Morgunblaðið - 10.03.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.03.1946, Blaðsíða 7
Sunnudagur 10. marz 1946 MORGUNBLAÐIÐ 7 HEGGUR SÁ. ER HLÍFA SKYLDI ,,VEG ÞÚ aldrei meir í hinn sama knjerunn en um sinn og rjúf aldrei sætt þá er góðir menn gera meðal þín og ann- ara.“ Þessi orð Njáls hins spaka á Bergþórshvoli til Gunnar vin- ar síns á Hlíðarenda komu mjer í hug er jeg hlustaði í gær- kvöldi á útvarpserindi hr. al- þingismanns Sigurðar Biarna- sonar, um daginn og veginn, og ummæli hans um íslenska bóka útgáfu. Það mun hafa verið um miðjan desember síðastlið- inn, í mestu jólaösinni, að ríkis útvarpið okkar ljet sjer sæma að skjóta inn í dagskrána, mitt á milli hinna endalausu auglýs- inga um bækur og annan varn- ing, sem það seldi auglýsend- um fyrir 1 kr. hvert orð, erindi Sigurðar Bjarnasonar atþingis- manns, þar sem hann með mörg um fögrum orðum reyndi að sannfæra hlustendur um það, að allar þessar auglýsingar væru ekkert annað en bull og vitleysa og engum óbrjáluðum manni kæmi til hugar að taka nokkuð mark á' þeim. Sama máli kvað hann gilda um rit- dóma blaðanna, þeir væru flestir hverjir markleysa tóm og pantaðir af útgefendum sjálfum. Sk.yldist manni helst að hjer væri um þjóðhættulega starfsemi að ræða sem þessi ræðumaður hefði tekið að sjer að vara almenning við. Eflaust hefir stjórn útvarpsins okkar orðið stórhrifiti af þessu erindi því í gærkvöldi fær hún sama ræðumann til þess að árjetta þetta með nýju erindi í sama anda og hið fyrra. Það mun nú þykja mála sann ast, að mörgum finnist ekki svo hafa verið búið að þessari starfsemi hjá okkur, á undan- förnum árum, frá hendi hins opinbera, að ástæða væri til að tví vega að henni með svo stuttu millibili, einmitt frá þeim stofnunum sem helst ættu að hlúa að andlegri starfsemi og að til þess skuli verða mað- ur úr þeinúflokki, sem maður síst ætti von á. Þá mun og öll- um ljóst að svo óvissir timar eru nú framundan um alla at- vinnuafkomu • okkar Islendinga að ekki er líklegt að nokkur þurfi að ala í brjósti sjer sjer- staka öfund yfir gróðavon okk- ar útgefenda í framtíðinni. Annars verð jeg að segja að það skýtur nokkuð skökku við um viðhorf forvígismanna okk- ar íslendinga til þessarrar starf semi og tilsvarandi manna í öðrum menningarlöndum. Ameríkumenn og Englending- ar miklast af því að bókafram- leiðslan sje með stærstu iðn- greinum í löndum þeirra og telja1 það sjepstaka gæfu og menningarauka fyrir almenn- ing, en hjer er það talið þjóð- hættuleg starfsemi og ríkisvald ið reynir á allan hátt að leggja steina í götu þeirra manna sem að þessum málum vinna. Undarlegt finnst manni það t. d. svo að tekið sje eitt dæmi af þeim sein áðurnefndur al- þingismaður fann islenskri bóka útgáfu til foráttu að einn af útgefendunum á síðastliðnu hausti hefði látið einn af okkar færustu bókmenntafræðingum velja fallegustu kvæðin sem Eftir Firm Einarsson bóksala bestu ísl. skáldin hefðu ort til mæðra sinna og gefa það út í smekklegu alskinnbandi. Þvílík þjóðarógæfa að þetta skyldi vera gert og heppin er íslenska þjóðin að eiga leiðtoga