Morgunblaðið - 19.02.1946, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÖ
Þriðjudagur 19. febr. 1946
ÁST í MEBNUM
e =
21. dagur
Hann bar hönd hennar að
vörum sjer. Hún brosti örlít-
ið. Jeg ætla að gera það, sem
í mínu valdi stendur, sagði hún
við sjálfa sig. Jeg ætla að láta
að öllum óskum hans. Hvernig
gat staðið á því, að jeg var
svona blind — heimsk og eig-
ingjörn?
Hún hvíldi róleg í faðmi hans
og reyndi að vinna bug á fyr-
irlitningunni, sem orð hans
vöktu hjá' henni. Hún hafði alt
af litið á það sem hræsnf, þeg-
ar hann ljet sjer um munn fara
annað eins og þetta.
Svo rann það alt í einu upp
fyrir henni, að henni hafði
skjátlast. Þetta var ekki
hræsni. Alfreð var að vísu mjög
þröngsýnn, en hann hafði ríka
rjettlætiskend, og hann hafði
sagt þetta af því, að það var
sannfæring hans. Þrátt fyrir alt
var Alfreð raunsæismaður —
jafnvel gagnvart sjálfum sjer.
Amalía lyfti höfðinu og sagði
með ákafa: „Þetta er ekki rjett
mætt! Það er enginn, sem tek-
ur tillit til þín! Þú ert svó góð-
ur, Alfreð! Samt hefir gæska
þín ekkert að segja nú, þegar
gjálífur og óheiðarlegur mað-
ur er kominn á heimilið —
heimilið, sem þú átt með
rjettu — til þess að njóta á-
vaxtanna af því, sem þú hefir
unnið í sveita þíns andlitis11.
Alfreð horfði steinhissa á
konu sína. Augu hennar skutu
neistum. Hún krepti hnefana í
sífellu.
Svo sagði hann rólega: „Þú
skilur þetta ekki, Amalía. Það,
sem jeg hefi gert, vegur ekki
upp á móti því, sem William
frændi hefir fyrir mig gert. Jeg
er enginn hrænsari, og þess
vegna kemur mjer ekki til
hugar, að halda því fram, að
koma Jerome hafi glatt mig.
Fyrst í stað gerði jeg mjer von-
ir um, að þetta væru aðeins
dutlungar. Þegar jeg sá, að svo
var ekki, hataði jeg hann“.
Alfreð brosti. En bros hans
var gleðivana, og ósjálfrátt
vissi hún, að hann var nú að
segja henni það, sem hann
myndi aldrei geta sagt neinum
öðrum.
„Sjáðu til — jeg er ekki góð-
ur. Það er langt frá því, að jeg
sje góður maður. Jeg hata Je-
rome. Jeg hata hann, þó að jeg
viti, að William frændi hafi í
raun rjettri ekki átt annars úr-
kosta en gera það, sem hann
gerði. Jeg held, að jeg hafi inst
inni altaf hatað Jerome, vegna
þess, að hann er svo miklu gáf-
aðri en jeg, nýtur svo marg-
falt meiri aðdáunar. Það er eitt
hvað í fari hans, sem vekur
hrifningu manna. Jeg — jeg
hefi altaf verið einmana“.
Amalía fjekk tár í augun.
Hún tók utan um hönd Alfreðs
og þrýsti hana ástúðlega.
„Þú mátt ekki gera þjer
neinar tálvonir um ,mig, Ama-
lía“, hjelt hann áfram. „Jeg er
ekki hljedrægur að eðlisfari.
Jeg er metorðagjarn. Já. Og jeg
hata Jerome. Jeg veit, að jeg
er betri maður en hann, og jeg
vil, að aðrir geri sjer það Ijóst
líka. Þú sjerð nú, að jeg er
hvorki góður nje umburðar-
lyndur — þó að jeg reyni að
skilja og vera rjettlátur“.
Hún sagði, og rödd hennar
titraði örlítið: • „Jeg þekki þig
í rauninni ekki neitt, Alfreð“.
Þau heyrðu, að hringt var til
kvöldverðar. Þau gengu niður
í borðstofuna — og leiddust.
Það höfðu þau aldrei gertr áð-
ur.
í febrúar f jekk Lindsey gamli
slag og var mjög hætt kominn.
Hann lifði áfallið af, en var
svo illa leikinn, að þeir, sem
unnu honum mest, töldu það
ekkert happ. Dórótea og Amalía
hjúkruðu honum. Jerome og
Alfreð fóru ekki í bankann í
nokkra daga, þar eð læknir-
inn taldi hættu á, að hann gæti
andast á hverri stundu. En ef
hann lifði af fyrstu vikuna le"
hann svo á, að mesta hættai.
væri liðin hjá.
Þó að Dórótea reyndi að berj-
ast á móti því, ávann Amalía
sjer virðingu hennar þennan
dapra tíma. Hún vakti við
sjúkrabeð tengdaföður síns dag:
og nótt. Hún hlífði sjer ekki
við neinu, hversu erfitt sem
það var — er gat stuðlað að
bata hans.
