Morgunblaðið - 19.03.1946, Blaðsíða 14
14
MOBQDNBIiAÐIB
Þriðjudagur 19. marz 1946
...................
ÁST í MEINUM
i
Lóa Langsokkur
45. dagui
, Já — Mary er gáfuð“, sagði
'Filip, Hann leit undan. „Jeg
vona, að hún giftist góðum
manni“.
, Jeg hefi ýmsar ráðagerðir á
prjónunum í því efni“. Svipur
Jerome ljómaði af ást og stolti.
„En. jeg verð einnig að hugsa
tmr Will. Hann fer til Groton
innan skamms. Hann er efr.i í
góðan kaupsýslumann"
Litlu síðar kvaddi Filip og
hjelt af stað í bankann. — Það
hýrnaði yfir Alfreð, þegar hann
sá son sinn.
•
„Jeg sagði Jerome frá því,
sem við vorum að ræða um í
gækvoldi, pabbi“, sagði Filip.
„Þegar við leggjum saman, all-
ir þrír, ættu námsstyrkirnir að
geta orðið allverulegir“.
„Þú hefir vonandi ekki getið
nafns míns?“ sagði Alfreð.
,,Nei“, skrökvaði Filip.
„Það eru mörg ár síðan jeg
vann bug á hatri mínu í garð
Jerome“, sagði Alfreð. „Við
getum vitanlega aldrei orðið
vinir. Jeg efast meira að segia
um, að við gætum ræðst við.
Jeg hefi aldrei gleymt Amalíu.
Jeg hefi ekki gleymt því, hve
Jerome breytti svívirðilega. En
jeg ásaka hvorugt þeirra nú.“
Svo bætti hann við: „Jeg hefi
á tilfinningunni, að við Jerome
munum hittast á næstunni —
og — og gera upp sakir okkar“.
Hann þagði andartak, og
hjelt síðan áfram, hryggur í
bragði: „Það bar vott um hefni
girni af Jerome hálfu, að hann
skyldi banna Mary að heim-
sækja okkur aftur. Mjer þótti
svo vænt um litlu stúlkuna“.
„En þú hefir oft mætt henni
á förnum vegi — svona af til-
viljun“, ansaði Filip, og hló við.
„Þú hefir líka hitt hana heima
Kja ýmsum virðulegum fjöl-
skyldum hjer í nágrenninu.
Máry getur verið býsna kæn“.
„Það var nú ekki laust við
að jeg hefði samviskubit af
því“, svaraði Alfreð. ,,Ef til vill
var það rangt að fara þannig í
Itringum föður hennar“.
„Mary er skynsöm stulka“,
ansaði Filip. Hann sagði föður
sínum síðan frá því, að von
væri á þeim mæðgunum heim
mjög bráðlega. „Jeg fjekk brjef
frá - henni í morgun“, sagði
hánn. „Og mynd“.
Hann dró myndina upp úr
vasa sínum, og rjetti Alfreð.
Hann virti myndina fyrir sjer
drykklanga stund. Mary var nú
gjafvaxta mær. Andlit hennar
var fagurt — svipurinn í senn
festulegur og þóttalegur. Aug-
un- stór og gáfuleg. Hárið ljóst,
mikið í sjer og þykt.
„En hvað hún hefir fallega
höku“, sagði Alfreð“. Hún hefir
eins nef og William frændi.
Hún er mjög lík honum. Ynd-
islegt barn!“
„Hún er sautján ára“, sagði
Filip. „Hún er ekki barn leng-
tir. Hvorki að árum nje
þroska.“
Alfreð setti á sig gleraugun,
til þess að lesa það, sem skrifað
var á myndina: „Til Filips, með
ástarkveðju frá Mary“.
„Henni hlýtur að þykja mjög
vænt um þig, Filip“, muldraði
íiann.
Filip tók myndina og stakk
aftur í vasa sinn. „Mjer þykir
líka vænt um Mary“.
★
Það hafði rignt. Nú var stytt
upp. Loftið var hreint og tært.
