Morgunblaðið - 10.03.1946, Síða 9
Sunnudagur 10. marz 1946
MORGUNBLAÐIB
3
Ræða.
WINSTON CHURCHILL fyr-
verandi forsætisráðherra hefir
um skeið dvalið vestur í Banda
ríkjunum. Hefir hann lítið lát-
ið til sín taka á sviði stjórnmál-
anna, síðan hann fór vestur,
sem eðlilegt er, því hann
hefir einkum ætlað að sækja
sjer þangað hvíld og hressingu.
Ræða Churchills, er hann
flutti vestur í Bandaríkjunum
á dögunum vakti mjög mikla
athygli. Hann var ekki myrkur
í máli, frekar en fyrri daginn.
Hann vjek t. d. að yfirráða-
stefnu Rússa, og benti á, hve
margar þjóðir yrðu nú að láta
sjer lynda yfirgang þeirra. —
Hann flutti að vísu Stalin
kunningja sínum kveðju og
þakklæti fyrir samstarfið í
Styrjöldinni. En hann efaðist
sýnilega um, að um samstarf
gæti orðið að ræða í framtíð-
inni milli Rússa og vestrænu
þjóðanna. Bretar og Bandaríkja
menn þurfa að eiga samleið,
standa saman sem einn maður,
sagði hann. Það var aðalatriðið
í aðvörunarorðum þessa sigur-
vegara heimsstyrjaldarinnar. —
Hann fór ekkert dult með,
hversvegna samvinna þessara
tveggja stórþjóða er lífsnauð-
synieg.
Á árunum fyrir nýafstaðna
styrjöld, þreyttist Churchill
sem kunnugt er, aldrei á því,
að aðvara þjóð sína gegn hættu
þeirri, sem stafaði af yfirgangi
nasista. Þáversndi forystumenn
Breta ljetu svo lengi dragast, að
ljá þessum vökumanni þjóðar-
innar eyra, að nærri lá að Bret-
ar yrðu yfirunnir í þeirra eigin
landi.
Líklegt er, að aðvörunarorð-
um þjóðhetjunnar verði ekki
tekið með sama tómlæti og áð-
ur, enda er engu líkara, en að
sigurvegarar í nýafstaðinni
styrjöld ætli að gleyma því að
semja frið. A. m. k. sín á milli.
Útlönd.
Ekki alls fyrir löngu ríkti sú
skoðun almennt hjer á landi, að
afstaða íslensku þjóðarinnar út
á við fælist í þeim undur sak-
leysislegu orðum, að við ætt-
um sem afskekkt smáþjóð, að
vera eilíflega hlutlausir. Hvað
sem á dyndi í heiminum skyld-
um við staðfastlega í orði og
verki, eftir fremstu getu, sýna
það og sanna, að okkur stæði
hjartanlega á sama hver úrslit-
in yrðu. í háleitri einangrun
okkar, gætum við verið hafin
yfir allar deilur í heiminum,
sagt eins og þar stendur: „Þeir
einir eigast þar við“, o. s. frv.
Nú hefir gerst tvent í senn.
Einangrun landsins er úti. í á-
tökum stórvel.tanna í milli, eru
smáríkin Andorra og Lichten-
stein í Alpahlíðum og Pyrenea-
fjöllum í raun rjettri mikið af-
skektari en við. Það kann að
vera að ýmsum þyki viðfeldn-
ast að halda fast við hið sak-
leysislega, háleita hlutleysi, og
segja sem svo. Með því tökum
við ekki á okkur neina ábyrgð.
Við fyrirlítum alt ofbeldi,. eins
og hinn heilagi Gandhi gerir, er
spinnur á rokk sinn austur í
Indlandi. Og virðist þó af mynd
um að dæma, að hann hafi aldr-
ei fötin utan á sig.
Jafnvel þó menn telji að þá
háldi þeir mestri trygð við
þjóðlega siði, er þeir aðhyllast
hið alsaklausa hlutleysi, geta
þeir ekki lokað augunum fyr-
REYKJAVÍKURBRJEF
ir því, að í landinu er flokkur
manna, sem hefir horfið frá
þessari gömlu stefnu, ög óskar
nú af heilum hug að ein stór-
þjóð í landvinningahug fái lagt
undir sig allan heiminn, eða
sem mest af honum, og komið
á stjórnskipun með sjerstökum
hætti.
I ræðu sinní nefndi Winston
Churchill kommúnista utan
Rússlands einskonar 5 herdeild
armenn næstu ára.
