Morgunblaðið - 30.03.1946, Page 7
Laugardagur 30. mars 1946
MORGUNBLAÐIÐ
T
BÓK þessi segir frá tveim konum, annarri
amerískri, en hinni enskri, sem búa saman í
Frakklandi, þegar styrjöldin hefst. Fyrsta
skeið stríðsins verða þær hildarleiksins lítiö
varar, en sumarið 1940, er Þjóðverjar flæða
yfir Frakkland og skilja mikið setulið eftir í
Parísarborg, hefjast hin merkilegu æfintýri
kvennanna tveggja. Fyrir einkennilega rás
atburðanna dragast þær inn í stórhættulega
og taugaæsandi starfsemi, fyrst hræddar og
hikandi, en síðan með vaxandi einbeittni og
viljastyrk. Þær taka mikilvægan þátt í að
byggja upp kerfi til að smygla breskum her-
mönnum og frönskum ættjarðarvinum, —
mönnum, sem eru að forðast klær leynilög-
reglunnar þýsku, — yfir til Englands. Lýsir
bókin á mjög áhrifaríkan hátt dáðum þessara
kvenna, þreki þeirra, hugprýði og úrræða-
semi. Þær komast í kast við hina ægilegu
Gestapolögreglu, sleppa þó um sinn og halda
störfum sínum ótrauðar áfram. Að lokum fer
þó svo, að þær eru teknar höndum og yfir-
heyrðar á hinn grófasta og hrottalegasta
hátt. Sitja þær síðan í varðhaldi, uns ame-
ríska konan, frú Etta Shiber, er loks send til
Ameríku í skiftum fyrir þýskan kvennnjósn-
ara, sem Bandaríkjamenn höfðu fangelsað.
Síðan segir frú Shiber sögu sína og hinnar
ensku vinkonu sinnar, nákvæmlega eins og
atburðirnir gerðust. Kemur þá í ljós, að hjer
hafði lífið sjálft leikið sjer að því að fljetta samj
an svo furðuleg atvik, að jafnvel slyngustu og
hugkvæmustu höfundair leynilögreglusagna
mættu verða grænir af öfund.
Bókin um dáðir kvennanna tveggja, frú Ettu
Shnier og frú Kitty Beaurepos, hefir verið les
in með geysilegum ákafa um allan hinn
enskumælandi heim og þýdd á ýmsar þjóð-
tungur. Nú hefir verið gerð stórbrotin kvik-
mynd eftir bókinni, og er hún sýnd beggja
megin Atlantshafsins við mjög mikla aðsókn.
Lesið KVENDÁÐIR áður en kvikmynd-
in um ævintýri Ettu Shiber og Kitty
Beaurepos kemur hingað til landsins.
Fæst hjá bóksölum.
Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar.
Athugasemd um
stafsetningu
MJER KOM í HUG, þegar
jeg sá tillögur „skólastúlkunn-
ör“ í ,,Hannési“ Alþbl. í dag
(2.3.), Heimskringluútgáfa
Firíns Jónssonar, þar sem þessi
afkastamikli málfræðingur hef
ir látið prenta „Upsvíar“, ,,Up-
salir“, og margt fleira úr þeirri
átt, þó að aldrei hafi svo talað
verið, en ritað einungis af því,
að þessir aðdáanlegu menn,
sem skrifuðu á skinn, notuðu,
af auðskildum ástæðum, ýmsar
skammstafanir. Og þannig
hygg jeg, að þessi stafur, „é“,
sem á að tákna „je“, sje til-
kominn. Mjer er mjög illa við
þann staf, m. a. af því, að út-
lendingar munu líta á ská-
strykið einungis sem áherslu-
merki. Og mjer mundi því
aldrei til hugar koma að rita
t. d.. Péturss en ekki Pjeturss.
Mjer er líka illa við „z“-una,
m. a. af því, að hún er svo oft
vitlaust notuð. En að sleppa
.,,y“-inu, væri ótækt, m. a. af
því, að það er ekki alstaðar á
landinu alhorfið úr framburði
ennþá. Jeg minnist þess t. d.,
að faðir minn, sem var Skag-
firðingur, sagði aldrei ,,ifirum“.
Orðið „forysta“ mætti einnig
nefna, þar sem engum kemur
til hugar að segja „forista“, og
að vísu væri nú raunar rjett-
ara að rita „forusta“.
Stafsetning mín er sem næst
því, sem nefnt var blaðamanna
stafsetning, og Björn Jónsson,
þá ritstjóri ísafoldar, gekst víst
mest fyrir að koma á. Og virð-
ist mjer það verk hafa verið
þakkar vert. En vítavert ó-
frelsi væri það, ef banna ætti
með lögum, jafnvel þeim, sem
helst mætti kalla kunnáttu-
menn í meðferð málsins, að
hafa þá stafsetningu, sem þeir
telja sjálfir heppilegasta.
Helgi Pjeíurss.
Leiðrjetting. I gFein minni á
4. síðu í laugardagsblaðinu
(2.3.) „Aðalmeinið“ o. s. frv.,
hefir, í 1. dálki, neðst misprent
ast „víðar“ f. víða; 2. d., 14. 1.
,,nauðsynlegustu“, og 3. d. 9. 1.
að ofan, ,,ef“ f. „e?i“. — Víða
vantar bönd á línumótum.
H. P.
Óeirðir í Trieste
og Róm
Trieste í gærkvöldi.
þú ett
cimt
ntim
Það er áreiðan-
legt að án þín
gæti eg ekki
verið. Þú gerir
tennurnar hvít-
ar og gljáandi,
og svo ertu svo
hressandi á
bragðið.
Gerið eins og eg, notið daglega PERLETAND tannkrem.
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
#. EÉa*ifmjjóÍfs$&n ék HratríiEt
Bifreiðapumpurnar
nýkomnar
Bíla- og málningarvöruversíun
FRIÐRIK BERTELSEN
HAFNARHV OLI.
ENN EINU SINNI HEFUR
komið til óeirða í Trieste. Að
þessu sinni eru það fylgis-
menn Titos, sem til þeirra
stofna. Fylkingar manna
gengu um götur borgarinnar
í dag og báru stórar myndir
af Tito. Óeirðaseggjunum
lenti nokkrum sinnum í við-
ureign við lögreglumenn og
var gripið til vopna. Nokkrir
menn ljetu lífið, en allmargir
særðust. — í Róm gengu stú-
dentar fylktu liði um göturn
ar og hrópuðu: „Trieste er
jítölsk borg!“ og annað slíkt.
Alt fór þó nokkurn veginn j
friðsamlega fram þar. Gripu;
stúdentarnir til þessa í mót- i
mælaskyni við athæfi fylgis-
manna Titos í Trieste.
— Reuter..
Stúlku
a
: vantar á Hótel Borg. Uppl. á skrifstofunni.
Linoleum
einlitur, brúnn, 4,5 mm.
Á. Einarsson & Funk