Morgunblaðið - 12.02.1946, Side 6

Morgunblaðið - 12.02.1946, Side 6
€ MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. febr. 1946 Byrjað á aukningu vatnsveit- unnar innan skamms Herdís Kristín Pjetursdóttir Minning Á -SÍÐASTLIÐNU hausti samþykti bæjarráð og bæjar- stjórn, að leggja skyldi nýja vatnsæð frá Gvendarbrunnum og alla leið niður að vatnsgeym unum á Rauðarárholti. Vatns- æð þessi á að flytja 290 lítra vatns á sekúndu. Til saman- burðar má geta þess, að nú- verandi aðalæðar flytja 240 lítra á sekúndu. Framkvæmd verksins mun geta hafist þegar í næsta mán- uði. Morgunblaðið hefir átt tal við Helga Sigurðsson verkfræð ing, forstjóra Vatns- og Hita- veitu, um framkvæmd verks- ins. Frumáætlun að verkinu gerði Sigurður Thoroddsen verkfræð ingur. Þá hefir Innkaupadeild Reykjavíkurbæjar með hönd- um innkaup pípnanna. Hafa tilboð í þær borist frá Amer- íku, Englandi, Svíþjóð og hjeð an að heiman. Verkfræðingar Vatns- og Hitaveitu hafa síð- an unnið að frekari undirbún- ingi að framkvæmd verksins. Um undirbúning verksins er þetta helst að segja: Lokið er við að gera teikningu af inn- taksþró við Gvendarþrunna. Mælt hefir verið fyrir hinni nýju æð, á þeim kafla, sem hún fylgir ekki gömlu pípunum. Þá hafa verið gerðar pantanir á ýmsum verkfærum og lögð drög fyrir að fá fleiri. , * STeff Vaínsveitan fram- kvæmir verkið. — Að þessu sinni tel jeg heppilegast, að Vatnsveitan sjái um verkið að öllu leyti. láti vinna það í tímavinnu og noti vjelar þar sem því verður við komið, sagði Helgi Sigurðs son. Lagningu pípanna þarf að vanda sem best, svo að sam- skeyti verði þjett, einangrun skaddist ekki og ending verði þar af leiðandi sem best. Þá eru alllangir kaflar af leiðinni, þar sem sprengja þarf fyrir skurðinum. Þar er tilvalið að nota loftpressur þær, sem Hita veitan á og notaðar eru að vetrinum við loftdælingu að Reykjum. Stærri vjelarnar tvær mætti nota þar sem klöpp er mest, en bílpressuna þar sem smáhöft eru í skurðinum. Hita- veitan hefir vjelamenn á press ur þessar. Stórvirk tæki notuð. — Þar sem auðvelt er um gröft, tel jeg rjett að grafa með vjelskóflu. Vatnsveitan á kost á að kaupa slíka skóflu, not- aða, frá setuliðinu. Hún myndi áreiðanlega spara kostnað við gröftinn svo mikið, að hún borgaði sig mikið niður á þessu eina ve'rki, auk þess, sefn hún flýtti fyrir verkinu, og svo er heldur ekki víst, hve auðvelt verður að fá nægilega marga verkamenn til þess að vinna vjelalaust, jafnmíklar fram- kvæmdir og fyrirhugaðar eru á komandi sumri. Jarðýtu mætti svo nota til ofanímoksturs eft- ir að búið væri að fylla að píp- Frásögn Helga Sigurðssonar, forstjóra Framkíæmd verksins fer að sjálfsögðu mikið eftir því, hve nær pípurnar koma, en komi þær á þeim tíma, sem gert er ráð fyrir, yrði verkinu hagað svo, sem hjer segir: Vinna víð sprengingar gæti hafist í mars—apríl, þ. e. strax þegar ekki er lengur þörf fyr- ir loftpressurnar uppi á Reykj um. Strax þegar frost er farið úr jörðu og farið að þorna um, mætti svo hefja gröft á þeim stöðum utanbæjar, þar sem skurðurinn getur staðið lengi opinn að skaðlausu. Jafnframt yrði unnið að stíflu og inntaki við Gvendarbrunna og vega- gerð til hagræðis fyrir pípu- flutninga, svo og lagfæringu á botni í Hrauntúnstjörn, þar sem þess er þörf. Á miðju sumri, eða jafnskjótt