Morgunblaðið - 04.01.1946, Síða 12

Morgunblaðið - 04.01.1946, Síða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Vestan og norðvestan kaldi. — Skúrir. — OKIííjn um sambuo Kussa og handamanna á hernámssvæð- um í Evrópu á bls. 7. Föstudagur 4. janúar 1946 Bv. (ommeles bjarg- að með nýjum björgunaríækjum Á ÞRIÐJUDAGSMORGUN tókst að bjarga breska togaran- um Commetes frá Hull, sem strandaði á Þ.orláksmessu hjá Þingeyri við Dýrafjörð. Það var Vjelsmiðjan Hamar, sem framkvæmdi björgunina. Voru við björgun skipsins not- uð hin fullkomnustu björgun- artæki fyrir skip. — Tæki þessi keypti Vjelsmiðjan af breska sjóhernum. — Þetta var í fyrsta skipti sem þau voru nötuð við björgun. Þann þriðja í jólum fór björg unarsveitin hjeðan, með lv. Huginn. Strax og komið var á strandstaðinn hófst undirbún- ingur að björgun skipsins. — Var þeim haldið áfram af full- um krafti þar til á þriðjudags- morgun, að skipinu var náð út. Var þá farið með það inn á Þingeyri. Þar var unnið að því að þjetta skipið betur. Á miðvikudagsmorgun um kl. 7 var svo lagt af stað með togarann til Reykjavíkur. Hing að. var komið kl. 3 í fyrrinótt. I gærdag kl. 3 síðd. var skipið tekið upp í slipp. Bjarni Jónsson verkstjóri í Hamri hafði aðalumsjón með björguninni og með honum Kristján Schram verkstjóri í Hámri. Benedikt Gröndal, framkvæmdastjóri hafði yfirum sjón verksins. Bv. Commetes er af meðal- stærð. -— Hann var nýkominn úr klössun, er hann strandaði. Nokkur göt og dældir eru á botni skipsins. Stórtjón of ofviðrl Erfið nfkomo Frjoíiabrjef frá ísafjarðardjúpi ÞESSIR fjórir menn, sem hjer sjást á myndinni, hafa allir unnið að atómrannsóknum og framleiðslu atómsprengjunnar. — Frá vinstri: Dr. H. C. Urey, Nobclsverðlaunaþegi og einn af þeim kunnustu, sem stóðu að framleiðslu atómsprengjunnar. Dr. Szilard, Dr. L. B. Brost, formaður vísindamanna þeirra, sem störfuðu við Oak Ridge, og loks J. C. Stearn frá St. Louis. lisfi Sjálhfæðis- tnanna á Patreksfirði Patreksfirði, fimtudag. Frá frjettaritara vorum. SJÁLFSTÆÐISMENN á Pat- reksfirði hata gengið frá fram- boðslista sínum fyrir' væntan- legar hreppshefndarkosningar. Hingað til hafa aðeins 5 menn setið í hreppsnéfnd, en munu nú verða 7. Efstu menn listans eru þess- ir: Friðþjófur Jóhannesson út- gerðarm., Ásmundur Olsen odd viti, Ólafur Kristjánsson neta- gerðarm., Oddgeir Magnússon bókari, Bjarni Guðmundsson hjeraðslæknir, Árni Bæringsson bílstjóri og Gunnlaugur Kristó- fersson verkamaður. íslendingur dæmdur í 12 ára fangelsi í Danmörku Athyglisvert ósamþykki dómaranna Kaupmannahöfn í gærkveldi. ETnkaskeyti til Mbl. Borgarar jettur Kaupmannahafnar hefir dæmt Gunnar Guð- mundsson. frímerkjakaupmann í 12 ára fangelsi, og svift hann borgaralegum rjettindum æfilangt. Dómararnir, sem voru þrír, voru svo ósammála, að almenna athygli hefir vakið. Lesbókin Vegna þess að Lesbók — I 40 bls. að stærð kom út 1 með blaðinu í gær, kem- \ ur Lesbók ekki út á sunnu i dag. — Þeir bæjarbúar, | sem hafa ekki tíma til að i fara yfir síðustu Lesbók i fyrri, kynna sjer efni henn i ar rækilega á sunnudag- i inn kemur. ‘ i Gunnar er ákærður fyrir !