Morgunblaðið - 30.03.1946, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 30. mars 1946
Milli hafs og heiða
Samvinna ríkis og bæja um
i
Bankaráð Landsbankans.
ÞAÐ hefir verið gert að á-
rásarefni á hendur Sjálfstæð-
isflokknum af hálfu Tíma-
manna. að allir flokkar Alþing
is skuli hafa fengið fulltrúa
í Bankaráði Landsbankans.
Svo langt hefir flónskan
gengið á þessu sviði, að reynt
befir verið að telja fólki trú
um, að Sjálfstæðismenn hafi
sparkað formanni sínum Olafi
Thors, forsætisráðherra, tii
að kjósa kommúnista í stað-
inn. Sýnir þetta sem annað,
að Tíminn gerir ráð fyrir ó-
trúlegri heimsku meðal kjós-
enda sinna og annara lands-
n.anna.
Sannleikurinn í málinu er
þessi:
1. Forsætisráðherra taldi
ckki eðlilegt, að hann starfaði
í bankaráði meðan hann er
stjórnarformaður og vísaði tii
varamanns síns, Jakobs Möll-
ers alþm. Eftir að hann tók við
sendiherraembættinu í Dan-
mörku var þetta sæti í banka-
ráði 'autt.
2. Þegar svo var komið, sagði
Ólafur Thors sig ur bankaráð
inu og óskaði kosningar á að-
almanni í sinn stað. Hefir
nú Gunnar Viðar hagfræðing
ur tekið við því sæti, en Ólaf-
ur er varamaður hans
3. Þegar Jón Árnason varð
bankastjóri, tók Magnús Jóns-
son við formensku í banka-
ráði, en Jónas Haraldsson hef
ir verið kosinn í sæti það í
bankaráði, sem losnaði við
brottför Jóns Árnasonar.
4. Sjálfstæðismenn hafa 2
menn í bankaráði eins og áð-
ur, Alþýðuflokkurinn einn,
h'ka eins og var, en Sósíalistar
hafa fengið annað það sæti,
sem Framsóknarmenn höfðu
áður. Byggist það á þeirri
■■•enjulegu og sjálfsögðu reglu
nð allir flokkar, sem styðja
ríkisstjórn eigi menn í þessari
nefnd. Annað væri ósanngirni
Hinu ræður hvar flokkur sjálf
ur, hjer sem annarsstaðar,
hvaða menn hann setur í starf
ið.
Tímamenn hampa því, að
Kommúnistar hafi fengið
cddamann í bankaráðinu. —
Eins'og sakir standa, er þetta,
sem annað úr þeirri átt, þvætt
ingur einn. Það er af því að
engar líkur benda til að þeir
Jónas Jónsson alþm. og Kjart
an Ólafsson verði sjerstak-
lega andvígir Sjálfstæðis-
mönnum eða myndi fjelag
gegn þeim. Mætti því alveg
eins segja, að • annar hvor
þeirra væri oddamaður í þessu
ráði.
Það er hins vegar ekkert
undarlegt við það, þó Tíma-
nenn sjeu gramir yfir þess-
um kosningum. Þeir hafa
haldið svo á málum sínum og
sinna kjósenda að þeir eiga
engan mann í Bankaráði
I,andsbankans, því allir vita
eð Jónas Jónsson, er ekki í
Tímadeild Framsóknarflokks-
ins. Fyrir þetta er þeim þýð-
ingarlaust að kasta steinum að
Bjálfstæðismönnum. Þeir geta
sjálfum sjer um kent.
En það er annað sem er til
gamans fyrir Sjálfstæðis-
menn og aðra. Þegar Ólafur
Thors var kosinn 1 bankaráð,
þá var það útmálað í Tíman-
um, sem hreint hneyksli, af
því að Ólafur var einn af eig-
endum Kveldúlfs. Nú þykir
Tímamönnum svo mikil nauð
syn að Ólafur sje í banharáði,
inu, að það sje honum mesta
niðurlœging að vera þar í vara
sæti. Nú er svo að sjá, sem
þeim þyki það alt of mikii
hlunnindi fyrir kveldúlf, að
kunnur hagfræðingur úr liði
Sjálfstæðsmanna taki sæti
Ólafs og annar hagfræðingur
úr liði Sósíalista komi í sæti
Jóns Árnasonar. Kemur hjer
í ljós sem víðar, að breytilegar
eru skoðanirnar.