og Rafmagnsveitan gæti tæmt Elliðavatnsengjarnar, háefist gröftur þar, en pípur í þann hluta eiga að vera komnar í júní og yrðu þær þegar lagðar í skurðinn og gengið frá hon- um, svo að hægt sje að fylla lónið aftur. Grefti yrði svo haldið áfram, þannig að honum yrði væntan- lega lokið um það þil, sem hinn hluti pípanna kæmi og yrði þá lögð áhersla á að leggja þær á sern skemstum tíma. Verkfærakaup. Með tilliti til framangreindr ar tilhögunar á verkinu hefir Vatnsveitan farið fram á sam- þykki bæjarráðs fyrir því, að hún kaupi eina vjelskóflu, sem fáanleg mun frá breska setu- liðinu, svo og jarðýtu, ennfrem ur 5 tonna kranabíl og drátt- arvagn, sem hvorutveggja er nú til sölu frá setuliðinu. Tvö síðast nefndu tækin myndu mjög auðvelda og flýta fyrir flutningi og lagningu pípnanna, en öll þessi tæki gætu komið í mjög góðar þarf- ir við önnur verk, þegar lagn- ingu Vatnsveitunnar er lokið, t. d. við flutning á jarðborum, við ýmsar meiriháttar vatnsæð ar í nágrenninu, sem fyrirsjá- anlegt er, að leggja verður í mjög náinni framtíð o. fl. o. fl. Nauðsynlegt er að festa kaup á tækjum þessum sem allra fyrst, því annars má gera ráð fyrir, að þau verði seld öðrum og eins þarf að yfirfara þau áð- ur en þau verða tekin í notk- un. Missi Vatnsveitan af þess- um tækjum, er hæpið að önnur slík tæki fáist nægilega snemma, og vænti jeg þess því, að bæjarráð geti nú þegar heimilað kaup þessi, sagði Helgi Sigurðsson forstjóri að | lokum. Lílið hús óskast til kaups milliliðalaust Þarf að vera með lausri íbúð í vor og helst einnig kjaharaplássi. Æskilegt sem næst við miðbæinn. Lysthafendur setji nöfn sín ásamt uppl. um húseignina, verð og söluskilmála inn á afgr. blaðsins, merkt: „555“, fyrir n. k. | fimtudagskvöld. I | { Sett af borðstofuhúsgögnum j *:* r $ ;j: úr ljósri eik til sölu. Uppl. gefur Jón Símonar •: * son, Bræðraborgarstíg 16. :j: HNM Pelsar (mjög ódýrir), teknir upp í dag í ! \)erzt. ^Jnqiíi 'Cjibjurcjar ^fohnóon | »««♦»»« Best að auglýsa í Morgmibhbi í DAG verður borin til graf- ar frá Fríkirkjunni í Reykja- vík Herdís Kristín Pjetursdótt- ir, Ránargötu 7 A, sem ljest á Vífilsstaðahæli þ. 4. febr. s.l. eftir langa og erfiða banalegu. Hún var fædd að Hlaðhamri í Hrútafirði þann 13. desember 1892. Voru foreldrar hennar hjónin Valgerður Jónsdóttir og Pjetur Jónsson bóndi á Borð- eyri og framkvæmdastjóri Verslunarfjelags Hrútfirðinga. Herdís dvaldist í foreldrahús um öll æskuár sín, að undan- teknum einum vetri, er hún stundaði nám við Verslunar- skóla Islands, en þar varð hún að hætta námi vegna heilsubil- unar, þó að gáfur hefði hún í betra lagi. Vorið 1919, hinn 17. maí, giftist hún eftirlifandi rxíanni sínum, Jóni Valdimars- syni, sem haustið áður hafði ráðist skólastjóri við barnaskól ann á Eskifirði. Settust þau að á Eskifirði og bjuggu þar til haustins 1937, er þau fluttu til Reykjavíkur. Hefir Jón síðan verið kennari við Miðbæjar- barnaskólann í Rvík. Herdís hafði alt frá æsku við mikla vanheilsu stríða, er ágerðist mjög, eftir því sem ár- in færðust yfir hana. Varð hún því oft að leggja á sig mikla vinnu, þó að sárlasin væri, enda hlífði hún sjer aldrei, þurfti og á öllu sínu að halda, því heim- ili hennar var jafnan fjölment, þar á meðal börn og gamal- menni, sem ætíð útheimta mikla umönnun. Var