Morgunblaðið - 10.03.1946, Síða 6
IB
MOBÖUNbuAÐXB
Sunnudagur 10. marz 1946
— Brjcf send Morgunblaðinu —
EIMIM UM GERFISMIÐI
Hr. ritstjóri.
SVAR skólastjóra Iðnskólans
frá 22. febr. við grein minni frá
12. s. m. varð mjer nokkur
vonbrigði. Bjóst við jákvæðara
svari frá þeim reynda manni
og viturlegum tillögum um
lausn aðkallandi vandamáls,
rjettindamáli gervimanna.
Nú er skólastjórinn kominn
að þeirri niðurstöðu, að hjer sje
„ekki um neitt aðkallandi
vandamál að ræða“, en segir
þó, að „Iðnþing og iðnráð hafi
þegar tekið afstöðu til þessa
máls og leyst það á þann sann-
gjarnasta og viturlegasta hátt,
sem um er að ræða, eins og sak
ir standa. Hjer er ekki veikt að
orði kveðið. Því vil jeg fyrir
hönd gervimanna og almenn-
ings spyrja: Hver er sá sann-
gjarnasti og viturlegasti hátt-
ur? Fer fram á afdráttarlaust
og hreinlegt svar.
Gervimönnum finst áreiðan-
lega, að hjer sje um vandamál
að ræða og svo finst fleirum,
þótt skólastjórinn neiti því sem
staðreynd.
Því miður hefir skólastjór-
inn tekið á þessum rjettinda-
málum gervimanna með full-
komnu samúðarleysi í þeirra
garð og þar af le'iðandi af litl-
um skilningi. Hann talar um
þessi mál eins og sá, sem vald-
ið hefir og forskriftina gefur,
hvar eftir mönnum»beri að
fara.
Þar sem um rjettinda- og á-
greiningsmál er að ræða, eru
slíkar undirtektir síst fallnar
til farsællar úrlausnar.
Við skólastjóri erum hjerum-
bil svo ósammála sem menn
geta verið um þessi mál og
ekki er jeg frá því, að honum
finnist þetta óþarfa rex og
slettirekuskapur af mjer, jafn-
vel áreitni í sinn garð, en það
hefi jeg þó reynt að forðast,
tel slíkt ógagnlegt og ástæðu-
laust.
Eftir því, sem nú lítur út,
eiga gervimenn að sækja þessi
rjettindamál sín undir iðnþing,
iðnráð og skólastjóra Iðnskól-
ans. Ef nú þessir aðiljar sýna
sameiginlega álíka skilnings-
og samúðarleysi í garð gervi-
manna og fram kemur af skrif
um skólastjórans, virðist svo
sem gervimenn hafi ekki ann-
að mótvægi, ,en almennings-
álitið og mátt sinna samtaka,
ef einhver verða.
Hitt er augljóst mál, að þau
hundruð eða þúsundir gervi-
manna, sem hjer eiga hags-
muna að gæta, muni ekki sætta
sig við neina einræðislausn.
Jafn augljóst virðist það, að
gervimenn, sem unnið hafa ár-
um saman í iðnaðinum, hafa
fengið einmitt það, sem skóla-
stjóri talar um í sambandi við
4 ára iðnnám, „æfingu, þjálf-
un, Öryggi“.
Hafi nú þessir menn aflað
sjer þeirrar kunnáttu, sem
krafist er til sveinspröfs, virð-
ist meira vit í því að leyfa þeim
að sanna getu sína með prófi og
ótrúleg þröngsýni að sjá enga
úrlausn aðra en þá, að láta þá
læra í 4 ár. Kemur þar enn að
höfuðágreiningi okkar skóla-
stjóra. Hann virðist einblína á
námstímann sem mælikvarða,
en mjer finst kunnáttan skifta
öllu máli.
Annars mun'það sanni nær,
að hið hefðbundna fyrirkomu-
lag, 4 ára nám hjá meistara,
er í sumum iðngreinum orðið
ljelegur forngripur. Tek jeg
þar til járniðnaðinn, þar þykja
nýsveinar oft mjög ljelegur
vinnukraftur, ekki síður en
ljelegir gervimenn. Er þetta
ofurskiljanlegt, þegar þess er
gætt, að þar vinna 20—200
manns við sama fyrirtæki.
