Morgunblaðið - 19.02.1946, Side 6

Morgunblaðið - 19.02.1946, Side 6
6 Itó O K U U N BLA01Ð Þriðjudagur 19. febr. 1946 Úig.: H.Í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Skyldan við þjöðina ÞAÐ Á VAFALAUST rætur sínar að rekja til kosn- inganna, bæði hinna nýafstöðnu bæjarstjórnarkosninga og einnig alþingiskosninganna á vori komanda, að all- mikillar ókyrðar verður nú vart í herbúðum tveggja stuðningsflokka ríkisstjórnarinnar, Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins. í hinum nýafstöðnu bæjarstjórnarkosningum voru átökin milli stjórnarflokkanna allhörð víða, sem kunn- ugt er. Og þar stóð baráttan aðallega milii þeirra flokka, sem vinna saman í ríkisstjórninni. Úrslitin í kosningun- um urðu ekki jafn kærkomin öllum flokkunum. Sumir undu úrslitunum vel, aðrir miður, eins og gerist og geng- ur. Þetta á vitaskuld sinn þátt í því, að koma af stað talsverðu umróti í flokkunum. Og þar sem skamt er til nýrra kosninga, alþingiskosninganna að vori, eykur það á óróann og skapar tortrygni. Þetta viðhorf bakar að sjálfsögðu ríkisstjórninni aukna erfiðleika. ★ En stjórnarflokkarnir mega ekki gleyma því, að þegar þeir gengu til samstarfs haustið 1944, gerðu þeir með sjer málefnasamning, sem náði strax í öndverðu hylli megin hluta allrar þjóðarinnar. Þar var gripið á málunum á þann hátt, sem þjóðin óskaði eftir. Alveg sjerstaklega náði nýsköpunin hylli þjóðarinnar. Nú er stjórnarflokkunum að sjálfsögðu ljóst, að ný- sköpunin er enn á byrjunarstigi. Því að þótt fest hafi verið kaup á miklu af nýjum tækjum til framleiðslunnar, skip- um, vjelum margskonar o. s. frv., eru fá þessara tækja komin til landsins ennþá. En þau eru væntanleg á þessu og næstu árum. Það er vitaskuld afar þýðingarmikið fyrir nýsköpunina, að sú ríkisstjórn og þeir flokkar, sem höfðu trú á henni, sjái um framkvæmd hennar, þar til hún er komin í örugga höfn. Þetta er svo mikilsvert atriði, að það getur beinlínis komið nýsköpuninni í koll, ef samstarf núverandi stjórn- arflokka rofnar nú, meðan framkvæmdir nýsköpunar- innar eru á frumstigi. Við getum rjett gert okkur í hug- arlund, hvað yrði úr nýsköpuninni, ef fjandmenn hennar, Framsóknarmenn ættu nú að taka við framkvæmdunum! ★ Stjórnarflokkarnir verða að gera sjer ljóst, að á þeim hvílir mikil ábyrgð. Þeir hafa tekið að sjer að vinna verk, sem er svo þýðingarmikið, að framtíð þjóðarinnar bein- línis veltur á því, að það fari vel úr hendi. Stjórnarflokk- arnir hafa allir lýst trú sinni á þetta verk. Gætu þeir varið það fyrir þjóðinni, að hlaupa frá verkinu hálfköruðu og láta skeika að sköpuðu um afleiðingarnar? Áreiðan- lega ekki. Hver sá stjórnarflokkur, sem þetta gerði, myndi fá þungan dóm hjá þjóðinni fyrir þann verknað. Bersýnilegt er, að nú rekur brátt að því, að eigi verður lengur skotið frest að ráða niðurlögum dýrtíðarinnar. Flokkarnir sem bera ábyrgð á ríkisstjórninni hafa einir aðstöðu til, að finna þá lausn á þessum viðkvæmu mál- um, sem öll þjóðin myndi sætta sig við. Það yrði þjóðinni mikil vonbrigði, ef þessir flokkar gæfust upp við að leysa þessi mál. ★ Allt ber að því sama. Núverandi stjórnarsamstarf má ekki rofna. Ríkisstjórnin verður að jafna þann ágreining, sem kann að vera milli flokkanna og halda síðan ótrauð áfram því starfi, sem hafið er. Og flokkarnir verða að sýna í verki, að þeir ætli að starfa saman, hvað sem kosning- um eða öðrum truflunum líður. Með því eina móti gera þeir skyldu sína við þjóðina. Það er áreiðanlega ekkert svo stórt ágreiningsmál til, að ekki megi leysa það friðsamlega, ef einlægur vilji er fyrir hendi. Hitt er einnig vitað, að öfl eru að verki, sem vilja stjórnarsamstarfið feigt. Þessi öfl hirða ekkert um heill og velferð þjóðarinnar. Þau hugsa ,um það eitt að koma stjórninni frá, hvað sem það