og auk þess ávalt mikill gestagangur á heimili Herdísar og Jóns. Þangað þótti öllum gott að koma og þar að vera, enda vel tekið á móti öllum, er að garði bar. Var það öllum, er til þektu fullkomið undrunarefni, hve miklu hin heilsulitla, fíngerða húsfreyja fjekk afkastað í vinnu. Þar var ætíð alt í röð og reglu, hvenær sem að var komið, hver hlutur á sínum stað, hvert verk unnið á sínum rjetta tíma og aldrei mæðst yf- ir of miklu starfi, þó að kallað væri að úr öllum áttum. Aldrei var svo þröngt í herbergjum, þó íbúð væri eigi stór, að ekki væri hægt að hýsa gesti, jafn- vef þó margir væru. Gestrisni og góðvilji rjeði húsum og þar, sem svo stendur á, verður hús- freyjan aldrei ráðalaus með gesti sína. Hygg jeg, sem þess- ar línur rita, að eigi sje ofsa^ um Herdísi, að hún væri um flest fyrirmyndarkona og sómi stjettar sinnar. Hún var um- hyggjusöm húsmóðir, ástrík eiginkona og móðir, sem þrátt fyrir sívaxanái vanheilsu stundaði heimili sitt til þess síðasta, með þeim myndarskap, að lengra verður eigi til jafnað. Jeg get ekki látið vera að minnast hjer atviks, sem bet- ur mörgum orðum lýsa þessari ágætiskonu. Það var fyrir nokkrum árum, að jeg sat við sjúkrabeð hennar heima hjá henni. Var hún þá eins og oft endranær mjög aðfram komin, talaði hún við mig um van- heilsu sína, en jeg sagði þá eitt hvað á þá leið, að þetta færi nú að lagast og sennilega mundi hún komast yfir veikindi sín. Svaraði hún þá og brosti um leið sínu viðkvæma, hlýja brosi: „Nei, Einar minn. Það er nú einmitt það, sem aldrei verður. En jeg vildi gjarnan mega lifa dálítið lengur. Mjer finst jeg ekki geta farið alfar- in að heiman, fyr en börnin öll eru fermd og gamli maðurinn (heilsulaus tengdafaðir henn- ar) kominn í gröfina. Þá er jeg tilbúin að fara. Þetta getur hvort sem er ekki endað nema á einn veg. Biddu þess með mjer, að jeg fái að lifa þetta, en þegar jeg er dáin, ætla jeg að biðja þig að koma oft til Jóns“. Þarna birtist einn sterkasti þáttur í eðli hennar. Hún hugs aði aldrei fyrst um sjálfa sig, heldur aðra, ekki einasta sina nánustu, heldur og einnig alla aðra, sem hún gat á einhvern hátt liðsint. Herdís var fríð kona sýnum, snör í öllum hreyfingum, glöð í lund og viðmótsþýð, trygg- lynd og vinavönd, deildi sjald- an við aðra, en hjelt skoðun sinni í hverju máli, enda mjög sjálfstæð kona. Herdís og Jón eignuðust 5 börn, sem öll eru uppkomin. Eru 4 þeirra enn í foreldrahús um. Við fráfall Herdísar er þung- ur harmur kveðinn að öllum vinum hennar, en þó þyngstur að börnum og eiginmanni, sem nú drúpa höfði í hljóðlátri sorg og björtum minningum um samveruna með hinum horfna ástvini. En sorg þeirra getur verið án sjálfsásökunar, því alt var gjört, sem hægt var, til þess að ljetta henni hina erf- iðu göngu alt til leiðarenda. Guð blessi þig, Herdís, og leiði um hina ómælanlegu vegi þeirrar tilveru, sem hann nú hefir kvatt þig til starfs í. Einar Friðriksson. islendingar í Höfn þakka gjafir FORSÆTISRÁÐHERRA hef ir borist þessi kveðja frá ís- lendingurh í Kaupmannahöfn: „ísíendingar í Kaupmanna- höfn, samankomnir á Þorra- blóti, senda íslendingum heima hugheilgr árnaðaróskir og þakka stórfenglegar gjafir á síðastliðnu ári frá ættingjum, vinum og vandamönnum á Is- landi.“ unni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.