Morgunblaðið - 28.12.1945, Síða 2

Morgunblaðið - 28.12.1945, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ 1' Kommúnistar brjóta eigin stefnu Menn minnast ekki aumari frammistöðu í kosningabaráttu en hjá kommúnistum um þess- ar mundir. Þeir hafa verið hrakt ir úr einni víglínunni eftir aðra og standa nú berskjaldað- ir og ráðlausir uppi. í örvæntingu sinni grípa þeir til þess að halda því fram, að stjórnarsamvinnan sje sett í hættu, ef kommúnistar bíði ó- sigur í bæjarstjórnarkosningun um. Fyrst örlaði á þessu her- bragði þeirra í ræðu Áka Jak- obssonar á dögunum, þegar hann rjeðist aftan að sam-ráð- herrum sínum og reyndi að telja mönnum trú um, að þeir Ólafur Thors og Pjetur Magn- ússon sætu á svikráðum við sína eigin stjórn. Ódrengskapur kommúnista. Ekki hefir heyrst, að Þjóðvilj anum hafi ofboðið ódrengskap- urinn, sem lýsti sjer í þessari framkomu ráðherrans. — Hitt er ljóst, að jafnvel Þjóðviljan- um virðist ásökunin svo heimskuleg. að hann hirðir ekki um að halda henni til streitu. Þess vegna tekur Þjóðvilj- inn það ráð að ásaka Bjarna Benediktsson borgarstjóra fyr- ir hið sama og Áki ásakaði sam ráðherra sína, sem sje það að vinna að því að koma núverandi ríkisstjórn fyrir kattarnef. Nú er það flestum kunnugt, að næst ráðherrum Sjálfstæðis manna, þeim Ólafi Thors og Pjetri Magnússyni, átti borgar stjórinn mestan þátt allra manna í því að koma núverandi rikisstjórn á. Og vitað er einnig að með honum og þessum ráð'- herrum Sjálfstæðismanna hefir ætíð verið og er enn hin besta samvinna. Þó að Þjóðviljinn hafi skipt urh það nafn, sem ásökuninni er beint gegn, er hún þess vegna litlu gáfulegri í því formi, sem blaðið setur hana fram, en hún var hjá ráðherranum. I bæði skiptin er henni beint gegn sömu aðilunum og einmitt þeim sem allra manna mestan þátt hafa átt í, að stjórnleysisástand inu var ljett af landinu og þing ræðisstjórn komið á að nýju. Það þarf þess vegna ekki að ræða frekar um þennan lyga- þvætting Þjóðviljans. En að öðru leyti eru þessar umræður Þjóðviljans ákaflega lærdóms- ríkar. Fjandskapur kommúnisfa við hið íslcnska þjóðskipulag. Þegar núverandi ríkisstjórn var komið á laggirnar, var bein línis tekið fram óg öllum vitan legt, að hún var mynduð milli flokka, sem gerólíkar þjóðfje- lagsskoðanir aðhylltust. Það var að vísu samið um stefnuskrá stjórnarinnar og ákveðið að veita stjórninni stuðning, til að koma henni fram. Um hitt var aldrei samið og datt engum í hug að semja um, að flokkarnir ættu að falla frá sínum megin skoðunum og hverfa frá að halda þeim fram gagnvart þjóð inni. Strax í fyrravetur kom í ljós, að Þjóðviljamenn ætluðu að gera harða hríð að bæjarstjórn ar-meirihlutanum í Reykjavík, þrátt fyrir stjórnarsamvinnuna. r Það er þeir. Sumir töldu, og þ. á. m. and- stæðingar stjórnarinnar, að með þessu væri sýnt, að kommúnist- ar væri ekki heilir í stjórnar- samstarfinu. Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins litu ekki þannig á. Þeir höfðu ekki samið um að veita kommúnistum neina hlífð þar sem stefnuágreining- ur kæpii fram á vettvangi þjóð- málanna og ætluðust ekki til neinnar hlífðar af kommúnist- um. Hitt var auðsætt, að kommún istar áttu erfiðara um sókn gegn Sjálfstæðismönnum eftir að stjórnarsamvinnan hafði komist á. Áður var það kenning kommúnist.a, að engar sættir gætu tekist milli stjetta eða flokka innan núverandi þjóðfje lags. Þar hlyti eilífur ófriður og úlfúð að eiga sjer stað. Sjálfstæðismenn hafa ætíð verið gagnstæðrar skoðunar. — Þeir telja að vísu, að eðlilegur ágreiningur og flokkaskipting eftir skoðunum sje sjálfsögð í núverandi þjóðfjelagi eins og í öllum öðrum mannlegum fje- lagsskap. En Sálfstæðismenn hafa ætíð talið,. að hverju þjóð fjelagi væri það fyrir bestu, að þessum ágreiningi væri stillt í hóf og þegar mest lægi við yrðu allir að taka saman höndum til að sjá þjóðinni farborða. Þeirra kjörorð hefir verið, að stjett ætti að standa með stjett. Ofaníát kommúnista. í fyrra sáu allir framsýnir menn, að mikið lá við og að Is- lendingar gætu átt allt undir, að skaplega væri stjórnað á næstu mánuðum. Þetta játuðu jafnvel kommúnistar og hurfu þá frá fyrri kenningum sínum um, að engu yrði komið fram til góðs fyrir almenning á grund velli núverandi stjórnskipulags. Mátti um það segja, að með þessu átu Þjóðviljamenn á einni stundu ofan í sig marga ár- ganga af Þóðviljanum. — Sjálf stæðismenn ljetu þetta gott heita og hældust ekki um, þó að þeim væri ljóst, að mörgum kommúnistanum mundi verða bumbult af svo mikilli óf jelegri næringu í einni svipan. Þjóð- viljamenn aftur á móti færðust sjálfir í aukana víð ofaníátið, og rjeðu sjer ekki af fögnuði yf ir samstarfi sínu við þá menn, er þeir nú kölluðu „framfara- öflin“ og þá „frjálslyndu í þjóð fjelaginu“, þótt það væru hinir Sömu, er þeir til skamms tíma höfðu kallað hið „svartasta aft- urhald“, „óvini alþýðunnar“ og ,,verkalýðsböðla“. Sjálfstæðismenn meta allt þetta skvaldur kommúnista jafnt. Sem sje að engu. — Sjálf stæðismönnum liggur í ljettu rúmi, hvort þeir eða forystu- menn þeirra hljóta lof eða last í Þjóðviljanum. Sjálfstæðis- menn vita, að þeirra eigin stefna í landsmálum er sú, sem þjóðinni . verður ætíð fyrir bestu. Á meðan kommúnistar fást til þess að vinna að góðum mál um á grundvelli núverandi þjóðskipulags, þá telja Sjálf- ra eina von stæðismenn rjett að vinna með þeim eins og öllum öðrum, sem hið sama vilja gera. — Þrátt fyrir þetta samstarf hafa Sjálf stæðismenn ætíð vitað, að óart væri í kommúnistaflokknum. Ella myndi flokkurinn ekki að- hyllast sína eigin stefnu. Þegar kommúnistar vilja gott gera, svíkja þeir stefnu sína. Hitt geta Sjálfstæðismenn vel skilið, að kommúnistar reikni stjórnarsamstarfið sjer til ágætis. Það er vissulega ekki svo margt annað gott eða upp- byggilegt, sem eftir þá liggur fyrr eða síðar í íslenskum stjórnmálum. En ágæti kommúnista í því efni lýsti sjer einmitt á þann veg, að þeir hurfu frá stefnu sinni og yfir til samvinnu á grúndvelli núverandi þjóðskipu lags. Þar sem Sjálfstæðismenn eru með forustu sinni í nýsköp un atvinnuveganna og öllu, er henni fylgir, einmitt að fram- fylgja aðalatriðum sinnar eig- in stefnu. Munurinn á milli þessara tveggja flokka kemur hvergi ljósar fram en í þessu, að það, sem Sjálfstæðisflokkurinn ger- ir vel, það gerir