Morgunblaðið - 28.12.1945, Síða 12
/
VEÐURÚTLTTíÐ. Faxaflói:
Norð-austan gola cffa kaldi.
Úrkornulaust.
Föstudagur 28. desember 1945
KOMMÚNISTAR brjóta eig-
in stcfnu — sjá grein á bls. 2.
— Morðmálið
i
Framhald af 1. síðu
högg á munninn og höfðu brotn
að í honum tennur og voru var-
irnar bólgnar eftir höggið, sem,
þó mikið hafi verið, mun senni
lega hafa verið hnefahögg.
En mestur var áverkinn við
bæði eyrun, einkum þq við
hægra eyrað. Stór blóðpollur
var kringum höfuð líksins. Ekki
sáust nein merki þess, að þarna
• hafi átt sjer stað ryskingar.
Ekkert blóð var á höndum líks
ins, eða áverkar. Vestið hafði
verið hætt frá honum og losn-
að hafði um flibbann.
Líklegast er, að Kristján hafi
fallið í öngvit, er hann fjekk
höggið á munninn, og aðal-
áverkann hafi hann fengið á
meðan hann var meðvitundar-
laus og að vegandinn hafi sleg-
ið-hann með barefli. Ekki fanst
'neitt barefli í bragganum, sem
notað hafði verið til þessa. —
Bragginn, þar sem lík Krist-
jáns fanst, er instur þriggja
bragga, sem standa í röð þarna
í portinu. Þar er ekkert ljós.
Ekki var þar áfengisflaska sú,
er Kristján var með, er hann
kom á heimili kunningja síns
fyr um daginn.
Rjettarkrufning fór fram á
líkinu í gær, en skýrsla um
krufninguna lá ekki fyrir í gær
kvöldi.
Leitað í vösunum.
Leitað hefir verið í vösum á
fötum Kristjáná. Hann hefir
verið færður úr yfirfrakkánum
þannig, að ermarnar urðu rang
hverfar. Sá sem leitað hefir í
vösunum, hefir verið blóðugur
um hendurnar, því blóðrefjar
eru kringum vasa á fötum
hans.
Kristján var ekki með neitt
verðmæti á sjer. Peninga var
hann ekki með, svo vitað sje,
nema í hæsta lagi nokkrar kyón
ur í vestisvasa. Ekki bar hann
úr nje t. d. lindarpenna. Það
eina, sem eftir var í vösunum,
var einn vasaklútur.
Ætlaði í skemti-
göngu.
Kristján Guðjónsson var 53
ára, fæddur 3. maí 1892. Hann
vann í Ríkisprentsmiðjunni
Gutenberg, var giffur og átti
uppkominn son. Kona hans,
Kristín Guðmundsdóttir, segir
svo frá, að hann hafi farið að
heiman um 3 leytið ,á annan
jóladag. Ætlaði hann að
ganga sjer til hressingar, en
vera kominn heim aftur fyrir
4, því þau hjónin höfðu ákveð-
ið að fara í heimsókn til kunn-
ingjafólks síns um það leyti.
Segir Kristín, að Kristján hafi
verið vanur að ganga niður
með höfn er hann fór í stuttar
gönguferðir.
Þegar Kristján var ókominn
heim til sín kl. 4.30, ákvað kona
hans að fara til kunningjafólks
ins ein. En áður en hún fór,
skrifaði hún á miða, hvert hún
hefði farið.
Frú Kristín kom heim aftur
um 6 leytið og hafði ekki haft
neinar spurnir af manni sínum.
Hún taldi samt víst, að hann
myndi hafa komið heim meðan
hún var í burtu, því hún telur,
að hann hafi sótt hálstrefil,
sem hann var ekki með, er
hann fór út um 3 leytið.
Kom í hús til kunn-
ingja síns.
Það næsta — og raunar ein-
asta — sem vitað er um ferðir
Kristjáns heit., eftir að. hann
fór að heiman frá sjer, er, að
klukkan 3.45 kemur hann
heim til starfsbróður síns, Vil-
helms Stefánssonar á Berg-
staðastræti 6. Vilhelm og kona
hans voru ekki heima, en dótt-
ir Vilhelms kom til dyra. Krist-
ján kvaðst vera kominn til þess
að þakka Vilhelm fyrir jóla-
kort, er hann hafði sént hon-
um og vildi bíða, ef ske kynni
að hjónin kæmu heim von bráð
ar. Var honum þá boðið inn.
Þarna dvaldi Kristján í þrjá
stundarfjórðunga eða til klukk
an 4.30. Hann hafði meðferðis
áfengisflösku, sem eitthvað var
á. Sagði hann frá því, að hann
hefði hitt þrjá ameríska her-
menn og gefið þeim.áfengi. —
Ekki var vín að sjá á Kristjáni
að neinu ráði, enda var hann
jafnan mjög hægur maður og
stiltur vel, jafnvel þótt hann
hefði bragðað vín.
