Morgunblaðið - 30.03.1946, Síða 1
16 síður
33. árgangur.
74. tbl. — Laugardagur 30. mars 1946
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Fulltrúi Persa í Öryggisráðin u segir:
99
EKKERT
SJEIi
ÞESS AÐ RUSSAR
OTTFLUTNING66
Viija werla kóngur og droSning
ÞETTA eru Don Juan og kona hans, en þau vilja verða
kóngur og drottning á Spáni, eins og oft hefir verið minst á í
frjettum undanfarna mánuði. Stuðningsmenn þeirra vinna að
því öllum árum að koma Don Juan til valda. Þau eru nú stödd
í Portugal.
Rjeffarhöldin í Nurnberg:
Hitler ætlaði til Bret-
lands árið 1936
Núrnberg í gærkvöldi.
RIBBENTROP hjelt áfram vörn sinni í rjettinum í
Niirnberg í dag. Hjelt hann því fram, að hann hefði jafn-
an barist fyrir aukinni vináttu Breta og Þjóðverja, og
sagðist meðal annars hafa undirbúið fyrirhugaða ferð
Hitlers til Bretlands árið 1936. Var ætlunin, að Hitler
ræddi við Baldwin, þáverandi forsætisráðherra Bret-
lands, en úr þessu varð ekki, er Baldwin dró sig til baka
á síðustu stundu.
Öryggisráðið krefur
Rússa og Persa upp-
iýsinga um Iransmálin
London í gærkveldi. Einkaskeyti til
Morgunblaðsins frá Reuter.
SENDIFULLTRÚI Persa, sem boðið var að taka til
máls á fundi Öryggisráðsins í kvöld kl. átta (eítir ísl.
tíma), upplýsti það, að hann hefði ekki fengið neinar
fregnir frá stjórn sinni, sem bentu til þess, að Rússar
hefðu byrjað að flytja her sinn heim.
Persneki fulltrúinn talaði áður en Öryggisráðið hafði sam
þykt þá tillögu Byrnes, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að
gefa Trygve Lie, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, fyrirmæli
um, að hann fari þess á leit við stjórnir Persíu og Sovjetríkj-
anna, að þær gefi ráðinu upplýsingar um samningaumleit-
anir þeirra að undanförnu, áður en það kemur saman á ný á
miðvikudaginn.
Bardagi milli Gyð-
inga og iögreglu í
Þýskaiandi.
Berlín í gærkvöldi.
TIL óeirða kom í Þýska-
landi í gær, er 1800 heimilis-
lausir Gyðingar, sem komið
hafði verið fyrir í bráða-
birgðahúsnæði nálægt borg-
inni Stuttgart, reyndu að
koma í veg fyrir það, að þýsk
og amerísk lögregla gerði hjá
þeim húsrannsókn. Lögreglu
mennirnir munu hafa verið
að leita að fölsuðum skömt-
unarseðlum og ýmsum varn-
irigi, sem selja átti á svörtum
markaði.
Gvðingarnir tóku á móti
Icgreglunni með grjótkasti og
bareflum og urðu leitarmenn
að lokum að fá brynvarða
bifreið sjer til aðstoðar. Einn
Gyðingur ljet lífið í óeirðum
þessum, amerískur hermaður
særðist og fjórir þýskir lög-
teglumenn hurfu.
Kosningar í Grikk-
iandi á morgun
London í gærkvöldi.
ÞINGKOSNINGAR fara
fram í Grikklandi á sunnudag
í fyrsta skifti í tíu ár. Bretar,
Frakkar og Bandaríkjamenn
munu hafa eftirlit með kosn-
ingunum, en eins og kunnugt
er, hafa verið miklar deilur
uppi um það að undanförnu,
hvort oinar fyrirhuguðu kosn-
ingar ættu að fara fram, eða
hvort fresta bæri þeim um ó-
ákveðinn tíma.
Til nokkurra óeirða kom í
Aþenu í dag og gengu menn
um göcurnar og skoruðu á fólk
að greiða ekki atkvæði. í frjett
um frá London er talið, að það
hafi einkum verið kommún-
istar,*sem stóðu fyrir þessu.
Aðsfoðarutanríkisráðherra
Breta hefir’ haldið ræðu í til-
efni hinna fyrirhuguðu kosn-
’ inga. Skorgði hann a G: jkki að
neyta atkvæðisrjettar síns, svo
að friður og regla mætti kom-
ast á sem fyrst í landinu.