kostar. rar: Uílwerjí álripa ÚR DAGLEGA LÍFINU Leiðinlegir setuliðsmenn. ÞAÐ kemur æ sjadnar fyrir, að afmæli merkismanna í þjóð- fjelaginu sje getið í blöðunum. Mjer er t. d..kunnugt um marga forystumenn, sem hafa átt merkisafmæli í þessum mánuði en þeirra hefir verið getið að engu í blöðunum. Þetta stafar ekki af því, að blöðin vilji ekki geta hinna merku borgara og segja frá ævi atriðum þeirra hinum yngri til fyrirmyndar. Ástæðan til þess að afmælisgreinum um merka menn fækkar í blöðunum stafar af því að menn biðja um að merkisdaga þeirra sje ekki get ið opinberlega. Því þegar það kemur fýrir að greinar eru birt ar um afmæli, veldur það af- mælisbarninu slíkra óþæginda, að hann hefir ekki nema raun af sínum hátíðisdegi. Þessu valda hinir svokölluðu setuliðsmenn. En það eru raun ar „fínir rónar“, sem nota sjer gestrisni manna til að setjast upp á ókunnum heimilum og jeta og drekka frítt þann dag inn, sem þeir vita að einhver góður maður á afmæli. • Boðflennur. HJER áf'iur fvrr voru þeir menn nefndir boðflennur, sem komu óbeðnir í veislur, eða mannamót, sem boðið var til, — þetta þóttu leiðindamenn hinir mestu." Nú hefir verið breitt um nafn á boðflennulýðnum og hefir hlotið nafnið ,,setulið“, en það mun stafa af því að þessir óboðnu gestir sitja sem fastast á meðan kræsingar eru á borð- um og öl er á könnunni. Á merkisdögum vilja menn vera í friði með ættingjum og vinum, sem þeir bjóða til sín, en hitt er annað mál, að menn kunna ekki við að reka gesti út, sem að garði ber ó slíkum dögum og það nota setuliðs- menn sjer. Þessa setuliðsmenn þarf að gera óvirka með ölLu. Það má ekki láta eyðileggja heimilislíf manna með frekju sinni. Það er hægt með því að menn bjóði til sín þeim vinum sínum, sem þeir vilja sjá og gera dagamun, en loka húsum sínum fyrir boðflennum. • Herrar mínir og frúr. HONUM Jónasi Jónssyni frá Hriflu hefir dottið margt í hug um ævina. Það getur -enginn neitað því, að hann hafi verið brautryðjandi á mörgum svið um og ekkert mannlegt er hon um óviðkomandi. Nú vill hann láta þingið ákveða hvernig við eigum að ávarpa hver annan, jafnt konur sem karlar. Og hug mynd hans er ofur einföld. Það á að kalla alla karlmenn herra og konur frúr — og ekki meira með það. Hann vill sem von er ekki hafa danska orðið fröken í íslensku máli og þá ekki ungfrú jómfrú eða húsfrú. Ekki heldur yngismær nje yng issveinn. Fáir munu fallast á að hjer sje á ferðinni þjóðþrifamál, sem þurfi skjótrar úrlausnar við, en menn hafa vafalaust gaman af að hugleiða þessa til- lögu og ræða um hana með og á móti. — Koma þá mörg sjón- armið til greina. Verður ekki óviðkunnanlegt að ávarpa sextuga piparmey frú? Eða segja við stúlku, sem .fermdist í fyrra: „Sælar frú mín góð?“ En kanske kæmi þetta alt upp í vana, eins og svo margt annað. Það verður gaman að sjá hvað hið háa Alþingi gerir í málinu. • Vatnslaus kirkju- garður. VINKONA mín he’fir beðið mig að koma eftirfarandi á framfæri við rjetta hlutaðeig- endur: „Það vantar tilfinnanlega vatn í kirkjugarðinn. — Jeg fór nýlega með blóm á leiði, sem mjer er viðkomandi. Mig langaði til að setja blómin í vatn til þess að þau hjeldust lengur lifandi, en það var ekki vatnsdropa að fá. Eitt vatnsrör fann jeg þar sem ekki var neinn krani“. Hjer með er orðsendingunríi komið á framfæri og vonandi tekur Felix hana til athugunar, ef kvörtunin hefir við rök að styðjast. • Hættulegur leikur. HÆTTULEGUR leikur er það hjá ungum drengjum að fara út á ísinn á Tjörninni í leysingum. Fyrir nokkrum dög um sá jeg hóp ungra drengja vera að leika sjer á Tjörninni. ísinn virtist vera næfurþunnur, enda hafði rignt stöðugt alla nóttina áður. Það var mesta furða, að drengirnir skyldu ekki fara niður úr ísnum. Það væri nauðsynlegt áð hafa lögregluvörð við Tjörnina, þegar þannig