Mary og Filip höfðu farið út
að ganga að kvöldverði lokn-
um. Þau gengu niður hæðina, í
áttina til skógarins. Það var
tunglsljós og stjörnubjartur
himinn.
í skóginum ríkti djúp kyrð.
Mary og Filip leiddust. Hún var
nær höfði hærri en hann. Er
þau höfðu gengið spölkorn,
komu þau að tveim steinum og
settust niður. Þau þögðu um
stund og hjeldust í héndur.
Svo sagði Mary: „Jeg verð
átján ára í febrúar, Filipí'.
„Jeg veit það, góða min“.
„Jeg hefi ákveðið, að fara
ekki skólann. Jeg hjel't að mig
langaði til þess-----—. En nú
hefi jeg komist að því, að það
er dálítið annað, sem mig lang-
ar til þess' að gera“. *
Filip þagði. Hann strauk
hönd hennar blíðlega. Hún
horfði á hneigt höfuð hans.
Varir hennar skulfu.
„Þú biður mín aldrei, Filip“,
sagði hún hljóðlega. „Jeg veit
ekki af hverju. En það lítur út
fyrir, að jeg verði að biðja þín.
Viltu giftast mjer, Filip?“
Hann leit upp. Hann kom
ekki upp nokkru orði fyrst í
stað. Svo sagði hann blátt
áfram: „Líttu á mig, Mary“.
Hún horfði fast og lengi á
hann. Hún svaraði ekki, brosti
aðeins, eins og hann hefði sagt
eitthvað frámunalega kjána-
legt.
„Hvað sjerðu?“ spurði hann.
„Jeg sje þig“.
Filip andvarpaði.
„Mjer finst þú haga þjer
mjög heimskulegá. Filip“, hjelt
hún áfram. „Þú ætlaðist til
þess, að jeg horfði á bak þitt —
var ekki svo? Jeg horfði á það.
En jeg sje einnig á andlit þitt.
Jeg sje þig allan. Jeg hjelt ekki,
að þú værir svona mikill kjáni,
Filip“.
„Jeg er nærri því fimtán ár-
um eldri en þú“.
„Hvað eru fimtán ár? Jeg er
ekkert barn. Jeg held, að jeg
hafi aldrei verið það. Og mjer
leiðist ungt fólk“.
Filip hafði ákafan hjartslátt.
Hann sleppti hönd hennar.
„Mary, jeg elska þig. Jeg
held, að jeg hafi alltaf elskað
þig. Ef jeg fæ þín ekki, þá
kvænist jeg aldrei. En þú ert
barnung. Þegar þú ert orðin
tvítug — tuttugu og fimm ára
— þrjátíu ára — þá vilt þú ef
til vill giftast einhverjum öðr-
um“,
Mary horfði í augu hans. „Þú
ert að hugsa um pabba,
mömmu og Alfreð frænda — er
það ekki? Filip — jeg veit
margt nú, sem jeg hafði enga
hugmynd um áður. Jeg veit, að
mamma giftist föður þínum
vegna þess, að hann var auð-
ugur. Hún sagði mjer ævisögu
sína þegar við fórum saman til
Evrópu. Jeg veit, að jeg fædd-
ist tæpum sex mánuðum eftif
að hún giftist pabba. Það er
mjög náið samband á milli okk-
ar mömmu nú. Jeg þekkti hana
eiginlega ekki neitt, fyr en ég
var fjórtán ára. Þá skildum við
hvor aðra. Mamma sagði mjer
allt. Meðan við vorum í Evrópu
sagði jeg henni, að jeg ætlaði
að giftast jjjer. Það gladdi hana.
Hún kvaðst hafa verið farin að
vona það. Henni þykir afar
vænt um þig. Hún segir, að við
sjeum mjög lík — og við verð-
um áreiðanlega hamingjusöm.
Alla mína ævi“, hélt Mary
áfram, „síðan jeg sá þig fyrst,
hefi jeg unnað þjer, Filip.
Mamma skildi það. Þess vegna
fór hún með mig til Evrópu.