Vinnu þarf mjög að hraða,
hver hefir nóg með sitt verk
og enginn hefir tíma til að
skifta sjer af lærlingum, leið-
beina þeim og kenna, svo sem
þörf væri. Mjer hefir skilist,
að í reyndinni verði það oft
svo, að nemendur „moki skít“
fyrir lítið kaup í 4 ár.
Skömmu fyrir próf þarf svo
að rjúka til og kenna þeim það
helsta, sem þeir eiga að taka
próf í. Oftast slampast þetta
af, lærlingarnir fá prófið, en
vantar einmitt það, sem skóla-
stjórinn talar um, „æfingu,
þjálfun, öryggi“, og finst eng-
um mikið, sem til þekkir. •—
„Æfinguna, þjálfunina og ör-
yggið“, verða þeir svo að fá
með timanum, sem sveinar á
hærra kaupi, og gengur það
misvel eins og mennirnir eru
misjafnir. Þetta vil jeg bera
undir meistara og sveina, sem
muna sinn námstíma, og svo
lærlinga, sem nú eru við nám.
Ef þessir menn athuga sam-
viskusamlega staðreyndir í þess
um málum, ætti ekki að fara
hjá því, að þeir sæju, að hjer
er ekki alt í lagi. Námstíminn
er ljelegur mælikvarði á kunn-
áttuna.
Væri nú ekki athugandi fyr
ir þessar iðngreinar og aðrar
þær, sem frekar eru að kom-
ast í stóriðjuhorf, hugmyndin,
sem Gísli Halldórsson benti á
nýlega, um tækniskóla. í þess-
um iðngreinum er margt stór-
huga og framtakssamra manna,
sem trúandi er til að sjá nýjar
leiðir, er öllum aðiljum reynd-
ist hollar. Ekki er jeg frá því,
að þannig væri hægt að fá eft-
ir 2 ára nám betri nýsveina,
en eftir 4 ár með gamla laginu.
Hið gamla, hefðbundna fyrir
komulag hefir margt til síns á-
gætis, en virðist þó einkum
henta þar sem fáir eruá vinnu
stað, nemendur sjá þá alt, er
fram fer, og meistari að jafn-
aði viðlátinn til eftirlits.
Undarlegt fanst mjer það hjá
skólastjóranum að benda mjer
á, að „fræðileg kunnátta skóla
nemandans og iðnkunnátta iðn
nemans væru ekki sambæri-
leg“. Heyrst hefir fyrr þetta
„ekki sambærilegt“, en þótt
vafasöm rök-.
Öll próf virðast til þess gerð
að komast áem næst því sanna
um getu manna og kunnáttu.
Prófin tiltaka visst lágmark og
látið duga, ef því er náð. Þetta
lágmark mun miðað við meiðal
námsgáfur eða minna, þegar
námstími er áætlaður, það virð
ist sanngjarnt.
Nú benti jeg á, að allir skól-
ar gefa nemendum kost á að
gera betur og fljótar en í með-
allagi. Því fæ jeg ekki skilið,
að iðnnemar þurfi allir að vera
í meðallagi, og þeir einir allra
námsmanna fái ekki að njóta
hæfileika og dugnaðar í stytt-
um námstíma.
Ekki hefi jeg mikla von um
að hafa sannfært skólastjóra
Iðnskólans og verður að taka
því.
En þó ætla jeg, að mörgum
finnist jeg hafa rætti þessi á-
greiningsmál af nokkru viti og
vafasamt megl teljast, aS stað-
hæfingar skólastjóra sjeu eins
haldgóðar til farsælla fram-
kvæmda eins og hann virðist
sannfærður um.
Árni B. Björnsson.
Brjef:
Undanþágumenn
Hr. ritstj.