Gráðugir í álftir.
LONDON: Álftir verða hjer
eftir alfriðað'ar í Ulster. Er
þetta gert vegna þess að veiði-
menn hafa gert mikinn usla í
álftunum nýlega og hafa selt
skrokkana til London.
Ribbentrop hjelt því fram,
að hann hefði ekkert vitað um
för þýrka hersins inn í Aust-
urríki, fyr en Göring hefði
sagt sjer það. Eins og kunn-
ugt er, hefur Ribbentrop þeg-
ar tjáð sig reiðubúinn að taka
á sig ábyrgð allra gerða sinna.
Hávaðasamt hefir verið í
rjettinum að undanförnu og
hafa dómararnir orðið að
þagga niður í þeim Göring og
Ribbentrop, en milli þeirra
hafa o:ðið harðar orðasennur.
Því hefir verið lýst yfir af
rjettarins hálfu, að sakborn-
ingunum verði framvegis ekki
leyft að fara rð dæmi Görings
og -rekja alla sögu nasismans
sjer til varnar. Verður þeim
aðeins leyft að koma við sögu
þeirra viðburða og leggja fram
skjöl, sem talið er að viðkomi
vörn þeirra.
Úfvarpstruflansr
LONDON: — Norðurljós
hafa að undanförnu truflað
L.jög allar útvarpssendingar
? norðurhveli jarðar. Þrátc
íyrir góðviðrið hefir reynst
erfitt að heyra í útvarps-
stöðvum í Ameríku og víðar.
— Reuter.
Indónesar skjóta á
breskar flugvjelar
London í gærkvöldi.
TIL nokkurra smábardaga
hefir komið milli breskra
varðsveita og öfgamanna úr
liði Indónesa á Java. Skutu
uppreistarmenn meðal annars
úr lof tvarnabyssum á bresk-
ar flugvjelar, er voru á eftir-
litsflugi. Flugmenn flugvjel-
anna snerust gegn árásinni og
tókst þeim að þagga niður 1
einni loftvarnabyssu. Ekki er
talið ósennilegt, að þetta standi
í sambandi við liðsflutninga
Hollendinga til Java. —Reuter.
Frakkar viija
framkvæmd
Allantshafs-
sáffmálans
New York í gærkveldi:
FULLTRÚI Frakka í Ör-
yggisráði Sameinuðu þjóð-
anna hefur skýrt svo frá, að
ríkisstjórn Frakklands hafi
lagt fyrir hann að taka ekki
í neinu máli, sem fyrir örygg
isráðið kynni að koma, af-
stöðu, sem fari í bága við
Atlantshafssáttmálann varð-
andi frelsi og sjálfsákvörðun
arrjett smáþjóðanna.
— Reuter.
Breski fulltrúinn sammála
Byrnes.
Allmiklar umræður spunn
ust út af tillögu Byrnes. Aðal
fulltrúi Breta í Öryggisráð-
inu, að þessu sinni, Sir Alex-
ander Cadoga, studdi tillög-
una. Sagði hann það mikils
virði, að ráðið fengi vitneskju
um, hvað farið hefði milli
Rússa og Persa og hvort sagð
ur brottflutningur hinna fyr-
nefndu á liði sínu frá Persíu
bygðist á samkomulagi beggja
deiluaðila. Fulltrúar Mexico
og Frakklands tóku í sama
streng.
ViII lengri frest.
Fulltrúi Ástralíu í ráðinu
var einnig fygjandi tillögunni
í öllum megnatriðum. Þó
taldi hann deiluaðilum vera
gefinn of stuttur tími, ef ætl-
ast væri til þess, að .svör
þeirra bærust á þriðjudag,
eins og Byrnes fór fram á.
Taldi hann hóflegt, að báðum
þjóðunum yirði veittur frest
ur til fjórða eða fimta apríl,
cg benti í því sambandi á
slæm skilyrði til útvarps- og
skeytasendinga.
Meðlimir Örvggisráðsins
virtust þó yfirleitt vera all
bjartsýnir um, að takast
mætti að leysa deiluna án
þess, að til verulegra átaka
þvrfti að koma innan ráðs-
ins.
Fftir að tillaga Byrnes
hafði verið samþykt, var
fundum ráðsins frestað til
miðvikudags.