Morgunblaðið - 22.02.1946, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.02.1946, Qupperneq 1
\____ 16 síður 63. árgangur. 44. tbl. — Föstudagur 22. febrúar 1946 Isafoldarprentsmiðja h.l. Dagsbrúnarverk- iallið hafið Dagsbrúnarfundur í gærkveld! felídi lilmæll ríkisstjórnarsnnar um að fresta verkfallinu um einn dag með- an verið væri að reyna að ná samkomulagi UNDANFARNA DAGA hefir ríkisstjórnin verið að reyna að koma á samkomulagi í kaupdeiluiyál- unum. í gærkveldi stóð málið þannig, að öll ríkis- stjórnin mæltist til þess, að verkfallinu yrði frest- að um einn dag (til kvöldsins í kvöld) meðan ver- ið væri að reyna að koma á samkomulagi. Var þetta lagt fyrir fund Dagsbrúnar í gær- kveldi, og mun stjórn fjelagsins hafa mælt með því, að verkfallinu yrði frestað, en fundurinn feldi það með 369 atkv. gegn 269. — Hófst því verkfallið á miðnætti s.l. nótt. Bevin vill framlengdan vináttusamning við Rússa London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. I DAG fóru fram í neðri málstofu breska þingsins umræð- ur um utanríkismál. Bevin utanríkisráðherra flutti aðalræðuna, eh auk hans töluðu þeir Noel Baker innanríkisráðherra og Ant- hony Eden, foringi stjornarandstæðinga. — 'í ræðu sinni sagði Bevin, að breska stjórnin vildi umfram alt halda áfram góðri samvinnu við Rússa, og það, sem Rússum og Bretum hefði bor- ið í milli, á þingi Sameinuðu þjóðanna og í öryggisráðinu, mætti alls ekki verða til þess að kæla vináttuna. Vill framlengja vin- áttusamninginn. Bevin sagði, að báðum þjóð- unum væri mikil nauðsyn þess að varðveita vináttuna, og sagð ist hann vera þess fýsandi, að vináttusamningur Rússa og Breta yrði framlengdur úr 20 árum í 50, ef tillaga kæmi fram a’f beggja hálfu um slíkt. Erfitt um Þýskaland. Bevin sagði, að erfitt myndi verða að komast að niðurstöðu u.m örlög Þýskalands, er til frið arráðstefnunnar kæmi. Sagði hann til dæmis, að Bretar væru eftnþá engan veginn komnir að niðurstöðu um það, hvar vest- urlandamærin ættu að vera, og ylli þar Ruhrhjeraðið mestu um. Onnur lönd. Bevin kvað bresku stjórnina vilja, að Austurríkismönnum yrði eitthvað ívilnað, er til frið arsamninga kæmi, og einnig ítölum. — Um Tyrkland sagði Bevin, að breska stjórnin vildi Eramn. á 2. síðu Seinkar Iriðarsamn- ingunum! París í gærkvöldi. BIDAULT, utanríkisráðherra Frakklands, ljet svo um mælt í dag, að hann teldi ekki ólík- legt, að. friðarsamningarnir, sem eiga samkvæmt áætlun að hefjast í maímánuði næstkom- andi, dragist nokkuð, vegna þess, að erfiðlega hafi gengið að komast að samkomulagi um kjör þau, sem Italir eiga að sæta við friðarborðið. — Bid- ault Ijet þess jafnframt getið, að stórveldin öll myndu gera alt, sem þau gætu, til þess að komast að endanlegri niður- stöðu um þessi mál. — Reuter. „ENCINN FJANDSKAP- UR í GARÐ RtJSSA Forsætisráðfíerra Persa hjá Stalin Moskva í gærkvöldi. í DAG hafði Stalin boð fyr- ir forsætisráðherra Persa, sem nýlega er kominn til Moskva til viðræðna við fulltrúa ráð- stjórnarinnar um gagnkvæm málefni Persa og Rússa. Verð- ur forsætisráðherrann formað- I ur sendinefndar Persa. Stal- in sýndi forsætisráðherranum mikinn sóma. Molotov, utanrík isráðherra Rússa, var viðstadd- ur. — Reuter. I Hungursney§ víSa í Kína . Chungking í gærkvöldi. HUNGURSNEYÐ er þegar í mörgum hjeruðum Kínaveldis, og er líklegt, að þetta versni, nema þegar sje eitthvað gert til þess að skipuleggja heim- sendingu tveggja miljóna her- manna, sem búist er við að verði leystir úr herþjónustu á næstu mánuðum. — Þar sem þessir rnenn eiga heima er þeg ar mjög litið um mat, og batn- ar auðvitað ekki, er þeir bæt- ast við. — Reuter. Látinn