það, að hafa látið hafa sig til þess að ganga í S.S-liðið, í júlí 1944, og leysa af höndum þjónustu í því, stundum í Þýskalandi, stundum í Dan- mörku, og viðurkennir Gunn- iar þetta. Vonaðist Gunnar til þess að verða stríðsfrjettarit- ari, eftir að hafa fengið hern- aðarþjálfun í Þýskalandi, eti var ekki talinn fær um her- þjónustu og dvaldist eftir það í Danmörku, í einkennisbún- ingi. Aðstoðaði hann við þýsk ar útvarpssendirigar til Is- lands. Gunnar krafðist sýknunar, vegna þess að hann var út- lendingur og var ekki í Dan- mörku, er hanri gekk í S.S.- liðið. T-veir dóma^ar töldu bera að dæma Gunnar í 12 ára fang elsi, en hinn þriðji taldi, — aðallega vegna þess að Gunn- ar væri íslenskur ríkisborg- ari, — hera að dæma harm mikið vægara, í tveggja ára fangelsi og missi borgaralegra rjettinda í firnrn ár eftir að hann hefði tekið út hegning- una. — Ilinn dæmalausi skoðana- munur viðvíkjandi refsing- unni, hefir vakið almenna at- jhygli. — Páll. Karlakórinn Þrymur skemfir á Húsavík Frá frjettaritara vorum. Húsavík, fimmtudag. í Gærkvöldi hafði Karlakór- inn Þyrmur samsöng í samkomu húsinu hjer á staðnum. — Að- sókn var ágæt og söngunum vel tekið. — Mörg laganna á söngskránni voru áður lítt þekt en vöktu eftirtekt og hrifningu. Stjórandi kórsins er Friðrik A. Friðriksson, prófastur. — Við hljóðfærið var ungfrú Björg Friðriksson. Þótti verðið hátt NEW YORK: Kona ein í Indi anapolis, sem átti í skilnaðar- máli, kom til verðlagsnefndar- innar í borginni og spurði, hvort ekki væri neitt hámark á því, sem lögfræðingar mættu taka fyrir að flytja hjónaskilnaðar- mál. Frjettaritari Morgunblaðs- ins hefir ritað blaðinu eft- irfarandi frjettabrjef: 29. desember. OFVIÐRID frá miðjum þess- um mánuði og allt til jóla, er lengsta og mesta ofveður, sem komið hefið hjer um slóðir, um langt skeið. Veður þetta gerði og víða mikinn skaða. Hjer við Djúp varð skaði mestur að Skarði í Ögurhreppi hjá Ósk- ari Þórarinssyni bónda. — Þar tók af þök af íbúðarhúsi og hjalli og beitingaskúr niður við sjóinn. Einnig fauk vjelbátur, um 6 smál. að stærð, og Ijett- bátur (skekta). í hjallinum var I geymd matvara til heimilisins j og fóðurbætir (síldarmjöl), og 1 slcemdist það nokkuð. í beit- ingaskúrnum fuku m. a. 15 nýj ar lóðir. Hafa þær hvergi fund- ist. Annars staðar í Skötufirði urðu ekki teljandi skemdir. Bátur fýkur — hús brennur. í Kálfavík fauk bátur nokk- uð til, en skemdist lítið. — Á Eyri urðu nokkrar skemmdir á þökum. 