Þá eru kunnir tveir flokkar,
þeir ævarandi hlutlausu Og þeir
austrænu. Svo er þriðji flokk-
urinn. I þeim flokki eru þeir
menn, sem taka vilja afleiðing-
unum af því, að einangrun
landsins er úti og kemur aldrei
aftur. En hafa ekki komið, og
koma aldrei auga á blessun hins
„austræna lýð. æðis“, hvorki fyr
ir Islandinga nje aðrar þjóðir
heims.
I utanríkismálum sínum verð
ur þjóðin að læra að standa sam
an. Með hverjum degi sem líð-
ur verður það greinilegra fyrir
öllum almenningi, að hin nei-
kvæða fyrri afstaða samræmist
ekki nútímanum. Og þá er að
velja, hverskonar ,,lýðræði“ það
er, sem við IsLendingar teljum
að sje í bestu samræmi við
menning okkar og velferð.
Þjóðlegt rifrildi.
íslendingum hefir aldrei ver-
ið það sjerlega eðlilegt að vera
sammála. Þegar þeir hafa ekki
getað rifist um stórmál, þá er
vaninn að grípa til þeirra mála,
sem smærri eru.
Þessi eiginleiki kemur t. d.
nokkuð greinilega í ljós í um-
ræðum á Alþingi og í blöðum
um búnaðarmálasjóðinn. Af
landbúnaðarvörum sem seldar
eru á að taka Vz% gjald og
leggja í sjóð. Meirihluti alþingis
vildi að ráðstafanir á fje sjóðs-
ins sje þeim skilyrðum bundin
að landbúnaðarráðherra gefi
samþykki sitt til þeirra. Bún-
aðarþingið ætti að ákveða hvern
ig fénu er varið. Ráðherrann
engu fje að geta ráðstafað. En
ef svo ólíklega vildi til, að á-
greiningur risi milli landbún-
aðarráðherra og Búnaðarþings
um ráðstöfun á einhverju fje
sjóðsins, þá ætti ráðherrann að
geta sagt við Búnaðarþing að
það skyldi veita fjenu til þarf-
ari hluta að því sinni. En margt
má gera búnaði landsmanna til
eflingar.
Mörgum finst, að þetta atriði
í meðferð málsins þyrfti ekki
að valda miklum deilum, hvað
þá að verða að hitamáli manna
á milli: Einkum þegar þess er
gætt, að þau ákvæði giida um
t. d. fiskimála^jóð að þar ræð-
ur ráðherra því alveg hvernig
fje sjóðsins er varið. Hafa út-
gerðarmenn og sjómenn ekki
talið að með bví sje þeim nein
óvirðing gerð.
Búnaðarsamböndin.
FRAMSÓKNARMENN á Al-
þingi og nokkrir aðrir, hafa
haldið því fram, að ef samþykki
landbúnaðarráðherra þyrfti til
ráðstafana á fje búnaðarmála-
sjóðs, þá væri á óviðeigandi
hátt tekin völd af bændum. *—
Ýmsir mætir menn, sem fjallað
hafa um þetta mál, hafa þó
sajgt að þeir bæru hið fylsta
traust til núverandi landbúnað-
9. mars.
ráðherra. Sú breyting var gerð
á, að fje sjóðsins skyldi skift
milli búnaðarsambandanna. ■—
Þannig skyldi vald bænda virt.
Þetta þótti Framsóknarmönn-
um óhæfa, og fundu sjer margt
til gegn þessari tillögu. Búnað-
arsamböndin hafa alltaf átt við
hinn mesta fjárskort að búa.
Þeim veitir ekki af að fá styrk
til starfsemi sinnar. Þar ráða
bændur, ekki síður en á-Búnað-
arþingi.
Búnaðarfjelagshúsið.
FYRIR 25 ÁRUM var hús-
næði Búnaðarfjelags Islands
orðið algerlega ófullnægjandi.
Til þess að stofnun þessi geti
notið sín, þarf hún á nýju og
betra húsnæði að halda. Lengi
hefir það vakað fyrir forráða-
mönnum fjelagsins, að hentugt
væri að hafa gestaheimili fyrir
bændur undir sama þaki og
miðstöð búnaðarfjelagsskapar-
ins.
Það hefir af lítt skiljanleg-
um ástæðum orðið að hálfgerðu
æsingamáli, hvort hverfa skyldi
að því ráði, að koma upp þessu
gistiheimili eða hóteli, í sam-
bandi við nýbygging fyrir hið
húsnæðislitla Búnaðarfjelag Is-
lands. En mönnum sem standa
utanvið þá deilu, finst að hún
sje frekar gerð af skorti á á-
greiningsefnum, heldur en af
því, að hjer sje um djúptæk-
an á^reining að ræða. Búnað-
arfjelag ísltands þarf nýtt og
hentugt húsnæði. Sennilegt er,
að hægt væri með góðu sam-
komulagi allra aðila að koma
því svo fyrir, að ekki þurfi að
setja upp neina luxushöll, er
kosti ærið fje, þó þar yrði um
leið komið upp nokkrum húsa-
kynnum fyrir bændur sem eiga
erindi til höfuðstaðarins, og
þurfa að gista hjer í nokkrar
nætur.