Jeg ætla enn að senda voru
háttvirta Alþingi nokkur orð
viðvíkjandi mönnum þeim, sem
hafa stundað vjelgæslustörf
með updanþágu á hinum erfið-
ustu tímum. Vill einhver góður
maður segja mjer, hvort æðstu .
menn bjóðar vorrar sjeu ábyrg-
ir gjörða sinna eða ekki, eða
hvort hægt sje að veita þeim
undanþágu frá ábyrgð í vissr
um tilfellum. Ef þeir eru á-
byrgir gjörða sinna hvers-
vegna hafg þeir þá gengið inn
á þá braut að veita mönnum
undan^águ, fyrir 14 kr. gjald,
serh fullgildum mönnum, í á-
byrgðarmiklar stöður á hættu-
legustu tímum. En nú er svo
að sjá, að þessir sömu menn
telji undanþágumenn ekki' Jaess
virði að neitt sje fyrir þá gjört,
þá öldur hættunnar fara dvín-
andi/
Ef vort háttvirta Alþingi vill
sinna því, sem við álítum skyldu
þess, ætti það að athuga tillögu
mína, er hjer fer á eftir og
koma henni í framkvæmd. Til-
laga mín er í því fólgin að
skipuð sje nú þegar nefnd í
málið, sem leiti eftir að finna
grundvöll fyrir lausn þessa
máls og sje hún skipuð einum
þingmanni, einum frá Vjel-
stjórafjelagi íslands og einum
frá starfandi undanþágumönn-
um.
Við höfum heyrt, að Vjel-
stjórafjelagið sje það frjálslynt
og víðsýnt, að það vilji eitthvað
gjöra til frambúðar þeim mönn
um, er þessa atvinnu hafa
stundað og þökkum við því af
alhug fyrir þann hlýja hug,
er það hefir til okkar borið og
vonum við fastlega að geta orð-
ið þess verðugir. Alþingi ber
að ríða á vaðið og vonum við
að það dragist nú ekki lengur
og hryndi nú málinu þegar af
stað. •
H. Pjetursson.
Ef Loftur getur það ekki
— þá hver?
Alifuglarækt og
eggjaframleiðsla
Herra ritstjóri:
Flestar húsmæður þessa bæj-
ar munu nú orðið vera orðnar
svo vanar eggjanotkun, að þær
eiga mjög eríitt að vera án
þeirrar vörutegundar. Sama
máli mun einnig gegna um
brauðgerðarhús, matsölur og
sjúkrahús.
Margir líta svo á að egg sjeu
„lúxus“ vara, sem aðeins eigi
að nota til hátíðabrigðis. Þetta
er alröng skoðun, egg eru ekki
fremur ,,lúxus“ matur en aðrar
fæðutegundir, heldur nauðsyn-
leg fæða, sem öllum er holt að
neyta sem mest af. Því sjeu
alifuglar vel fóðraðir mun ekki
fyrirfinnast fjörefnaríkari fæðu
tegund en egg.
Fyrir ári síðan var svo mikill
skortur hjer á eggjum, að
meginþorri almennings átti alls
ekki þess kost, að neyta þeirrar
vöru.
Ástæðan til þessa skorts á
vöru þessari mun að nokkru
hafa stafað af því, að hjer í
landinu dvaldi þá erlent setu-
lið, sem töluvert mun hafa
keypt af eggjum. Einnig munu
hænsnabú hafa v'erið færri
vegna erfiðleika að afla fóðurs
og húsnæðis þar sem mikill
skortur var á byggingarefni. .
Þessi skortur á eggjum leiddi
til þess, að verð á þeim var
hátt eins og á öllum landbún-
aðarvörum en þó ekki úr hófi
þar sem verðlagsnefnd setti há-
marksverð á þau eftir árstíð-
um. Verð á öllu alifuglafóðri
var mjög hátt og er og mikl-
um erfiðleikum háð að afla
þess, eins og margra annara
nauðsynjavara þar sem mest alt
meginland álfu vorrar líður af
fæðuskorti.
Upp úr síðustu áramótum tók
að bera á því að framboð á
eggjum fór ört vaxandi. Or-
sökin til þess mun að nokkru
sú, að ný bú höfðu risið upp
á s. 1. ári. Önnur ástæðan og
liklega ekki s úveigaminsta var
að í september mánuði og fram
í nóvember s. 1. ár var mjög
mikil þurð á eggjum, sem hefir
að miklu leyti stafað af því,
að margir hafa verið að safna
og bíða hærra verðs, sem verð-
lagsstjóri ákvað í byrjun nóv.
s. 1. ár. Hrúgaðist því óeðli-
lega mikið á markaðinn af
eggjum fyrir hátíðirnar bæði
gömlum og nýjum.
Upp úr hátíðunum eða um
áramótin þegar heldur hafði
dregið úr eggjaneyslunni, en
framboðið hinsvegar hið sama.
