Morgunblaðið - 10.03.1946, Side 5
Sunnudagur 10. marz 1946
MORQDNBLABIÖ
K
Milli hafs og heiða
Fengnir til.
BJARNI ÁSGEIRSSON
getur þess í Frey, að Árni
Eylands hafi fengið 19 bún-
aðarþingfulltrúa til að und-
irskrifa áskorun til stjórnar
Búnaðarfjelagsins um að
ráða Árna sem ritstjóra Freys
áfram.
Auðvitað er það rangt, að
Árni hafi pantað slíkar und-
irskriftir. Til þess er hann of
\andur að virðingu sinni. En
þetta sýnir álit formdfins
Búnaðarfjelags íslands á full
trúunum. Það sje hægt að fá
þá til þessa eða hins. Virð-
ingin fyrir sjálfstæði þessara
manna segir til sín. Fram-
sóknarsvipurinn á umsögn-
inni leynir sjer ekki.
Nýr ósómi.
í BRJEFI úr Vestur-Húna-
vatnssýslu er þess getið, að
á búnaðarfjelagsfundi hafi
komið brjef frá einhverri
milliþinganefnd, sem starfar
á vegum Búnaðarfjelags ís-
lands, þar sem leitað er á-
lits búnaðarfjelagsins um það
hver ráð sjeu heppilegust til
að koma í veg fyrir að jarð-
ir hækki í verði.
Á fundinum var samþykt
með samhljóða 28 atkvæðum
svohljóðandi tillaga:
„Útaf brjefi milliþinganefnd
ar í jarðeignamálum um til- (
lögur er miða að því að;
hindra varhugaverða verð-
hækkun á jörðum, lítur fund
urinn svo á, að þar sem víða
í sveitum landsins er svo á-
statt, að jarðir eru að fara í
eyði, jafnvel þó að vel sjeu
hýstar, og vel í sveit settar,
sje nú ekki ástæða til að
hlynna að frekari eyðingu
jarða með sjerstökum laga-
fyrirmælum, heldur væri
minna gert af hinu opinbera
til að íta undir þá upplausn
sem þegar er orðin í sveitum
landsins“.
Brjefritarinn bætir því við,
að fundarmönnum hafi talist!
svo til, að á árunum 1930 til
1945, hafi ein jörð af hverj-
um 6 farið í eyði í Vestur-
Húnavatnssýslu. Og ennfrem
ur: Svo er gert háð að manni
með þessum fyrirspurnum
um ábendingar til að hindra
óhæfilega hátt jarðaverð“.
Er ekki von að mönnum of
bjóði. Þegar slíkt vandræða
ástand sem er. hefir orðið í
sveitum landsins eftir 17 ára
Framsóknarstjórn yfir bún-
aðarmálum, og þegar búið er
að meta jarðirnar svo lágt
í fasteignabók, að fullkomna
fyrirlitningu sýnir á bændum |
og sveitalífi, þá skuli því (
bætt við, að biðja bændur|
um tillögur til að koma í veg;
fyrir hærra jarðaverð. Meiri
ósvífni er tæplega hægt að.
bjóða sveitaniönnum. Og svo'
telja sömu menn nauðsyn-;
legra en alt annað, að byggja |
hótel í Reykjavík fyrir fje
bændanna
hin tuddalega andstaða þeirra
við nýsköpun atvinnuveg-
anna ogj framsækni þjóðar-
innar muni ekki duga flokki
þeirra lengi til fylgis hjá
þjóðinni. Á Akureyri hafa
fulltrúar þeirra í bæjarstjórn
nú gengið til samstarfs við
stjórnarflokkana um ýms
framfaramál kaupstaðarins.
Hafa þeir samið um að hrinda
í framkvæmd mikilli aukn-
ingu hafnarmannvirkja stuðla
að aukningu útgerðarinnar í
bænum o. fl. Verður fram-
kvæmd þessa samnings, ef
vel tekst, mikið spor í sömu
átt og ríkisstjórnin er nú að
vinna. Er það nú sjeð að
Framsóknarmenn á Akureyri
hafa virt að vettugi skipanir
yfirmanna flokksins í Reykja
vík, og hyggjast taka upp
samstarf við stjórnarflokk-
ana og nýbyggingarráð um
nýsköpun og framfarir í at-
vinnumálum. Er vonandi, að
Framsóknarmenn á fleiri stöð
um komi á eftir í sömu átt,
hvernig sem flokksforust-
unni í Reykjavík kann að líka
það.