sem ,á- telja slíka starfsemi og vara hana við henni!!! Það er alkunnugt að íslensk- ir bóksalar verða að sætta sig við, vegna afskifta verðlagsyf- irvaldanna, nærri helmingi minni sölulaun en starfsbræð- ur þeirra alstaðar annarsstaðar í heiminum. Þó búa starfsbræð- ur þeirra í hinum stóru lönd- um við margfalt betri skilyrði en hjerlendir bóksalar, því hjá þeim er kaupendatjöldinn margfallt meiri en hjer og kostn aðurinn á selt eintak þar af leiðandi mikið minni og þó hef- ir að mjer er sagt enn verið talað um lækkun á söluiaunum okkar. Hjá mjer var nýverið danskur maður frá dönskum forlögum til að selja ísl. bók- sölum bækur. Hann varð alveg undrandi er jeg skýrði honum frá afskiftum hins opinbera af málefnum íslenskra bókaútgef- enda og bóksala. Fullyrti hann að þetta mundi einsdæmi í sög- unni. Saga íslenskrar bókaútgáfu er líka skýrasti dómurinn um skaðsemi þeirrar stefnu, sem upp hefir verið tekin áf stjórn- arvöldunum gagnvart þessari starfsemi. Alla tíð fram á síð- ustu stríðsár hafa íslenskir bóka útgefendur barist í bökkum fjárhagslega, margir ef ekki flestir hafa orðið að leggja ár- ar í bát á tiltölulega ungum aldri og þeirra góðu bókaverð- mæti hafa að meiru eða minnu leyti lennt í braskarahöndum. Þá hafa kjör rithöfundanna okkar á undanförnum árum ekki verið glæsilegri. Þeir hafa orðið að stela tíma af sínum eigin svefn- og hvíldartíma íil ritstarfa dauðlúnir af amstri og erfiði við fánýt störf sem þeir hafa neyðst til að taka að sjer til að draga fram lífið sjer og sínum til lífsframfæris vegna þess að ekkert fyrirtæki var.til í landinu til að gjalda þeim að verðleikum fyrir þeirra and- legu framleiðslu. Með góðæris- árum stríðsáranna kemur svo loks fyrsta tækifærið fyrir þessa menn, fyrsta tækifærið til þess hjer megi skapast voldugar menningarmiðstöðvar eins og útgáfufyrirtæki stóru landanna, « en þá grípur ríkisvaldið inn og þröngvar svo kosti þessarra fyrirtækja með óeðlilegum þvingunarráðstöfum og höftum og allt lendir í hinu mesta öng- þveiti og vandræðum. Maður hefði þó haldið að ríkisvaldið hefði sett nægilegann varnagla gegn óhóflegri auðsöfnun þess- arra fyrirtækja með hinni þrautpíndu skattaskrúfu þar sem svo að segja allur gróðinn er tekinn af fyrirtækjunum til opinberra þarf-a og eigendurn ir halda aðeins mjög svo hóf- legum lífeyri til eigin þarfa. Þessar athuganir mínar minna mig á atvik sem kom fyrir mig í janúarmánuði s.l. Stærsta útgáfufyrirtækið í Danmörku á á þessu ári 175 ára afmæli. Það er Gyldend- lask Boghandel. í tilefni af af- mælinu gaf forlagið út sögu fyrirtækisins frá byrjun til þessa dags og sendi mjer að gjöf. Jeg tók bókina heim með mjer og las hana mjer til mikillar ánægju. — Á þess- um 175 árum er þetta fyr- irtæki vaxið úr engu, því það var blásnauður Garðsstúdent, Sören Gyldendal sem fyrir 175 árum stofnaði þetta fyr- irtæki sem í dag er eitt af stærstu og voldugustu fyrir- tækjum í Danmörku og það fyrirtæki sem að allra dómi hefir stuðjað mest og best að aukinni menntun og menning dönsku þjóðarinnar. — En dönsk stjórnarvöld hafa líka