Morgunblaðið - 20.02.1946, Page 6

Morgunblaðið - 20.02.1946, Page 6
6 MOKUUNBLAÐIÐ Miðvikudagur'* 20. febr. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar K ristinsson. Ritstjórn_, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. f l&usasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Hrakspámar rætast ekki FORMAÐUR Verðlagsnefndar landbúnaðarafuÆa hef- ir sent blöðunum greinargerð og skýrslur um slátrunina á síðastliðnu hausti og horfurnar um kjötsöluna. í lok greinargerðarinnar segir svo: „Ef ekkert sjerstakt kemur fyrir, sem torveldar sölu kindakjöts, eru góðar horfur á því, að allt kindakjöt af framleiðslu síðasta árs seljist inanlands. Verður því fyrst um sinn ekki leyfður meiri útflutningur á kindakjöti en orðið er“. Þessi tíðindi munu áreiðanlega gleðja bændur landsins, því að það gefur góðar vonir um að þeir fái gott verð fyrir kjötið. Heildarkjötþungi alls sláturfjárs á síðastl. hausti nam rúmlega 5.451 tonni. Af þessu kjöti hefir að- eins verið flutt út 176 tonn af saltkjöti. Ekkert freðkjöt hefir verið flutt út og líkur til eins og formaður verðlags- nefndar segir, að það seljist allt innanlands. ★ Þessi greinargerð formanns verðlagsnefndar stingur mjög í stúf við allar hrakspár Tímamanna á síðastliðnu hausti. Þá rjeðust Tímamenn heiftarlega á verðlagsnefnd- ina og fullyrtu, að bændur myndu fá miklu lægra verð fyrir kjötið en árið áður (1944), því að allt verðjöfnunar- gjaldið (kr. 1.50) myndi fara í verðuppbætur á útflutta kjötið. Og Tímaliðið stuðlaði að því af öllum mætti, að þannig yrði það. Var ekki annað sjáanlegt, en það hefði bein- línis skipulagt herferð gegn kjötsölunni innanlands. — Lengst gekk þessi skemdastarfsemi á ^kureyri, þar sem blöð Tímaliðsins, sögðu við neytendur, að þeir yrðu að spara við sig kjötkaup „eftir fremstu getu“! Árangur þesarar þokkalegu iðju varð og mikill á Akureyri, því að kjötkaupin þar á s.l. hausti urðu aðeins þriðjungur af því sem áður hafði verið. ★ Hinar góðu horfur með kjötsöluna eiga án efa rætur sínar að rekja til þessa tvenns: 1) Skynsamlegri verð- lagninu kjötsins á s.l. hausti og 2) Niðurgreiðslu á kjöt- verðinu til meginþorra neytenda. En að sjálfsögðu fordæmdu Tímamenn þessar aðgerðir. Þeir virtust beinlínis stefna að því, að kjötneyslan í land- inu yrði sem allra minst, svo að hægt yrði að nota það síðar meir til árása á ríkisstjórnina. Hitt skifti ekki máli, þótt þessar afurðir bitnuðu harkalega á bændum! Og enn halda Tímamenn uppteknum hætti, að reyna að spilla kjötsölunni. Nýlega var útbýtt á Alþingi nefndar- áliti frá Bernharði Stefánssyni, þar sem lagt er til, að feld verði bráðabirgðalögin frá 29. september, þar sem heimiluð er niðurgreiðsla á kjötverðinu! Er nefndarálit þetta hið furðulegasta plagg. Skýrsla formanns verðlagsnefndar, þar sem gefnar eru vonir um að allt kjötið seljist innanlands, hefir bersýni- lega haft þau áhrif á Tímaliðið, að þeir grípa til nýrra ráða til þess að koma í veg fyrir þessa óhæfu! Og þeir benda á ráðið: Að hætta öllum niðurgreiðslum á kjöt- verðinu; fella bráðabirgðalögin frá 29. september síðastl.! Þessi ráðstöfun myndi vafalaust minka stórkostlega kjöt- söluna innanlands. ★ Bændur þurfa ekki að óttast, að Tímaliðið fái þann vilja sinn fram, að hætt verði niðurgreiðslum á kjötverðinu. Þeim verður áreiðanlega haldið áfram. Formaður verðlagsnefndar gat þess í haust, að ef svo vel tækist, að allt kjötið seldist á innlendum markáði, myndu bændur fá um það bil kr. 7.50 pr. kg. fyrir 1. fl. dilka- og geldfjárkjöt, í stað kr. 6.82 árið áður. Ef hins- vegar svo illa færi, að allt verðjöfnunargjaldið færi í upp bætur á útflutt kjöt,'fjelli hlutur bænda niður í kr. 6.00. Af þessu er ljþst, þyaða þýðingu það hefir fyrir bændur að kjötið seljist irinánlands. Vonandi rætist sú spá for- manns verðlagsnefndar, að hlutur bænda verði