Morgunblaðið - 10.03.1946, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.03.1946, Qupperneq 8
8 MOB6DNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. marz 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. * Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Tímaliðið og bændastjettin HVENÆR, sem dreginn er fram í dagsljósið sá sann- leikur, að forustumenn Tímadeildarinnar hafi reynst aft- urhaldsgjarnir og andstæðir nýbreytni allri í atvinnu- háttum, þá kveða blöð þessara manna hátt við: „Nú er ver- ið að ráðast á bændur“. „Bændur eru skammaðir“. „Bænd- ur verða að hefna þessara árása í næstu kosningum“, o. s. frv. Hvaða þvætting, sem Tímaliðið flytur, hvaða vit- leysu sem það genr og hvaða klæki sem það er bendlað við, þá ætlast það til-þess, að bændastjettin sje í ábyrgð fyrir því öllu, þó ekkert hafi verið undir bændur borið og þeir sjeu með öllu saklausir af þeim syndum, sem Tímaliðið hefir drýgt. Þessi sónn Framsóknarblaðanna er því ógeðslegri, sem lengra líður, og pess ljósar sem það kemur fram, að þeim bændum fer sífjölgandi, sem fyrirlíta Tímadeild Framsóknarflokksins Oft hefir líka talið um bakábyrgð bændanna Verið andstyggilegt, en aldrei eins og nú að undanförnu í sambandi við nýsköpun atvinnuvega landsins. Það má eigi á milli sjá hvort Tím- inn eða Dagur gengur lengra í því, að nudda bændum upp úr þessum óþverra. En eitt gleggsta dæmið þessarar tegundar er að finna í Degi 28. febrúar s.l. ★ Þar er þeirri lýgi hampað, að Páll Kolka læknir og fleiri Sjálfstæðismenn hafi brigslað bændum „um sofandahátt og áhugaleysi fyrir framförum og endurbótum landbún- aðarins“. Sannleikurinn í því efni er sá, að bæði Kolka og fleiri hafa flett hlífðarlaust ofan af Tímaklíkunni fyrir sofandahátt hennar og klaufastrik í öllum greinum og ekki síst í stjórn landbúnaðarmála. Þetta snertir mikinn hluta bænda ekki hót, en hina óbeinlínis, og þá að því leyti einu, sem þeir hafa látið blekkjast til þess, að ljá Tíma- klíkunni fylgi lengur en skyldi. Að ætla sjer að yfirfæra á bændastjettina þær ófögru en sönnu lýsingar, sem Kolka og fleiri hafa gefið af stjórn og starfsemi Tímaklík- unnar eru álíka ósvífin ósannindi eins og það var á sín- um tíma að yfirfæra klækjaverk Nasistanna á alla þýsku þjóðina. ★ Varðandi þá framfarastefnu sem núverandi ríkissttjórn hóf, þegar hún tók við völdum, þá er það fyrir löngu vitað að meginþorri bændastjettarinnar tók henni tveim hönd- um. Þó að afturhaldskurfar Tímaliðsins neituðu öllu sam- starfi við stjórnarflokkana um stjórn og stefnu og hafi á annað ár útmálað það fyrir landslýðnum, og einkum bændum, að öll nýsköpun væri hrein vitleysa af því ekki væri lækkað afurðaverð og kaupgjald, þá hafa flestir bændur látið hrópyrði þessara afturhaldsgogga eins og vind um eyrun þjóta. Þeir af bændastjettinni, sem fylgt hafa Framsóknarflokknum að málum lengri eða skemmri tíma, voru flestir mjög óánægðir yfir því, að foringjar flokksins skyldu ekki vera með í stjórnarsamvinnunni. Þeim þótti illa á málum sínum haldið. En þeir hafa engu síður en aðrir bændur notað sjer af því að atvinnuvegum landsins er haldið í fullum gangi og stórstígari fram- kvæmdir hafnar á öllum sviðum þjóðlífsins, en áður hefir þekkst. Þeir hafa ekki látið á sjer standa að panta hvers konar vjelar og verkfæri og á allan hátt stefnt öfugt við það, sem foringjar flokks þeirra stofnuðu til með sinni stjórnarandstöðu. Að eðlilegum hætti vilja Framsóknar- bændur eins og aðrir landsmenn fá aukin þægindi, auknar framfarir á öllum sviðum. Aðeins örfáir þeirra eru sam- sekir foringjaliðinu um þá hrunstefnu og hrakspár, sem það hefir fylgt. Það er því hin herfilegasta rangfærsla og öfugmæli, að þau rjettmætu kaldyrði, sem ríkisstjórnin ^og stuðnipgsmenn hennar hafa fært að foringjum og rit- 4urum. stjórnarandstöðunnar, sjeu