Morgunblaðið - 13.02.1946, Blaðsíða 1
53. árg-angur.
36. tbl. — Miðvikudagur 13. febrúar 1946
Isafoldarprentsmiðja h.f.
Alþingi minnist
hinna látnu
sjómanna
FUNDUR hófst í Sameinuðu
Alþingi kl. IV2 í gær. Á dag-
skrá var eitt mál: Forseti
minnist nýlátinna sjómanna.
■ Forseti Sþ. Jón Pálmason
mælti þvínæst á þessa leið:
Minningarræða forseta Sþ.
Islensku þjóðinni hafa verið
tilkynt hörmuleg tíðindi. 20
menn úr hópi okkar hraustu
og hugdjörfu sjómannastjéttar
hafa látið lífið og fallið í djúp
hafsins í ofviðrinu, sem geys-
aði síðasta laugardag og sunnu
dagsnótt.
Skipin sem fórust og urðu
fyrir manntjóni voru þessi:
M.b. Magni frá Norðfirði, 19
smálestir að stærð. Með honum
fórust 4 menn.
M.b. Geir frá Keflavík, 23
smálestir að stærð. Með hon-
um fórust 5 menn.
M.b. Alda frá Seyðisfirði, 27
smálestir að stærð. Með heiTni
fórust 5 menn.
M.b. Max frá Bolungavík, 8
smálestir að stærð. Með hon-
um fórust 4 menn.
Af m.b. Hákoni Eyjólfssyni
frá Gerðum fórust 2 menn.
Það er gömul og alkunn
saga, sem er þó altaf líka ný,
að íslensku sjómennirnir eru
varðmenn okkar fámennu þjóð
ar. Þeir leggja líf sitt í hættu
frekar en allir aðrir lands-
menn. Þeir eiga í baráttu við
ofviðri, vetrarmyrkur og ann-
an háska.
Á flestum árum eru höggv-
in stór og sorgleg skörð í þetta
fámenna varðlið og enginn veit
með vissu, hvenær næsta kall-
ið kemur, enda þó einlægar ósk
ir og heitar bænir styðji þær
björtu vonir, að þess verði langt
að bíða.
Núna hafa hryggilega marg-
ir, konur og börn, foreldrar og
aðrir ástvinir orðið fyrir sár-
um vonbrigðum. 20 djarfar
hetjur eru horfnar. En minn-
ingarnar eru altaf bjar1,ar um
þá, sem deyja hetjudauða. Ogl
um alla þessa ágætu menn eru
minningarnar fagrar og skugga
lausar.
Ástvinir og frændur, sjó-
mannastjettin í heild og þjóð-
in öll flytja þeim hugheilar
þakkir fyrir dáðir þeirra og
drengskap og manndóm.
í nafni Alþingis vil jeg votta
öllum aðstandendum þeirra
innilega og hjartanlega samúð
og hluttekningu.
Jafnframt vil jeg biðja alla
alþingismenn að sameinast með
mjer í þeirri bæn: að Guð vors
lands líti í náð sinni til hins
harmþrungna fólks og færi því
öllu sína huggun og þann styrk,
að því megi verða mögulegt að
bera hina sáru sorg með kristi-
legu hugrekki.
Jeg vil biðja háttvirta al-
þing'ismenn að staðfesta virð-
ingu sína og þökk við minningu
hinna látnu manna með því að
rísa úr sætum.
Umræðum um Indonesiumálin
frestað enn í Öryggisráði
Þeir rs$a vandamálin
Ný tillaga frá
Egypska full-
trúanum
Bevin og Byrnes ræðast við á ráðstefnunni í London
Herlög sett í Bengal-
hjeraði
MagnaSar résur í (alcuiia
og einnig nokkrar í Bombay
London í gærkveldi. Einkaskeyti til
Morgunblaðsins frá Reuter.
LANDSSTJÓRINN í Bengal-hjeraði í Indlandi setti í
kvöld herlög í öllu hjeraðinu, þar sem magnaðar óeirðir
hafa verið þar, einkum í borginni Calcutta. Óeirðir hafa
einnig orðið víðar um landið, t. d. í Bombay. í róstum þess-
um hafa þegar margir látið lífið, en fjöldi særst.
Vegna dóms yjir
liðsjoringja.
Óeirðirnar byrjuðu vegna
þess, að borgjarbúar í Cal-
cuttá efndu til mótmæla-
funda og kröfugangna vegna
þess, að Indverji einn, sem
verið hafði liðsforingi í her
þeim hinum indverska, er
barðist gegn Bretum með Jap
önum hafði verið dæmdur.
Komust kröfugöngumenn
í kast við lögregluna,
og beitti hún táragasi og að
lokum skotvopnum. Mann-
fjöldinn varpaði grjóti að lög
reglunni. Fjórir menn biðu
bana, en um 50 særðust.
Múhamedsmenn í
jararbroddi.
Það voru stúdentar úr
flokki Múhamedsmanna, sem
gengust fyrir mótmælafund-
unum og kröfugöngunum,
enda vSr hinn dæmdi Mú
hamedsmaður. — Þegar á
daginn leið, mögnuðust ó-
eirðirnar að nýju. Kveikti
mannfjöldinn þá í herbifreið
um Breta, ogj grýtti lögregl-
una enn. 15 lögreglumenn
meiddust alvarlega, en all-
margir borgarbúar voru ann-
aðhvort drepnir, eða særðir.
