Morgunblaðið - 17.01.1946, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 17.01.1946, Qupperneq 5
Fimtudagur 17. jan. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 5 Frá æskulýðsfundinum: Ungir sjálístæðismenn tryggja Jóhanni Hafstein örugt sæti í bæjarstjórn Kommúnistar fara halloka á öllum umræðufundum Unga fólkið• hópast í Heimdall EINS OG SKÝRT var frá í blaðinu í gær sótti geysi- legur f jöldi æskulýðsfundinn í Sjálfstæðishúsinu í fyrra- kvöld. Ríkti á fundinum mikill áhugi meðal æsku höfuð- staðarins fyrir því að gera sigur Sjálfstæðisflokksins glæsilegan við hæjarstjórnarkosningarnar 27 janúar n.k. Hafa nær 100 manns gengið í Heimdall í sambandi við Jtundinn. KOMMARNIR MÆTA Æskulýðsfundurinn átti að hefjast kl. 8,30, en ákveðið var, að húsið skyldi opnað hálfri stundu áður. Þegar klukkan var rúmlega 7, komu fyrstu KRON-bílarnir með kommúnistaæskuna, sem átti að vera klapplið kommanna á fundinum. Bílar kaupfjelagsins voru tæmdir við hús- dyrnar, en Haraldur Steinþórsson, sem ekki ,,var sama“ hvernig skipað var í salarkynni hússins, raðaði piltunum upp við dyrnar og gaf þeim skipun um að skipuleggja sig í salinn 'og helst að taka tvö sæti og geyma þeim, þar til KRON-bílarnir kæmu úr seinni ferðinni með aukið Jið sitt. AUGLÝSINGIN SKÝRIST Þegar maður fór að athuga klapplið kommanna, kom í ljós, bð þarna voru komnir blessaðir drengirnir, frá 14—16 ára, sem auglýst var eftir í Þjóðviljanum á dögunum. Tjáði einn þeirra mjer, að þeir væru nú ekki allir kommar, heldur hefðu þeir kaup fyrir að mæta sem klapparar á fundinum. Fundurinn hefst. Strax, þegar húsið var opn að; komu formaður Æskulýðs fylkingarinnar og formaður Eambands ungra kommúnista æðandi inn í salinn til að íganga úr skugga um; að ekki ,væri hægt að hleypa inn um aðrar dyr á húsinu en þær, sem drengirnir þeirra stóðu yið. Hafa þeir sennilega hald fð, að ungir Sjálfstæðismenn mundu nota samskonar að- ferðir og þeim hafði verið kendar, um að hafa rangt við í leik. Var þeim tjáð, að að- eins einar inngöngudyr væru Ínn í salinn, og urðu þeir þá rólegri. En þrátt fyrir þennan mikla undirbúning kommún- istanna, kom í ljós, strax í fundarbyrjun, þegar Jóhann Hafstein steig í ræðustólinn, að mikill meirihluti fundar- manna, sem í salnum voru, fagnaði honum með þvílíku lófataki, að kommúnistunum þótti meira en nóg um. Rœða Jóhanns Hafstein. Jóhann hóf mál sitt með því að skýra nokkuð frá hin- iim sögulega uppruna Social istaflokksins — sameiningar- flokks alþýðu. Minti hann menn á, að þessi flokkur væri arftaki Kommúnistaflokks- ins, sem var deild úr Alþjóða sambandi kommúnista, og þar með tóku þeir allar fyrir skipanir sínar utanlands frá. Jóhann minti í þessu sam- bandi á ýmislegt, sem birst hefði í Verkalýðsblaðinu á fyrstu árum flokksins, þsr sem m. a. Brynjólfur Bjarna son lýsti því hátíðlega yfir, að það væri öllum augljóst mál, að valdataka kommún- ismans á íslandi mundi að- eins fyrir tilviljun eina falla saman við venjulegar kosn- ingar. Meiri hluti hnefanna; handaflið, mundi ráða. Þessu næst vjek Jóhann að því, hve litlu fylgi þessi stefna hefði átt að fagna og því var það ráð tekið að söðla um, breiða yfir nafn og númer og sveipa sig lýðræð- ishjúp. Þetta var í fyrstu nokkuð óhentugt, þar sem þeir voru einmitt þá neyddir til að verja bandalag nasist- anna í Þýskalandi og komm- únistanna í Rússlandi. Og daglega birtust í Þjóðviljan- um frjettir af gagnkvæmum kynnisferðum Ribbintrops og Molotofs, hvors til annars. En úr þessum byrjunarerf iðleikum rættist furðu fljótt. Þegar Hitler sveik Stalin ÍStalin sveik ekki Hitler) og Rússar fóru að berjast með lýðræðisþjóðum heimsins, þá var það auðveldara að telja mönnum trú um, að flokkur Jóhann Hafstein. Rússa á íslandi væri algjör- iega lýðræðislegur. Nú væri það aftur á móti að koma í Ijós, hvers konar stjórnarfar væri í Rússlandi, því að þrátt fyrir nær algjöra lokun Rúss lands fyrir blaðamönnum, hefði þá komið í ljós, að ,,hið austræna lýðræði11 (einræði kommúnistanna) væri fólgið í því, að einn flokkur væri leyfður, ritfrelsi væri bann- að og fundafrelsi einnig. Kosningarjettur væri slíkur, aS eingöngu þeir menn, sem viðurkendir væru af ríkis- valdinu, hefðu rjett til að bjóða