Meinfýsi Tímans.
Á SÍÐUSTU valdaárum H<y-
manns Jónassonar, meðan
Framsóknarflokkurinn rjeð
hjer öllu, var þjóðin að komast
í fjárhagslegt þrot. Þá kom það
eitt sinn fyrir, að Framsóknar-
maður, er ók í strætisvagni hjer
í bænum þóttist hafa heyrt það
á tali manna, sem sátu með
honum í vagninum, að þeim
væri ósárt um, þótt afli brygð-
ist í það sinn. Því stjórn Her-
manns Jónassonar myndi ekki
þola ef ein vertíð brygðist. Her-
mann Jónasson og Eysteinn
Jónsson, þetta pólitíska tvístirni
á kvöldhimni Framsóknarflokks
ins, myndu þá ekki getað stjórn
að landinu lengur. Framsókn-
armaðurinn taldi að málæðið í
strætisvagninum væri jafngilt
því, sem allur Sjálfstæðisflokk-
urinn hefði tekið þar til máls.
Tíminn talaði í nokkrar vikur
um fátt meira en samtalið í
strætisvagninum Hve mikilli
meinfýsi það lýsti, og pólitísku
ofstæki. Að óska eftir aflabresti
og allsleysi, til þess að Fram-
sóknarflokksstjórnin misti völd
sín.
Til þess kom þó ekki. Þrátt
fyrir sæmileg aflabrögð gat
Hermann Jónasson ekki stjórn
að landinu með Fframsóknar-
flokknum, lengur en fram 1
apríl 1939. Síðar lenti hann ut-
angarðs í stjórnmálunum með
flokk sinn. í langa tíð hefir
í hverju blaði Tímans birtst ein
hver grein,-eða frásögn um það
að Framsóknaimenn gerðu sjer
einhverja von um að einhverri
atvinnugrein landsmanna vegni
illa. Áfergja Tímans í alt það,
sem bendir til ófarnaðar um
lífsafkomu landsmanna, er nú
orðin svo mikil að jafnan eru
slíkar frásagnir nú orðið, prent-
aðar með feitu letri.
Á valdaárum Hermanns Jón-
assonar leitaðist Tíminn við að
telja lesendúm sínum trú um,
að samtalið í strætisvagninum
væri sama sem yfirlýsing Sjálf-
stæðisflokksins um meinfýsi
hans gagnvart þjóðinni í heild
sinni, og lýsti þeim hugsunar-
hætti sem mestu ósvinnu.
Nú er hægt að lesa í Tíman-
um 4—5 sinnum í viku frá-
sagnir og greinar, er lýsa gleði
'Tímamanna í hvert sinn er þeir
þykjast eygja að einhverri at-
vinnugrein landsmanna vegni
illa.
Bandamaður.
EINS og gefur að skilja, eru
það ekki nema gallhörðustu
Tímamenn, sem gleðjast yfir
því, að erfiðleikar aukast fyrir
atvinnuvegum landsmanna. Er
ekki hægt að' giska á, hve mik-
ill hluti flokksmannanna fylgir
Tímanum hjer að málum. En
Framsókn hefir í þessu efni
fengið einn eindreginn banda-
mann. Dagblaðið Vísi, er kem-
ur út nokkru oftar en Tíminn.
Björn Ólafsson fjármálaráð-
herra utanþingsstjórnarinnar
sem var, skrifar hinar glað-
klakkalegu greinar Vísis, um
vonir hans til ófarnaðar fyrir
atvinnuvegi þjóðarinnar. Segja
má, að allur sje varinn góður.
En bölsýnissöngl Björns Ólafs-
sonar getur aldrei komið að
neinu gagni. Því þar ber mest
á sömu fúllyndis óvildinni í
garð alls og allra, eins og ang-
ar af dálkum Tímans.
Hjer er því um hreimæktað-
an tvísöng að ræða, eins og
menn þekkja hann frá gömlum
dögum. Björn Ólafsson syng-
ur efri röddinu, en Tímamenn-
irnir þá neðri, og ber ekki á
öðru, en raddir þeirra falli veli
saman. |
Umkvartanir.
BJÖRN ÓLAFSSON kvartar
yfir því, að verslun landsmanna
sje í viðjum. Hann hefir sjálfur
gengið frá þessum viðjum, með
an hann var utanþingsráðherra,
og vantaði stuðning bæði þings
og þjóðar.