'ul“, berjast við hlið Tímans
■ gegn allri framfaraviðleitni
stjórnarinnar og þeirra flokka
er að henni standa. Og svo
langt gengur þessi alþýðu-
foringi ísfirðinga í fylgd sinni
við Framsókn, að hann er
nú farinn að iðka mjög hinar
sömu bardagaðferðir og Her-
mann sjálfur, þótt lítt hafi
honum dugað þær til sigurs.
Og það ætti Tíminn að hafa
lært af framkomu Hannibals
þessa á atkvæðagreiðslunni
um sjálfstæðismálíð, að ekki
hefur það mikla gæfu í för
með sjer að binda trúss við
'hann. Má því segja að ekki
halli á um forustu og fylgis-
mann
Austrœna lýörœðið í
algleymingi.
SAGT hefur verið frá því
í frjettum (að því er virðist
í alvöru), að fram hafi farið
kosningar í Sovjetríkjunum.
Var svo skýrt frá, að alls
hefðu kosið 99,7% af mánn-
skapnum og af þeim hefði
Kommúnistafl. ráðsfjórnar-
ríkjanna fengið 99,18%. Ekki
er þess g'etið, hver fjekk mis-
muninn. Það hefir líklega
ekki þótt skifta máli því
munurinn er aðeins 0,18% af
kjósendum. Sjest á þessum
,,kosninga“-úrslitum, að það
er rjett, sem Jóhannes úr
Kötlum sagði: Rússum hefir
tekist að halda sjer hreinum
af „spillingu hins borgara-
lega lýðræðis". En það má
mikið vera ef þetta minnir
engan á „kosningarnar“ hjá
Hitler á mesta valdatíma
hans.
Kosningar i vor.
ALLLÖNGU áður en aðrir
flokkar voru farnir að hefja
nokkurn undirbúning að bæj
arstjórnarkosningunum, voru
sósíalistar farnir að þeyta
kosningalúðra sína og kvað
við hátt. Úrslit bæjarstjórnar
kosninganna í Reykjavík og
víðar sýndu, að ekki bar sá
langi og mikli viðbúnaður
þann árangur, sem til var
ætlast. Einn flokkur virðist
ætla að feta í fótspor sósíal-
ista hvað viðvíkur alþingis-
(kosningunum á vori komanda
Tíminn er þegar tekinn að
hafa „kosningarnar í vor“ á
orði í hverri grein. En ekki
er nú hátt risið á öllu því,
sem Framsókn ætlar að g'era
að kosningamálum sínum eins
t. d. lítilsháttar hækkun
ýmsra opinberra styrkja,
þingsalyktun um innflutning
erlendra flekahúsa o. fl. Ef
dæma á eftir framkomu Fram
sóknarfl. í stjóri^arandstöð-
unni, má búast við að yfir-
menn flokksins láti eins og
óðir menn í þeirri kosninga-
baráttu, sem háð verður í vor
víðsvegar um land. En þá
er gott að minnast þess,. að
hingað til hefir þjóðin látið
sjer fátt finnast til uni geip
og gaspur í pólitískum umræð
um og að oft verður lítið úr
því högg'inu, sem hátt er reitt.
esl^aab
>óh
Fimtugsafmæli á í dag Ólaf-
ur Pálsson frá Húsavík, á mb.
,.Gaut“, Hafnarfirði.
Skipafrjettir. Brúarfoss er í
Keflavík. Fjallfoss kom til
Reykjavíkur í gærmorgun frá
Isafirði. Lagarfoss væntanleg-
ur í dag frá Kaupmannahöfn.
Selfoss er í Leith. Reykjafoss
er í Hull. Buntline Hitch er í
New York. Acron Knot hleður
í Halifax síðast í mars, Salmon
Knot hleður í New York í byrj
un apríl. Sinnet hleður í New
York um miðjan mars. Empire
Gallop fór frá New York 6.
mars til Reykjavíkur með við-
komu í St. Johns. Anne er í
Kaupmannahöfn. Lech kom til
Reykjavíkur kl. 11 í gærmorg-
un frá Leith. Lublin hleður í
Leith um miðjan mars.