jafnan sýnt þessu fyrirtæki hinn mesta skilning og vel- vilja og á erfiðleikatímum jafnan leitast við að greiða götu þess á allan hátt. — í skjóli þessa fyrirtækis sköp- uðu hinir miklu meistarar norrænna bókmennta sín ódauðlegu listaverk. Björn- son Ibsen, Lie, Kjelldland, Drachmann. Jakobsen. svo að aðeins sjeu nefndir þeir stærstu. Svo skuluð þið spyrja Dana hvar úr flokki pólitískra skoðana sem hann er, hvort hann álíti það heppilegt eða cheppilegt að Gyldendlask Boghandel fjekk að blómgv- ast og dafna, en var ekki dreg ið niður í svaðið svo sem nú er gert við ísl. útgáfufyrir- tæki af íslenskum stjórnar- völdum. Svárið sem þið fáið Minningarsjóður Kálfatjarnarkirkju HINN 11. júní 1943 voru lið- in fimtíu ár frá vígslu Kálfa- tjarnarkirkju. Af ýmsum ástæðum gat minn ingarguðsþjónusta ekki farið fram þann dag, en var haldin sunnudaginn 17. júlí að við- stöddu fjölmenni. í tilefni af þessu afmæli kirkj unnar fór fram fjársöfnun meðal fyrverandi sóknarbarna og afkomenda þeirra fyrri hluta júlímánaðar og safnaðist 6.347,- 00 kr. Var fjárhæð þessi íögð inn í sparisjóðsbók nr. 43472 við Landsbanka Islands. í samsæti, sem haldið var að Kálfatjörn að lokinni minning- arguðsþjónustunni. var bókin, ásamt lista yfir gefendur, af- hent formanni sóknarnefndar, hr. Erlendi Magnússyni, og þess jafnframt getið, áð sá væri vilji gefenda, að fje þessu yrði varið til sjóðstofnunar, og hefði sjóður þessi það hlutverk . að prýða kirkjuna að innan og styrkja kirkjusönginn. Síðan hafa sjóðnum borist gjafir, er nema kr. 1705.00 Skipulagsskrá sjóðsins er svohljóðandi: Skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Kálfatjarnarkirkju. 1. gr. —Sjóðurinn heitir „Minningarsjóður Kálfatjarnar kirkju“, og er stofnaður af fyr- verandi sóknarbörnum Kálfa- tjarnarsóknar og afkomendum þeirra í tilefni af 50 ára vígslu- afmæli kirkjunnar. Er sjóður- inn nú við stofnun hans (í okt. 1945) kr. 8.052,00, auk vaxta. 2. gr. Af stofnfje sjóðsins skal leggja 2.000,00 kr. í Söfn- unarsjóð íslands með þeim skil málum, að helmingur árlegra vaxta sje útborgaður árlega, en hinn helmingurinn leggist jafri an við höfuðstól. Að öðru leyti skal ávaxta fje sjóðsins í Lands banka íslands, að svo miklu leyti sem það verður ekki not- að samkvæmt 4.'gr. 3. gr. — Stjórn sjóðsins skipa sóknarprestur Kálfatjarnar- sókngr, formaður viknarnefnd- ár í sömu sókn, og ein kona kosin til gex.ára í senn á safn- aðarfundi Kálfatjarnarsóknar. Stjórn sjóðsins skiftir með sjer verkum. 4. gr,-— Sjóðstjórnin ráðstaf- ar handbæru fje sjóðsins á hvern þann hátt, sem henni þyk ir við eiga til þess að prýða kirkjuna að innan og styrkja kirkjusönginn. Skal fjárveiting úr sjóðnum jafnan vera sjálf- stæð og óháð öðrum gjöfum til kirkjunnar. 