Ennþá hefir enginn gefið sig
fram, sem orðið hefir Kristjáns
var eftir þetta. En það eru til-
mæli rannsóknarlögreglunnar,
að ef einhver kann að hafa orð
ið hans var á annan í jólum, að
hann gefi sig fram og veiti þær
upplýsingar, sem hann kann
að hafa. Jafnvel hin smávægi-
legustu atriði gætu orðið til
þess, að mál þetta upplýstist.
Einstakt ljúfmenni.
Þeir sem þektu Kristján lýsa
honum þannig, að hann hafi
verið ljúfmenni hið mesta.
Sjerstaklega dagfarsgóður mað
ur, rólyndur og laus við öll ill-
indi. Hann vildi öllum mönn-
um vel og vildi engum gera
mein.
70 þúsund krónur
söfnuðusf !il Vefr-
arhjálparinnar
VETRARHJÁLPIN er nú um
það bil að ljúka störfum. Safn-
ast hafa 70 þúsund krónur. Það
er heldur meira, en á sama
tíma í fyrra. En ókomnir eru
enn nokkrir söfnunarlistar frá;
fyrirtækjum.
Vetrarhjálpin tók til’greina
520 umsóknir. Það er mjög
svipað og í fyrra.
Það eru vinsamleg tilmæli
Vetrarhjálparinnar að þau fyr-
irtækí, sem enn hafa í fórum
sínum söfnunarlista, skili þeim
hið allra fyrsta. Þá hefir Ste-
fán A. Pálsson beðið blaðið fyr-
ir hönd Vetrarhjálparinnar, að
færa bæjarbúum öllum þakkir
fyrir góðar gjafir og stuðning
við málefnið.
KNÚTUR ARNGRÍMSSON
skólastjóri Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga, andaðist að heim-
ili sínu iijer í bænum í fyrra-
dag. Hann var aðeins 42 ára.
Knútur var guðfræðingur að
mentun og þjónaði í Húsavík
um nokkurra ára skeið, en
stundaði síðan landafræði- og
sögunám við háskólann í
Múnchen. Eftir að hann kom
heim frá því námi lagði hann
aðallega stund á kenslu og rit-
störf. Hefir hann ritað fjölda
greina í blöð og tímarit og
nokkrar bækur hans eru kunn-
ar, bæði frumsamdar og þýdd-
ar. —
íslenskur læknir
kvnnir sier útbúnað
nýiísku sjúkrahúsa
í Svíþjóð.
í RÁÐI ER, að Guðmundur
Karl Pjetursson, yfirlaéknir
sjúkrahússins á Akureyri, verði
sendur til Svíþjóðar ásamt
arkitekt til þess að kynna sjer
byggingar og útbúnað nýtísku
sjúkrahúsa þar.
Heilbrigðismálaráðherra hafði
stungið upp á því við bygg-
ingarnefnd sjúkrahússins á Ak-
ureyri, að hún sendi yfirlækni
sjúkrahússins ásamt arkitekt,
sem ríkið sendi, utan í þessu
skyni. Yrði í ferðinni undirbú-
inn uppdráttur á sjúkrahúsinu
og ýmsar aðrar athuganir í
sambandi við það gerðar. Á-
kvað nefndin þegar að fara
þess á leit við Guðmund Karl,
að hann^færi þessa för. Hefir
bæjarstjórn Akureyrar staðfest
þessar ráðstafanir byggingar-
nefndarinnar.
Gjaldeyrisörðug-
leikar í Danmörku
SENDIRÁÐ ÍSLANDS í Kaup
mannahöfn hefir bent á það, að
samkvæmt núgildandi ákvæð-
um sje ekki hægt, vegna gjald-
eyrisskorts, að kaupa farmiða
frá Danmörku, til Svíþjóðar,
nema leyfi danska þjóðbankans
komi til og alveg sjerstaklega
standi á. Þó eru seldir farmið-
ar frá Kaupmannahöfn til
Málmeyjar og Helsingborgar.
(Frá utanríkisráðuneytinu.)
á morgun
ÚTFÖR slökkviliðsmannanna
tveggja, Ámunda Hjörleifsson-
ar og Sigurbjörns Maríussonar,
er fórust í slysinu þ. 20. des.
s.l., er ákveðin á morgun, laug-
ardag. — Athöfnin hefst í Dóm
kirkjunni kl. 1 e. h.
Þeir slökkviliðsmenn, sem
ætla að veráf viðstaddir útför-
ina, eru beðnir að hafa tal af
Kristni Eyjólfssyni sem allra
fyrst.
íslenskir sjómenn
2á ekki föi í Eng-
landi
SENDIRÁÐI ÍSLANDS í
London hefir verið tilkynt, að
framvegis verði sjómönnum, er
til Bretlands sigla, alls eigi út-
hlutað skömtunarmiðum fyrir
fatnaði, nema fyrir liggi gögn
um, að umræddur sjómaður
hafi orðið fyrir skaða á fatnaði
í siglingu. Getur hann þá feng-
ið úthlutaða skömtunarmiða,
sem svara til þess fatnaðar, er
eyðilagst hefir eða skemst svo,
að eigi verði úr bætt, enda fylgi
vottorð fulltrúa landsins í Bret
landi (sendiherra eða ræðis-
manns). (Frá utanríkisráðu-
neytinu.).