sig fram. Fleira minntist Jóhann á um ástandið í Rússlandi, sem sann ar, að þar ríkir fullkomið ein- ræði. Kvað Jóhann það vera undarlegt, að nú' kæmi þessi flokkur, Socíalistaflokkurinn, sameiningarflokkur alþýðu, með þessa líka þokkalegu for- [ tíð og forsvari einræði sitt í! Rússlandi og bæði æskuna um ^ fylgi við bæjarstjórnarkosning arnar. — 0 Þessu næst sýndi Jóhann fram á, með sinni alkunnu mælsku og sterku rökum, hvern ig þessi bær hefði undir stjórn Sjálfstæðismannanna, vaxið á tímabili, sem núlifandi menri muna glöggt, úr litlu fiskiþorpi í mikla og myndarlega borg. — Fór hann all-ýtarlega út í hvert mál fyrir sig, m. a. hita- veituna, aukningu rafmagnsveit unnar og húsnæðismálin. Benti hann á þá staðreynd, að á síð- asta kjörtímabili hefði fleira fólk fluttst í bæinn en var hjer búandi í bænum um síðustu aldamót. Þá benti hann og á, að enginn bær á íslandi og þótt víðar væri leitað, hefði gjört jafnmikið og bæjarstjórn Rvík- ur hefði á síðasta kjörtímabili gjört til þess að bæta úr hús- næðisvandræðunum, bæði með því að byggja glæsileg stór- hýsi og aðstoða borgarana ó- beint til að koma upp yfir sig húsnæði. Þegar Jóhann hafði lokið máli sínu, kváðu við húrrahróp og klöpp. svo mikil, að eins- dæmi mun vera á kjósenda- fundi í bænum. 9 0 Aðrir ræðumenn Heimdallar. I næstu umferð Heimdallar tók til máls Björgvin Sigurðs- son. Hóf hann skelegga árás á hina málefnasnauðu baráttu kommúnista. Sýndi hann fram á, að það, sem kommúnistarnir státa mest af, er stjórnarsamv. núverandi. En hann bað fundar menn minnast þess, að stjórn- in starfar ekki á grundvelli kom múnismans, heldur hafði for- manni Sjálfstæðisflokksins, Ól- afi Thors, tekist að fá sosialist- ana fil að vinna á grundvelli Sjálfstæðisstefnunnar í stjórn- inni. Þá tók til máls Géir Háll- grímsson. Vjek hann í upphafi ræðu sinnar að því, að kommún istum færist ekki að brigsla Sjálfstæðismönnum um nasista dekur, þar þeir hefðu í byrjun styrjaldarinnar talað um það, að það væri aðeins smekksat- riði, hvort menn fylgdu banda- mönnum' eða nasistum að mál- um í styrjöldinni. Og þá fór Þjóðviljinn vinsamlegum orð- um um ræðu Molotofs, þegar hann sagði, að það væri um að gera að hjálpa Þjóðverjum til að koma á friði. Síðan vjek Geir að ummælum Jónasar Haralz, þeim, er hann neitaði að hafa skrifað í fyrra- • dag. Las Geir nú orðrjett úr Þjóðviljanum og rjetti siðan blaðið að Jónasi með þeim um- mælum, að nú skyldi hann sjá, hvað hann hefði sjálfur skrif- að. Kvað þá við ógurlegur hlát ur fundarmanna, en Jónas Har alz roðnaði og reyndi að afsaka sig með því að grípa fram í ræðu Geirs, en afsökunin kafn- aði í hlátri fundarins. Að lokum bað Geir æsku- menn og konur að fjölmenna á kjörstað 27. janúar n. k. og tryggja með því kosningu hins glæsilega' fulltrúa ungra Sjálf- stæðismanna, Jóhann Hafsteins. Áframhald á undanhaldinu. Þessi fyrsti æskulýðsfundur í hinum glæsilegu salarkynnum Sjálfstæðismanna var skýr og ótvíræð sönnun þess, að kom- múnistar eru að tapa fylgi hjá æskulýð höfuðstaðarins. Enda hafa ungir Sjálfstæðismenn hafið skelegga sókn á hendur þeim, og er nú svo komið, eftir tvo fundi, sem ungkommúnistar hafa tekið þátt í, með stuttu millibili, að tekist hefir að svipta þá lýðræðishjúpnum, svo kyrfilega, að æskumenn, sem við síðustu kosningar ljeðu þeim fylgi sitt, hafa nú hópum sam- an gengið í Heimdall, fjelag ungra Sjálfstæðismanna, og hafa ásamt öllum ungum Sjálf- stæðismönnum strengt þess heit, að tryggja hinum glæsi- lega fulltrúa sínum, Jóhanni Hafstein, öruggt sæti i bæjar- stjórninni. Kurlmeyer náðaSur London í gærkveldi: ÞAÐ VAR tilkynnt í aðal- stöðvum hernámsliðs Kanada í Þýskalandi í dag, að þýski hers höfðinginn Kurtmeyer hefði Verið náðaður. Hann var. dæmd ur til lífláts fyrir að hafa átt þátt í því, að kanadiskir her- menn voru teknir af lífi, eftir að þeir voru teknir höndum. Það kom fram í málinu að Kurt meyer hafði fengið skipanir um þessa verknaði frá yfirmönnum KlHitiiiiiiimiiiHinmiiuiimimiiiiiiiiiimimiiiminm Bygginyarlóð 1 Hornlóð í Vesturbænum til | j= sölu. Nánari upplýsingar 1 1 gefur = Sigurgeir Sigurjónsson | H hæstarjettarlögmaður | § Aðalstræti 8, sími 1043.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.