Hræðslan i Tímamönnum.
ÞEIR menn sem hafa slæma
samvisku eru oft hræddir. —
Þeir eiga von á einhverju
illu í björtu sem dimmu. —■
Þetta sannast oft og mörgum
sinnum á Tímamönnum
Hjer í blaðinu var nýlega
bent á þau augljósu sannindi,
að ef heil stjett, eins og t. d.
bændastjettin, snerist gegn
ríkisstjórn sem % þings og
þióðar hefir með sjer, þó
sýndi það óskir um, að standa
í baráttu við meiri hlutann
og andúð á framfarastefnu
hans.
Tíminn verður óttasieginn
af þessu og hrópar. íhaldið
hótar bændum. Þetta eru Naz-
istar. — Hræðslan leynir sjer
ckki. Vitneskjan um eigin
syndaferil blasir við augum
Tímaliðsins. Þegar ofsi þess
og vald var sem mest, skoð-
aði það andstæðinga sína sem
rjettlaust fólk. Hver einasta
tillaga stjórnarandstæðinga
var drepin. Úr umbótamálum
Sjálfstæðismanna var efninu
stolið. Frumvörp borin fram
í nýrri mynd og síðan hrópað
Þetta eru okkar mál.
í margar nefndir voru sett-
ir eintómir Tímamenn. í yfir-
fasteignanefndinni frægu,
voru þrír slíkir og allir starfs-
menn áttu að sýna sam lit. í
iNýbýlastjórn ríkisins voru
aðrir þrír og framkvæmdar-
stjóri einnig af sama sauða-
húsi. Svipuð var reglan yfir-
leitt í öllum stofnunum.
Það er ekki furða þó Tíma-
menn sjeu hræddir. Þeir gera
ráð fyrir sama tuddaskap hjá
öðrum sem þeir sýndu sjálfir.
En hótanir ættu þeir ekki að
nefna. Þeirra eigin flokks-
menn þekkja þœr of vel.
F. osningafundur
Tí mamanna.
NÝLEGA hafa Tímamenn
kallað saman fund með und-
arlegum hætti og á sarnkom-
an að hefjast 2. apríl. Þeir
vita, að flokkurinn er marg
klofinn og þora ekki að kalla
saman flokksþing eins og þeir
eru vanir fyrir kosningar.
Nú á fundurinn að heita:
. Miðst jórnarfundur“ en ósk-
að er eftir, að á þessurn mið-
stjórnarfundi!! mæti einni
maður úr hverjum hrenp eins
og áður á flokksþingum. Þetta
er sjáanlega gert til þess, að
ekki fari kosningar írarri
1 eima í hjeraðunum og for-
ingjarnir geti kallað á sam-
komuna þá menn eina sem eru
reiðubúnir til að segja já við
öllu sem Tímaklíkan segir
fyrir um.
Síðan á að kalla þessa
samkomu almennan bænda-
fund og mótmæla öllu sem
klíkunni er ógeðfelt Líklegt er
talið að önnur stærri áform
liggi svo að tjaldabaki, en
ekki munu þau koma í dags
ins ljós fyr en síðar Vita menn
að viljinn er fyrir hendr hvað
sem hugrekkinu líður,
Búnaðarráðslögn.
LÖGIN um búnaðarráð voru
nýlega afgreidd á Alþingi. —
Engin lög hafa farið eins í
taugarnar á Tímaliðinu. Þeim
sárnaði svo voðalega, að ein-
tómir bændur skyldu einu
sinni vera skipaðir í valda-
mikla nefnd. Þeir töldu það
næstum flokkssvik af sínum
merkasta foringja, að sitja hjá
við atkvæðagreiðslu.
Á síðustu stundu var reynt
að koma málinu fyrir kattar-
nef með breytingatillögu sem
átti að koma því í sameinað
þing. Tillagan var um það,
að lögbinda verðlagsnefnd við
vísitöluverð sem ekki er til
lengur. Þeir þingmenn sem
bera fult traust til verðlags-
nefndar landbúnaðarafurða,
drápu auðvitað þessa tillögu.
