Morgunblaðið - 19.12.1945, Síða 14

Morgunblaðið - 19.12.1945, Síða 14
14 MOKGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. des. 1945. 8 K U G G I l\l IM Eftir Thelma Strabel 27. dagur Georg tók á móti henni í Middleburg-þorpinu, og virt- ist glaður yfir að sjá hana. — „Húsbóndinn sagðist ekki hafa komið, af því atð hann þyldi ekki fyrir nokkurn mun að sitja í gamla skrjóðnum minum“, sag'ði hann brosandi. Hún var fegin því, að Alan skyldi ekki hafa komið til þess að taka á móti henni. Hún kveið því að hitta hann, og mest af öllu kveið hún því andartaki, þegar hún þyrfti að kyssa hann. En kvíði hennar var á- stæðulaus. Alan beið hennar við hliðið, og þegar hann hafði hjálpað henni út úr bílnum, kysti hann aðeins kæruleysis- lega á kinn hennar. — Hann var klæddur í spánný reið- föt, myndarlegur og fallegur eins og endranær. ,,Þú ert föl“, sagði hann, þeg ar þau gengu heim að húsinu. „En mjer ferst svo sem ekki að tala. Jeg er dauðþreyttur sjálf- ur, og lít sjálfsagt ekki sem best út. Jeg held, að við þurf- um bæði á því að halda að hvíla okkur rækilega í sveitasæl- unni“. Hve hann var spjátr- ungslegur í þessum nýju, glæsi legu reiðfötum sínum! „Viltu ganga frá farangri þínum strax, eða líta í kringum þig fyrst?“ „Jeg held að það sje best, að jeg fari inn og gangi frá far- angri mínum riúna“. En hún gerði það ekki. Þegar hún vár orðin ein í svefnher- berginu — en það var úr glugg unum á því herbergi, seni hún hafði sjeð skugga Mikaels á grasinu — þá vissi hún, að hún gat ekki dvalið þarna um nótt- ina. Hún hafði orðið gagntek- in niegnri óbeit af manni sínum, þegar er hún sá hann. — Hún gat ekki verið hjerna hjá hon- um í nótt, hvernig svo sem samræðum þeirra reiddi arf. Hún hafði fataskifti og fór síðan niður og út á veggsval- irnar, þar sem Alan sat reykj- andi. „Gott veður“, sagði hann. „Já — það er nú meiri bless- uð blíðan“, svaraði hún. „Tókst þjer að hafa upp á nokkru húsi í San Francisco?“ „Nei, hepnin var ekki með mjer“. „Jeg er nú á því, að þú hafir ekki reynt neitt til þess. En mjer hefir skilist, að þú mun- ir samt sem áður hafa verið önnum kafin við að leita að einhverju“. Hún gat haldið sig við efn- ið, engu síður en hann. Hún krepti hnefana. — „Hringdi Warmsley til þín?“ „Warmsley? Já, auðvitað“. Hann staklr höndunum i buxna vasana og reyndi að setja á sig kæruleysissvip. „Af hverju heimsóttir þú Dalton-hjónin?“ Hún hallaði sjer upp að dyra stafnum. „Af því að John Ðal- ton vann í verksmiðjunni, þeg- ar þú og Mikael — þegar upp- fyndingin-----. Alan, jeg . . .“. „Það er eitthvað, sem þú þarft að segja mjer“, sagði hann stuttur í spuna. „Haltu á- fram. Jeg hlusta“. Hún greip utan um hurðar- 1 handfarigið og tók til máls. Hún i sagði honum alt, skýrt og skil- j merkilega, eins og hún væri að gefa skýrslu. Hún sagði honum frá spurningum sínum um vasa ljósið, og hvers vegna hún hefði spurt um það. Hún sagði hon- um, hvað „fernsteuerung“ þýddi. Hann greip aldrei fram í fyr- ir henni, til þess að spyrja hana nje mótmæla því, sem hún sagði. Hann sat grafkyrr, þar til hún hafði lokið frásögn sinni. Þá sagði hann hægt: „Það er einkennilegt — en jeg hafði alt af grun um, að hugmynd Mika- els væri ekki alveg heiðarlega fengin. Jeg þekti hann, pilt- inn“. Hún sagði ekkert. Hún hríð- skalf þarna í sólskininu. Alt í einu stökk hann á fæt- ur og sneri sjer eldsnögt að henni. „Þú trúir því bara ekki, að það hafi verið Mikael. Er það ekki rjetf?“ „Jeg hefi ekki — jeg--------“. Hún bar höndina ósjálfrátt upp að hálsinum og þrýsti sjer upp að dyrunum. Hún horfði á eld- rautt andlit hans og gneistandi augun. Og nú vissi hún það. Hún heyrði hund gelta ein- hvers staðar í fjarska. Ef til vill var það Bate. Svo varð alt hljótt á ný. / „Er það ekki rjett?