI. Þjer hafið í dálkum yðar þ. 15. þ. m. ráðist harkalega á jóla- og nýárskvéðj- ur útvarpsins og færið þeim eink um það til foráttu, að þær sjeu þrautleiðinlegur lestur . og bægi frá skemtiefni í dagskránni um jólin. Þjer segið að jólin sjeu fyrst og fremst gleðihátíð og það sje því harla óviðurkvæmilegt, er mönnum sje ætlað að sitja við viðtæki sín og hlusta klukku- stundum saman eftir hugsanlegri kveðju til sín. í þriðja lagi segið þjer, að kveðjurnar sjeu auglýst ar með slíkum ákafa, eins og ein- hver ótilgreindur maður hafi ein- hvern hagnað af því að kveðj- urnar verði sem mestar. Loks ber ið þjer fyrir brjósti starfsfólk út- varpsins, sem þurfi að sitja signt og heilagt yfir hátíðisdagana við afgrpiðslu þeirra“. • Gleði og kærleiks- hátíð. í SAMBANDI við fyrsta atrið- ið, að jólakveðjurnar spilli-jóla- dagskránni, þá þótti mjer fara einkar vel á því, að þessi ádeila var flutt í eintaki af Morgun- blaðinu, þar sem ca. 1214 síða af 16 síðum voru auglýsingar. í þessu felst engin ádeila á Morg- upblaðið frá minni hendi, enda á það óskilið mál um þetta með öðrum blöðum, sem ganga mjög á lesmál sitt um jólin vegna aug- lýsinga. Það er rjett að jóiin eru gleði- hátíð en þau eru einnig kær- leikshátíð. Og það sem gerist í sambandi við jólakveðjurnar í útvarpinu er ekkert annað en það, að menn nota sjer þennan farveg til að rækja eldgamlan þjóðarsið og siðvenju allra krist- inna þjóða, að óska hver öðrum gleðilegra jóla“. • Skjölin til reiðu. „ÚT AF dylgjum yðar um persónulega hagsmuni i sam- bandi við jólakveðjurnar, er yð- ur hjer með boðið upp á að kynna yður afgreiðslustörf og bókfærslu í sambandi við jóla- kveðjurnar, og um starfsfólk út- varpsins er það að segja, að það býður með gleði fram hjálp sína við afgreiðsluna, enda er svo til hagað, að afgreiðslustörfum öll- um er lokið áður en jólahald byrjar. Loks vil jeg svo minnast á lest- ur jólakveðjanna. Þjer hafið sýni lega ekki veitt því eftirtekt, að jóla kveðjum er raðað eftir sýsl- um og kaupstöðum og lesturinn rækilega auglýstur fyrirfram. Enginn er því neyddur til að sitja við tæki sitt nema aðeins stutta stund á meðan lestur á kveðjum til bæjar hans eða sýslu fer fram. Jónas Þorbergsson“. • Hefði mátt spara*sjer púðrið. EFTIR ÞEIM undirtektum að dæma, sem grein borgara um jólakveðjurnar í útvarpinu hefir fengið, held jeg, að útvarpsstjóri hefði getað sparað sjer púðrið, því það virðist vera álit flestra, að þessar jólakveðjur mættu al- veg missa sig, nema þá helst til fólks, sem býr á afskektum stöð- um úti á landi. Það sjá allir, hvað það er hlægilegt, að , elsku frændi á Njálsgötu 201“ skuli vera að láta lesa upp jólakveðju í útvarpinu til „fjölskyldunnar á Njálsgötu 203“. En eitthvað því líkt eru þær stundum. Útvarpsstjóri harmar, að blöð- in skuli vera full- af auglýsing- um, og ætti hann þá manna best að skilja, hvernig útvarþshlust- endum verður við að fá ekki nema tilkynningar á sjálfum jól- unum. En minna vil jeg hann á það, að taka sjer í hönd Morg- unblaðið frá því á sunnudaginn var til þess að sjá, hvað hægt er að gera fyrir lesendur, ef vilj- inn er fyrir hendi. Þá voru í blað inu um 10 síður auglýsingar en 14 síður lesmál. Dylgjur voru engar í fyrstu greininni um þetta mál. Hefi jeg engan heyrt halda því fram í alvöru, að einstaklingar hefðu persónulegan hagnað af þessu tilkynningafargani útvarpsins, þó hitt hafi verið nefnt, að það væri engu líkara en að svo væri, svo mikið kapp sem lagt væri á að fá menn til að kaupa þessar tilkynningar. • „Kærleiksapparat“. MIKIÐ HEFIR verið látið af því, að útvarpið væri menning- artæki mikið, og víst getur það verið það, þegar því er vel og viturlega stjórnað. En það