Morgunblaðið - 19.03.1946, Side 12

Morgunblaðið - 19.03.1946, Side 12
fifOKGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. marz 1946 Bókafregn RóSrar að stöðvasf í Ólafsvík. Frystihúsið yfírfullt Ólafsvík, laugardag. Frá frjettaritara vorum. MJÖG GÓÐUR AFLI hefir verið í Ólafsvík á yfirstand- andi vertíð. Hjeðan róa nú fimm bátar, 15—78 smálesta. Hafa veiðst um 900 smálestir af slægðum fiski frá áramót- um til þessa tíma. Hefir hraðfrystihús Ólafsvíkur tekið á móti mestu af aflanum, en sökum þess að vjelaafköst húss ins eru svo lítil, hefir það ekki ávalt getað tekið á móti aflanum öllum. 12 Utvarpið 8.30— 8.45 Morgunútvarp. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi Búnaðarfjelags^ ís lands: a) Ávarp (Bjarni As- geirsson). b) Erindi: Um fjelagsstarfsemi bænda (Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri). c) Er- indi: Plöntuuppeldi í gróð- urhúsum (Unnsteinn Olafs- son, skólastjóri). 15.30— 16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Þingfréttir. 20.20 Tónleikar Tónlistarskól- ans: a) Concerto grosso í e- moll eftir Corelli. b) Larg- hetto og Menuetto eftir Boccherini. (Strengjasveit leikur. — Dr. Urbantschitsch stjórnar). 20.50 Erindi: Hugleiðingar um sköpun heimsins. •— Ýmsar nútímahugmyndir. (Steinþór Sigurðsson magister). 21.15 íslenzkir nútímahöfund- ar: Kristmann Guðmundsson les úr skáldritum sínum. 21.45 Kirkjutónlist (plötur). 22.00 Frjettir. 22.05 Lög og ljett hjal (Einar Pálsson o. fl.). Brjef Framh. af bls. 6. vörðustíginn. Þá segir Þjóðvilj- inn, og hefir það eftir sínum vanalegu heimildum, að engin furða sje, þó Rússaher sje kyrr í Iran, og liðinu sje fjölgað og það sje búið miklum hergögn- um. Því að Rússar hafi farið fram á að fá ýms fríðindi í landinu, olíulindir og þesshátt- ar. En Iranbúar hafi verið svo ósvífnir að neita stórveldinu um þetta. Og hvað eigi þá hin- ir friðelskandi Rússar að gera, annað en að hafa her í landi, svo ósvífinnar smáþjóðar, er spilla vill heimsfriðnum, með því að gera ekki alveg eins og stórveldið heimtar. Þetta er lina Þjóðviljans, í viðskiftum stórvelda og smá- ríkja — línan frá Moskva þeg- ar svo ber undir. Með þökk fyrir birtinguna. Vesturbæingur. Sig. B. Gröndal: — Svart vesti við kjólinn. Smá- sögur. Útgef.: ísafoldar- prentsm. h.f. Reykjavík, 1945. 191 bls., 8vo. Sigurður Gröndal hefir þeg- ar skrifað allmargar bækur, bæði smásögusöfn og ljóðmæli, sem vakið hafa athygli, og er óþarfi að telja þær upp hjer. — Þetta mun vera fimta bókin hans. Og mjer er ekki grun- laust um, að sú 6, sje í smíðum, jafnvel fullsamin, og hún sje nokkuð annars eðlis en skáld- rit þau, sem hann hefir sent frá sjer til þessa. Einhver ,,á- stands“-saga ef til vill, — löng saga í þetta sinn. Hennar, mun verða beðið með eftirvæntingu, því að við eigum enn eftir uð fá þá ,,ástands“-sögu, sem sje verðugur minnisvarði eins merkilegasta