ásakanir til bænda al- -mpnt. Þess óafsakanlegr er það því, þegar þeir sem sekast- .ir eru á þessu sviði, slá um sig með miklu yfirlæti og þykj- ast tala og skrifa í umboði allra bænda í landinu. Meiri vahsæmd hefir bændastjettinni aldrei verið sýnd. \Jihverjl ólrijar; ÚR DAGLEGA LÍFINU . Útlendingaeftirlitið af hlaðið störfum. HJER Á DÖGUNUM var skýrt frá því hjer í dálkunum, að farþegar, sem komu til landsins flugleiðis frá Ameríku hefðu þurft að þíða í 8 klukku- stundir eftir afgreiðslu frá toll- eftirliti og útlendingareftirliti. Nú er fengin skýring á því hvernig á þessu stóð, en ástæð- an er sú, að útlendingaeftirlit- ið er ofhlaðið störfum og getur ekki sinnt nema einu farar- tæki, sem til landsins kemur, í einu. Sigurður G. Norðdahl, sem hefir stjórn útlendingaeft- irlitsins með höndum skrifar á þessa leið um málið: „í daglega lífinu þann 7. þ. m. er minnst á, að „nýlega hafi komið vestan um haf, nokkrir farþegar og orðið að bíða í 8 klst. á flugvellinum vegna þess að engir tolleftirlitsmenn eða fulltrúar frá útlendingaeftirlit inu, hafi komið til þess að ganga frá nauðsynlegum skýrsl um“. í þetta umrædda skifti voru eftirlitsmenn og tollgæslu menn að afgreiða skip frá kl. 6 þennan sama morgun, en til- kynning um að farþegar væru á flugvellinum í Keflavík barst kl. um 9. • Allir uppteknir. „STRAX OG LOKIÐ var störfum í skipinu, var farið suður á flugvöll, og er því nokkuð fljótt að kveðið hjá Víkverja að brígsla um „sleif- arlag“ hjá þeim mönnum, sem gera allt hvað þeir geta, til þess að ferðamenn, sem hing- að koma, verði fyrir sem minnstum töfum. í þetta skifti fóru allir um borð í skipið, svo farþegar þar kæmust sem fyrst í land, enda ekkert vitað um aðra farþega á sama tíma. En svo lengi sem farþegaflug með A. T. C. vjel- um, er jafn óákveðið og nú er, má alltaf búast við einhverj- um töfum, sem óhjákvæmileg- ar eru.“ Það er sleifarlag. ÞAÐ var ágætt að þá þessa skýringu frá útlendingaeftir- litinu. Hún sýnir ekkert annað en, að það var ekki of sterkt kveðið að orði að kalla þetta sleifarlag. Ekki þó sleifarlag hjá starfsmönnum útlendinga- eftirlitsins. Það er ekki hægt að krefjast af þeim frekar en öðrum mönnum að þeir vinni meira en eitt verk í einu. En það er sleifarlag hjá þeim, sem stjórna þessum málum, að hafa ekki nógu marga menn við út- lendingaeftirlitið. Eins og nú er gæti það dreg- ist 1 nokkra daga, að starfs- menn útlendingaeftirlitsins hefðu tíma til að fara suður til Keflavíkur til að taka á móti -farþegum frá útlöndum, ef skipakoma til Reykjavíkur væri það ör í nokkra daga í röð. Það vantar auðsjáanlega fleira starfsfólk í þessa deild og vitanlega verður aldrei lag á þessum málum fyr en fastir starfsmenn við útlendingaeft- irlit verða á flugvöllunum. Danskar auglýsingar. ÞAÐ HEFIR lengi verið góð vinátta með Dönum og Islend- ingum og væri óskandi að hún hjeldist í framtíðinni eins og hingað til. Við íslendingar eig- um að keppa að því að hafa sem bezt vináttusamband við allar þjóðir og þá vafalaust ekki hvað síst „bræðraþjóðirn- ar“ á Norðurlöndum. En hvað getum við gengið langt? í gær þegar jeg gekk fram- hjá Tjarnarbíó voru í auglýs- ingakössunum auglýsingar um kvikmynd, sem verið er að sýna þessa dagana. Vafalaust ágæt mynd. Kvikmyndin er frönsk, en auglýsingarnar eru á dönsku. í auglýsingum þess- um stendur meðal annars: „Forbudt for Börn“. Þessar dönsku auglýsingar munu stafa af því að þessi franska kvikmynd er hingað komin frá Danmörku, en það afsakar ekki, að auglýsingarn- ar skuli vera á dönsku. Það hefði verið skiljanlegra ef þær hefðu verið á frönsku, eins og myndin, en viðkunnanlegast væri að fyrirtæki, sem rekið er af æðstu menntastofnun lands- ins, Háskóla íslands, auglýsti á íslensku. Matvælum fleygt. UNDANFARNAR VIKUR hefir staðið yfir fjársöfnun hjer á