Morgunblaðið - 19.03.1946, Side 1

Morgunblaðið - 19.03.1946, Side 1
33. árgangur. 64. tbl. — Þriðjudagur 19. mars 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. PáfastóllÍRn ákærir Sovjestjórnina London í gærkveldi: PÁFASTÓLLINN hefir svar að tilkynningu sem birtist í Moskvaútvarpinu í gær, þess efnis að kirkja Vestur-Ukrainu hefði ákveðið að skiljast við Páfastólinn og taka upp sam- band við rússnesku kirkjuna. Segir í fregnum Páfastólsins um. þetta mál, að Rússar hafi tekið biskupa á þessu svæði fyrir nokkru síðan og varpa þeim í fangelsi. Þá segir í yfirlýsingu Páfa- stólsins, að prestastjett vestur- Ukrainu hafi verið sett í þá aðstöðu af Sovjetstjórninni, að þeim sje gert ókleyft að rækja embætti sín. — Þá segir í til- kynningunni, að að áskorun hafí komið frá einhverjum á fyrrnefndu svæði til Stalins, um að kirkja Ukrainu samein- aðist rússnesku rjetttrúnaðar- kirkjunni, en engar sannanir sjeu fyrir því, að neinn af þeim sem undirritað hafi skjal þetta, sje embættismaður kirkju þess arar, sem hafi verið rómversk- kaþólsk síðan 1596. Reuter. ByrjaS að gera friðarsamninga við Rúmeníu London í gærkveldi: FULLTRÚAR utanríkisráð- herra stórveldanna, sem sitja í London, munu á morgun hefj- ast handa um það að gera friðarsamninga við Rúmena. — Er talið að það verk muni ganga allfljótt. — Enn dregst að fullgera uppkastið að frið- arsamningum við ítali, og kemur það af því, að enn er verið að rannsaka kröfur ítala og Júgóslafa til Trieste og svæðisins umhverfis þá borg. \ Rússar taka 2000 bændabýli í Ausf- urríki Londen í gærkvöldi. HERNÁMSLIÐ Rússa í Aust urríki hefir tekið á sitt vald um 200 bændabýli þar í land- inu, alls um 60.000 ekrur að stærð, en stjórnin neitaði hernum um land. Vildi hann fyrst fá 100.000 ekrur. — Aust urríkismönnum líkar ekki þeíta og telja, að Rússar ætli að nota sjer þetta, til þess að hafa samyrkjubúskap á býlum þessum og breiða út kommún- isma hjá bændunum. Rússar segjast þurfa að fá þetta vel ræktaða land, til þess að her- námsliðið geti fengið meiri matvæli. — Málið mun verða rætt á fundi hernámsstjórnar- innar, sem kemur saman bráð- lega. — Reuter. Talið víst að Persíumálin komi fyrir Öryggisráðið Forsetinn skoðar Truæaít-bratiS Truman Bandaríkjaforseti og búnaðarmálaráðherra hans, Clinton P. Anderson sjást hjer á myndinni vera að skoða hin svonefndu „Truman-brauð“, en það er brauð, sem gerð eru af sjerstakri blöndu grófs hveitis og er það gert til 'þess að hægt .sjc að senda hveiti frá Bandaríkjunum til hinna hungruðu þjóða Evrópu. — Forsetinn gaí þess er hann bragðaði brauðið, að hann gæti varla fundið neinn mismun á þessum nýju brauð- um og hinum gömlu og hvaðst ekki trúa öðru en að Banda- ríkjamenn legðu það á sig að borða þessi brauð, þó efnið í þau væri ekki eins gott og þeir væru vanir að fá, þar scm um væri að ræða hvort hægt væri að metta 8 miljónir hungraðra manna í Evrópu. Bevin verður. ekki á fundum þess STJÓRNMÁAFRJETTA- RITARA telja bað víst, að Persíumálin verði lögð fyriú Öryggisráðið, og geri Banda ríkjamenn það, ef Persar gera það ekki sjálfir, sem ekki hefir enn verið ákveð- ið. — Blaðamenn í Teher- an ætluðu að spyrja þorsæt- isráðherrann að þessu í dag, en fengu þau svör, að ráð- herrann væri svo önnum kaf inn, að hann mætti alls ekki vera að því, að tala við þá. Það er talið að Rússar sjeu því ákaflega andvígir, að Persar skjóti málunum til Öryggisráðsins. Persar hafa ekki sagt neitt opinberlega um þá fregn, að Bandaríkja menn muni leggja málin fyr ir Örvggisráð, ef þeir geri það ekki sjálfir, • Kommúnistar setjast í borgir Hanchuriu London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FREGNIR frá Chungking í dag herma. að þegar herir Rússa fari úr borgum Manchuriu, setjist kommúnistar í þær. Ilafi kommúnistarnir tekið borgirnar Tiehling, Naiylan og Changto fyrir norðaustan Mukden, í suðurhluta Manchuriu. Þá segir í fregn þessari að kommúnistar sjeu nú að slá hring um borgina Szepingkai, þýðingarmikinn stað á járn- brautinni milli Chungchun og Mukden. Talið er að þeir hafi