þáttarins í sögu hinna viðburða- og afdrifaríku hernámsára. Sögur þesar eru flestar smá- þættir frá ýmsum miður upp- lýstum afkimum þjóðlífsins. liprir pennadrættir, sem - eigr það til að bregða upp fyrir les- andanum furðu óhugnanlegum myndum. Auðsjeð er, að þær eru skrifaðar af glöggskygnum áhorfanda, sem hefir aðstöðu og hæfileika til að fara með þetta efni og beinir athygli sinni stöðugt að því, með sí- vakandi áhuga, án þess að hann flíki því. Hann er hinn hlutlausi, ver- aldarvani áhorfandi, sem getur þó ekki ætíð leynt beiskju sinni yfir hinin siðferðilegu og menn- ingarlegu eymd, sem mætir rannsakandi auga hans jafnvel á ólíklegustu stöðum. Og hann fær þar nóg efni til frásagnar. Hann þarf ekki að leita að per- sónum, sem eru frásagnarverð- ar. Þær koma óboðnar, knýja á dyrnar, og hann lætur þær um það sjálfar að kynna sig. — í þeim hópi vekja þær mesta at- hygli, sem höfundurinn er stöðu sinnar vegna einna kunn ugastur: hótellýðurinn, þessi ,,heimsborgaralegi“ skríll, sem á svo lítið skylt við heilvita fólk, að óspiltur sveitamaður mundi eiga erfiðara með að fylgjast með samtölum þess en bendingum útlendings, sem hann getur ekki talað við. Til- svörin eru oft óvænt, af því hvað þau eru ruddaleg, und- arlega hvöss, lýsa sálarásandi, sem ekki er allskostar í eðlileg- um skorðum. Annars kennir margra grasa í sögusafni þessu. Margt er þar vel sagt, og sumir kaflarnir prýðilega bygðir upp, svo að menn fá ekki slitið sig frá lestr inum. En stundum dettur frá- sögnin niður, áður en lesand- inn hefir fengið að vita -það, sem hann var að bíða eftir. — Hann saknar framhaldsins. Það er eins og þessir kaflar sjeu að eins brot úr lengri sögu, sem kannske er til eða er í smíðum. Stíll Gröndals verður liprari og ersónulegri með hverri nýrri bók, sem hann sendir frá sjer. Hann hefir þegar sýnt, að hon- um er ekki ofvaxið að taka sjer fyrir hendur stærri viðfangs- efni. Jeg vil að lokum óska höf- undinum til hamingju meé þetta skáldrit sitt, og vænti þess, að ekki verði langt að bíða, að við fáum fleira að lesa frá hans hendi, eitthvað, sem getur,- ekki síður en þessar smá sögur, verið bæði skemtilegt af lestrar, og eins vakið menn til hollrar íhugunar um ýms vandamál þess umhverfis, sem við lifum nú í. Þórh. E^orgilsson. BEST AÐ AIJGLÝSA í MORGUNBLAÐINU Hljémleikar á Isafirði Frá frjettaritara Mbl. á Isaíirði. SUNNUKÓRINN, söngstjóri Jónas Tómasson, hjelt söng- skemtun s. 1. föstudagskvöld hjer í kirkjunni að viðstöddu fjölmenni miklu. Á söngskrá voru eingöngu lög eftir söng- stjórann, flest sálmalög, mörg þegar góðkunn. Fyrsti þáttur var kórsöngnr Sunnukórsins með orgeli, alls sex lög. Annar þáttur samleikur á fiðlu, Ingv- ar Jónsson og orgel, Jónas Tómasson, alls 3 lög. Þriðji þáttur ungmeyjasöngur með orgeli, þrjú lög. Fjórði þáttur kórsöngur, Sunnukórinn með orgeli, alls fimm lög. Undir- leik annaðist