Fljótvirkur þjófur
ÞAÐ BAR VIÐ í húsi einu
hjer í bænum um eitt leytið í
gærdag, að stúlka brá sjer út
úr herbergi sínu í nokkrar mín
útur — hún heldur, að hún
hafi ekki verið í burtu nema
4—5 mínútur. Er hún kom aft-
ur inn í herbergi sitt, sá hún
að taska, sem átti að vera þar
á borði, vdr horfin.
Þjófur hafði notað þessa
stuttu fjarveru stúlkunnar til
að stela töskunni. í henni voru
650 krónur í peningum, tvær
brjóstnælur úr gulli, silfur-
armbandsúr og ýmislegt annað
smávegis.
Ný framhaldssaga
hefsf í blaðinu í dag
í BLAÐINU í dag hefst ný
framhaldssaga, mjög spennandi,
sem nefnd hefir verið Dular-
fulla brjefið.
Aðalsöguhetjan er ung stúlka,
sem kemur til New York til
þess að hitta föður sinn, fulí
tilhlökkunar og eftirvæntingar.
Hún hefir ekki komið til borg-
arinnar í tíu ár, og ætlar nú
heldur að skemta sjer vel
og skoða sig um. En það fer
öðruvísi en á horfðist. Hún
lendir þegar í margvíslegum og
dularfullum æfintýrum, sem
lesendur munu áreiðanlega
fylgjast með af miklum spenn-
ingi.
mWAim var
kallað úl f jórum
sinnum
SLÖKKVILIÐIÐ var kallað
út fjórum sinnum frá 23. þ-. m.
og þar til í gærkvöldi. Var það
fyrst að horni Smiðjustígs
og Laugavegs.Hafði eldur kvikn
að í bifreiðinni Z-15. Þegar
slökkviliðið kom, var búið að
slökkva eldinn. Á aðfangadag
kl. 14.56 var það kallað inn að
Höfðaborg 10. Kviknað hafði í
barnarúmi. Búið var að slökkva
er slökkviliðið kom.
í gærmorgun kl. 10.29, var
slökkviliðið kallað upp að
braggá 126 í Skólavörðuholti.
Þegar slökkviliðið kom, var
töluverður eldur í suðurenda
braggans. fljótlega tókst að
ráða niðurlögum hans. Skemd-
ir urðu töluverðar, bæði á
bragganum og húsmunum.
Þá var slökkviliðið kallað út
kl. 21.40 í gærkvöldi. — Hafði
kviknað í brjefarusli bak við
bókaverslun Sigf Eymundsson
ar í Austurstræti. Var þar all-
mikið bál, en flpótlega tókst að
ráða niðurlögum þess.
Lisfi Sjálfstfæðis-
mamta við hrepps-
nefndarfcosningar
í Stykkishólmi
Frá frjettaritara vorum
í Stykkishólmi.
SJÁLFSTÆÐISMENN í Stykk-
ishólmi hafa lagt fram lista
sinn við hreppsnefndar-, sýslu-
nefndar- og skólanefndarkosn-
ingar, sem fram eiga að fara
hinn 27. jan. n.k. Var hann sam
þyktur á fundi í Sjálfstæðis-
fjelaginu Skildi 23. des. s.l. —•
Þessir menn skipa 7 efstu sæti
hreppsnefndar listans.
1. Kristján Bjartmars, hrepps
nefndaroddviti. 2. Hildimundur
Björnsson, vegaverkstióri, 3.
Ólafur Jónsson frá Elliðaey,
trúnaðarmaður vérðlagsstjóra.
4. Sigurður Ágústsson, kaupm.,
5. Árni Ketilbjarnarson, verka-
maður, 6. Sigurður Magnússon,
trjesmiður, 7. Kristján Rögn-
valdsson, vjelsmíðameistari.
Til sýslunefndar: Sigurður
Ágústsson, kaupmaður og vara
maður hans. Kristján Bjart-
mars hreppsnefndaroddviti.
Til skólanefndar: Jón Bryn-
jólfsson, verslunarmaður og
Ingibjörg Jónasdóttir frú.
Á sama fundi var ákveðið að
halda árshátíð Sjálfstæðisfje-
lagsins Skjaldar, laugardags-
kvöldið 19. jan. n.k.
Sprengingar í Jerú-
salem
London í gærkvöldi.
I DAG urðu sprengingar á
níu stöðum í Jerúsalem. Ekki
er enn vitað, hve fjártjón hefir
orðið mikið, en manntjón hefir
talsvert orðið. — Þá urðu tvær
allmiklar sprengingar í Telaviv.