Morgunblaðið - 19.03.1946, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 19. marz 1946
MinrLLng
Þorsteinn Guð-
mundsson frá
Helga Jónssonar
sjómans
Mig setti hljóðan er jeg
heyrði, að hann Helgi væri dá-
inn. Þó vissi jeg að hann var
lagður inn á spítala undir upp-
skurð og að það var óumflýj-
anleg aðgerð sem gera átti, en
jeg áleit ekki mikla hættu á
ferðinni, þar sem hann var
hraustur að öðru leyti.
Helgi er dáinn og hann var
borinn til hinstu hvíldar í gær
í Fossvogskirkjugarð.
Helgi var fædaur 24. apríl
1910 að Reykjanesi í Hafnar-
hreppi og var því tæplega 36
ára, er hann dó, 8, mars 1946.
Foreídrar hans voru merkis-
hjónin Jón Helgason vitavörð-
ur á Reykjanesi og kona hans
Agnes Gamalíusardóttir. Þau
hjónin eru fyrir stuttu dáin.
Einnig eru tvö systkini Helga
dáin áður. Tvö systkini hans
búa á suðurnesjum, bróðir á
Akureyri og Vilborg Ijósmóðir
hjer í bænum. Helgi fluttist 4
ára til Grindavíkur með for-
eldrum sínum og ólst þar upp
í glaðværum systkinahópi.
Snemma mun Helgi hafa farið
að stunda glímu við ægisdæt-
ur, því áhuginn til sjálfsbjarg-
ar var honum í blóð borinn.
Formaður varð hann innan við
tvítugt og þar rísa. Til Reykja-
víkur fluttist Helgi árið 1936.
6. maí 1937 kvæntist hann eft-
irlifandi konu sinni, Fanneyju
Gunnarsdóttur, ættaðri frá
Fellsaxlarkoti innan við Akra-
nes, hinni ágætustu konu. Þau
eignuðust tvo drengi, sem báð-
ir eru börn að aldri, og er því
þungur harmur á heimili ungu
konunnar að missir sins ástríka
förunauts.
Helgi átti mikið þrek og hann
átti svo mikið eftir að gera, við
hann voru svo margar óskir
tengdar í framtíðinni af konu
hans og nánustu skyldmenn-
mennum, sem var kunnugt um
það, að hann hafði markað spor
í þá átt að bæta hag heimilis-
ins, en hann var ávalt sístarf-
andi í þágu heimilisins, enda
voru hjónin samhent í þeim
efnum sem öðrum. Helgi var
kyrlátur maður,' en kátur var
hann í vina hópi, en ágæti
manns verður aldrei rjett mælt
við það, hvað þeim tókst að
láta bera mikið á sér í þjóð-
fjelaginu, heldur við hið raun-
verulega manngildi þeirra.
Helgi verður mjer lengi minn
isstæður sem öðrum er honum
kyntust, hvort sem þeir voru á
sjó eða landi. En á sjónum
kyntist hann flestum sam-
verkamönnum sínum. Þar var
hans lífsstaða, enda hefir móðir
náttúra ætíð sent sína hraust-
ustu sonu út á sjóinn.
Helgi var stór og þrekinn
maður að vallarsýn sem fleiri
hans systkini. Jeg var tíður
gestur á heimili þeirra hjóna,
Njálsgötu 33 A. Það var svo
með Helga sem aðra sjómenn,
að tími þeirra verður ævinlega
lítill, er þeir fá að njóta sín
heima. Þeir eru ævinlega á
sjónum. Helgi sigldi á togara
öll stríðsárin. Jeg minnist hins
látna vinar fyrir hans miklu
ljúfmensku og prúðmensku, er
jeg ævinlega varð var við í
fari hans, en þá sjerstaklega
hans miklu tryggð, en tryggð-
in er allra mannkosta göfug-
ust.
Guð varðveiti konu þína og
drengina, sem eru svo ungir,
og leiði þau inn á hamingju-
brautir.
Blessuð veri minningin um
góðan dreng.