erkibiskup Dr. COSMO GORDON LANG, fyrverandi erkibiskup af Kan- taraborg, er nýlátinn, 81 árs að | aldri. Hann átti mikinn þátt x því, að Játvarður VIII. varð að að segja af sjer, er hann gekk að eiga frú Simpson. Mackenzie King finst Rússar fui! móðursjtíkir FÁTT HEFIR verið um svör af hálfu Kanadastjórn- ar við yfirlýsingu þeirri, sem stjórn Sovjetríkjanna birti í gærkveldi varðandi njósnamálin í Kanada, en þó hefur Mackenzie King, for- sætisráðherra Kanada, ekki látið henni ósva,rað með öllu. í óþökk Kanadastjórnar. Eins og áður hefir verið frá skýrt, segir Sovjetstjórn- in í yfirlýsingu sinni, að til- kynning Kanadastjórnar' um njósnamálin markist af fjand skap í garð Sovjetríkjanna og sje birt í þeim tilgangi að reyna að klekkja á Rússr um til þess að vega upp á móti þeim hrakförum, sem vinir Kanadamanna, Bretar, hefðu farið á þingi Samein- uðu þjóðanna og í öryggis- ráðinu. — í svari sínu segir Mackenzie King, að Kanada- stjórn hafi engan þátt átt í því. að tilkynning sú, sem les in var upp í útvarpið varð- andi njósnamálin var orðuð eins og raun bar vitni, og það hafi yfirleitt verið í óþökk stjórnarinnar, að mál þessi væru gerð opinber, að minsta kosti að svo stöddu. Uppþotsmönnum í Bombay hótað aivarlegum aðgerðum London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ÓEIRÐIR ÞÆR, sem indverskir sjóliðar hafa staðið fyrir 1 Bombay, urðu einna mestar í dag, og koih víða til alvarlegra átaka. — í gærkvöldi flutti Godfrey, varaflotaforingi Breta á Indlandi, útvarpsræðu til uppþotsmanna, og sagði það gengi brjálæði næst íyrir þá að halda áfram óeirðunum. Sagði hann, að Indlandsstjórn væri' ákveðin í því að bæla uppþotin niður, jafnvel þótt það kostaði eyðingu indverska flotans. Hinsvegar sagði hann, myndu rjettmætar umkvartanir sjólið- anna teknar til athugunar, ef þeir ljetu segjast'. Bresk flota- deild er nú á leið til Indlands, Rjeðust inn í skotfærageymslu. Um hádegisbil i dag rjeðust indversku sjóliðarnir inn í skot- færageymslu eina í Bombay og náðu nokkru af skotfærum og sprengiefni og hófu síðan árás á breska hermenn, en voru hraktir á brott. Munaði minstu, að til skothríðar úr fallbyssum kæmi. Þjóðþingsflokkurinn kenuir á vopnahljei. Fyrir tilstilli nokkurra leið- toga Þjóðþingsflokksins ind- verska, ljetu sjóliðarnir til leið- ast að gera nokkurt hlje á ó- eirðunum og hefir seinni hluta dags ekki komið til mikilla upp þota. Á fundi í neðri málstofu breska þingsins í dag sagði Att- lee forsætisráðherra, að fregn- ir af atburðunum í Bombay væru enn óljósar, en sagðist vonast til þess að stjórnin gæti gefið málstofunni skýrslu um þá á morgun (föstudag). UNGLINGUM NÁÐ. LONDON: — Öllum sex ungl ingunum, sem nýlega struku af uppeldishæli við Dartmoor í Bretlandi, hefir verið náð aftur. Þeir náðust mjög langt frá hæl inu. Ekki „stóri brððir“ Breta. Þá sagði Mackenzie King það hina hlægile'gustu fjar- stæðu, að Kanadamenn hefðu verið að reyna að hefna. ó- fara þeirra, sem Rússar segja Breta hafa farið. — Hafi ver- ið um einhverjar ófarir Breta að ræða, þá væru Bretar sennilega menn til þess að jafna*slíkt. ■— Kanadamenn teldu þess enga þörf, að þeir færu að leika einhvern „stóra bróður“ Breta og jafna um gúlana á þeim, sem væru vondir við þá. Drepsétf í Hankov Chungking í gærkvöldi. ILLKYNJAÐRAR drepsóttar hefir orðið vart í Hankow í Kína, og er talin allmikil hætta á því, að hún breiðist út. Yms- ar ráðstafanir hafa verið gerc - ar til þess að hefta útbi-eiðsl i sóttarinnar, m. a. fyrirskipað samgöngubann. Læknar og hjúkrunarlið hafa einnig kom- ið á vettvang. ■— Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.