vel trygð- ur. — \Jíhuerli ólriiar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Friðarspillar. OFT berast fregnir af því að skemtanir, sem haldnar eru í samkomuhúsum úti á landi, hafi verið róstursamar með af- brigðum og það jafnvel svo, að skemtanir hafa leystst upp %f þeim ástæðum. Hefir því tíðk- ast sumsstaðar að beðið hefir verið um lögregluvernd á skemtistaði úti á landsbygð- inni. Nú er það svo að flestir vilja fá að skemmta sjer í friði fyrir laganna vörðum, enda ættu skemtanir að geta farið fram á þann hátt, að ekki þurfi að hafa lögreglu yfir mönn- um, þó þeir geri sjer dagamun. Verst, er. að fyrir ólæti kemst óorð á supia skemtistaði og vill þar enginn maður koma, sem vandur er að virðingu sinni. Nú kemur það.ekki til mála að sveitaæskan sje þetta óstýri látari en jafnaldrar hennar í bæjunum, enda er það sannað mál í flestum tilfellum, þar sem róstur verða á sveitaskemtun- um, að það eru aðkomumenn, sem eiga sök á ólátunum. Það eru aðskotadýr, sem eru friðar spillarnir. Gott dæmi um það fjekk jeg í brjefi á dögunum, þar sem sagt er frá skemtun í sveit hjer nálægt höfuðstaðn- um. Fara 4ijer á eftir kaflar úr brjefinu. • Skemmtun að Ferstiklu. BRJEFRITARI segir frá á þessa leið: „Laugardaginn 10. þ. m., var haldinn skemmtun að Ferstiklu. Það er lítið um skemmtanir í þessu fámenna byggðarlagi og það er því sann kölluð hátíð hjá unga fólkinu þegar efnt er til gleðskapar til þess að menn *geti hittst og skemt sjer saman. Það voru mörg glöð og ánægð andlit á skemmtuninni á Ferstiklu, er hófið hófst og dansinn byrjaði með miklu fjöri. Salurinn var vistlegur og allir virtust ánægð ir. — En æska þessa hjeraðs fjekk ekki að njóta skemmtunarinn- ar lengi. Bifreiðar komu frá Akranesi og með þeim ölvaðir menn. Þeir virtust koma í þeim eina tilgangi að hleypa skemt- uninni upp, eða lenda í slags- málum. Þeim fanst einhvern- veginn að þarna gæfist þeim gott tækifæri til að jafna um gúlann á sveitastrákunum, enda höguðu þeir sjer þannig, að það skifti eitt máli, hvað þeir sögðu og gerðu. • Kynni við einn dónann. BRJEFRITARI segir síðan frá kynnum sínum af einum þessara aðkomudóna. Náungi þessi var áberandi drukkinn. Hann settist við borðið hjá manninum, þar sem hann sat með stúlku. Er honum var bent á að borðið væri upptekið, svaraði hann illu einu til. Mað urinn og stúlkan, sem setið höfðu við borðið, fóru þá að dansa og skildu drukkna mann inn eftir. Er þau komu aftur úr dans- inum var maðurinn farinn, en hann var búinn að snúa glösum öllum við og bollum, hella úr gosdrykkjaflöskum. Við næsta borð sátu nokkrir náungar og börðu hnefunum í borðið og skemmtu sjer við að sjá flösku og glös dansa eftir borðplöt- unni. • Skemmtunin leyst- ist upp. AÐKOMUMENN voru nú með öllr^ búnir að eyðileggja skemmtunina fyrir unga fólk- inu, sem til hófsins hafði efnt. Aðkomumenn rifu skyrtu eins heimamanns. — Heimamaður reiddist þessu tiltæki og tók á móti og úr því urðu ryskingar og læti. Aðkomumenn rjeðust að heimamönnum með herópi miklu. Þeir höfðu náð sínum til gangi og voru ánægðir. Einn fór að halda þrumandi ræðu um stjórnmál, en ekki var hægt að skilja hvað hann var að fara, eða hvaða flokki hann tilheyrði. Að lokum fór svo að forstöðumenn skemtunarinnar sáu sjer ekki fært að halda henni lengur áfram. — Það er sannarlega hart, að sveitafólk skuli ekki fá frið með sínar skemtanir fyrir þessum óróa- seggjum og aðskptadýrum. • Blaðafargan unglinga. UM ÞESSAR mundir gengur yfir faraldur hjá unglingum að kaupa erlend myndablöð með reifurum í myndum. Foreldrar segja mjer að þetta verði hin mesta ástríða hjá drengjum. — Þeir heimti peninga fyrir þess- um líka skemtilegu bókment- um, sem þeir skilja lítið eða ekk ert í. Á heimilunum er að þessu hinn mesti sóðaskapur. Börnin rífast um blöðin og það gengur ekki á öðru en skiftiverslun milli stráka