Hún vildi, að jeg kynntist ung-
úm mönnum — á mínu reki.
En það-var eins og — eins og
hjarta mitt væri brynjað. Jeg
hugsaði ekki um annað en þig“.
Hún beið. Hann horfði á
hana, og það var undrunarsvip-
ur í dökkum augum hans. Það
var eins og hann þyrði ekki enn
að trúa henni.
,.Þú verður að treysta mjer,
Filip“. Hún rjetti honum hend-
urnar. En hann hjelt áfram að
horfa á'hana, nærri því ótta-
sleginn á svip.
..Hvernig get jeg giftst þjer,
Mary? Þú ert svo ung — svo
falleg. Það væri ekki rjett“.
„Af hverju ekki?“ hrópaði
hún óþolinmóð. „Þú móðgar
mig, Filip! Filip — elskan mín!
Líttu á mig!“ Hún hló. „Ætl-
arðu ao giftast mjer?“
Hún beið. Þegar Filip hjelt
áfram að horfa á hana, vafði
hún mjúkum handleggjunum
óþolinmóðlega um háls honum,
beygði sig niður og kyssti hann
á munninn. Hann hikaði andar-
tak, en tók síðan utan um hana
og þrýsti henni að sjer.
★
„Ha? Hvað í ósköpunum
ertu að segja?“ sagði Amalía,
og starði undrandi á dóttur
sína.
„Jeg bað Filip að giftast
mjer“, ansaði Mary.
,,Amalía“, sagði Filip i bæn-
arrómi. „Hún gerði það nú ekki
beinlínis. Mary er- bara svo
hreinskilin“.
Amalía kýmdi. „Þú misskil-
ur mig, Filip. Jeg var undr-
andi yfir því, að þú skyldir
ekki biðja hennar-----að hún
skyldi þurfa að biðja þín“. Þau
sátu saman í dagstofu Amalíu,
öll þrjú.
„Jeg vissi, að Filip myndi
aldrei biðja mín“, sagði Mary.
„Jeg vissi, að það myndi ekk-
ert stoða að bíða“.
„Ósæmilegt", muldraði Ama-
lía.
Amalía var þreytuleg. Hún
var nú fjörutíu og eins árs og
fas hennar hafði orðið íignar-
legra og virðulegra með árun-
um. Svipurinn var enn þrótt-
mikill og fesiulegur — andlit-
ið enn unglegt. Það voru að-
eins drættirnir við munninn.
er báru vott um, að hún hefði
ekki átt sjö dagana sæla — —
þrátt fyrir allt. En þegrr hún
brosti, ljómaH svipur hennar
af gáska og^gletni.
„Jeg get ekki sjeð. að jeg
hafi hegðað mier neitt ó,'æmi-
lega“, sagði Mary. „Einhver
varð að segja það. sem segia
þurfti. Það kcm í minn hlut“.
Filip hló vandræðalega.
„Amalía — bað gleður mig. að
þú skulir ekkert hafa á móti
þessum • ráðahsg11.
Eftir Astrid Lindgren.
6. ]
— Býrðu hjerna alein?
— Alls ekki, sagði Lóa. Herra Nilson og hesturinn
eiga hjer heima líka.
— Já, en jeg meina, áttu enga mömmu og engan
pabba?
— Nei, alls ekki, sagði Lóa.
— En hver segir þjer þá, þegar þú átt að fara að
hátta á kvöldin og svoleiðis? spurði Anna.
— Það geri jeg sjálf, sagði Lóa. Fyrst segi jeg það
ósköp rólega', og ef jeg gegni ekki þá, segi jeg það aftur
dálítið byrstari, og gegni jeg þá heldur ekki, þá fæ jeg
ráðningu, skiljið þið það.
Varla skildu Tumi og Anna þetta út í æsar, en þeim
fannst sjálfsagt að það væri ágætt. En nú voru þau
komin fram í eldhúsið og Lóa hrópaði.
Nú skal baka pönnukökur
nú skal jeta könnupökur,
nú skal peikja stönnukökur.