Lindsey gamli lifði af vik-
una. Tíunda daginn var hann
orðinn það hress, að hann
brosti til Amalíu og hvíslaði til
hennar þakkarorðum. Daginn
eftir fóru þeir Jerome og Alfreð
í bankann. •
Að tveimur vikum liðnum
var aftur tekið á móti gestum
í Uppsölum. En það var ekki
fyrr en sex vikur voru liðnar,
að Amalía fjekkst til þess að
hætta að vaka yfir gamla mann
inum. Hún og Dórótea skiftust
svo á, að vera hjá honum á
daginn. Þær lásu fyrir hann og
gerðu allt sem þær gátu, til
þess að stytta honum stundir.
Lindsey gamli þreyttist fljót-
lega á því, að hlusta á harða,
tilbreytingarlausa rödd Dóróteu
en djúp og hrein rödd Amalíu
hafði róandi áhrif á hann. Hann
gat hlýtt á hana tímunum sam-
an.
Dag einn sagði hann: „Þú
ert grá og guggin, góða mín.
Jeg er hræddur um, að jeg hafi
lagt of mikið á þig“.
„Nei, þú leggur aldrei of
mikið á neinn,“ svaraði Amalía
blíðlega.
Hann varp öndinni. „Þú verð-
ur að lofa mjer því, að hreyfa
þig meira úti undir berum
himni. Annars hlýt jeg að á-
saka sjálfan mig.“
„Já, jeg lofa því.“
Það var sunnudagur, og fyrir
þrábeiðni Lindsey gamla fjellst
Amalía á að fara út svolitla
stund. Hún klæddi sig 1 þykka
loðkápu, sem Alfreð hafði gef-
ið henni, setti á sig húfu, og
gekk síðan hljóðlega niður, þar
eð hún kærði sig ekki um að
hitta neinn.
Klukkan var sex að kveldi.
Veðrið var yndislegt. Mjallhvít
jörð, svo að varla sá á dökk-
an díl, svo langt sem augað
eygði.
Amalía gekk í hægðum sín-
um niður brekkuna, niður að
skóginum. Þegar hún kom út
úr skógarþykkninu hinum
megin nam hún allt í einu
snöggt staðar. Þar stóð Jeremo
reykjandi.
Amalía hreyfði sig ekki.
Jerome sagði rólega: „Góða
kvöldið."
Ilún ætlaði að halda áfram,
en staðnæmdist svo og sagði:
„Gott kvöld. Það er hressandi,
að vera úti núna.“
„Já — Það er nýnæmi fyrir
þig, að koma út. Þú hefir haft
lítinn tíma til þess undanfar-
ið.“
Hún hló við. „Það er eins og
allir sjeu samtaka í því að
á mig til þess að líta á sjálfa
mig sem fórnardýr.“ Hjarta
hennar hamaðist, svo að högg-
in dundu fyrir eyrum hennar.
Hún heyrði rödd hans eins og
úr löngum fjarska.
„Jeg hefi ekki enn þakkað
þjer fyrir það, sem þú hefir
gert fyrir föður minn,“ sagði
hann. „Og jeg get víst aldrei
fullþakkað það.“
„Það var ekkert,“ sagði hún
lágt. .,Mjer þykir mjög vænt
um hann.“
„Og honum þykir vænt um
þig,“ svaraði Jerome. Hún hafði
aldrei heyrt rödd hans svona
þýða.
Hún horfði niður í dalinn.
— Hún svaraði engu. Henni
fannst hún ekki geta komið upp
nokkru orði. Það var eins og
kökkur væri í hálsinum á
henni.
Jerome virti fyrir sjer vanga
hennar. Það voru örlitlar vipr-
ur við munnvikin — annars var
svipur hennar alveg rólegur.
„Bráðum fer að vora,“ sagði
hann. „Senn fara grundirnar að
grænka og trjen að springa út.
Jeg hefi ekki sjeð garðinn okk-
ar í sumarskarti árum saman.
Nú, þegar pabbi er orðinn svona
hress, getur maður farið að
hugsa eitthvað um framtíðina.“
Hún vissi, að hann brosti.
Hún leit ekki við. Henni fanst
allt í einu tíminn nema staðar,
umhverfið leysast upp og verða
að engu. Hún vissi, hvað hann
ætlaði að segja.
„Það er nú ákveðið, að við
Sally Tayntor giftum okkur í
september,“ sagði hann.
Hún opnaði munninn, en kom
ekki upp nokkru orði. Jeg verð
að forða mjer, hugsaði hún.
Annars geri jeg eitthvað af
mjer. . . Hún dró djúpt að sjer
andann.
„Jeg veit að það gleður föð-
ur þinn mikið“, sagði hún.
Henni til mikillar furðu var
rödd hennar róleg.
„Það gleður alla — einkum
mig,“ ansaði hann glaðlega.
