Morgunblaðið - 28.12.1945, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 28. des. 1945
Ný framhaldssaga
Klll IIIII lllll «1IIIIIIIMIIIIIII Ml IIIIIIIIII
lllllllllll■ll■■l■■■l■lllllll■llllllllllllllllllll•l■llllllllllllllllllllllllllllllll■llllllll•lflllllllllll
Dularfulla brjefið
(hJj-tir ‘lí)oi'otIi ij ^J'hiqiieí
lllllllllllllllllll■llllllllllllllllllllllll||■ll■ll■l||■||||||■■•l■■ll■|||■■l■l■l||||■•■ i(iiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiniii iii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiMmiiiiiiiitiiiii ii iii iiiii 111111111111111111111111X11111111111111
MMM
Stríðsherrann á Mars
2)
re ný/aóaga
Eftir Edgar Rice Burroughs.
99.
að það væri vani hinna eldri varðliða, að slást upp á þá
yngri, til þess að reyna vígfimi þeirra, og hefði af þessu
mannfall mikið, svo mikið, að erfitt var að halda varð-
liðinu eins mannmörgu, og álitið var fullnægjandi, meðan
venja þessi hjeldist. Því hafði Salensus Oll látið nýlið-
ana hafast við annarsstaðar, og voru þeir þar óhultir fyrií
árásum annara úr lífverðinum.
Þetta gerði nú heldur betur strik í okkar vel lögðu
áætlanir, því það þýddi ekkert annað en það, að við vær-
um í'rauninni fangar í höll Salensus Oll fram að þeirri
stundu, er honum sýndist að láta okkur ganga undir
lokaprófið.
En það var einmitt þetta millibilsástand sem við
höfðum ætlað að noita okkur til þess að leita að Dejah
Thoris og Thuviu frá Ptarrth, og vorum við því æði stúrn-
ir, er hurðin lokaðist að baki okkar, þegar leiðsögumað-
urinn lokaði á eftir sjer um leið og hann fór burtu frá
okkur.
Jeg sneri mjer súr á svip að Thuvan Dihn. Hann hristi
aðeins höfuðið, gekk út að einum glugganum, sem sneri
út að hallargarðinum.
Varla hafði hinn fyrr litið út, en hann kallaði til mín
og kendi bæði undrunar og æsings í rödd hans. Jeg þaut
þegar til hans.
„Líttu á“, sagði Thuvan Dihn og benti niður í garð-
inn.
Jeg leit niður og sá tvær konur ganga fram og aftur
um garðinn. Og um leið og jeg sá þær, þekti jeg þær.
Það voru Dejah Thoris og Thuvia frá Ptarrth.
Það voru þær, sem jeg hafði verið að leita að enda
heimsins á milli. Aðeins tíu fet frá mjer voru þær, fyrir
utan glugga með nokkrum járnrimlum í.
Jeg hrópaði til þess að vekja athygli þeirra, og um
leið og Dejah Thoris leit upp, þá gerði jeg henni það
merki, sem marsneskir menn sýna ástkonum sínum.
Mjer til undrunar og skelfingar leit hún niður fyrir
sig, og fyrirlitningarsvipur leið um fagurt andlit henn-
ar. Svo sneri hún baki við mjer. Líkami minn er þakinn
þúsundum öra eftir þúsund orustur, en aldrei á æfi minni
hefir mig sviðið eins og í þetta skifti, því í þetta sinn
skarst fyrirlitning konu djúpt inn í sál mína.
1 Kafli.
Járnbrautarþjónninn kallaði:
„New York“. í raun rjettri
var það óþarfi. Frá því lestin
staðnæmdist sem snöggvast við
125. götu, höfðu allir farþegarn
ir verið reiðubúnir. Og þegar
hún var loks komin á leiðar-
enda, ruddust þeir út, hver sem
betur gat.
Anna fór sjer að engu óðs-
lega. Henni fanst það einna lík
ust ævintýri, að hún skyldi
vera komin til New York. Hún
sagði við sjálfa sig, að það væri
kjánalegt, að vera með svona
mikinn hjartslátt. Tugþúsund-
ir manna kæmu á degi hverj-
um til New York. Það væri af-
ar hversdagslegt fyrirbæri. En
Anna hafði ekki komið til New
York í tíu ár, og var því ekki
að furða, þó að hún væri dálít-
,ið eftirvæntingarfull.
Hún steig út úr lestinni. Af
öllum þeim fjölda, sem kominn
var á stöðina til þess að taka
á móti farþegunum, var enginn,
sem beið hennar. Anna brosti
með sjálfri sjer. Hún var kom-
in hingað upp á eigin spýtur,
alein, og nú ætlaði hún að gera
allt það, sem hana hafði dreymt
um að gera, þegar hún loks
kæmi til New York.
Járnbrautarstöðin var svipuð
því, sem hún mundi eftir frá
æsku. Alsstaðar úði og grúði af
fólki, sem hrópaði og kallaði.
