Morgunblaðið - 20.02.1946, Síða 10

Morgunblaðið - 20.02.1946, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 20. febr. 1946 L AST í MEIIMUM CJptir CJaylor CJaldiuelf 22. dagur „Jeg vona, að þú hafir fyrir- gefið mjer ósvífni þá, sem jeg sýndi þjer. Jeg hegðaði mjer eins og ruddi. Jeg vona, að þú erfir það ekki við mig“. ,,Nei“, hvíslaði hún. „Nei, nei“. „Þú hefir þá fyrirgefið mjer?“ spurði'hann, alvarleg- ur í bragði. Varir hennar bærðust, en hann heyrði ekkert. Hann rjetti fram höndina. Hún starði á hana andartak, og tók síðan í hana. „Eigum við ekki - að halda heimleiðis?“ spurði hann. „Jeg heyrði ekki betur en verið væri. að hringja til kvöldverðar“. Þegar þau komu inn í and- dyrið, hraðaði Amalía sjer upp í herbergi sitt. Einhver hafði kveikt þar ljós. Eldur logaði í arninum. Hún settist á rúmið. Hún skalf frá hvirfli til ilja. Svo fól hún andlitið í höndum sjer. „Guð minn góður“, muldr aði hún. ★ 28. apríl hjelt Wainwright Tayntor hershöfðingi veislu í tilefni þess, að þau Sally og Jerome höfðu opinberað trú- lofun sína. Þau ætluðu að gifta sig í september. Gamli hershöfðinginn rjeði sjer vart fyrir kæti og Sally var í sjöunda himni af sælu. Ættingjar og vinir höfðu kom- ið frá Boston, New York og Fíladelfíu, til þess að vera í veislunni. Konur og karlar. skrýddust sínu besta skarti, og ekkert var sparað til þess að gera veisluna eins vel úr garði og unt var. Brúðurin tilvonandi var yndis- leg á að líta, í ljósbláum kjól, og brúðguminn tilvonandi var, að því er kvenfólkið sagði, al- veg dásamlegur. Jafnvel Dórótea Lindsey, sem ekki hafði verið sjerlega hýr í bragði upp á síðkastið, var ánægð að sjá. Hún var klædd í dökkrauðan kjól, en ekki grá- an eða svartan, eins og siður hennar hafði verið um margra ára skeið. Það var að vísu satt, að hún var orðin vel roskin — en hún var nærri því ungleg að sjá, svona í fljótu bragði,-- sögðu konurnar. Nokkrir for- hertir piparsveinar renndu til hennar hýru auga. Þegar öllu var á botninn hvolft, myndi heimanmundur hennar mjög álitlegur. Lindsey gamli hafði krafist þess, að fá að fara í veisluna. Þó^að hann væri mjög máttfar inn, skemmti hann sjer hið besta, sat og ræddi við gamla vini sína úti í horni. Þeir, sem höfðu af illgirni átt von á því, að kona Alfreðs Lindsey myndi á einhvern hátt verða hneykslanlega búin, höfðu orðið fyrir sárum von- brjgðum. Kjóll hennar var mjög virðulegur, og búningur henn- ar lýtalaus í alla staði. Menn veittu því athygli, að hún hafði grenst og var mjög þreytuleg. Getur það verið, hvískruðu kon urnar sín á milli, að frú Lindsey sje þegar. . . Þær virtu hana fyrir sjer með athygli. — Hún hafði auðvitað ekki verið gift nema í tæpa fjóra mánuði. En það væri gaman fyrir Alfreð, ef þau ættu von á erfingja. Hann átti aðeins þennan vesalings kryppling frá fyrra hjónaband- inu. Frú Kingsley ákvað, að kom ast að þvi sanna í málinu. Hún dró Amalíu með sjer út í horn, og spurði umsvifalaust: „Ertu ófrísk, heillin?“ Amalía roðnaði hvorki nje varð vandræðaleg. „Nei“, svar- aði hún rólega. „Ekki ennþá“. Gamla konan horfði rannsak andi*á hana. „Það er ekkert sem hefir eins góð áhrif á konuna, og eignast börn. Þú verður að eignast að minnsta kosti sex“. Amalía brosti lítið eitt. „Jeg skal leggja mjer orð yð ar á minnið, frú Kingsley“. „Jeg hefi aldrei eignast bar: sjálf“, hjelt gamla ekkjan á- fram. „Mjer hefir altaf þótt börn leiðinleg. Það er vitanlega óeðlilegt. En jeg hefi aldrei ver ið eins og aðrar konur. I þessum heimi, þar sem borgaraleg miðl ungsmennska er alsráðandi, er skemmtilegt og hressandi að vera dálítið öðrirvísi en fólk er flest“. Amalía hló. „Já — mjer hefir altaf skilist, að það sje óvenju legt fólk, sem skapar veraldar- söguna. Því tekst að dáleiða fjöldann, ef svo mætti að orði kveða“. „Já — jeg er hrædd um, að þú hafir rjett fyrir þjer. — Á einhvern dularfullan hátt hef- ir mjer tekist að fá þrjá menn til þess að giftast mjer. Þrjá ríka og vel ættaða menn. láttu á mig. Jeg er hvorki falleg nje hrífandi — guð forði mjer frá því! Samt hafa þrír vel metnir og góðir menn kvænst mjer — og þeir voru allir hrifnir af mjer. Það er dáleiðsla. — Ertu ekki hissa á þeim?