„Sally er góð stúlka.“
Amalía leit upp, og hann sá
angistarsvipinn í augum henn-
ar.
Stríðsherrann á Mars
2>r en^jaiaya
Eftir Edgar Rice Burroughs.
140.
þráði það augnablik, er baráttan væri á enda og jeg gæti
tekið hana í faðm mjer, og heyrt einu sinni enn ástar-
orðin kæru, sem jeg hafði ekki heyrt svo óralengi.
Á meðan bardaginn í salnum stóð, hafði jeg ekki haft
tækifæri til þess að líta á hana, þar sem hún stóð við
hásæti hins dauða harðstjóra. Jeg var hissa á því, að hún
skyldi ekki lengur eggja mig til hetjulegrar framgöngu
með söng sínuucm, en jeg þurfti ekki annað en að vita að
hún var nærri, til þess að jeg tæki á öllu, sem jeg átti til.
Það myndi verða þreytandi að segja. írá hinni löngu
og leiðu viðureign, hvérnig hún barst um salinn endi-
langan, allt upp að hásætisþrepunum, uns jeg hafði fellt
síðasta andstæðing minn.
Og þá sneri jeg mjer við og breiddi út faðminn móti
konu minni, til þess að faðma hana að mjer, og hljóta
þau laun fyrir þá baráttu, sem jeg hafði háð hennar
vegna heimsendanna á milli.
En gleðiópið dó á vörum mínum, jeg ljet handleggina
síga, eins og dauðsærður maður, og reikaði upþ hásæt-
isþrepin.
Dejah Thoris var horfin.
XV. kafli.
Sigurlaunin.
ÞEGAR jeg varð þess var, að Dejah Thoris var.ekki
lengur í hásætissalnum, datt mjer allt í eintr í hug, að
meðan jeg var að berjast, hafði jeg sjeð svart andlitrgægj-
ast fram milli dyratjalda. Og nú gat jeg ekki skilið, hvers
vegna þetta andlit hefði ekki hvatt mig til aukinnar var-
færni. Hversvegna hafði jeg ekki verið betur á verði?
En nú var of seint að harma það.
Einu sinni enn hafði Dejah Thoris fallið í hendur erki-
fjandans Thurid. Enn hafði öll mín mikla barátta orðið
árangurslaus. Nú skildi jeg einnig orsök þeirrar reiði,
sem jeg hafði sjeð á ásjónu Mathai Shang, og líka hitt,
hve mjög Phaidor hafði verið skemt.
Þau höfðu annað hvort vitað hið sanna, eða getið sjer
fö/rmj
Það var stofnsett kristilegt
kvennafjelag einhversstaðar
fyrir austan um daginn. Á
stefnuskrá þess var meðal ann-
ars það, að reyna að koma þján
ingum barnsfæðinga að minsta
kosti að einhverju leyti yfir á
eiginmanninn.
Fyrir tveim vikum síðan átti
einn meðlimur fjelagsins barn.
Sex fjelagssystur hennar voru
viðstaddar fæðinguna og báðu
til guðs af öllum mætti, að fað-
irinn tæki nú þátt í þjáningum
eiginkonunnar. — Svo er að
sjá, sem þetta hafi haft tilætl-
uð áhrif. Samkvæmt frjettum,
sem bárust til bæjarins í gær,
fann konan ekkert til, maður-
inn hennar, sem var í næsta
herbergi, fann heldur ekkert til
— en fjósamaðurinn, sem var
að gefa beljunum, ætlaði alveg
lifandi að drepast.
★
hinn unglega aðstoðarmann
hans.
„Jeg get ekki sagt um það
með vissu“, svaraði aðstoðar-
maðurinn. „Jeg hefi aðeins
unnið fyrir hann í 100 ár“.
Jápani nokkur hrósaði sjer
af því, að hann hefði látið viftu
endast í tuttugu ár, með því
að breiða úr aðeins einum
fjórða hennar og nota hvern
hluta í fimm ár.
Nábúi hans, sem var þarna
nærstaddur, hristi höfuðið, sorg
mæddur yfir þessari eyðslu-
semi.
„Jeg var betur alinn upp“,
sagði hann. „Mjer ætlar að tak-
ast að láta mína viftu endast
æfilangt. Jeg breiði úr henni
til fulls, held henni kyrri und-
ir nefinu á mjer og vagga svo
höfðinu.
Skottulæknirinn var staddur
fyrir norðan og var í söluferð.
Meðal það, sem hann seldi, átti
að gera mönnum mögulegt að
ná mjög háum aldri.
„Lítið á mig“, hrópaði hann(
„Stálhraustur og þó meira en
300 ára“.
„Er hann virkilega það gam-
all?“ spurði einn viðstaddra
★
Ferðamaðurinn var fokreið-
ur yfir því, hversu bifreiðin
fór hægt. Hann sneri sjer að
bif reiðarstj óranum.
— Getið þjer ekki farið hrað
ar en þetta?
— Jú, en einhver verður að
keyra.