S. G.
Júlíana Svelnsdóttir
fær ferSasfyrk
Einkaskeyti til Mbl.
frá K.-höfn.
JÚLÍANA Sveinsdóttir hefir
fengið ferðast/rk Tage Brandts
Hefir þetta glatt Júlíönu stór-
um, og hún látið svo um mælt
við mig, að hún ætli að nota
styrk þenna til Frakklands-
ferðar, þegar ástæðurnar leyfi.
Verður það varla fyrr en
snemma á næ.ta ári, en í sum-
ar mun hún koma hingað til
íslands. — Styrkur þessi er
veittur fjórum framúrskarandi
konum, 10.000 kr. hverri.
—Páll.
Skíðanámskeið
á Siglufirði
Frá írjettaritara Mbl.
á Siglufirði.
Á VEGUM íþróttabandalags
Siglufjarðar, stendur yfir
skíðanámskeið. og er sænski
skíðakennarinn Bergfors kenn-
ari. Auk meðlimanna í skíða-
fjelögunum, njóta kennslu
hans barnaskólanemendur og
gagnfræðaskólinn. — Búist er
við, að Bergfors dvelji hjer til
7. apríl á vegum íþróttabanda-
lagsins. Hjer er mikill snjór
og mjög góður og veður dásam-
legt, með sól og hita um miðj-
an daginn.
Á landsmóti skíðamanna,
sem hefst á Akureyri 22. þ. m.,
munu verða 12 þátttakendur
frá íþróttabandalagi Siglu-
fjarðar, þar á meðal Jón Steins
son og Ásgeir Stefánsson,
Óvanalegt er það hjer á þess
um tíma árs, að róið hefir ver-
ið 18 daga í röð og altaf blíðu-
sjóveður og ágætur afli.
Skaffafelli
Þorsteinn Guðmundsson frá
Skaftafelli var jarðaður að
Krossi í Landeyjum s. 1. laug-
ardag. Fyrir fáum árum hafði
hann flutt búferlum að Gulárási
þar í sveit, frá Leiðvelli í Meðal
landi í Vestur-Skaftafellssýslu,
en sú jörð gerðist óbyggileg af
sandágangi.
Þarsteinn Guðmunndsson var
meðal yfirbragðsmestu skaft-
fellinga síðustu hálfrar aldar,
og enda lengur: Kempulegur,
drengilegur, hægur og fríður.
Hann var mestan sinn aldur
svo að segja á hvers manns vör-
um í Skaftafellssýslu sem ferða
og vátnamaðui; mikill bóndi og
alla tíð með hjeraðsstólpum
talinn; gestrisinn með afbrigð-
um og fylgdi fleirum yfir stór-
vötn en e. t. v/ nokkur sinna
samtíðarmanna, og býst jeg við,
að sjerstakiega hafi þurft að
standa á til þess, að hann tæki
við greiðslu fyrir greiðana. Á-
hugamaður var hann um al-
menn mál, þó að hann hefði
sig lítt í frammi og einlægur
trúmaður, enda kirkjurækinn.
Þorsteinn var fæddur á Maríu
bakka í Fljótshverfi, austustu
sveit Vestur-Skaftafellssýslu og
var af kyni, er stundum hefir
verið kennt við nafnið Sverris-
sen. Þar ólst hann upp og stóð
um hríð fyrir búinu með móð-
ur sinni, eftjr fráfall- bóndans.
Eftir það fluttist hann að Skafta
felli í Öræfum, setti þar upp
eigið bú, kvæntist og eignaðist
fjögur börn, er ávallt hafa ver-
ið með föður sínum. Skaftafell
er næsti bær við Skeiðará, vest-
asti bær í Öræfum, og átti Þor-
steinn þá fleiri ferðir ‘yfir
Skeiðará og Núpsvötn en aðrir
menn, e. t. v. að póstinum und-
anskildum. Þá fór hann og æfin
týralega Vatnajökulsferð með
Koch höfuðsmanni og landmæl-
ingamanni, á vegum herfor-
ingjaráðsins danska.