í Bombay biðu einnig nokkr
ir menn bana í viðureignum
við lögregluna, en margir
meiddust.
GÚMMÍSKÖMTUN HÆTT
LONDON: Hjer í Bretlandi
hefir nýlega verið hætt við
skömtun á gúmmískófatnaði,
sem á hefir verið flest styrj-
aldarárin.
London í gærkvöldi.
ÖRYGGISRÁÐ sameinuðu
þjóðanna átti í dag með sjer
fund, þar sem haldið var á-
fram að ræða Indonesiumál-
in. Leit um tíma svo út, sem
atkvæði yrðu greidd um mál
ið, en á síðasta augnabliki
lagði fulltrúi Egypta fram
nýja tillögu um lausn máls-
ins, og var þá fundi frestað-
Verður fundur aftur haldinn
á morgun.
Nejndarsendingu mótmælt.
Bidault, utanríkisráðherra
Frakka, flutti ræðu í fundar
byrjun, og ljet svo um mælt,
að ekkert myndi þýða að
senda' rannsóknarnefnd aust
<6
ur til Java. Leit Bidault svo
á, að þetta kynni meira að
segja verða til þess að sam-
komulagsumleitanir þær, sem
hafnar eru nú á Java, milli
Javabúa og Hollendinri-r,
kynnu að stöðvast, ef nefnd
væri send.
Forseti talar.
Forseti ráðsins, Makin, ljet
svo um mælt, að best myndi
að ganga til atkvæða um
sendingu nefndar, en sagði
að það væri þegar augljóst
mál, að tillaga Manuilskys.
fulltrúa Ukrainu um hana,
myndi verða feld, þar sem
nægur meirihluti í ráðinu
hefði lýst sig andvíg'an nefnd
arsendingu. Manuilsky reis
upp og krafðist að atkvæða-
greiðslan færi fram. Stungið
var upp á því, hvort ekki
mætti afgreiða þetta eins og
Grikklandsmálin. Fjekk þetta
ekki byr. En þegar forseti
ætlaði að fara að bera tillög-
una' undir atkvæði, reis upp
fulltrúi Egypta og bar fram
tillögu um nýja lausn máls-
ins.
Engjn sendinejnd.
í tillögu Egyptans var ekk
ert minst á sendinefnd til
Java, en í henni var tekið
fram, að Bretar yrðu að lofa
því, að beita ekki her sínum
á Java, gegn þjóðernishreyf-
ingunni þar. Ennfremur fólst
í henni, að Hollendingar
mættu ekki koma aftur með
Framh. á 12. síðu.
Siöðugar réslur
í egyptskum
borgum
London í gærkvöldi.
í DAG var fjórði dagurinn í
röð, sem róstur voru miklar í
tveim helstu borgum Egypta-
lands, Cairo og Alexandria.
eru það egyptskir stúdentar,
sem gert hafa verkfall við há-
skólana, og fara tíðar kröfu-
göngur, þar sem þeir sýna á
ýmsan hátt andúð sína á Bret-
um og veru hers þeirra í land-
inu. í Cairo voru miklar æsing-
ar í dag og fóru stúdentar
fylktu liði um göturnar og
lenti þeim oft saman við lög-
regluna. Tóku stúdentarnir
nokkrar bifreiðir á sitt vald,
hlóðu þær grjóti og rjeðust með
steinkasti á lögreglustöð eina.
Kom þar til bardaga og fjellu
þar 7 menn, en 20 særðust. —•
Breskum hermönnum hefir ver-
ið bannað að vera á ferli í
borginni.
í Alexandríu voru 3 stúdent-
ar drepnir í óeirðum, sem þar
urðu og einnig meiddust þar
20 lögreglumenn af grjótkasti.
•— Reuter.
Slrandhögg
kommúnista
áSpán
LONDON: Nýlega gerðu 25
vopnaðir kommúnistar strand-
högg á Asturiuströnd á Spáni.
24 af þessum flokki voru
spánskir, en einn franskur. —
Menn þessir höfðu vopn, hand-
vjelbyssur, og einnig sprengi-
efni. Leit svo út sem þeir ætl-
uðuð að gera spellvirki. Þeir
voru í tveim bátum.
Þeir lentu í kasti við strand-
varnalið Spánverja og voru
fjórir handteknir, þar á meðal
sá franski. Einn fjell og einn
drukknaði. Hinir sluppu í bát-
um sínum. — Telegraph.
Þjóðverjar halda
á (slandsmið
K.höfn í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl.
FREGNIR frá Hamborg
herma, að fyrsti þýski fiski-
skipafloti, togarar, sem fer á
íslandsmið síðan 1938, leggi í
veiðiför þangað í þessum mán-
uði. Herstjórnin hefir líka
leyft Þjóðverjum að veiða á
miðunum umhverfis Bjariiar-
ey. — Páll.
STOLIÐ FRA FULLTRUA
LONDON: Allmiklum verð-
mætum var nýlega stolið úr
gistihússherbergi eins af full-
trúum Kínverja á ráðstefnu
hinna sameinuðu þjóða í Lond-
on. — Voru þar á meðal pen-
ingar og ávísanir.