“ Amalía horfði beint framan í hana. ,,Nei“, sagði hún hugs- andi. „Jeg er ekki hissa á þeim. Jeg skil það vel, að þeir hafi fremur viljað kvænast yður, en einhverri af þeim snoppufríðu, sálarlausu konum, sem nóg er til af í veröldinni“. Gamla konan tók um hönd Amalíu, ánægjuleg á svipinn. „Mjer líkar vel við þig, barnið gott. Þú ert laus við alla hræsni. Þú sagðir ekki, að jeg hefði hlotið að vera falleg, þeg ar jeg var ung. Þú ert býsna glöggskygn. Jeg hefi altaf ver- ið ljót — en skemtileg. Karl- maðurinn þreytist fljótlega á snotru andliti .og fallegum lík- ama — en hann verður aldrei leiður á konu, sem getur komið honum til þess að hlægja. Upp áhaldssaga föður míns var um Samúel Johnson“, hjelt gamla konan áfram. „Sam var kvænt- ur mjög fjörugri konu. — Hún hljóp oft frá honum, með hin- um og þessum piltum. En Sam tók henni altaf tveim höndum, þegar hún var orðin þreytt á þeim, og vildi snúa aftur heim. Einu sinni reyndu vinir hans að skerast í leikinn og telja um fyrir honum. Sam svar aði: „Já, en hún er altaf svo hress í bragði og kát, þegar hún kemur aftur heim — og hefir svo margt skemmtilegt að segja mjer“. — Ef jeg ætti dæt ur, heillin, þá myndi jeg sjá um, að þær festu sjer þessa sögu á minnið, þegar er þær hefðu ald ur til“. Hún hristi höfuðið. — „Karlmenn eru svo hverflynd- ir“. — Amalía hlustaði ekki á hana. Jerome og Sally dönsuðu fram hjá rjett í þessu. Jerome brosti framan í unnustu sína, og hvísl aði einhverju að henni, svo að hún fór að skellihlægja. Ama- lía lokaði augunum andartak. Hún var náföl í andliti. Það fór ekki framhjá frú Kingsley. Hún horfði hvasst á hana, og sagði því næst: „Maður verður stundum að reyna að snúa ósigrinum upp í sfgur. Það verður þú að gera. Jeg er nú orðin gömul, og hefi lært sitt af hverju á lífsleið- inni“. Amalía starði á hana. Frú Kingsley kinkaði kolli. „Já, góða mín. Það er ömur- legt, þegar konan kemst að því, að karlmaðurinn hefir verið vitrari“. Amalía sat við snyrtiborðið og starði á spegilmynd sína. — Það var sár þjáningingarsvip- ur á andliti hennar. Jeg hefi aldrei breytt viturlega, sagði hún. Jeg hefi alltaf hegðað mjer eins og kjáni. Hún gat ekki hreyft sig. Hún hafði set- ið þannig í stundarfjórðung, án þess að gera nokkra tilraun til þess að afklæða sig. Hún heyrði ekki, að dyrnar á herberginu voru opnaðár, og kipptist því við, þegar hún heyrði rödd Al- freðs. „Ertu ekki háttuð ennþá? — Veistu, að komið er langt fram yfir miðnætti?“ „Jeg er svo þreytt“, ansaði hún, hljómlausri röddu. „Jeger aðeins að hvíla mig“. Hún reis á fætur. Alfreð gekk til hgnnar. Hann var hikandi og vandræðalegur. Hann tók hana í faðm sjer og kyssti hana. „Elskan mín“, hvíslaði hann. „Það eru nú meira en tveir mánuðir síð- an....“. Hann fann, að hún stirðnaði upp. ,,Amalía!“ hróp- aði hann. „Hvað gengur að þjer? Ertu lasin?“ Hún settist aftur. Hann kraup við hlið hennar og horfði biðj- andi á hana. „Amalía — hvað gengur að þjer, yndið mitt?“ Hún hallaði sjer að honum, en hún horfði ekki á hann, þeg ar hún svaraði: „Jeg er aðeins þreytt.“ Hún þagnaði, og muldr aði síðan: „Þú — þú verður að sýna mjer þolinmæði meðan —• meðan jeg er að átta mig“. Hún leit upp. „Þú skilur það?“ nminniHiiiiiniiiiiiHKmmuiiHiHiiimiuuiumuiiiin S Nýkomið fyrir jfermmpnal 1 Hvít kjólaefni margar g S gerðir, hvít undirföt, hvít- j§ 1 ir sokkar, hvítir vasgklút- = = ar, hvít blóm í kjólinn, g j§ hvítir blómsveigar í hárið. §j = Versl. Anna Gunnlaugsson = i Laugav. 37. B r= e = iiiiiiimiiiHiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiimiiii Stríðsherrann á Mars 2) renyjaiaffa Eftir Edgar Rice Burroughs. 141. þess til, og Faðir Þernanna, ‘sem að líkindum hafði ætl- að að hindra Salensus Oll í því, að láta framkvæma vígsluathöfillfia, þar sem hann sjálfur var hrifinn af Dejah Thoris, var kominn að raun um að Thurid hafði hrifið hana á brott rjett við nefið á honum. Phaidor hafði verið svona skemt vegna þess að hún vissi hversu þungt þetta myndi faJla mjer, og einnig var ánægja hennar blandin hatri hennar á prinsessunni af Helium. Það fyrsta, sem jeg gerði, var að athuga tjöldin, þar sem jeg hafði sjeð Thurid gægjast fram. Jeg reif tjöldin niður með 'einu handtaki, og að baki þeirra tók við mjór gangur. ' , # Mjer datt ekki í hug annað, en þau hefðu farið eftir þessum gangi og hljóp inn í hann, og hefði jeg efast um það, var sá efi ekki lengi að breytast í vissu, þegar jeg inni í ganginum fann eyrnalokk Dejah Thoris. Jeg þrýsti honum að vörum mjer og hjelt áfram eftirför- inni. Jeg hafði ekki lengi farið, er jeg kom inn í herbergið, þar sem jeg hafði fellt Solan gamla. Hann lá þar eins og jeg hafði skilið við hann, og ekki sáust nein merki þess að nokkur annar hefði farið þarna um, síðan jeg var þar síðast, en jeg var sannfærður um það, að ein- mitt hjer um hefðu þau farið, Dejah Thoris og Thurid., Andartak hikaði jeg, óviss um það, út um hverjar af hinum mörgu dyrum jeg ætti að fara, til þess að kom- ast á rjetta leið. Jeg reyndi að ryfja upp fyrir mjer leið- beiningarnar, sem jeg hafði heyrt Thurid hafa upp fýrir Solan, og að lokum mundi jeg þær, fyrst í stað óljóst, eins og þær sæust gegnuin þoku: Og jeg mundi eftir hvaða dyr jeg átti að fara út um. Jeg hikaði ekki lengi við að fara út á þann ganginn, og ekki fór jeg beldur varlega, þótt jeg vissi að miklar hættur kynnu að liggja í leyni fyrir mjer þar. Sumsstaðar var koldimmt í honum, en víðast hvar Það er oft og tíðum erfitt að ná í vinnukonur. Frú nokkur í Bandaríkjunum var l^igi bú- in að ^reyna og fjekk loksins unga stúlku senda frá ráðning- arskrifstofunni. Stúlkan var frá Lapplandi, og eftirfarandi sam tal átti sjer stað: — Getið þjer lagað mat? — Nei. — Kunnið þjer að sauma? — Nei. — Hafið þjer passað börn? — Nei. — Kunnið þjer almenn hús- verk? — Nei. — Jæja, hrópaði frúin for- viða, — hvað getið þjer eigin- lega gert? — Jeg kann að mjólka hrein dýr. ★ Daninn (í símanum); „Zand- er! Zander! Nej, ikke C! ABC- DEFGHIJKLMNOPQRSTU- VWXYZ!“ ★ Maðurinn sneri sjer að þeim, sem'sat næstur honum í sam- kvæminu, og reyndi að hefja samræður. „Meiri rigningin“, sagði hann, „minnir mann á flóðið mikla“. „Flóðið?“ „Flóðið mikla. — Nói, Örkin, Ararat“. Ókunni maðurinn saup á vín glasinu og hristi höfuðið afsak- andi. „Jeg hefi ekki lesið blöðin í dag“, sagði hann. ★ Hin 15.800 hótel Bandaríkj- anna tapa árlega handklæðum, lökum, silfurborðbúnaði, mynd um, öskubökkum og ljósaper- um fyrir um 20.000 dollara. -— Það eru hótelgestirnir, sem stinga af með þennan varning. ★ Surrealismi mun vera sprott inn af Dadaisma, en sú grein málaralistarinnar átti upptök sín í París kringum 1920. Dada- ismi var þó ekki sprottinn af neinu yfirlýstu kerfi, og hinir opinberu fundir dadaista bygð- ust að mestu leyti á því, að ein- hver dadaisti las upphátt úr dagblaði, meðan rafmagns- bjöllum var hringt, til þess að ekkert heyrðist til hans. ★ Talið er að Mussolini hafi, þau 21 ár, sem hann var við völd, átt mök við hvorki meira nje minna en 74 kvenmenn sem kostuðu hann als 5.000.000 dollara. *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.