Eftir fráfall húsfreyjunnar
flutti Þorsteinn að Mýrum í
Álftaveri og tók þá Kúðafljót
við af Skeiðará. Á Mýrum vegn
aði Þorsteini mjög vel, enda er
jörðin fjölskrúðug og var það
Þorsteini mjög að skapi. Þó
varð það úr, að hann flutti það-
an að Leiðvelli, sem þá var
mjög fögur og sjerkennileg
jörð, en erfið. Og erfiðleikarnir
uxu ár frá ári vegna sandá-
gangs, unz frátök voru að vera
þar lengur. Á Gulárási vegnaði
honum vel.
Á Mýrum og úr því naut Þor-
steinn aðstoðar hinnar ágæt-
ustu bústýru, Þuríðar Odds-
dóttur, en börn hans hafa jafn-
an verið einvalalið.
Björn O. Björnsson.
Mínningarsjóður
STOFNAÐUR hefir verið
sjóður til minningar um Har-
ald Viggó Björnsson, banka-
stjóra í Vestmannaeyjum. Það
er ósk aðstandenda, að í stað
blóma við útför hans, verði
gefar-minningargjafir í þenna
sjóð. I Reykjavík fást minn-
ingarkortin í þessu skyni í
Bókaverslun Sigfúsar Eymunds
sonar. Th. Thomsen,
verkfræðingur.
Lýðveldishugvekjan
i Andvara
„LÝÐVELDISHUGVEKJ A
um íslenskt mál“ nefnist grein,
sem birtist í síðasta árgangi
tímaritsins Andvara. Höfundur
er „Meistari H. H.“. Grein þessi
er þannig rituð, að ætla mætti
að hún væri kofnin frá' pénna
þess H. H., sem Reykvíkingar
hafa undanfarið sýnt mikla að-
dáun vegna sjónleiks, sem þar
var sýndur eftir hann. Þó benda
nokkrar líkur til þess að svo
sje ekki. Enn það var ekki um
höfundinn, sem jeg ætlaði að
rita. Eins og nafn greinarinnar
ber með sjer, er hún rituð um
íslenskt mál. Stíllinn á henni
er ljettur og látlaus, glettinn
og jafnvel gamansamur með
köflum. Hvergi er hann þving-
aður af tilgerðarlegri orðmælgi.
En allstaðar gætir festu og ein-
beittni. Sums staðar bregður
fyrir alvöruþunga, en öfgar
komast ekki að. Þessi hug-
vekja er læsileg og aðgengileg
jafnt lærðum mönnum, sem
leikmönnum á sviði islensks
máls. Hún á því sannarlega er-
indi til allra íslendinga, sem á
annað borð hirða nokkuð um
íslenskt mál.
Tvær, mjög athyglisverðar
spurningar setur höf. þarna
fram. Fyrri spurningin er þessi:
„Eigum vjer að hætta að vera
íslendingar?11 Síðari spurning-
in er: „Eigum vjer að halda
áfram að vera íslendingar?“
Þessar spurningar eru svo al-
varlegar, að fram hjá þeim ætti
enginn íslendingur að ganga.
Það virðist þó svo, fljótt á lit-
ið, að spurningar þessar sjeu
þarflausar, þar eð flestallir at-
kvæðisbærir íslendingar hafi
sýnt það við þjóðaratkvæða-
greiðsluna, að þeir vildu einir
ráða sínu eigin landi. En höf.
lætur ekki staðar numið við
þá atkvæðagreiðslu. Hann tví-
hendir málshjör sinn og ræðst
gegn ýmsum þessara atkvæða-
greiðenda- Þegar hann vegur að
þeim með þessu vopni, virðast
margir þeirra hafa heldur hald-
litlar verjur.
