Morgunblaðið - 19.02.1946, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 19. febr. 1946
Til Rauða Krossins, afh. Mbl.
G. S. kr. 55,00, ónefnd 30,00,
S. V. 50,00, S. H. 50,00, R. kr.
Í00,00, G. B. 50,00, Inga og Óli
50,00, ónefndur 50,00,1. R. 50,00
N. N. 20,00, Halldór 10,00, G.
Ö. A. 100,00, S. S. S. 65,00, V.
S. G. 50,00, N. N. 100,00, 3
mæðgin 75,00, G. N. 50,00, Hjör
dís 20,00, Pjetur og Stebbi kr.
200,00, H. Þ. 50,00, Reynir 10,00
Þ. 50,00, 3 systkin 50,00, afgang
ur af skemmtun 200,00, frá
verslunarfólki 1100,00, starfsf.
Málningarv. Hörpu 6!J0,00,
Friðrik og Carl Möller 100,00,
Hallgrímur og Ragnheiður kr.
100,00, frá 10 ára bekk A., Mið
bæjarskóla 320,00, frá 2. bekk
A , Gagnfræðaskóla Reykvík-
inga 255,00, Þ. Þ. 100,00, Bak-
ara veðmál 55,00, Lúðvík Vign
ir 25.00, M. J. 50.00, Á. J.
100,00, S. V. 50,00, T. A. 100,00
Ragnar og Jón Halldórssynir
50,00, Vinnufl. Friðriks Sigurðs
sonar 160,00, 6 ára drengur
16,00, Maggi 15,00, Óli litli, 3ja
ára 25,00, ónefnd 10,00, starfsf.
hjá Sverri Bernhöft h.f. 315,00,
K. J. 50,00.
Jóhann Reyndal 500 kr. Nokkr
ir menn 100 kr. M. K. 60 kr.
Agga 50 kr. Gurra 50 kr. Kuni
50 kr. Tómas, Helgi, Einar 300
kr. A. í. K. 1000 kr. U. G. 100
kr. D. G. 50 kr. S. J. 100 kr.
Frá 10 ára bekk H. Miðbæjar*-
gkólanum 365 kr. Ónefndur
101 kr. J. Þ. 50 kr. Guðlaugur
Guðmundss. 100 kr. Bakaríið
S. B. Hjartarson, starfsfólk 250
kr. Gísli Guðmundsson Fl. 100
kr. Á. Þ. 50 kr. N. N. 300 kr.
Qnéfndur 50 kr. í. Á. 100 kr.
G. S. 100 kr. G. B. 50 kr. A. G.
100 kr. S. H. og Ó. B. 100 kr.
G. B. og G. G. 50 kr. Kristín
Árnadóttir, safnað í sparibauk
36.18. Daníel Arnbjarnarson og
Þóra kona hans, Stokkseyri 100
kr. Bjarni og Fríða 50 k.r Þor-
steinr. Guðm. 15 kr. Ásbjörn
Pjeturs 20 kr. Guðrún Pjeturs
20 kr. Jónía Ólafsd. 20 kr. Kol-
brún 15 kr. Hrafnkell 15 kr.
Jórunn og Ljótunn 14 kr. G. J.
G. 50 kr. G. G. 100 kr. Ó. Ó. 25
kr. H. 25 kr. Lítill drengur ó-
skírður 200 kr. S. M. 50 kr. V.
J. 20 kr. Kristileg fjel. ungra
manna fríkirkjusöfnuðinum 500
kr. Systur 20 kr. Svava Jónsd.
Grettisg. 64 50 kr. Ónefndur 20
kr. Kata Sigga 50 kr. Óli og
Gunnar 50 kr. Þ. D. 100 kr.
tnga 50 kr. Björn Brekkan 30
kr. Ingibjörg Magnúsd. Kópa-
'yogsv. 24 100 kr. Frá Kút 25
kr. Pálína 25 kr. Frá konu 100
kr. G. 50 kr. Ónefnd 70 kr.