Því lá einhver ósköp á. Hana
langaði til þess að staldra þarna
við, drekka í sig fyrstu áhrifin
átborgarlífinu. En það var ekki
til setunnar boðið. Hún varð að
koma sjer og farangri sínum
heim í gistihúsið. Hún náði í
burðarkarl, og bað hann að ná
í farangur sinn og útvega sjer
bíl.
Hún var ófús á að fara. En
hún gæti komið hingað á mörg
un. Það var svo ótal margt, sem
hún þurfti að skoða og gera, að
það ljet nærri, að hún óskaði þess
að faðir hennar kæmi ekki mjög
fljótt. Nei, hvaða vitleysa! Auð
vitað hlakkaði hún mest af öllu
til þess að hitta föður sinn. —
Hann hafði nú dvalið 18 mán-
uði í Suður-Ameríku, í erind-
um stjórnarinnar. Hún hafði
fengið skeyti frá honum fyrir
viku síðan, þar sem hann bað
hana fara þegar í stað til New
York, og þar myndi hann hitta
hana. Hún hafðr staðið í
ströngu við að fá mann í sinn
stað í skrifstofu föður síns, og
henni fanst það næstum ótrú-
iegt, að hún skyldi nú vera kom
ín hingað til New York einmitt
á þeim degi, sem faðir hennar
hafði tiltekið.
Nú hafði burðarkarlinn náð
í bílinn fyrir hana, og hún sett-
ist inn í hann og sagði: „Parke-
gistihúsið“, við bílstjórann.
í skeytinu hafði faðir henn-
ar sagt henni að fara þangað.
Hann minntist ekkert á það,
hvenær hann kæmi sjálfur. —
Sennilega beið hann eftir flug-
fari. Hún hafði ekki hugmynd
um, hvað hann var að gera í
Suður-Ameríku, vissi ekki
einu sinni, hvar hann hafði
dvalið þar. Það var leyndarmál.
Bifreiðin ók hægt og hún
horfði út um gluggann, á hús-
in og fólkið á götunum. — Það
var glaða sólskin. Borgarysinn
ljet í eyrum hennar eins og feg
ursta hljómlist. Og svo stað-
næmdist bifreiðin fyrir utan
gistihúsið, altof fljótt, að því
er henni fanst.
Anna borgaði bifreiðastjóran
um og gekk inn í anddyri gisti
hússins. Hún sagði til nafns síns
við afgreiðsluborðið. „Faðir
minn, Prentiss Wickard, hefir
víst beðið um herbergi handa
mjer“.
Gráhærði maðurinn, sem stó
bak við afgreiðsluborðið, brosti
vingjarnlega.
„Já, ungfrú Wickard. Ef það
er nokkuð, sem við getum gert
fyrir yður, þá látið okkur bara
vita“.
Hún skrifaði nafn sitt í gesta
bókina: „Anna Wickard,
Chapala, Jalisco, Mexikó“, og
gekk síðan að lyftunni á eftir
drengnum, sem bar farangur
hennar.
Herbergið, sem henni var ætl
að, var á tuttugustu og fyrstu
hæð, nr. 2137.
Anna gaf drengnum þjórfje og
lokaði dyrunum á eftir sjer. —
Hún leit í kringum sig og brosti
ánægjulega. Þetta var herberg-
ið hennar. Hjer átti hún að búa
ein. Stór gluggi var á herberg-
inu, sem sneri út að götunni. —
Dásamlegt!
Hún flýtti sjer að taka upp
farangur sinn. Hún hlakkaði til
þess að fara í búðir og kaupa
sjer eitthvað af nýjum fötum.
En hún ætlaði ekki að'gera það
í dag. Hún ætlaði að fá sjer bað,
hafa fataskifti og fara síðan út.
Bara eitthvað út í sólskinið.
Á botninum í tösku hennar
var lítil bók, bundin í brúnt
skinnband, sem farið var að
snjást. Það var uppáhaldsbók
föður hennar. I skeytinu, sem
áreiðanlega hafði kostað stór-
fje, hafði faðir hennar bætt við:
„Komdu með sonnetfurnar“.
Hún leit á titilblaðið. Á því
stóð: „Til Prentiss, með ástar-
kveðju frá Önnu“. Móðir henn-
ar, sem hafði dáið, þegar Anna
fæddist, hafði gefið honum
þessa bók á brúðkaupsdaginn
þeirra. Blöðin í bókinni báru
þess merki, að þeim hafði oft
verið flett, að þau- höfðu oft ver
ið lesin. Víða var strikað undir
ljóðlínurnar og skrifað út á
spássíurnar. Faðir hennar hafði
gleymt bókinni í flýtinum, þeg
ar hann fór til Suður-Ameríku.