27. f. m. brann íbúðarhús að Kleifum í Skötufirði hjá Guð- mundi Magnússyni bónda. — Brann húsið nær allt að inn- an, og flestir innanstokksmun- ir eyðilögðust af reyk og eldi. Mjólkurflutningar teppast. Ofviðrið fyrr í mánuðinum olli því, að engin mjólk flutt- ist til ísafjarðar í tíu daga. — Að þessum ofveðurskafla frá- dregnum hefir tíðarfarið til landsins verið gott, það sem af er vetrinum, og óvenju frost- lítið. ' í innsveitum hjer við Djúp var fje fyrst tekið á gjöf rjett fyrir jólin. Útgerðin stórtapar. Til sjávaiins hefir tíðarfarið verið óveniu stirt. Sjóferðir síðan í haust hafa verið óvenju fáar, og yfirleitt er stórtap hjá útgerðinni yfir hausvertíðina. Minstu bátarnir sleppa taplítið, en reksturshallinn ér mikill hjá stærri vjelbátunum, sem engir hafa aflað fyrir tryggingu skip verja. Er þetta alvarlegt áfall ofan á síldarvertíðina í sumar. Erfitt að fá sjómenn. Þá hefir nokkuð borið á því, að erfitt hafi verið að fá menn á vjelbátana. Sumt af sjómönn- unum leitar suður til verstöðv- anna við Faxaflóa, vegna þess að þar verði hærra vertíðar- hlutur. Þeim fer og fjölgandi, sem taka sjer á hendur störf í landi, sem bæði þykja arðmeiri og hægari en sjómenska. Ef ekki rætist úr, verður það eitt vandamálið hjer að fá vana sjómenn á þann vjelbátaflota, sem fyrir er, hvað þá heldur, þegar hann stækkar með nýju bátunum, sem koma frá Sví- þjóð. Atvinna í landi lítil og ótrygg. í sjávarþorpunum hjer við Djúp er atvinnan í landi að mestu bundin við aflabrögðin. Atvinna landverkamanna hefir því verið með allra minsta móti í haust, og í heild sinni er af- koma almennings í kauptúnum og kaupstöðum hjer vestra erfið. Atvinnan lítil og ótrygg, en skattar og gjöld ýmiskonar og verð á lífsnauðsynjum fer stórhækkandi. Erfiðfeikar á dreifingu fisks í Breflandi ÓLAFUR V. DAVÍÐSSON er nýlega kominn heim frá Eng- landi, en þar hefir hann dvalið nokkra undanfarna mánuði á vegum Fiskimálanefndar og haft eftirlit með löndun úr færeysku skipunum. Ennfrem- ur var hann í nefnd með þeim Lofti Bjarnasyni og Ólafi H. Jónssyni útgerðarmönnum, en þeir fóru nýlega til Englands til að hafa eftirlit með löndun úr íslensku togurunum. Ólafur segir, að mikil fólks- ekla sje nú í Englandi og gangi erfiðlega að dreifa fiskinum frá hafnarborgunum af þeim á- stæðum. Bresku skipin afla yfirleitt miklu betur nú en þau gerðu fyrir stríð, vegna þess að mið- in hafa ekki verið sótt styrjald arárin og fiskmergðin aukist. Lækkun á vindlingum TÓBAKSEINKASALA ríkis- ins hefir tilkynt lækkun á am- erískum vindlingum, Camel, Lucky Strike og Old Gold. Nemur lækkunin 10 aurum á hvern pakka. — Kostar því 20 stk. pakki nú kr. 3.30. Lækkun þessi stafar af lækk- un á flulningsgjöldum með skipum frá Ameríku. Rúða brotin í Reykjavíkur Apófeki I gærkveldi brotnaði rúða-í einum sýningarglugga Reykja- víkur Apóteki. — Það var drukkinn maður sem slan'graði á rúðuna, — en við það sprakk hún. Lögreglan hafði ekki hand- samað manninn í gærkveldi, en henni var velkunnugt um hver hann er. Einkennilegur þjófur. NEW YORK: Fataþjófur einn í Los Angeles stal 25 bleikum kvenbuxum af þvottasnúrum á einni viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.