með blöðin. Einnig af því verða stundum leiðindi. Foreldrar hafa beðið mig að benda kennurum á, að brýna fyrir börnunum að leggja niður þessi erlendu blaðakaup og snúa sjer að einhverju sem þau hafa meira gagn af og sem er hollara fyrir þroska þeirra. I Á ALÞJÓÐA ■■■■■■■■■ e n ■■■■■■■ «uuu u» k ■■ s tfnanfMflaQKnanMi *■■■■'■■ n ■■■■■■■■■■■■■■■ n ■■■■ ■■■■■«■■«■'-'ODDnvHGnOMGMS VETTVANGI ! Vandamál Sovjetríkjanna í SÍÐUSTU viku kom eftir- farandi skeyti frá frjettastofu ,,Time“ í London: „Fulltrúar Rússa á þingi hinna sameinuðu þjóða, hafa verið að segja í einkasamtöl- um, að hver sem hjeldi, að Rúss ar hafi tíma eða magn til þess að ráðast á Tyrki eða að fara inn í löndin við botn Miðjarðar hafsins eða búast frekar um í Austur-Evrópu, ætti að vita meira um hin miklu vandamál og erfiðleika, sem Rússar eiga við að stríða heimafyrir. Svo fara þeir að útskýra, og tala þá venjulega, eins og þeir væru að taka upp úr ræðu Kalinins til skipuleggjanda kommúnista- flokksins, hvernig beri að mæta þeirri óánægju, sem upp hafi komið vegna þæginda þeirra, sem Rauði-iierinn kynntist í Austur-Évrópu“. Eftir að hafa rætt við „sjer- fræðing i pólitík Sovjetrússa“, símaði frjettastofa Time í Ber- lín: „Meðan Stalin var í fríi, urðu ýmsar deilur innan æðstu stjórnmálastofnunar Sovjetríkj anna. Andrei Zhdanov, ritari aðalnefndar kommúnistaflokks ins, Andrei Andreiev, formað- ur eftirlitsnefndar kómmúnista flokksins og Anastás Miklyan, fu-lltrúi í utanríkisviðskiptum, vildu að Sovjetríkin færu sjer hægar í utanríkismálum. — Vicheslav Molotov utanríkis- þjóðfulltrúi og Lavrenti Bertia, innanríkisþjóðfulltrúi hjeldu því fram, að utanríkisstefnan ætti að vera skarpari. Molotov hafði komið fram samkvæmt þessu á síðasta fundinum í London. Þegar Stalin kom aft- ur, beitti hann áhrifum sínum með þeim, sem hægar vildu fara og lagði áherslu á, hversu mikilvægt það væri fyrir Rússa að hafa gott samkomulag við Breta og Bandaríkjamenn, að minnsta kosti á meðan verið væri að bæta lífskjör sovjet- þjóðanna. Vegna þessa fór Vishinsky til London með fyrir mæli um að vera „sanngjarn- ari“. Voru Rússar þarna með yfir skin, til þess að aðrir hjeldu þá veikari en þeir eru? — Það gat verið, en mjög var það ólík- legt. Stríðið hafði kostað Rússa sem svarar 10 ára framfara- stöðvun. Þetta gátu þeir ekki bætt upp aftur, ef utanríkismál in neyddu þá til þess, vegna misklíða við hin stórveldin, að halda áfram að leggja tv^ þriðju af framleiðslumagninu í herbúnaðinn. Hváð sem loka- takmarkinu leið, virtust Rúss- ar óska eftir svo löngu friðar- tímabili, að þeir gætu aukið við matvæli landsmanna og bætt úr skorti þeim, sem er á klæðn aði í landinu. Matvælin voru svo lítilfjör- leg, að jafnvel frosin epli þóttu sælgæti. Miljónir manna bjuggu enn í vesælum kofum, tjöldum, jafnvel skrokkum af ónýtum flugvjelum. Hin miklu samyrkjubú voru þjökuð af vjelaleysi. Það er álitið að dráttarvjelaframleiðslan komist ekki í horf fyrri en árið 1950. Endurreisn iðnaðarins var enn lengra undan. í síðastlið- inni viku fóru amerískir blaða menn um Minsk og sáu þar hvernig ástandið var. — Nýja rafstöðin gat gefið meiri straum en notaður var í borginni fyrir stríðið, en það er einu sinni ekki götulýsing í borginni. Það er ekki til járn í ljósastaura, ekki vír í leiðslur og ekki ljósa perur. Jafnvel opinberar bygg ingar eru dimmar. Þótt Minsk hafi þannig raforku, geta ekki verksmiðjur, sem nota vildu þessa orku, gert það, vegna þess að þær geta ekki fengið hráeíni, flutningatæki nje vjel- ar. Eitt af því, sem mestum erf- iðleikunum veldur, er það, hversu mikill skortur er á æfðu verkafólki. Rússar misstu milj ónir færustu yerkamanna sinna í styrjöldinni og hinar fimm miljónir þýskra fanga og þving unarvinnumánna eru haldnir sömu göllunum og allir þrælk Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.