Björn Björnsson stórkaup-
maður frá London kom hingað
til bæjarins í gær flugleiðis. —
Hann mun dvelja hjer í versl-
unarerindum eina til tvær vik-
ur.
ASalfundur Fjelags ísl. hljóð
færaleikara verður n.k. sunnu-
dag, 17. mars, í Tónlistardeild.
Fundurinn hefst kl. 2 e. h.
Borgfirðingafjelagið, sem ný
lega er stofnað (Mýra- og
Borgarfjarðarsýsla), hygst að
koma á stofn söngfjelagi karla
og kvenna. Formaðurinn, Eyj-
ólfur Jóhannsson, lýsti þessari
hugmynd sinni á fyrsta fundi
fjelagsins við einróma undir-
tektir. — Stjórnin hefir trygt
sjer söngstjóra, Hallgrím
Helgason tónskáld. Morgun-
blaðið hefir átt tal við undir-
búningsdeild þessara mála, sem
telur horfurnar góðar, því á-
gætt söngfólk, þrjátíu eða fleiri,
hafi þegar tjáð sig reiðubúið.
Verð veiðarfæra. I tilkynn-
ingu frá Verslunarráði íslands,
sem birtist í blaðinu í gær, fjell
úr eftirfarandi setning í prent-
un: Á dragnætur, stálvír. man-
illa og vörpugarn (í 2. fl.) má
legg'ja 12% í heildsölu, en 25—
35% í smásölu.
Þingið
V. K. F. „Framsékn
rr
Er Framsókn gamla að
sjá að sjer?
SVO lítur út fyrir, að sum-
staðar á landinu sjeu Tíma-
Tnenn komnir að raun um, að
Bandamenn Tímans.
TÍMINN veit, að honum
mun verða lítið ágengt í
stjórnarandstöðunni, ef hann
getur ekki aflað sjer neinna
bandamanna. Hingað til hafa
flestir þeir fylgismenn,, sem
Tíminn gerði sjer rtlestar von
ir um, gersamelga brugðust
honum. Hann vænti þess, að
aflabréstur og óþurkur, skip-
tapar og markaðsörðugleikar
myndu ganga í lið með sjer
og hrunstefnuliði hans, draga
kjark og framfarahug úr
landsmönnum og veikja trú
þeirra á umsköpun og efl-
ingu atvinnuveganna. Ennþá
hefur alt þetta brugðist von-
um Tímans. Meira að segja
ketverðið, sem Tíminn vænti
fastlega að yrði ekki nema
tæpar sex krónur kílóið, lítur
út fyrir að muni verða hærra.
Þó er það einn bandamaður,
sem aldrei bregst Tímanum
bg hyski hans. Það er sjálf-
stæðishetjan á ísafirði, krata-
broddurinn Hannibal, sem
stöðugt lætur blað sitt „Skut-
Er landbúnaðurinn hornreka.
YFIRMENN Framsóknarfl.
klifa jafnan á því, að stjórn-
arflokkarnir meti landbúnað-
inn lítils og vilji veg hans
og þeirra sem að honum
Udnna sem minstan. Ef svo ó-
jlíklega vildi til að einhver
hefði lagt trúnað á þennan íg
* róður hefði sá hinn sami gott
jaf að kynna sjer 16. gr. fjár-
|laganna. Hún fjallar um fjár
^veitlngar til atvinnumála og
(skiftist í þrent, þannig:
Landbúnaðarmál kr. 10,5 milj
[sjávarútv.mál kr. 0/898 milj.
Inðuaðarmál kr. 1 milj.
Eftir að ,bændaflokkurinn‘
'Framsókn hafði ráðið hjer í
j 17 ár, stóð landbúnaðurinn
mjög höllum fæti gagnvart
öðrum atvinnugreinum, en
svo vel hafa stjórnarflokk-
arnir skilið þörf hans, að
hann nýtur nú firftmfalt
hærri ríkisstyrks heldur en
báðir hinir höfuðatvinnuveg-
irnir til samans og veitir
vissulega ekki af.
semur um kaup
SAMKVÆMT breytingu,
sem gerð var á gildandi samn
ingum við Vinnuveitendafje
lag íslands þ, 7. þéssa mán.
hækkar tímakaup verka-
kvenna í venjulegri dagvinnu
í kr. 1,77 frá og með mánu-
d.eginum 11. marz næstk.