Þá lækkuðu ýmsir kaupmenn
verðið á eggjunum, án þess að
verðlagsstjóri hefði nokkur af-
slýfti af. Virtist um tíma vera
kapphlaup á milli ýmsra versl-
ana að lækka vörp þessa, án
tillits til hvort framleiðendur
fengju fullnægjandi verð fyrir
vöru sína. Og nú er svo komið
að við borð liggur, að þessi at-
vinnuvegur leggist í auðn ef
þessu ófremdarástandi heldur
áfram.
Við íslendingar verðum að
gera okkur það ljóst, að það
er miklu koslnaðarsamara að
framleiða egg í þessu landi en
í nágrannalöndum okkar. Við
þurfum vandaðra húsnæði
handa alifuglum hjer á norð-
urhjara og við þurfum að flytja
inn mest alt fóður handa þeim.
Skilyrðin til að alifuglar gefi
vel af sjer, er að þeim líði
sem best. Þeir þurfa að hafa
hreinleg, hlý, björt og rúmgóð
húsakynni og fjölbreytt og
kjarngott fóður. Húsnæði hirð-
ing og fóðrun alifugla ef í lagi
á að vera er síst ódýrari en
fyrir önnur húsdýr í þessu landi
nema síður sje.
Hænsnafóður hefir ekkert
lækkað ennþá og vinnan við
hirðingu farið vaxandi að dýr-
leika. Þó að flestum þýki egg-
in góð og beri sig illa ef þau
fást ekki þá gera margir þeirra
sjer ekki ljóst, að bak við fram-
leiðslu þeirra er mikið erfiði
og áhyggjur.
Það sem gera þarf til að ali-
fuglarækt leggist ekki algerlega
í auðn hjer í Reykjavík og ná-
grenni er fyrst og fremst að ali-
fuglaeigendur þurfa að bindast
fjelagssamtökum til að koma í
veg fyrir að hagsmunir þeirra
verði fyrir borð bornir.
Á þessari miklu fjelagssam-
taka öld er býsna einkennilegt,
að þessi atvinnuvegur — sem
er einn liður í landbúnaði vor-
um, — sje ekki háð fullkom-
inni verndun verðlags eins og
t. d. kjöt og mjólk.
Fjelagssamtök alifuglaeig-
enda myndu gæta hagsmuna
þeirra, samræma verðlag á
hverjum tíma og jafnvel ann-
ast dreifingu á afurðum bú-
anna í heildsölu og annast út-
vegun fóðurvara.
Sjá um flokkun eggjanna, því
ekki er sæmaudi kaupanda eða
seljanda, að selja gömul egg
langt að komin með sama verði
og ný. Líka er brýn nauðsyn
að sjá um, að hreinlætis sje
gætt í hvívetna með þessa vöru
sem aðra. í þessu sambandi vil
jeg geta þess, að það er ekki
samboðið okkar mikla hrein-
lætis og heilbrygðisskrafi, í okk
ar kæru liöfuðborg, að sjá ó-
hreinum eggjum stilt út í mat-
vöruverslunum við hliðina á
hreinlegum varningi. Sökina á
þessum sóðaskap eiga fyrst pg
framst framleiðendur og svo
verslanirnar að veita vörunni
móttöku í slíku ástandi: Skilj-
anlega er þetta aukin vinna fyr-
ir framleiðendur en varan yrði
bara að vera ofurlítið dýrari,
því hver vill ekki heldur kaupa
hreina vöru en óhreina? Og
sannleiðurinn er sá, að verð
verðlagsstjóra á eggjum, áður
en verðið var gefið frjálst var
síst of hátt miðað við verð á
öðrum landbúnaðarvörum og
miðað við góða og hreinlega
vöru.
Tilgangurinn með þessum lín
um mínum er sá, að sýna fram
á, að ef alifuglarækt og eggja-
framleiðsla á að eiga nokkra
framtíð fyrir sjer, þá verður
að gera meira fyrir þann iðn-
að en gert hefir verið til þessa.
Nauðsyn ber til að haldin sjeu
námskeið í alifuglarækt ekki
síður en í öðrum iðngreinum,
og það verði gert að tilhlutun
hins opinbera,pg með stuðningi
þess, því mín skoðun er sú að
Framhald á bls. IX