hann vegna þess, að hann er stefnu sinni trúr. En það, sem kommúnista- flokkurinn gerir vel, það gerir hann þrátt fyrir stefnu sína, vegna þess að hann bregst henni og tekur upp athafnir á grundvelli þess þjóðskipulags, sem hann annars vill eyðileggja Ef menn hefðu tryggingu fyr ir, að kommúnistar væru stefnu sinni aldrei trúir, þá gæti ver- ið, að þeir hjeldu því fylgi, sem þeir fengu 1942 á röngum for- sendum. En sennilega er það til nokkuð mikils ætlast, jafnvel af kommúnistum, að þeir svíki altaf sína eigin stefnu og brjóti ætíð gegn helstu boðorðum hennar. Valið er auðvelt. Það er af þessum orsökum, sem Reykvíkingar verða nú við kosningarnar að gera upp hug sinn um, hvort þeir vilji held- ur hina frjálslyndu framfara- stefnu Sjálfstæðismanna eða stefnu kommúnista. Þá stefnu sem kommúnistar sjálfir eru vonlausir um að nokkuð fylgi hljóti hjer á landi, nema þeir lofi að svíkja hana sem allra mest._ Það val verður vitanlega ekki vandasamt fyrir Reykvíkinga. Þeir hafa nú þegar ákveðið að gera kosningasigur Sjálfstæð ismanna meiri að þessu sinni en nokkru sinni fyrr. Alll um kyrl í Azerbaijan London í gærkvöldi. ÚTVARPIÐ í Moskva skýrir frá því, að alt sje nú með kyrr- um kjörum í hjeraðinu Azer- baijan í Norður-Persíu. Segir í útvarpsfregninni, að mjög frið- vænlegar horfur sjeu í landinu. — Reuter. Föstudagur 28. des. 1945 —.. i — Fundurinn í Moskva Framh. af bls. 1. arinnar. Engin stofnun inrian bandalagsins, önnur en nefnd- in sjálf, ber ábyrgð á störfum hennar. Hún leggur tillögur sínar fyrir óryggisráðið eða fyr ir bandalagið í heild, þegar það þykir við eiga. Það er á valdi öryggisráðsins, hvort tillögur nefndarinnar verða birtar op- inberlega. Austur-Asíunefndin. Austur-Asíunefndin verður skipuð fulltrúum Breta, Frakka, Bandaríkjamanna, Rússa, Kínverja, Hollendinga, Kánadamanna, Ástralíumanna, Nýsjálendinga, Indverja og Fil- ippseyinga. Nefndin mun taka til athugunar, með hverju móti málum verði best skipað, þann ig að Japanir fullnægi uppgjaf- arskilmálunum. Nefndin mun einnig senda yfirhershöfðingja hernámsliðsins í Japan tillögur um hverskyns aðgerðir, og einnig mun hún taka til athug- unar ýmsar mikilvægar ráð- stafanir hans, verði þess óskað. Að öðru leyti mun nefndin ekki raska núverandi fyrirkomulagi á yfirstjórn hernámsliðsins í Japan. — Til samþykta í nefnd inni nægir einfaldur meirihluti, svo framarlega sem fulltrúar Bandaríkjamanna, Breta, Rússa og Kínverja eru þar með. — Nefndin hefir aðsetur í Wash- ington, en getur þó komið sam- an í Tokio, hvenær sem tilefni gefst. Ráðgjafarnefnd í Tokio. Þá verður komið á laggirnar ráðgjafarnefnd með aðsetri í Washington. Formaður hennar er yfirmaður hernámsliðsins. Nefndin hefir það hlutverk að sjá um fullnægingu uppgjafar- skilmálanna og er yfirhershöfð ingjanum til aðstoðar og ráð- gjafar um ýms mál. En engar framkvæmdarathafnir getur nefndin annast nema yfirhers- höfðinginn samþykki þær og framkvæmi. Verði ágreiningur milli yfirhershöfðingjans og annara nefndgrmanna um ein- hver mikilvæg mál, sker Aust- ur-Asíunefndin úr, og verður framkvæmdum þá ■' frestað, þangað til úrskurður hennar liggur