Magnús, Erla, Esther og Reyn-
ir 130 kr. J. B. 100 kr. S. V. 20
Jcr. Lilla 30 kr. Þuríður Jóns-
öóttir Hveragerði 25 kr. ína 15
kr. Frá Fróða langa í Stafholts
iungum 80 kr.
I ^ ^ ’
Eínafræðingur
í þjónusfu
bæjarins
, FYRIR síðasta fundi bæjar-
ráðs lá brjef frá rafmagnsstjóra
Steingrími Jónssyni, þar sem
hann gerir það að tillögu sinni,
«ð bærinn ráði í þjónustu sína
efnafræSing, til rannsókna-
Starfa. — Samþykkti bæjarráð
að keimila rafmagnsstjóra að
leita eftir manni til slíkra
starfa.
, Sjómannadagurinu
| verður 2. júní í ár
Frá aðalfundi
sjömannadagsráðsins
AÐALFUNDUR Sjómanandagsráðsins í Reykjavík og Hafn-
arfirði var haldinn sunnudaginn 17. þ. m. Formaður mintist
látinna sjómanna og gat þess, að ekki hefði verið vitað um nema
sex íslenska sjómenn, sem hefðu farist frá síðasta Sjómanna-
degi og fram til 9. febrúar s.l., en þá hefðu 20 sjómenn farist
á einum degi við störf sín á hafinu. Aðalfundurinn samþykti
að styðja tillögu þá, er fram hefir komið til Alþingis um fullar
stríðsbætur til aðstandenda þessara sjómanna og áskorun um að
tryggingarlöggjöfinni verði breytt þannig að dánarbætur verði
ekki lægri en þær gerast nú hæstar.
Tekjur af sjómannadeginum.
Stjórnin gerði grein fyrir
starfseminni í sambandi við síð
asta sjómannadag, en hreinar
tekjur af þeim hátíðahöldum
og sjómannadagsblaðinu námu
yfir 70 þúsund krónum. Gjald-
keri fjársöfnunarnefndar Dval-
arheimilis aldraðra sjómanna
lýsti yfir að Sjómannadagsráð-
ið hefði nú handbært yfir eina
miljón króna til byggingar heim
ilisins. Af því væru um 800.000
krónur gjafir, en 200 þús. króna
væri ágóði af starfsemi Sjó-
mannadagsins.
Hafliðabúð.
Á fundinum var afhent gjafa
brjef frá frú Halldóru Helga-
dóttur, Hringbraut 148, ásamt
sparisjóðsbók með kr. 18.424.40
er gefnar höfðu verið af vinum
og starfsbræðrum eiginmanns
henjiar Hafliða heit. Jónssonar,
er fórst með Goðafossi, ásamt
syni þeirra hjóni Pjetri Má, en
fje þetta var gefið til minningar
um þá. Var það vilji frúarinnar
að fje þetta rynni til Dvalar-
heimilis aldraðra sjómanna með
því skilyrði að eit herbergi í
heimilinu verði látið heita Haf-
liðabúð og skal yfir dyrum þess
letrað á viðeigandi hátt nöfn
þeirra feðga og skal herbergið
helgað minningu þeirra. For-
gangsrjett á herbergi þessu, á
sá vistmaður heimilisins er ætt
aður er frá Vestureyjum Breiða
fjarðar, Flateyjarhreppi eða
Austur-Barðastrandarsýslu. —
Stjórn Dvalarheimilisins skal
sjá um að myndir af þeim feðg-
um verði varðveittar í herberg-
inu ásamt ættarskrá, er ætt-
menn þeirra leggja til.
Stjórnarkosnir.
Stjórn Sjómannadagsráðsins
var endurkjörin fyrir utan
Svein Sveinsson ritara, sem
fluttur er til Skagastrandar, en
hann hafði verið ritari Sjó-
mannadagsráðsins frá byrjun.