frú Sigríður Jónsdóttir. Jön Hjörtur söng einsöng í laginu Hinnsti geisl- inn, eftir sr. Böðvar Bjarna- son. — Söngnum var ágætlega tekið. Jónas Tómasson er þegar orð inn mikilvirkt tónskáld og hafa mörg lög hans náð al- menningshylli. Þó er enn stærri skerfur hans sem söng- stjóra hjer, en því starfi hefir hann gegnt um aldarþriðjung með áhuga og dugnaði. Söng- urinn var endurtekinn á sunnu daginn. Af þessum sökum hafa bát- arnir orðið af þó nokkuð mörg- um róðrum, þar sem engin fisk tökuskip hafa fengist til að kaupa hjer afla. Er það mjög tilfinnanlegt fyrir þorpið, bæði fyrir sjómenn og veikafólk, þar sem nóg er .af góðu verka- fólki, til þess að vinna aflann, er á land gæti borist. Samt er hraðfrystihúsið búið að fyrsta 13 þúsund kassa af flökum frá áramótum til þessa dags, og eru það mestu afköst hjá því húsi, frá því það^ hóf rekstur 1939, og mun vera með hæstu húsum landsins í frystingu yf- ir þenna tíma Forstjóri og verkstjóri húss- ■ins er Markús Einarsson frá 1. nóvember 1945. — Nú eru all- ir frystiklefar hússins að verða fullir og lítur því helst út fyrir að allir róðrar stöðvist, nema því aðeins að afskipum á fryst- um fiski fáist ’.lveg næstu daga. Ef róðrastöðvun verður, er það ólýsanlegt og^ óbætanlegt tjón fyrir þorpið. SKJÁTLAÐIST ILLA NEW YORK: Fjórir vopnað- ir þjófar ruddust inn í blóð- gjafastöð eina og miðuðu skammbyssum á hjúkrunarkon urnar þar. Þær hlógu aðeins að bófunum, rem sáu að þeim hafði skjátlast og snautuðu burt. (Blóðgjafastöðvar eru nefnilega neíndar „bank“ á ensku og þar af kom misskiln- ingurinn). n ídí ý myndaóena 'a / öc arzan TARZAN OG SJORÆNINGJARNIR J( owun lól ahúdir !i!:;iíiinii!innnnnimn[it!nni!i!iimi!iiimiiiniiiiiimim[ii:]imi!i:iii!]imi!iiimimiHiiiniimii§iii)mimi!!iiimi!U!i!HH X-9 & & & HIIiril!l!!l!ll!Íimi!m!!!limtlIiniÍI!!!IIinH:il!llli!illlllll!llll!limill!!llll!llll!IH1!!llimillHlillII» > well, tmere eoea FRANME...1 H0PE HE MAKE& THE GRADE... CAN'T HELP . FEELING A LITTLE 60RRS I w FOR HlM — , yCúpr ID^^KmiJÝatufes SynJicatf, Inc.^Workl ri^lits rcscrvcJ YE5...I,DREA/MER'' BLACKMAILEdT^ RAlNINGl HIM INTO TH|£ ÖET-UP BV / LET’G BREW THREATENING TO EXP05-E / / POT OF COFFE HIM A£ A DRAFT .____J WANT TO HEAR -sí EVADERl M VOUKNEWfO Meanwhile * MANDRíúL. fP ÝOU HAD ANOTHER 5HINER, YOU COULP PAS5 'EM OFF A& 9M0KED ÖLA55-EE! WAPCAP X-9: Jæja, þarna fer Franki. Jeg vona að honum batni. Jeg get ekki gert að því, að jeg kenni tals- vert í brjósti um hann. Munroe: Já, það var Glámur, sem neyddi hann út í þetta, með því að hóta að koma upp um að hann hljópst úr hernum. X-9: Það er farið að rigna. Við skulum fara og hita okkur kaffi. Og þú segir mjer, hvernig þú fórst að vita svona mikið um Franka. Snjáldri: Ef þú hefðir annað glóðarauga, gæti maður haidið þú værir með sólgleraugu, ha, ha, — Apinn: Þegiðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.