Morgunblaðið - 19.02.1946, Page 1
i3. árgangnr. 41. tbl. — Þriöjudagur 19. febrúar 1946' Isafoíáarprentsmiðja h.f.
Forsælisráðherra
Persa til Hoskva
London í gærkveldi:
FORSÆTISRÁÐHERRA Persa,
Ghavam Sultan, fór frá Teh-
eran snemma í morgun í flug-
vjel ásamt samninganefnd
þeirri, sem hann er formaður
fyrir, og sem semja á um mál
Persa í Moskva. Þrír af meðlim-
um nefndarinnar hættu við för
ina á síðustu stundu, meðal
þeirra einn hershöfðingi. Sendi
sveit Rússa í Teheran fylgdi
nefndinni til flugvallarins. Sett j
ur hefir verið af embætti yfir- j
maður herforingjaráðsins pers-
neska. —Reuter
Styrkleiki breska
hersins ékveðinn
í næstu viku
London í gærkveldi:
ÞAÐ var tilkynt í London i
dag, að bráðlega, eða að lík-
indum í næstu viku myndi
verða opinberlega greint frá því
hversu Bretar hugsi sjer að hafa
mikinn her á næstu árum. —
Verður þetta' afráðið með tilliti
til ástandsihs í alþjóðamálum,
og einnig með tilliti til þess,
hve mikið af faglærðum mönn-
um breski iðnaðurinn þarf að
fá í þjónustu sína, ef útflutn-
ingur á að aukast frá því sem
nú er. —Reuter.
Kilearn lávarður til
Austur-Asíu
London í gærkvöldi.
KILEARN lávarður, sendih.
Breta í Egyptalandi, sem nú er
staddur í London, hefir verið
skipaður fulltrúi Breta í Suð-
austur Asíu, og fengið í hendur
sjerstakt umboð til þess að at-
huga og gera tillögur um úr-
bætur á matvælaástandinu þar
sem nú er mjög ískyggilegt. —
Kilearn mun leggja á stað aust-
ur mjög bráðlega og hafa að-
setur í Singabore.
Sendiherra í Egyptalandi í
stað Kilearns verður Ronald Ian
Cambell, áður aðstoðarmaður
Bevins um utanríkismál, en við
stöðu hans tekur sá, sem var
bráðabirgðaritari hinna samein
uðu þjóða, áður er Trygve Lie
var kosinn.
Fullfrúar fara beins
FULLTRÚAR Bandaríkja-
manna á ráðstefnu sameinuðu
þjóðanna í London, 13 að tölu,
lögðu af stað heimleiðis með
flugvjel í dag. Meðal þeirra var
Edward Stettinius, aðalfulltrú-
inn. — Frú Roosévelt er einnig
farin heimleiðis, svo og Vis-
hinsky, aðalfulltrúi Sovjetríkj-
anna. Fulltrúar margra annara
ríkja eru annað hvort farnir,
eða á förum.
liiiitfisignr knþélskít
Þessi Bandaríkjaliðsforingi kom heim með fjögra ára gamla
frænku sína, sem hann fann á meginlandi Evrópu. Öil fjöl-
skylda hennar fórst í styrjöldinni, og hefir nú frændi hennar
tekið hana í fóstur. Hún var vissulega heppin.
II kiiadískir embættismenn
hafa verið handteknir
Fyrir það að veita Rússum
.hemaðarlegar upplýsmpr
OTTAWA í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
ÞAÐ HEFIR verið tilkynt opinberlega hjer í borg, að alls hafi
verið teknir fastir tuttugu og tveir núverandi og fyrverandi
starfsmenn stjórnprinnar í sambandi við upplýsingar þær um
hernaðarleyndarrnál, er látnar voru starfsmönnum rússnesku
sendisveitarinnar í tje nýlega.
Lögregla frá Bandaríkjunum.
Talið er að vel geti svo farið,
að fleiri menn verði handteknir
í sambandi við þetta mál, og
eru nú komnir frá V/ashington
allmargir allsherjarlögreglu-
menn bandarískir (svonefndir
G-inenn), til þess að aðstoða
kanadisku iögregluna við rann
sókn málsins.
Talið er að opinber tilkynn-
ing verði móske gefin út um
rannsókn málsins nú síðar í vik
unni.
Ógurlsgir
London í gærkvöldi.
MESTU þurkar í manna
minnum eru nú í Kenyahjeraði
í Afríku, en það land var áður
nýlenda Þjóðverja. Er þegar
orðið mjög knapt um matvæli
af þessum sökum. og uppskeru-
brestur fyrirsjáanlegur. Önnur
Afríkulönd og nýlendur evu að
‘búast íil þess aö senda hjálp til
svæða þeirra, er svo illa hafa
orðið úti. — Reuter.