Sú breyting verður á að
12. grein gildandi samnings
að allur 17. júní telst helgi-
dagur, en 1. desember fellur
burtu, og ennfremur að á
aðfangadag jóla og gamlárs-
dag skal dagvinnu lokið kl.
12 á hádegi. Samkvæmt samn
ingi við bæjarstjórn Reykja-
víkurbæjar og ríkisstjórn
gildir sama kaup í tímavinnu
og ákveðið er í samningum
fjelagsins við Vinnuveitenda-
fjelag íslands
FRUMVARPIÐ um heimild
fyrir ríkisstjórnina til ráðstaf-
ana vegna útflutnings á afurð-
um bátaútvegsins var til 1.
umr. í Nd. í gær. Efni frv. er
rð ríkisstjórninni heimilast að
ábyrgjast hraðfrystihúsunum
allt að 5 aura á innvegið kg.
miðað við slægðan fisk með
haus. Er þetta gert vegna
hækkunar þeirrar, sem varð á
lágmarksverði á nýjum þorskií
og ýsu í vetur. Einnig er rík-
isstjórninni heimilt að kaupa
til útflutnings eða ábyrgjast
sölu á allt að 5 þús. tn. af salt-
fiski, er miðast við kr. 1,70
hvert kg. af I. fl. þorski.
Atvinnumálaráðherra, Áki
Jakobsson, fylgdi frv. úr hlaði.
Gat hann þess, að þar sem ó-
samið var um sölu á hraðfrysta
fiskinum, bæri nauðsyn að
tryggja hraðfrystihúsin fyrir
tapi, sem kynni að leiða a£
hækkun lámarksverðsins.
Eysteinn spurði hvort sann-
ar væru þær fregnir, sem bor-
izt hafa, um mikla erfiðleika
við löndun í höfnum Bretlands
og markaðshorfur yfirleitt.
Einnig spurðist hann fyrir uní
saltbirgðir í landinu.
Akvinnumálaráðherra kvað
ástandið á enska markaðnunr
þannig, að mjög miklar tafir
væru þar við löndun, vegna
vöntunar á vinnuafli, auk
flutningaerfiðleikanna. Þegar
fiskurinn væri korninn á land,
óskemdur, seldist hann ávait
iyrir hámarksverð. Reynt væri
að afla nýrra markaða á meg-
inlandinu. En það væri örðug-
leikum bundið.
Ráðherra upplýsti að í land-
inu væru 8 þús. tn. af salti, en
nauðsyn bæri til að fá meira.
Alt útlit væri fyrir að auka
þyrfti söltun í landinu mjög
mikið á næstunni. Umr. var
frestað.
Búnaðarráð.
I Ed. var frv. um verðlagn-
ingu landbúnaðarafurða (stofn
un búnaðarráðs) samþ. með
8 : 4 ásamt breytingartillögu
meiri hl. um að endurskoða
lögin fyrir árslok 1946.
Fundur í Sþ.
Fundur var í Sþ. seinna urn.
daginn. Var þar samþ. þings-
ályktunartillaga um 400 þús.
kr. lán fyrir Slysavarnafélag
íslands.
Nokkrar deilur urðu um
þáltill. um afnotagjald útvarps
notenda. Meirihl. fjárvn. (Sig.
Kr., P. Ottesen, B. Kr. Guðm.
í. Guðm., Skúli Guðm., Helgi
Jónasson) lagði til, að- ekki
verði innheimt hærra afnota-
gjald á árinu 1946 en gert var
1945. Minni hl. (Gísli Jónsson,
Þórður Benediktsson, Steingr.
Aðalsteinss.) lagði til að mál-
inu yrði vísað frá á þeim
grundvelli, að ráðherra rjeði
gjaldinu. Umr. frestað.
♦•♦ ij* ♦XMoH*MI'4MM*4í*4****M«^*,'w'****MXH*t *•* ♦t**I**I**I*****t**t'' '•**!*♦*♦*«*
s
2-3 lagtientir menn
geta fengið langa og góða vinnu hjá okkur.
x-
y
Nýja Blikksmiðjan
%
t
t
»*•
I
y
Höfðatúni 6.
i