Mállýti eru ósómi, hvar sem
þeirra verður vart. Aðfengin
orðskrýpi, sem tekin eru inn í
íslenskt talmál og ritmál, eru
eins og aðflutt meindýr eða
hættulegur sjúkdómur. En að
dómi höf. hefir íslenskt mál
ekki farið varhluta af þessum
„innflutningi“. Þar úir og grú-
ir þessi ósómi, eins og hættu-
legir sýklar sjeu þar á vörum
manna. Höf. bendir á þá hættu,
Sem af þessu geti stafað, en
bendir einnig á ýmis konar
varnarlyf. En takist sýklum
þessum að halda áfram, án þess
að nokkuð sje að gert, telur
hann mál vort í hættu statt.
Vjer íslendingar höfum nú
skilað Dönum konungi þeirra,
væri því sjálfsagt og eðlilegt,
að vjer, sem fyrst, skiluðum
þeim orðum þeim og orðskrýp-
um, sem vjer höfum jafnvel
enn að láni frá þeim. Vjer eig-
um hægt með það, þar eð mál
vort er svo auðugt, að það get-
ur veitt oss gnægð orða í stað
þeirra, sem vjer ljetum frá oss.
En vjer gætum að sjálfsögðu
greitt Dönum vexti af lánsorð-
unum, sem vjer höfum svo
lengi notað, með því að nema
hreina dönsku og fráskilja hana
íslenskunni. Það myndi þeim
vera kærara, en vita oss mis-
nota mál þeirra svo herfilega
sem vjer nú gerum.
Vjer viljum engin afskifti
erlendra þjóða af landi voru. —•
„Islendingar viljum vjer allir
vera“. Þetta er svar við hvers
konar tilraunum, sem gerðar
eru til þess að ná yfirráðum
lands vors. Þetta hlýtur að vera
svar hvers íslendings við spurn
ingum þeim, sem meistari H. H.
setur fram í hugvekju sinni. —•
Og það ætti að vera oss auð-
veldara, en verja land vort fyr
ir ásælni hervelda.
„Lýðveldishugvekja um ís-
lenskt mál“ á erindi til allra Is
lendinga. Þess vegna vildi jeg
mælast til þess við höfund
hennar, ef hann les þessi fáu
orð mín, að hann flytji hana í
hljóðnema útvarps íslensku,
þjóðarinnar, eða annað henni
líkt. En verði því ekki við
komið, einhverra orsaka vegna,
vil jeg eindregið benda öllum á
að lesa hana — öllum, sem með
atkvæði sínu greiddu fyrir því,
að vjer íslendingar erum nú
frálsir menn í frjálsu landi.
Vil jeg áð lokum þakka meist
ara H. H. fyrir hugvekjuna,
bæði vegna mín og þeirra, sem
jeg veit að njóta hennar á sama
hátt.
Jón Kr. ísfeld.
Ný þingmál
Hveraorkan á Reykjanesi
við Djúp.
Sigurður Bjarnason o. fl.
flytja svohlj. þál.till. í Sþ.:
„Alþingi ályktar að skora á
samgöngumálaráðherra að
láta á næsta sumri fara fram
rannsókn jarðhitasvæðanna
á Reykjanesi við ísafjarðar-
djúp, með það fyrir augum,
að staðreynt verði, hvort unt
sje að framleiða þar rafmagn
fyrir nærliggjandi kaupstaði,
kauptún og sveitir11.
í greinargerð segir m. a.:
I Reykjanesi við ísafjarðar-
djúp eru ein mestu jarðhita-
svæði á íslandi. Hefði jarð-
hiti um langt skeið verið hag
nýttur þar til íþróttastarf-
semi, upphitunar skólahúsa,
gróðurhúsa og fyrr á tímum
til saltvinnslu.
Nauðsyn ber til þess, að
ýtarleg rannsókn fari fram á
þeim möguleikum, sem hinir
heitu uppsprettur þessa heitu
staða fela í sjer til orkufram-
leiðslu. Sveitirnar við ísa-
fjarðardjúp, ísafjarðarkaup-
staður og kauptúnin í Norður
ísafjarðarsýslu og norðan-
verðri Vestur-ísafjarðarsýslu
vantar raforku. Enn þá hefir
ekki fengist endanlega úr því
skorið, hvaða leiðir sjeu
heppilegastar fyrir þessi bygð
arlög til þess að fá nægilega
raforku.