verð- ur það ekki af sjálfu sjer. Nú er komið upp úr kafinu, að það er orðið einskonar ,kærleiksappa- rat“ líka og það fyrir kraft jóla- kveðjanna. Einhver hefir líka heyrst orða áróðurstæki í sam- bandi við Ríkisútvarpið, einkum upp á síðkastið. Það er svo tilgangslaust að vera að munnhöggýast um þetta mál. Það_ gerir tilkynningarnar ekki neitt skemtilegri. En ef útvarps- stjóri vill komast §ð því, hvort hlustendur óska eftir þessum þulum á jólunum, þá ætti hann að láta fara fram skoðanakönn- un meðal hlustenda. Gæti jeg þá trúað, að hann kæmist að óþægi legri staðreynd. • m^ m m mm mmmmmmmumm* m m m mm m mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmrn Vfli v m m w s m m m m m m m m m m m w m ■ w m m *. m m m m m m m m m m m m m mmjm_mm ! Á INNLENDUM VETTVANGI m ^ m Að svelia eða endurrelsa ÞEGAR stjórnmálamennirnir komu saman i júlí s.l. í Potsdam, til þess að ráða ráðum sínum um framtíð Þýskalands, var himin- inn heiður og sumarsólin skein skært. I vikunni sem leið þyrl- aðist snjórinn til jarðar á rústa- hauga Berlínar, og á Grúnewald (skóginn græna), þar sem trjen höfðu verið höggvin í eldinn, og jafnvel ræturnar var nú verið að grafa upp. Þúsundir skjálfandi, dauðþreyttra Þjóðverja drógu eldiviðinn þaðan að utan heim í köld hálfhrunin hús sín. Öll sjúkrahús vo'ru full af veiku fólki. Vegna þess, hve magnlitlir sjúklingarnir voru af langvinn- um næringarskorti, dóu margir þeirra. — Þeir sem lifðu, bölvuðu „Pots- dam-friðnum“. Samt • var það ekki aðeins Þýskaland, sem þjáðist. Það voru ekki aðeins Þjóðverjar, sem voru kaldir og svangir, heldur líka f lestar ^aðrar þjóðir á meginlandi Evrópú. Mikið var rætt um, að þýska þjóðin myndi svelta heilu hungri í vetur. I sambandi við þetta var rætt um hin þrenns- konar lífskjör, sem sigurvegararn ir höfðu sett Þjóðverjum. Fyrst og fremst var það ákveð- ið í Potsdam að Þjóðverjar mættu ekki lifa betra lífi en aðr- ir menn í Evrópu. Sumir Banda- ríkjamenn, sem þektu til í Þýska landi.fyrir stríðið, fyltust skelf- ingu, er þeir sáu, hve mikill mun urinn var á viðurværi manna þá og nú. — Þjóðverjar höfðu þá lifað miklu betur en flestar aðr- ar þjóðir. I öðru lagi settu Bandarfkja- menn • sjerstakan matarskamt handa Þjóðverjum (hann var á- kveðinn um 1550 hitaeiningar á Þjóðverja á dag) og talinn vera nægilega mikill til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma og uppþot. Þjóðverjar fengu þó ekki meira síðasta mánuð hjá Banda- ríkjamönnum, en sem nam svo sem 1350 hitaeiningum á mann. Sumir fá meira, vegna þess að þeir kaupa af leynisölum eða hafa lagt fyrir matvæli. En eftir því sem veturinn líður fram, er hætta á því, að skamturinn minki verulega. Og það er ákaflega erfitt að hafa nokkra skömtun, vegna þess, þve illa fjögra velda stjórn in á Þýskalandi gefst. Þótt rætt hefði verið um það og það sam- þykt í Potsdam, að fara með Þýskaland sem eina fjárhagslega heild, voru hin fjögur hernáms- svæði enn eins og fjandsamleg ríki, sem engin viðskifti höfðu sín í milli. Þegar hernámsráðið kom sam- an nýlega, sýndi hernámssvæða- skipulagið sína verstu mynd. Zu- kov marskálkur sagði rólega, að þótt hann treysti Bretum vel, þá gæti hann ekki skilið, að á breska hernámssvæðinu væru enn heil- ar þýskar herdeildir undir vopn- um og undir stjórn sinna fyrri foringja. Montgomery marskálk- ur svaraði styggilega, að þetta væri ekki rjett með farið hjá Zu- kov. Spurningin var því næst lát in eiga sig, en óbragð skildi hún eftir í allra munni. En það gekk stöðugt á mat- vælabirgðirnar. Frá Washington að Bandaríkjastjórn myndi senda kom uppörfandi loforð um það, matvæli. Þar að auki virtust Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.