landi til bjargar hungr- uðum börnum í Evrópulönd- um. Söfnunin gekk ágætlega vel, því við vildum gjarna láta eitthvað af hendi rakna til hinna hungruðu barna í Ev- rópu. En á sama tíma, sem þessi söfnun fer fram leika börnin hjer í Reykjavík sjer að því að fleygja ágætum matvælum. Þannig er mál með vexti að í verzlunum fæst fæðutegund, kornmatur, sem nefnist „Pep“. Matur þessi, sem seldur er í pappapökkum er þrunginn af vítamínum og það svo að jeg er viss um að meðlimir Nátt- úrulækningafélagsins myndu mæla með honum til átu. En í pökkum þessum eru merki, sem ungir strákar sækj- ast mikið eftir og nú eru þeir farnir að leika þann ljóta leik, að kaupa pakka þessa, taka úr þeim merkin til að skreyta sig með, en fleygja matnum. Hjer geta foreldrar tekið í taumana. Það er síður en svo neitt á móti því að unglingar kaupi Pep og safni merkjum úr pökkunum, en það minsta sem hægt er að krefjast af þeim unglingum, sem safna merkj- unum, er að þeir fari með mat- vælin heim til sín og borði matinn sjálf í stað þess að fleygja honum. ...........••••••••■•••■■••.••••...■■•••••••••. •■• I Á ALÞJÓÐA VETTVANGI Að lána eða lána ekki! í FYRRI VIKU tók Banda- ríkjaþingið, að ,ræða um hið mikla lán til Breta og var um- ræðuefnið vel til þess fallið að hleypa mönnum í æsing. Það gat valdið sprengingu í hinum pólitíska sprengjuforða hVers stjórnmálamanns, og kom líka við mörg erfið fjárhagsvanda- mál. En enginn þurfti að efast um það, að stjórnmálamennirn ir töluðu hærra en fjármála- mennirnir. Utanríkismálaráðherrann James Byrnes átti við mikið fjelagslegt vandamál að etja, og hann reyndi að etja við það í veisiu,' sem utanríkisráðu- neytið hjelt í Manhattan. Þar sagði hann: Við teljum sjálfsagt, að hveitiræktunarmanninum í Da kota, baðmullarræktandanum í Carolina og ávaxtaframleið- andanum í Kaliforníu takist að selja afurðir sínar. Það finst okkur líka sjálfsagt, að kaup- manninum í New York og námamanninum í Pennsyl- Vaníu takist. Það ber ekki eins mikið á því, að markaðir um heim allan þurfa að ganga lið- ugt, en það er samt eins nauð- synlegt og menn þeir, sem jeg nefndi áðan, geti losað sig við framleiðslu sína á hagkvæman hátt. Erfiðleikar Breta á því, að komast aftur í venjuleg við- skifti eru svo vaxnir, að það skiftir allar þjóðir miklu, að þeir verði leystir. Ef lánveit- ingin verður samþykt, getum við horft fram til þess, að toll- ar verði yfirleitt lækkaðir, og að losað verði um hald auð- hringanna á viðskiftum í heim inum. Við hjer í Bandaríkjunum getum ekki náð því takmarki að hafa vinnu handa öllum, nema við setjum okkur það markmið að hafa markaði okk- ar sem víðasta, seljum miklu fleirum en við gerðum fyrir styrjöldina“. Andstæðingar lánveitingar- innar voru ekki eins djúpt þenkjandi og Byrnes, en gerðu meíra að gamni sínu. Oldunga- deildarmaðurinn Edwin John- son frá Golorado hrópaði í út-i varpið: „Látum okkur fleýgjá miljörðum út til þess að bjarga hungruðum börnum, en ekki einn eyrir af fje amerískra skattgreiðenda látum við til þess að bjarga heimsveldum!“ Annar öldungadeildarmaður, Burton K. Wheeler, sagði, líka í útvarp: „Ef við eigum fjóra miljarða dollara í viðbót, til þess að gefa, þá skulum við líta fyrst í eigin barm. — hjer eru miljónir af uppgjafa hermönn- um að koma heim, og allsstað- ar eru hjer fátækrahverfi . , . Jeg vil fyrst af öllu láta hugsa um Bandaríki Ameríku ....“. Einn þingma^ur sagði í ræðu, að það væri eins gott að vara sig á Bretum nú. eins og gert hefði verið í frelsisstríðinu forð um. Bandáríkjamenn munu heyra mikið af þessháttar tali á næstu vikum. — (Time). VILDI ÞÓ BORGA. NEW YORK: — Sjómaður að nafni Oluf Lystad framdi sjálfs morð með gasi í veitingahúsi í Seattle. Hann skildi eftir 20 dollara til þess að borga gasið með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.