fyrir. Kórea. Áformað er að setja á lagg- irnar bráðabirgðastjórn á* lýð- ræðisgrundvelli í Kóreu. Full- trúar Rússa og Bandaríkja- manna aðstoða stjórnina við samningu áætlana um stjómar farslega og efnahagslega þróun í landinu. Áætlanir þessar verða svo lagðar fyrir fulltrúa Breta, Bándaríkjamenna, Rússa og Kínverja, með það fyrir augum, að þessar fjórar þjóðir taki að sjer umboðsstjórn Iandsins í allt að fimm ár. Kína. Utanríkisráðhíerrarnir voru sammála um nauðsyn þess að koma á friði í Kína og setja á stofn í landinu stjórn, er ætti sem mestan meirihl. þjóðarinn- ar að baki sjer. Þeir lýstu því einnig yfir, að stjórnir þeirra myndu halda fast við fyrri stefnu sína, að skifta sjer ekki af innanlandsmálefnum í Kína. Vegna fyrirspurnar frá Molotov tók Byrnes það fram, að Banda ríkin hefðu haft her í Kína til þess að sjá um brottflutning japanskra hersveita samkvæmt uppgjafarskilmálunum, en sá her yrði fluttur burt jafnskjótt og því starfi væri lokið eða ein hver önnur þjóð tæki það að sjer. Þeir Molotov og Byrnes voru sammála um það, að æski- legast væri, að brottflutningur rússneskra og amerískra her- sveita í Kína gæti farið fram sem allra fyrst. Viðurkenning stjórna Búlgaríu og Rúmeníu. Þá ræddu utanríkisráðherr- arnir um undirbúning þess, að Bretar og Bandaríkjamenn við urkendu ríkisstjórnir Búlgaríu og Rúmeníu. Þeir Averill Harri man, sendiherra Bandaríkjanna í Moskva og Sir Archibald Clark Kerr, sendiherra Breta þar, munu innan skamms fara til Bukarest til þess að stað- reyna það, að stjórn Rúmeníu starfi á lýðræðisgrundvelli og að ráðstafanir hafi verið gerð- ar til þess, að frjálsar kosningar fari sem fyrst fram í landinu. Svipaðar ráðstafanir verða * gerðar viðvíkjandi Búlgaríu. Önnur mál. Þá var á fundinum rætt um undirbúning friðarsamninganna við Þýskaland, en frá þeim verð ur gengið að fullu á ráðstefnu, sem hefst 1. maí n.k. Bevin hefir skýrt frá því, að rætt hafl verið mjög um málefni Persíu, þótt ekki hafi verið gerð um þau formleg samþykt. Býrnes farinn heim. James Byrnes, utanríkisráðh. Bandaríkj anna, lagði af stað heimleiðis í dag (fimtudag). —• Molotov og ráðunautar hans á fundinum voru viðstaddlr, er hann lagði af stað. Byrnes hefir látið svo um mælt, að ár- angur fundarins hafi verið mjög góður, og hafi þar ríkt einhug- ur og samvinnuvilji. Jafnframt ljet hann bess getið, að í til- kynningunni væri skýrt frá öll- um þeim atriðum, sem sam- komulag hafi orðið um. Sagðist hann geta þessa til þess að fyr- irbyggja orðróma um leynilega samninga, sem oft vildi koma upp. Ernest Bevin, utanríkisráðh. Breta, leggur af stað heim á leið á morgun (föstudag). Utvarpið 8.30 Morgunútvarp. 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegfsútvarp. 19.25 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.25 Útvarpssagan: „Stygga Krumpen“ eftir Thit Jensen, IX (Andrjes Björnsson). 21.00 Kvöldvaka gamla fólksins: Frásöguþættir, húslestrarkafli, kvæðalög o. fl. 22.00 Frjettir. 22.05 Symfóníutónleikar (plötur)' a) Fiðlukonsert í D-dúr eftir Paganini. b) Symfónía Op. 61, nr. 2 eft- ir Schumann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.