„FJALLFÖSS“
Vörumóttaka fyrir pantaðan
flutning til áður auglýstra
hafna verður í dag og á
morgun.
Stjórnina skipa nú: Henry Hálf
dansson form., Bjarni Stefáns-
son gjaldkeri, Jón Halldórsson,
Hafnarfirði, ritari. Varastjórn:
Vilhjálmur Árnason skipstjóri,
Eymundur Magnússon stýrimað
ur og Pálmi Jónsson, Hafnar-
firði.
Dvalarheimili.
Þessar tillögur voru samþykt
ar: „Samþykt að fela fjársöfn-
unarnefnd ásamt stjórn Sjó-
mannadagsráðsins að undirbúa
samkepni um fyrirkomulag
hins væntanlega Dvalarheimil-
is“.
„Aðalfundur Sjómannadags-
ráðsins vill færa bestu þakkir
fyrir allar þær miklu og veg-
legu gjafir, er borist hafa til
Dvalarheimilis aldraðra sjó-
manna, svo og alla fyrirgreiðslu
og stuðning við málefni dags-
ins“.
Aðalfundur Sjómannadags-
ráðsins þakkar góðar undirtekt
ir bæjarráðs Reykjavíkur, varð
andi land undir Dvalarheimili
aldraðra sjómanna í Laugar-
nesi“.
Þá voru og kosnar nefndir til
undirbúnings næsta sjómanna-
degi, er í þetta skifti verður 2.
júní n. k.
Söngskemlun
Elsu Sigfúss.
ELSA SIGFÚSS hjelt nætur
tónleika í Gamla Bíó s. 1. fimtu
dag fyrir fullu húsi og prýði-
lega góðum viðtökum áheyr-
enda. Að þessu sinni söng hún
eingöngu nýtísku lög, eða dæg-
urlög á dönsku, sænsku, ensku
og íslensku.
Undirleik annaðist Jóhannes
Þorsteinsson og Ijek auk þess
einleik. Var leik hans tekið af
miklum fögnuði. Söngkonan
varð að endurtaka mörg lög og
að lokum söng hún aukalag, er
vakti mikla hrifningu. — Var
það Kata í Koti, eftir Sigvalda
Kaldalóns.
Kaldalóns. Mun það vera í
fyrsta skifti, sem þetta lag er
sungið opinberlega.
Hefir verið ákveðið að hljóm
leikar þessi verði endurteknir
n. k. fimmtudagskvöld. Verður
söngskráin þá í aðalatriðum sú
sama og á fimtudag.
í fyrradag söng Elsa Sigfúss
á Selfossi fyrir fullu húsi á-
heyrenda og góðum undirtekt-
um.
Forskriftabók Grön-
dals Ijósprentuð
LÁRUS BJARNASON fyr-
verandi skólastjóri Flensborg-
arskólans hefir látið ljósprenta
og gefa út Forskriftabók Bene-
díkts Gröndals, sem prentuð
var í Kaupmannahöfn 1883.
Framan við bókina eru leið-
beiningar eftir Gröndal um það,
hvernig eigi að halda á penna
og ýmislegt, sem að gagní má
koma við skriftarkennslu. En
aftan við forskriftirnar ritar
Lárus Bjarnason nokkur orð um
höfundinn og bók hans, og seg-
ir meðal annars:
„Benedikt Gröndal skáld,
sonur Sveinbjarnar Egilssonar
rektors, var frábær listaskrif-
ari, sem kunnugt er. Getur vart
meiri snilling á rit- og drátt-
list en hann. Skrift var ein af
kennslugreinum Gröndals í
Lærðaskólanum, og hefi jeg
heyrt lærisveina hans dást að
þeirri kennslu. Hann átti og
með forskriftarbók sinni ómet-
anlegan þátt í því, að vekja og
glæða áhuga leikra og lærðra
á fagurri skrift. Eigi allfáir,
einkum drengir, er eignast
höfðu forskriftabók hans, ó-
sjaldan fyrir hagalagða sína,
urðu snildarskrifarar, þótt engr
ar eða lítillar tilsagnar hefðu
notið. .. Jeg ætla að forskrift-
ir Gröndals eigi erindi til upp-
vaxandi kynslóðar sakir sígildr
Sfr fegurðar.“ .. . Það má telja
víst, að fjöldi fullorðinna manna
muni hafa gaman af því að sjá
forskriftabók Gröndals, en auk
þess er ekki ólíklegt, að skrift-
arkennarar og þeir, sem telja
fagra rithönd nokkurs virði,
vilji eignast forskriftirnar til
gagns og gamans.