Og svo tók hún þrjú egg og kastaði þeim hátt upp í
ioftið. Eitt af þeim datt beint niður á höfuðið á henni
og brotnaði 'þar, svo rauðan rann niður í augu. En hin
tvö duttu í skaftpottinn hennar og fóru í mask þar.
— Jeg hefi altaf heyrt, að eggjarauða væri holl fyrir
hárið, sagði Lóa og þurkaði úr augunum. Hárið vex svo
vel af eggjum. í Brasilíu hefir hver einasta manneskja
egg í hárinu. En þar eru heldur engir sköllóttir. Það
var bara einu sinni karl, sem var svo skrítinn, að hann
borðaði öll eggin sín, í stað þess að láta þau á hausinn
á sjer. Hann varð líka nauðasköllóttur fyrr en varði,
og þegar hann sýndi sig óiti á götunum, varð svo mikið
uppþot, að varalögreglan var kölluð út.
Meðan hún talaði, hafði Lóa týnt eggjaskurnin upp
úr skaftpottinum með fingrunum Svo tók hún bursta,
sem hjekk á veggnum og fór að hræra með honum
pönnukökudeigið, svo hratt, að sumt af því slettist út
á veggina. Að lokum helti hún því sem eftir var í pönnu,
sem stóð á eldavjelinni. Þegar kakan var bökuð öðrum-
Einn af dóttursonum Vikt-
oríu drotningar, sem sendur
var á Oxford háskóla, fór held-
ur óhóflega með vasapeninga
sína, og að því kom, að hann
skuldaði tíu pund.
Hann skrifaði ömmu sinni
langt brjef, og bað hana að lána
sjer þessa upphæð. Hún gerði
það ekki. í staðinn fjekk hann
frá henni langt brjef, þar sem
hún ávítti hann fyrir eyðslu-
semina og gaf honum einhvern
aragrúa af hollum ráðum.
Skömmu síðar svaraði hinn
ungi maður brjefi drotningar-
innar. Hann hafði, að því hann
sagði, teki5 þá ákvörðun að
fylgja öllum fyrirmælum henn
ar, cg þá einkum því, að beita
vitsmunum sínum í peninga-
málurn. Þessu til sönnunar,
sagði hann, gæti hann fært
henni þær frjettir, að hann
hefði þegar selt safnara brjef
hennar fyrir 25 sterlingspund.
*r
„Er þetta heilsusamlegur
staður“, spurði aðkomumaður-
inn fyrir norðan.
„Mðira en það“, svaraði
Norðlendingurinn. „Þegar jeg
! kcm hingað var jeg mállaus,
hafði varla hár á höfðinu og
var svo máttvana, að það þurfti
að bera mig fram og aftpr“.
„Þetta er kraftaverk“. hróp-
aði aðkomumaðurinn. „Hvað
lengi hafið þjer verið hjerna?“
„Jeg er fæddur hjer“.
★
Lögfræðingurinn krafðist
þess, að vitnið svaraði spurn-
ingunni annað hvort neitaði eða
játaði. Maðurinn neitaði að
gera þetta.
„Sumum spurningum er
hvorki hægt að svara með já
eða nei,“ sagði hann.
„Jeg skora á yður' að nefna
eitt dæmi,“ sagði lögfræðing-
urinn.
Maðurinn svaraði strax: „Er-
uð þjer hættur að berja kon-
una yðar“.
★
Lögfræðingurinn: „Jæja,
Olafur, svo þjer viljið að jeg
gerist verjandi yðar. Eigið þjer
nokkra peninga til a& borga
mjer með?“
Ólafur: „Nei, jeg á enga pen-
inga, en jeg á Ford 1928“.
Lögfræðingurinn: „Þjer get-
ið fengið peninga út á hann.
Látum okkur nú sjá — hvað
er það, sem þjer eruð ákærður
fyrir að stela?“
Ólafur: „Ford 1928“.
*
Sláðu ætíð svartsýna menn
— þeir búast hvort eð er aldrei
við að fá fje sitt endurgreitt.