Hann þykist vera hinn skel-
eggasti andstæðingur kommún-
ista. En hann þykist rækja þá
andstöðu sína best með því, að
reyna að koma hjer á sama
glundroðanum í stjórnmálum
og hjer var, meðan hann var
í stjórn þeirri er hafði það eitt
áhugamál að lafa 1 ráðherra-
stólunum.
Björn Ólafsson telur það
hina mestu ósvinnu að Sjálf-
stæðismenn skuli hafa
tekið upp samstarf við komm-
únista er miðar að því, að greiða
fyrir atvinnuvegum lands-
manna. Engum ferst það verr
en einmitt þessum manni að
tala nm það eins og hann gerir.
Því minnast mætti hann þess,
að það var utanþingsstjórn sú,
sem hann var við riðinn er kom
því til leiðar, að svo ólíkir rnenn
sem Sjálfstæðismenn og komra
únistar töldu sjer skylt. að'talta
höndum saman, til þess að föfða
þjóðinni frá frekari aðgerð'um
eða öllu heldur fullkomnu áð-
gerða- og ráðaleysi Björns«ÓÍ-
afssonar og samverkamanna
hans.
Kjötverkfallið á Akureýri.
BERNHARD STEFÁNSSON
er óánægður yfir því, að varn-
arskrif hans viðvíkjandi fejöt-
sölutregðupni á Akureyri skulr
hafa vakið umtal. Hann hef-ir
skrifað alllanga grein í Tln»-
ann um það. hve fráleitt það
sje, að álíta, að Framsóknar-
menn hafi viljað auka á kjöt-
sölutregðuna norðanlands.
En því miður, fyrir Bernhaj'íl
og flokksbræður hans, 'þá
standa ummæli Ðags frá því -i
haust svört á hvítu. Þegar mest
ur rostinn var í stjórn Dags í
garð núverandi landbúnaðar-
ráðherra komst hann þannig að
orði í einni fjrystugrein sinni:
„Engum vafa er það undir-
orpið, að útsöluverð það, sem
hin nýja stjórnskipaða verð-
lagsnefnd landbúnaðaraf uíða
hefir nýskeð ákveðið á mjólk
kjöti og kartöflum, skapar ai-
varlegan vanda fyrir íjölda
neytenda, enda viðbúið að -rnarg
ir þeirra telji sig tilneydda að
draga úr kaupum sínum á níí‘»lf>
synjavörum þessum eftir
fremstu getu.
Hálfum mánuði síðar foirti
Framsóknarblaðið Dagur frjetta
grein með svohljóðandi þrktá+k
aðri fyrirsögn:
„Kjötsalan á Akureyri iæp-
lega einn þriðji sölunnar í £yja:a.
— Hlutfailið er svipað annar-
staðar á landinu“.
Þannig fagnar ritstjórinnþví,
að það sjeu ekki Akureyringar
einir sem hafi sparað við-sig
kjötkaup „eftir fremstu gétu”,
það sem af var haustinu.
Engin furða þó Bernhar-4
Stefánsson þir.gmaður Eyfifð-
inga liti svo á, sem hann
að reyna að afsaka þessa fram-
komu Framsóknarblaðsins -á
Akureyri, sem segir fvrst afl
kjötkaup verði menn að spara
við sig, eins og þeir frekast geta
og tilk. svo á mjög áberasadi
hátt, að ekki einasta Akurey*’-
ingar fceldur og aðrir lands-
j menn hafi fylgt þessum xáð-
leggingum hans.
’ Árangurinn.
BERNHARD STEFÁNSSOiM
hefir hvað eftir annað haldið
því fram, að það væri fávís-
leg tilgáta að nokkrir meiin
hafi farið eftir þessum vísbend-
ingum Dags, um að minka kjöt-
kaup sín og kjötneyslu. En þó
undarlegt megi virðast hafa Ak
ureyringar vakið á sjer eftir-
tekt í þessu efni.
Þó kjötsalan t. d. hjer 4k
Reykjavík hafi verið öllu raetrá
í vetur en í fyrravetur, þá etr
allt öðru máli að gegna á 'Ak-
ureyri. Sala á kindakjöti var
þar síðustu mánuði ársins J'94&
150 tonn En í haust fram ád
nýári ekki nema tæplega' 90
tonn. Og í janúar í ár seldiSt
ekki fjórði hluti þess kjötmagns
sem seldist þar árið 1945 í sanw>
mánuði, eftir því sem skýrshw
herma, enda þótt kjötsaían
gangi greiðlega annarsstaðar -á
landinu, svo búist er við 'atl
kjötið seljist mestalt innan-
lands.
Framh. á 12. síðu.