Skíðamót í Kaup-
mannahöfn
KAUPMANNAHÖFN: Skíða
mót var haldið sjer s. 1. sunnu-
dag í skíðabrekku við Kaup-
mannahöfn, sem nefnd er
„Holtekollen“. Nokkrir norskir
skíðastökkmenn tóku þátt í mót
inu. Sigmund Ruud stóð fyrir
mótinu. Um 20,000 áhorfend-
ur voru á mótinu, sem fór fram
í glaðasólskini. Asbjörn Ruud
og danskur skíðamaður opnuðu
stökkkepnina með því að
stökkva hvor mgð flagg síns
lanás fram af pallinum. Vitan-
lega voru Norðmenn hlutskarp-
astir. Asbjörn Ruud vann'með
35 metra stökki. I B-keppni
voru eingöngu Danir og sigur-
vegarinn stökk 30,5 metra. í
drengjaflokki vakti 16 ára pilt-
ur á sjer athygli og töldu Norð-
mennirnir að hann ætti fram-
tíð fyrir sjer sem skíðamaður.
Um kvöldið var haldin skemt
un fyrir þátttakendur og þar
var „ólöglegu“ norsku skíða-
fjelagi (frá stríðsárvnum) af-
hent heiðursverðlaun, sem var
„snjókúla“ úr silfri. Asbjörn
Ruud talaði í danska útvarpið
um kvöldið og sagði að það
væri skrýtið að stökkva á skíð-
um í brekku sem væri um-
kringd grænum gróðri. Á laug-
ardaginn var rigning í Höfn, en
aðfaranótt sunnudagsins gerði
frost og heiðskýrt veður.
iiinnnnmnimiinmniiiiniiiiimiiiiiiiuiniiimiiiiiiiTi
jTakið eftir!l
! Ungur, reglusamur mað-
j ur, sem hefir stundað
i verslunarstörf í fimm ár,
j óskar eftir atvinnu, helst
I við verslun. Gæti tekið að
H sjer að sjá um matvöru-
f| verslun. Tilboð merkt
= „Verslun-117 — 111“ send í
s ist blaðinu fyrir fimtu-
dagskvöld.
uimmmiiiiumiimmiiuiiiimauiiuiminnimiiuiiiai
mnmiiinnmimiiniinniiiinjiiinmmnnnnnRmiin
Tækiíærisverð j
Af sjerstökum ástæðum =
er til sölu stórt og fallegt s
MÁLVERK (Hekla og |
Hraunteigur) eftir Finn s
Jónsson listmálara. — Til f§
sýnis í Verslun Geirs Kon- s
ráðssonar (hornið á Lauga 5
veg og Bergstaðastræti). E
nnnmmmmnnmnnnimnmnmnmnmmiiiiiiiiim
Góð gleraugu eru fyrir |
öllu.
Afgreiðum flest gleraugna
recept og gerum við gler-
augu.
•
Augun þjer hvílið
með gleraugum frá
TÝLI H. F.
Austurstræti 20.
Minningarspjöld
bamaspítalasjóSs Hringsina
fást í verslun frú Ágústu
Svendsen, Aðalstraetl 12.