Fjekk hreinan
meirihfute í efri
deild
London í gærkvöldi. •
KAÞÓLSKI flokkurinn,
eða Kristilegi lýræðisflokk-
urinn,. eins og kann nú nefn
ist, hefir unnið mikinn kosn
ingasigur við þingkosning-
arnar í Belgíu. Er hann nú
stærsti flokkur í báðum
deildum belgíska þingsins,
og hefir prins Charles ríkis-
stjóri í Belgíu falið formanni I
hans, de Schrieber, að leita |
fyrir sjer um stjórnarmynd-
un. Hefir de Schrieber rætt
við van Acker, leiðtoga jafn
aðarmanna og fvrrum for-
sætisráðherra.
Flokkurinn fekk hreinan
imeiri hluta í efri deild þings
ins.
Kaþólski flokkurinn vann
19 þingsæti til neðri deildar
þingsins. Kaþólski flokkur-
inn vill fá Leópold konung
heim til landsins aftur.
Úrslit kosninganna.
Úrslit kosninganna urðu
þau, að Kaþólski flokkurinn
sem er íhaldssinnaður flokk
ur, hlaut 92 þingmenn
kjörna til neðri deildar
(vann 19) þingsæti. Jafnað-
armenn hlutu 69 þingsæti
(unnu 5), kommúnistar
fengu 24 þingmenn (unnu
15) og frjálslyndi flokkur-
inn 16 þingmenn kjörna
(tapaði 17 þingsætum). Ekki
er fullkunnugt um úrslit í
efri deildinni að öðru leyti
en bví, að einnig þar hefir
kaþólski flokkurinn fengið
meiri hluta þingmanna.
I síðustu kosningum.
Við kosningarnar 1939
buðu þrí-r flokkar fram, auk
þeirra, er nú tók þátt í kosn-
ingunum. Voru það Rexist-
ar, sem hlutu 4 þingmenn,
flæmskir sjálfstæðismenn,
er hlutu 17 þingmenn og ó-
háðir, sem hlutu tvo menn
á þing, — allt þetta til neðri
deildarinnar.
Við þessar kosningar
gerwu tveir flokkar saman
eftir kosningarnar, kaþólsk-
ir og Kristilegir lýðræðis-
ménn, fengu kaþólskir 61
mann kjörinn til neðri mál-
stofu, en Kristilegir lýðræð-
ismenn 2.
Englr samningar
byrjaðlr við Hol-
lefldinga á iava
.London í gærkvelíji:
ÞAÐ var tilkynt af þjóðern-
issinnum á Java í dag, að eng-
ar samningaumleitanir sjeu enn
byrjaðar við Hollendinga af
hálfu þjóðernisþinna. Var tekið
fram, að Charir, forsætisráðh.
þjóðernissinnastjórnarinnar
hefði aðeins haft undirbúnings-
viðræður við dr. von Mook, full
trúa Hollendinga. Er því ekk-
ert vitað um það ennþá, hvern
ig Þjóðernissinnar muni taka
samveldistilboði Hollendinga. '
í dag skutu breskar hersveit-
ir af fallbyssum og úr skrið-
drekum á innborna menn, sem
höfðu gert atlögur að breskum
sveitum í nánd við Surabaya.
— Reuter.
Breiar svara ákæru
Júgóslafa
London í gærkvöldi.
BRESKA stjórnin hefir svar-
að ásökunum júgóslafensku
stjórnarinnar varðandi pólska
herinn í Italíu og var svarið
undirritað af Bevin. Var það
afhent aðalritara sameinuðu
þjóðanna, Trygve Lie, í dag.
í svarinu er ásökunum öll-
um varðandi pólska herinn, vís-
að á bug, og sagt að það sje
misskilningur, að herinn sje á
landamærum Júgóslafíu undir
vopnum. — Tekið er fram, að
herinn sje yfirleitt um alla ít-
alíu, og sá hluti hans, sem nyrst
sje í landinu, sje aðeins notaður
sem varðsveitir.
Dr. Reinhard Prinz
fjell í slyrjöldinni
FREGNIR hafa borist um það
að hinn kunni Islandsvinur, dr.
Reinhard Prinz, sem oft heim-
sótti Islands, og mikið ritaði um
það í þýsk blöð, hafi fallið í ný-
afstaðinni heimsstyrjöld.
Mun hann hafa látið líf sitt
á Austurvígstöðvunum vetur-
inn 1944—1945. Særðist hann
á vígstöðvunum og átti að flytja
hann í flugvjel frá vígstöðvun-
um, en síðan hefir ekkert til
flugvjelar þessarar spurst, nje
nokkurs þess, er hún hafði inn-
anborðs.
Kona Prinz varð að flýja
heimili sitt og hefst nú við í
Vestur-Þýskalandi ásamt börn-
um þeirra hjóna, 7 að tölu, eitt
kornungt. Munu þau búa við
mjög þung kjör.
NÝTT DEYFIMEÐAL
LONDON: Frá Stokkhólrr i
berast þær fregnir, að tveir
sænskir vísindarnenn hafi fund-
ið nýtt svæfinga- og deyfilyf,
sem nefnist enn LL30. Því er
haldið fram að lyf þetta hafi
engin áhrif á hjartað.