“ Alt í einu heyrðist í bifreið, og gamli skrjóðurinn hans Ge- orgs kom skröltandi fyrir horn ið á húsinu. Pálu ljetti svo, að hún ætlaði að hníga niður. Ge- org stakk höfðinu út um glugg- ann og kallaði: „Var það nokk- uð fleira en vindlingarnir, sem jeg átti að kaupa fyrir húsbónd ann?“ „Er það ekkert, sem þig van- hagar um?“ spurði Alan Pálu. „Nei — það held jeg ekki“. „Nei, það var ekkert fleira, Georg“, kallaði Alan. Bíllinn skrönglaðist aftur af stað. Bate var í aftursætinu og rak hausinn út unj hálfopinn gluggann. Pálu datt alt í einu i hug, að Mikael myndi hafa komið Bate fyrir hjá Georg, þegar hann fór í heririn, svo að Georg myndi sennilega vita, hvar Mikael væri. > „Hver er þetta, sem kemur þarna?“ spurði Alan og horfði 'niður á veginn. „Svei mjer, ef þetta er ekki kerlingaruglan, hún frú Foster!“ 'k Litföróttur hestur fór út af veginum, meðan bifreiðin ók framhjá, og hjelt síðan áfram upp að húsinu. Á baki hans sat frú Foster, klædd í reiðföt, með barðastóran hatt. Pála og Alan gengu niður að hliðinu, til þess að taka á móti henni. Ókunn- ugur hefði ekki sjeð annað, en þetta væru ung og hamingju- söm hjón, sem fögnuðu brosandi nágranna, er kom í heimsókn. Frú. Foster fór af baki og heilsaði þeim með handabandi. „Jeg' frjetti, að þið væruð kom- in hingað“, sagði hún. „Þið er- uð ennþá gift, sje jeg. En slíkt er ekki gott að reikna út nú á dögum. Það er naumast! Út- sprungnar rósir! Það er ekkert af mínum sprungið út“. „Já — finst yður þær ekki indælar?“ sagði Pála. „Það var gaman að sjá yður aftur. Vilj- ið þjer ekki koma inn fyrir?“ „Nei — þökk fyrir. Jeg kom aðeins til þess að sjá, hvernig þið lituð út“. „Þegar þú hefir lokið því að virða okkur fyrir þjer, mætti líklega ekki bjóða þjer glas af sherry?“ sagði Alan glaðlega. „Sherry á þessum tíma dags! Jeg held þú sjert ekki með öllu viti, drengur! — Hvað hafið þið frjett af Mikael?“ „Það er fremur lítið. Hann er enn einhvers staðar á Kyrra- hafsvígstöðvunum“. Frú Foster tók af sjer hatt- inn og þurkaði svitann af enni sínu með jakkaerminni. „Jeg var að hugsa um það, þegar jeg kom hjerna inn um hliðið, hve það virtist stutt síðan að þið strákarnir komuð hlaupandi niður á veginn, þeggr þið heyrð uð í hesti. Mikael var altaf van ur að gæta þess, að þú færir þjer ekki að voða“. „Eldri bræður eru vanir að hegða sjer þannig“, sagði Alan. „Þið voruð mestu myndar- drengir og móðir ykkar var líka mjög hreykin af ykkur. Það er sorglegt, að hún skyldi ekki lifa það að sjá, hve vel þjer hefir gengið — að því er virð- ist“, bætti hún við, snögg upp á lagið, eins og hennar var vani. Pála sá, að reiðiglampa brá fyrir í augum Alans, en hann sagði rólega: „Jeg geri ráð fyr- ir, að hún hafi oft átt fult í fangi með að ráða við okkur. Við vorum miklir fyrir okkur, ef jeg man rjett“. „Hún var góð móðir“. Frú Foster horfði hugsandi fram fyrir sig. „Jeg man, að hún hafði miklar áhyggjur af því, hve þú varst bjánalega afbrýð- issamur í Mikaels garð, vegna þess, að hann var betri í íþrótt- um en þú. Hún reyndi altaf að koma því svo fyrir, að ekki bæri of mikið á því, hvað hann var þjer miklu fremri. En nú lítur ekki út fyrir annað, en þjer hafi tekist að fara rækilega fram úr honum“. „Jeg hefi sjálfsagt verið hepp inn“, svaraði Alan stuttaralega. „Vitleysa! Jeg er viss um, að þú ert mjög duglegur“, sagði frúin, um leið og hún steig aft- ur á bak. — Hún sagði, að þau yrðu að heimsækja sig, og þau þökkuðu kurteislega fyrir boðið. Síðan reið hún á brott. ★ Alan snerist á hæl og gekk upp a veggsvalirnar. Pála fór á eftir honum. Hún virti hann vandlega fyrir sjer — þennan fallega, ókunna mann, sem hún, Pála Hamilton, hafði búið með sem eiginkona undanfarið. „En hvað þú hlýtur að hata hann!“ sagði hún. „Mikael?“ Kauphöllin er miðstöð verðbrjefa- viðskiftanna. Sími 1710. Ef Loftur getur það ekld — þá bver? Stríðsherrann á Mars 2) renq}asaq a Eftir Edgar Rice Burroughs. 