Daginn eftir birti Tíminn feit
letraða og innrammaða grein
á fremstu síðu. „Þessarar at-
kvæða greiðslu verða bændur
að minnast í kosningunum",
segir þar. Auðvitað ætlast
Tímaliðið til, að þessa verði
minnst með því, að allir bænd
ur flykkist inn í þann flokk
sem þeir hafa haft mesta bölv
un af, þ. e. Framsókn.
Krafan er bygð á þeirri von,
að bændur landsins fylgi regl
unni sem felst í hinum al-
kunnu orðum: „Þangað leit-
ar klárinn sem hann er kvald
astur“. En þessi fávíslega von
bregst Tímaliðinu. Bændur
eru búnir að fá nóg af því, að
láta meðhöndla sig eins og
þeir væru áburðarhestar og
moðtruntur á búi Tímaklík-
unnar.
Kvíði Hermanns.
HJER í blaðinu birtist ný-
lega háðgrein um yfirlæti og
ráðherrasótt Hermanns Jó-
nassonar. Meðal annars var
á það bent, að maðurinn væri
svo viss um sín tilvonandi
völd, að hann kviði því mest
nú þegar, hve erfitt yrði með
þau að fara. Um þetta skrif-
aði Hermann sjálfur heilan
leiðara í Tímann, og hann er
svo viss um að alt þetta sje
rjett, að hann tekur háðið,
sem hjartanlegustu alvöru.
Trúin er orðin svo sterk, að
hann getur ekki hugsað sjer
ilíkan ótuktarskap, að nokk-
ur geti hæðst að svo heilagri
hugsjón. Þetta er von. Mað-
urinn telur „sjer áskapað að
vera ráðherra“.
Tafir á Alþingi.
UNDANFARIÐ hefir geng-
Framh. á bls. 12.
RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS hefir sent bæjaráði endan-
legar tillögu sína, um jarðboranir og aðrar rannsóknir til undir-
búnings að virkjun jarðhita til orkuvinslu. Gerir eftirlitið það að
tillögu sinni, að ríkði, Reykjavíkurbær og Hafnarfjarðarkaup-
staður hafi fyrst um sinn, þar til öðruvísi kann að verða ákveð-
ið, samvinnu um rannsóknir þessar.
Tillögur þe-sar voru lagðar
fyrir fund bæ’arráðs, s. I. föstu
dag. — Er geið grein fyrir til-
lögu Rafmagnseftirlitsins í 8
liðum svohljóðandi:
1. Ríkisstjórnin, bæjarstjórn
Reykjavíkur og bæjarstjórn
Haínarfjarðar hafa samráð sín
á milli um framkvæmd þeirra
rannsókna, sem gerðar eru á
þeirra vegum, til undirbúnings
virkjunar jarðgufu til orku-
vinslu, og fela fulltrúum sín-
um að gera í sameiningu til-
lögur um tilhögun og iimfang
rannsókna á hverjum tíma, sbr.
einnig 4. lið.
2. Ríkið lætur þá borholu,
sem nú hefir verið gerð, í
Reykjakoti í Ölfusi, um 100 m.
austur af gróðurhúsunum, til
notkunar til þeirra rannsókna
í þessu skyni, sem fulltrúar
beggja aðila leggja til að gerð-
ar verði án endurgjalds fyrir
notkunina, sbr. þó 8. lið.
3. Ríkið heldur áfram á sinn
kostnað borunum eftir gufu í
Reykjakoti í Ölfusi í rannsókn-
arskyni eftir því, sem ástæða
þykir til og fje er veitt til þess.
Reykjavíkurkaupstaður kost-
ar að hálfu á móti ríkissióði bor
anir eftir gufu á Hengilsvæð-
inu (sbr. þingsályktun 10. mars
1944 um rannsókn gufuhvera),
Hafnarfjarðarkaupstaður kost-
ar að hálfu á móti ríkissjóði
boranir eftir gufu á Krísuvík-
ursvæðinu (sbr. s ömu þings-
ályktun). Um nánari ákvörðun
borunarstaða og tilhögun Úor-
unar verði leitað sameiginlega
tillagna fulltrúa allra aðila.