náð á sitt vald flugvelli við Szepingkai, og símasamband hefir verið slitið milli borgar þessarar og Mukden. Kínverska stjórnin hefir sent hersveitir frá Mukden til Szepingkai. Blað kínverskra kommúnista segir, að stjórn- arhersveitirnar kínversku auki nú árásir sínar á sveitir kommúnista nærri Kwang- tung í suður Kína. NEW YORK: — í Phila- delfía kvartaði uppgjafaher- maður einn yfir því, að hús- eigandinn, sem hann leigði hjó, hefði tekið af honum trjefót í veð fyrir 28 dollara leiguskuld. Brefar keppa yIS Frakka og Imm- burgmenn London í gærkvöldi. ÚRVALS knattspyrnulið breska hersins mun keppa í París þ, 28. þ. m. við úrvalslið franska hers ins og -í Luxemburg þann 31. sama mánaðar við landslið Lux emburg. — í breska liðinu verða margir af kunnustu knatt spyrnumönnum Breta. Tommy Lawton frá Chelsea mun verða miðframherji. og hinn bráðefni legi ungi leikmaður Pve frá Notts County mun leika inn- herja. ■— Reuter. Bevin ekki vestur. Það er talið víst hjer í Lon- don, að Ernest Bevin muni ekki fara vestur um haf til þess að sitja fundi Öryggisráðsins, sem hefjast eftir viku, nema því að eins að einhverjar stórvægileg- ar breytingar hafi orðið á að- stöðunni áður. Verður þá Al- exander Cadogan fulltrúi Breta á fundum ráðsins, en hann er aðstoðar-utanríkisráðherra. Reyna enn að fá svar. Sendifulltrúi Breta í Moskva hefir enn lagt að rússnesku stjórnmni í dag um að svara Bretum viðvíkjandi veru hers Rússa í Iran, en svo sem kunn- ugt er, sendu bæði Bretar og Bandaríkjamenn Sovjetstjórn- inni fyrirspurnir um ástæðuna til þess að þeir færu ekki með herinn burtu úr Persíu, en hvorugri fyrirspurninni hefir hefir enn verið svarað. Hafa sttjórnir beggja ríkjanna þó iðulega beðist svafs, síðan fyrir spurnirnar voru sendar. Jarðskjálfli í Mess- Éiia ‘ London í gærkveldi: ALLMIKLAR jarðsjálfta- hræringar hafa í dag orðið í borginni Messina á Sikiley, að því er útvarpið í Rómaborg skýrir frá. Það var í Messina, sem skelfilegust tjón varð af jarðskjálftum árið 1908. Annarí uppástimgu Frakka hafnað London í gærkveldi: HAROLD KING, frjettarit- ari vor í París, fregnaði í kvöld, að Bretar muni hafa hafnað annari uppástungu frönsku stjórnarinnar um það, að Spánarmálin verði lögð fyr ir Öryggisráðið. Er það talið vera af fjórum ástæðum. 1) Vegna þess að stjórn Spánar er innanríkismál, og yrði það hættulegt fordæmi, að blanda sjer í slík mál fullvalda ríkis. 2) Ef Spánverjar hafa unnið með Öxulríkjunum í styrjöldinni, þá hafa viss önn- ur riki gert það líka, og er ekk- ert um það rætt, að breyta stjórnarfari þeirra. 3) Ástand- ið á Spáni er ekki talið vera hættulegt fyrir heimsfriðinn og 4) Það er ekki álitið að refsiaðgerðir þær, sem Frakk- ar stinga upp á myndu reynast öruggar. Talið er að Banda- ríkjamenn muni svara Frökk- um því sama og Bretar. Reuter. Vafasaml um kosn- ingar í Grikklandi London í gærkvöldi. TALIÐ er að vafasamt sje, að kosningarnar í Grikklandi muni fara fram á tilsettum tíma, eða 31. mars. Hefir for- sætisráðherra Grikkja látið svo um mælt, að hann geti búist við, að truflanir verði á kosn- ihgunum, eins og það er orðað. Frjettamenn í London hafa tekið það fram, að ekki sje lík- legt að Bevin muni fara til Grikklands, en sá kvittur hafði komist upp, að hann myndi bregða sjer suður á bóginn, til þess að semja um það, að kosn ingarnar færu fram, eða yrði frestað, allt eftir því, hvernig honum litist á ástandið í land- inu. — Reuter. (hurchill lil Hol- lands WINSTON CHURCHILL fyrv. forsætisráðherra mun verða gestur Wilhelmínu Hollands- drottningar nokkra daga í maí- mánuði næstkomandi. Við það tækifæri verður hann gerður að heiðursdoktor í lögum við háskólann í Leyden og ýms annar sómi verður honum sýnd ur af Hollendingum. Pjefur Benedikisson sHtendlr skilríkí sín PJETUR BENEDIKTSSON sendiherra gekk á laugardag á fund herra Felix Jouin Frakk- landsforseta og afhenti honum embættisskilríki sín. Skrifstofa sendiráðs Islands í París er í Hotel Bristol, Rue de Faubourg St. Honoré, París.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.