5. gr. — Sjóðurinn tekur á móti minningargjöfum og á- heitum á hverjum tíma, og skal helmingur þeirra gjafa jafnan lagður til viðbótar þeim hluta sjóðsins, er ávaxtast í Söfnun- arsjóði íslands. Að öðru leyti visast til 4. gr. Skal sjóðstjórn- in hafa sjerstaka minninga- gjafabók, þar sem skráð skulu helstu æviatriði þeirra, sem minst er með gjöfum til hans. 6. gr. — Stjórn sjóðsins sem- ur ár-lega reikning sjóðsins og skal hann lagður fyrir safnað- arfund ásamt reikningi kirkj- unnar. Reykjavík í okt. 1945. F. h. gefendanna Egill Hallgrímsson. Framanrituð skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Kálfatjarn arkirkju hefir nú. eftir að hafa hlotið staðfestingu forseta ís- lands og væntanlega verið birt í B-deild Stjórnartíðinda, verið afhent sóknarpresti Kálfatjarn- arsóknar, sjera Garðari Þor- steinssyni. E. II. verður á einn veg. Því miður erum við ÍSlendingar mjög skammt á vegi hvað snertir stjórnmálalegan þroska. Hjer er það látið óátalið að ungir piltar í unggæðingslegu valda brölti sínu, ráðist illkvitnis- lega á margar af bestu og ör- uggustu máttarstoðum þjóð- fjelagsins. Tökum til dæmis skrif þessara manna um hina íslensku heildsalastjett. Eins og öllum er kunnugt, var hjer um síðustu aldamót engin slík stjett til í landinu. En iaust eftir aldamótin stofn- settu tveir íslenskir menn tvö slík fyrirtæki hjer í Reykja- vík. Þessir menn höfðu báðir tveir aflað sjer hinnar bestu verslunarþekkingar erlendis. Áður fyr höfðu íslenskir kaupmenh ekki átt í önnur hús að venda en að leita til erlendra, einkum dánskra heildsala um útvegun á vör- um til versjana sinna, og urðu þeir oft á tíðum að sæta afarkostum frá þeirra hendi bæði þhvað snerti vöru gæði og verð. Öll heildsalaálagn- ingin fór þannig út úr land- inu. En þessi áðurnefndu tveir menn höfðu ekki starf- að hjer nema lítinn tíma er þeir höfðu náð megninu af versluninni í sínar hendur. Hve mikið þess istarfsemi hefir sparið íslensku þjóðinni í erlendum gjaldeyri er ómet anlegt. Það skiftir áreiðan- lega tugym ef ekki hundruð- um miljóna króna sem ann- ars hefði runnið út úr land- inu. Þessir menn hafa með starfsemi sinni skapað fjölda manns góða og vel borgaða atvinnu auk þess sem þeir jafnan haf verið ein stærsta og öruggasta stoðin undir skattabir^ði hins opinbera. En svo skeður það á því herr- ans ári 1942, að það kemur ný ríkisstjórn og hún skipar r.efnd nokkurra pilta, sem al- drei hafa nálægt viðskiftum komið og fær þeim í hendur einræðisvald yfir öllum at- höfnum þessarra þrautreyndu l>aupsýslumanna og jafnframt því er hafin herferð af þrem- ur stjórnmálaflokkum í land- inu til þess að berja því inn í þjóðina, að störf þessara manna sjeu þjóðhættuleg og að þeir mergsjúgi fátækann almúgann. Það sje því þjóð- arnauðsyn að leggja þessa starfsemi að velli og ár frá ári er svo hert á tökunum við þessa stjett. Allt er gert til að auka verslunarkostnaðinn og með valdboðum að lækka tekjurnar uns alt er komið i strand og kaupmaðurinn er að velli lagður. Hjer fullyrði jeg að verið er að fremja þjóðhættulega starfsemi. Er það raunveru- lega ætlun ríkisstjórnarinnar að láta þessa pilta halda ó- hindrað áfram með sitt þjóð- hættulega skemdarstarf. Úr þessu verður að fá skjótt skorið svo að þjóin geti átt- að sig á því hverjum hún í i'ramtíðinni getur falið for- ustu í vandamálum sínum. Finnur Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.