4. Trygð verði fullnægjandi
aðstoð sjerfræðinga með vís-
indalega mentun í eðlisfræði,
efnafræði og jarðfræði við rann
sóknirnar, þannig að þeir geti
verið með í ráðum um tilhög-
dn rannsóknanna.
5. Allir aðilar fái í hendur
hliðastæðar skýrslur hver frá
öðrum um boranir, aðrar rann-
sóknir og árangra þeirra jafn-
óðum og ranrlsóknum miðar
áfram.
6. Aðilar ráðgist hver við
hina áður en þeir festa kaup
á nýjum borum eða öðrum tæk
jum til rannsóknanna, með
það fyrir augum, að til lands-
ins verði aflað svo fullkominna
og fjölbreyttra tækja til al-
hliða rannsókna sem kostur er
með sem minstum heildar
tilkostnaði, og. að samvinna
verði síðar höfð um notkun
þeirra.
7. Sem fulLrúa til að vinna
að staðaldri sainan að samstarfi
samkvæmt þessu bráðabirgða-
samkomulagi og gera tillögur
um tilhögun og umfang rann-
sókna á hverjum tíma, sbr. 1.
lið, verða af hálfu fíkisins fram
kvæmdarstjóri rannsóknarráðs
ríkisins og foistjóri rafmagns-
eftirlitsins, af hálfu Revkjavík
urbæjar hitaveitustjórinn og raf
magnsstjórinn í Reykjavík, afir.
hálfu Hafnarfjarðarkaupstaðar
fulltrúi tilnefndur af bæjarráði
og rafveitustjórinn í Hafnar-
firði.
8. Um það hver aðili annist
framkvæmd borunar og rann-
sókna og um nánari skiftingu
kostnaðar af rannsóknum milli
aðila, en segir í 2. og 3. lið,
verði teknar ákvarðanir jafn-
óðum og framkvæmd rann-
sókna er ákveðin.
Ef til framkvæmda kemur
um virkjun jarðhitans til orku-
vinslu eða eðra hagnýtingu
hans, skal þó rannsóknarkostn-
aðurinn teljast til stofnkostn-
aðar og enduvgreiðast af við-
komandi fyrirtæki eða fyrir-
tækjum, að svc miklu leyti, sem
rannsóknirnar geta talist til
undirbúnings í þágu þeirra.
lYý þingmál
Þjóðargrafreitur á
Þingvöllum.
JÓNAS Jónsson og Harald
ur Guðmundsson flytja frv.
um þjóðargrafreit á Þingvöll
i m. í „ákvæði til bráða-
birgða“ segir svo:
„Ríkisstjórnin skal gera ráð
stafanir til þess, að leifar
óónasar Hallgrímssonar verði
fiuttar til íslands og jarðsett-
rr í þjóðargrafreitnum á Þing
■''öllum þegar á þessu ári“.
Hatvælasendinðar
minkaðar vegna at-
London í gærkvöldi.
SAMÞYKT hefir veriö á ráð-
stefnu UNRRA, sem nú stend-
ur yfir í Atlantic City í Banda
ríkjunum, að draga mjög úr
matvælasendingum til þeirra
landa, þar sem hernámslið hef-
ir setu og lifir á afurðum lands
ins. Mun þessu vera beint að
Austurríki, en sem kunnugt er,.
hafði ’áðstefnan lýst vanþókn-
un sinni á þeirri framkomu
Rússa að taka afurðir af aust-
urrískum bændabýlum. Áður-
nefnd ályktun var samþykt með
23 samhljóða atkvæðum, en full
trúar Rússa, .Túgóslafa og Pól-
verja sátu hjá
— Reuter.
EFTIRHERMUR BANNAÐAR
LONDON: Spánska stjórnin
bannaði nýlega stúdentum að
fara í mótmælagöngu til
franska sendiherrabústaðarins
í Madrid. Ætluðu stúdentarnir
að hafa á höfði silkihatta og
vera með síð skegg. Átti þetta
að vera eftiröpun á mótmæla-
göngu, sem farin var í París,
til þess að krefjast að Spánsk-
ir morðingjar væru látnir laus-