94. fcygð úr, og þá gat ekkert vald hindrað slík endalok skip- anna, sem þau, er við höfðum verið að horfa á. Jeg fjekk síðar að vita, að turninn stendur nákvæm- lega á segulskauti Mars, en hvort það eykur nokkuð hið geysilega aðdráttarafl hans, veit jeg ekki. Jeg er hermað- ur, ekki vísindamaður. Hjer var nú loks fengin skýringin á hinni löngu fjar- veru Tardos Mors og Mors Kajak. Þessir hraustu her- menn höfðu boðið hættum hins ókunna norðurs byrgin, til þess að leita að Charthoris, er móðir hans, Dejah Thor- is hafði verið orðin beygð af sorg vegna fjarveru hans. Um leið og síðasta smáskipið seig niður á ruslahauginn, þustu gulu hermennirnir upp á hann og fóru að taka íanga þá, sem voru ómeiddir, og drápu suma, sem meiddir voru. Fáeinir af hinum rauðu mönnum vörðust vasklega, en yfirleitt virtust þeir vera yfirkomnir af skelfingu yfir þessum endalokum loftskips síns, og ljetu fjötra sig með gullhlekkjum, án þess að sýna mikið viðnám Þegar allir höfðu verið fjötraðir, hjelt fylkingin aftur til borgarinnar, og við hliðið mætti hún heilum hóp af stórum öptum, og leiddu tveir hermenn hvert dýr. Þau voru með gullhlekk um hálsinn og voru teymd í gull- testum. Rjett fyrir utan hliðið, sleptu gæslumennirnir þessum ægilega flokk og hann tók á rás út að turninum. Jeg þurfti ekki að spyrja um erindi þessara óargadýra þangað. Og ef ekki hefðu verið menn innan borgarmúranna, sem þurftu miklu frekar á aðstoð að halda en hinir vesælu menn, sem lágu dauðir og deyjandi úti á rústahaugun- um, þá hefði jeg ekki getað ráðið við mig að fara þangað og berjast við hin hryllilegu óargadýr, sem send höfðu verið til þess að jeta þá. En eins og ástandið var, gat jeg aðeins fylgt gulu mönn- unum eftir með beygðu höfði og þakkað fyrir það tæki- færi, sem hafði boðist mjer og Thuvan Dihn til þess að’ 0 ** 0% I 4u/rut£ifú/n>. f Þegar frú Maule rakst á aug lýsingu í dagblaSi nokkru, þar sem boðinn var til sölu lög- regluhundur fyrir aðeins fjóra dollara, ókvað hún strax að kaupa hann. Hun sendi pening- ana til auglýsanda og bað hann, að koma hundinum til sín. Reiði hennar verður ekki með orðum lýst, er hún þrem dögum seinna móttók ljótan og væskilslegan hund, sem varla var dollars virði. Hún þreif símann, hringdi mann þann upp, sem auglýst hafði, og sagði: „Hvað meinið þjer með því að kalla þenna skratta lögregluhund?“ „Uss, uss, frú mín góð“, var svarið. „Verið þjer nú róleg- ar. Þetta er lögregluhundur í húð og hár — hann er í leyni- þjónustunni“. ★ Lögreglumaðurinn stöðvaði bifreið sína við gangstjettina Qg gekk eldrauður af reiði að bíln um, sem harin hafði stoppað. „Jeg ætla að kæra þig fyrir fjög ur brot á bifreiðalöggjöfinni", hvæsti hann framan í bifreið- arstjórann, sem horfði hrædd- ur og auðmjúkur á hann. „I fyrsta lagi stoppaðirðu ekki við stöðvunarmerki. I öðru lagi ókstu röngu megin og í öfuga átt á einstefnubraut. í þriðja lagi ókstu með 75 kílómetra hraða. Og í fjórða lagi ertu ljós laus um hánótt“. Eiginkona bifreiðarstjórans hallaði sjer út að glugganum og brosti blíðlega til lögreglu- þjónsins. „Þjer megið ekki taka hart á honum“, maldaði hún í móinn. „Hann er dauðadrukk- inn“. ★ Betlari stóð á götuhorni með spjald, sem á var ritað: „Hjálp ið hinum blindu“. Kona nokk- ur aumkvaðist yfir hann og af- henti honum tveggjadollara- seðil. „Mjer þykir það leitt, frú“, sagði betlarinn, „en jeg get ekki þegið þetta. Tveggjadoll- araseðlum fylgir óhamingja“. „Ef þú ert blindur, hvernig gastu vitað hvað seðillinn var hár?“ „Jeg er ekki blindur, frú. — Það er starfsbróðir minn, sem er blindur. Hann fór í bíó og jeg vinn fyrir hann á meðan. Sjálfur er jeg mállaus“. \ ★ Færeysk gáta: Hvað er það, sem er minna en mús og stærra en lús, og dýrara en alt kóngs- ins hús? Svar: Tveir augasteinar, gamli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.