stendur á, að ís- inn er ótraustur, því hætta er á að slys verði, ef ekki er tekið fyrir þenna leik barna í tíma. ^ |HMaaajaaa«ai«aaaiB» wnmnavnanTiaiiitfaaaMiHiaiitiKtiUHamitama n«e« iiiinivi'4 BRJEF SENT MORGUNBLAÐINU * ■■■■■■■■■■■■>aasMiB>MiMHaaniii Árnasafnið oq NaiionalHdende Herra ritstjóri! í MORGUNBLAÐINU þ. 12. febr. birtist grein um að ein- hver skriífinnur „National Tidende“ haldi því fram, að Árnasafnið sje rjettmæt eign Hafnarháskóla og heldur sig rökstyðja rjettmæti þeirrar hugsunar með staðhæfingu sinni að Árni hafi með erfða- skrá sinni arfleitt Hafnarhá- skóla að safninu — og ennfrem ur koma fram fleiri röksemdir ámóta rjettmætar og vingjarn- legar í garð okkar íslendinga. Jeg viðurkenni að íslending urinn kom upþ í mjer er jeg las þessa grein en sannast að segja bjóst jeg við að einhver eldri eða yngri menntamaður, sem hefir notið meiri hlunninda en jeg af skólakerfi því er hin islenska þjóð lætur börnum sín um í tje myndi láta ljós sitt skína í sambandi við þetta við- kvæma mál — en ekki hefir borið á slíku. — Hvar eru nú binir farm^jörnu og framsýnu Vökumenn þjóðarinnar? Er all ur áhuginn meiri í orði enn á borði? Ef þessi grein yrði til þess að mjer færari menn reifuðu þetta mál á viðeigandi hátt er til- gangi mínum náð. Með skilnaði okkar við Dani komumst við heim til okkar aft ur, éítir nálegá sjö alda kúgun, riú eigum við eftir að heimta heim til okkar alt sem íslenskt er, sem á hnignunarárum þjóð- arinnar var tekið af henni með öllum leyfilegum og óleyfileg- um meðölum. Handritin og hin ísl. skjöl sem Árnasafnið geym ir, er eign ísl. þjóðarsálarinnar, sem hvorki Árni nje nokkur annar maður hafði leyfi til að eigna sjer og því síður leyfi til að selja eða láta af hendi til varanlegra eignaumráða. Reikninga við Dani er best að gera hreinlega upp — og skriffinn „National Tidende" og annara stórdanablaða — vil jeg ráðleggja að fletta upp í „Einokunarverslun Dana á Is- landi“ eftir Jón J. Aðils. — Reykjavík 1919. Á blaðsíðu 619 í þeirri bók segir meðal annars: „í einokunartilskipuninni 20. apríl 1602 er það ótvírætt gefiá í skyn, að konungur geri þessa breytingu á íslensku verslun- inni í þágu þegna sinna í Dan- mörku, svo að þeir einir megi hjer eftir njóta þess arðs, sem áður hafi runnið í vasa er- lendra keppinauta. Fóru svo leikar áður langt leið, að ís- leriska verslunin komst alger- lega í hendur Kaupmannahafn arbúa, þótt aðrir fleiri ætti hlutdeild í hcnni til að byrja með, enda stuðlaði konungur sjálfur að þvi með því að ein- skorða útgerðina við Kaup- mannahöfn. Átti sú ráðstöfun drjúgan þátt í vexti og viðgangi höfuðborgarinnar um þær mundir, og upp þaðan hjeldu Kaupmannahafnarbúar jafnan dauðahaldi í íslensku verslun- ina meðan einokunin stóð og töldu hana eitt af hrossum sín- um“. Ennfremur segir: „Bæði konungur og ríkis- stjórn könnuðust við það af- dráttarluast, að íslenska versl- unin væri næsta mikilvæg fyr- ir Kaupmannahöfn og ríkið í heild sinni. í kgsbr. 16. júlí 1687 er það sagt berum orðum, að íslenska og færeyska versl- unin hafi jafnan verið ein af aðalmáttarstöðunum undir verslun og velmegun höfuðstað arins og að múgur manna hafi haft arð og atvinnu af henni og þegar ófriðurinn mikli við Svía stóð sem hæst (1711), ljet stjórnin þess getið í brjefi til konungs, að- svo mikið ylti á ís- lensku versluninni, að eigi kæmi til mála annað en að halda henni uppi þrátt fyrir alla örðugleika". Hjer er viðurkenning Dana sjálfra fyrir því, að Kaupmanria höfn, þessi fagra borg, á bein- línis mest-alla sína velferð Islendingum að þakka ekki í árafjölda, heldur aldafjölda. — Nú viljum vjer arfar þeirra er ljetu blóð og svita í tje Einok- unarverslun Dana á Islandi til framdráttar — og svo íbúum Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.