Hún vissi, að hann myndi þeg-
ar verða sendur eitthvað annað,
er hann kæmi til New York. Ef
hann hefði ætlað að koma með
henni til Mexikó, myndi hann
ekki hafa beðið hana um, að
koma með sonnetturnar. Hún
lagði þær á snyrtiborðið og reis
á fætur. Það var gott, að hún
skyldi hafa rekist á bókina, því
að þá rifjaðist upp fyrir henni,
að faðir hennar hafði einnig beð i
ið hana að hrir^gja í gamlan vin
sinn, Dow Nesbitt. Hún mundi
betur eftir Nesbitt-hjónunum
en öðrum vinum foreldra sinna
í New York. Dow var skólabróð
ir föður hennar, og síðar lög-
fræðingur hans. Það var best
að hún hringdi snöggvast í
hann. Þá var það búið. Klukk-
an var aðeins tvö, og hún hafði
ekkert sjerstakf fyrir stafni
þangað til í kvöld, en þá ætlaði
hún að snæða kvöldverð með
Jim Updyke — James Updyke,
liðsforingja. Hún gat því skoð-
að sig um í borginni, eins og
hana lysti.
) Það var annars meiri heppn-
in, að Jim skyldi einmitt vera
staddur í borginni núna. Hún
hafði ekki sjeð hann í fjögur ár
— ekki síðan þau voru saman
í háskólanum í Suður-Kaliforn
íu. Skyldi hann hafa breytst
mikið? Það var ekki auðvelt að
ráða það af brjefum hans. Hann
var sennilega myndarlegri en
nokkru sinni áður, í einkennis-
búningi sínutn. Brjef hans gáfu
ekki til kynna, að hann væri
orðinn rosknari nje ráðsettari.
Hann var sjálfsagt sami gal-
gopinn, og hann hafði verið, —
þrátt fyrir styrjöld og ábyrgð
armiklar skyldur. Sennilega
var hann einnig að brjóta heil-
ann um, hvort hún hefði breyst.
En í kvöld fengu þau forvitni
sinni svalað. Nú voru ekki leng
ur þúsundir mílna, sem skildu
þau að. Þetta var dásamleg ver
öld!
Hún náði í símaskrána og
fletti upp númeri Dow Nes-
bitt.
Kvenmannsrödd ansaði og
hún spurði eftir Dow.
„Þetta er frú Nesbitt. — Dow
er ekki kominn heim ennþá. —
Get jeg skilað nokkru til hans?“
„Þetta er Anna Wickard, sem
talar, frú Nesbitt. Þjer munið
sjálfsagt ekki eftir mjer, en fað
ir minn, Prentiss Wickard, bað
mig að hringja til ykkar“.
„Anna Wickard — auðvitað
man jeg eftir þjer, góða mín!
Hvenær komstu til borgarinn-
ar? Hvar er Prentiss?"
„Hann er ekki kominn enn-
þá. Jeg á von á honum á hverri
stundu. Jeg var að koma rjett
í þessu. Pabbi bað mig að setja
mig í samband. ..
Frú Nesbitt greip fram í fyr
ir henni, og bauð henni að koma
heim kl. 4. „Það verður hjer
eitthvað af ungu fólki, sem þú
hefir áreiðanlega gaman af að
hitta“, sagði hún glaðlega.
Vandað þýskt
j Orgel j
§ til sölu. Uppl. á Hring-
§ braut 69 og í síma 1941
— Heldurðu að það sje satt,
að maður geti orðið vitlaus af
ást?
— Já, annars myndi enginn
gifta sig.
★
— Þetta er hauskúpa Lúð-
víks 15.
— Já, en þetta eru tvær haus
kúpur.
— Önnur er af honum á
unga aldri, en hin frá því hann
dó.
★
—: Þjer eruð að verða of feit-
ar, Margrjet mín. Þjer ættuð að
reyna megrunarpillur.
— Jeg hefi revnt þær, en
árangurinn hefir verið magur.
★
Maður nokkur gumaði mjög
af því, hvað góðir stofnar stæðu
að sjer. Þreyttist hann aldrei
á að vegsama og hæla forfeðr-
um sínum.
■— Þú m:.nnir mig á óupp-
tekna kartöflu, sagði kunningi
hans eitt sinn við hann.
•— Nú, að hvaða leyti?
— Það besta af þjer er grafið
í jörðu.
Frægur prófessor, Keller að
nafni, var orðlagður fyrir við-
utanhátt og gleymsk-u. Eitt sinn,
er hann var á leið heim til sín,
gleymdi hann, hvar hann átti
heima. Prófessorinn vjek sjer
þá að manni á götunni og
spurði:
— Getið þjer sagt mjer, hvar
Keller prófessor býr?
— En þjer eruð sjálfur Kell-
er prófessor, sagði maðurinn
undrandi.
— Það veit jeg vel, sagði
Keller. Jeg var ekki að spyrja
yður að því, hvað jeg hjeti,
heldur hvar jeg ætti heima.
★
Hann: — Eigum við að fara
í bíó? ■
Hún: — Nei, þú myndir bara
reyna að kyssa mig, þegar ljós-
in yrðu slökt.
Hann: — Nei, svei mjer þá.
Hún: — Hvað eigum við þá
að gera í bíó?
★
Newfoundland er elsta ný-
lenda Breta.
5
MimiuiiiiuuiiQniinininBDiniuuniiinuiiiiinuuii