Morgunblaðið - 30.03.1946, Síða 8
8
MOKGUNBLAálÐ
Laugardagur 30. mars 1946
nstMftfrife
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 12.00 utanlands.
f lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Geta ekki sætt sig
við aðra skoðun
i
ÞAÐ ER nú óðum að koma fram, sem ýmsir merk-
ustu stjórnmálamenn hafa alltaf óttast, að erfiðlega
myndi ganga að koma á einlægu og drengilegu samstarfi
milli lýðræðisþjóðanna og einræðisríkjanna, á vettvangi
alþjóðamála.
Þessir erfiðleikar hafa komið greinilega í Ijós á fyrstu
göngu bandalags sameinuðu þjóðanna, og alveg sjerstak-
lega í sambandi við starf öryggisráðsins, sem ætlað er það
mikilvæga hlutverk, að jafna ágreining þjóða í milli og
tryggja rjett smáþjóðanna, sem verða fyrir ofríki.
★
•. ■V>>" “*
Deilan um Iran er táknræn. Sterki aðilinn í þeirri deilu,
Rússland, er einræðisríki. Það heldur ekki samkomulag,
sem stórveldin höfðu gert sín á milli, um brottflutning
setuliðanna úr landinu. Lýðræðisríkin, sem stóðu að
samkomulaginu, spyrja einræðisríkið hverju sæti, að það
skerst úr leik. Einræðisríkið svarar ekki. Lýðræðisríkin
endurtaka fyrirspurnina. En það fer á sömu leið. Ein-
ræðisríkið virðir þau ekki svars.
Með þessari framkomu eru vitaskuld þverbrotnar allar
reglur í samskiftum vinsamlegra þjóða. .Menn gátu átt
von á svona framkomu hjá Hitler, þegar hann stóð hæst
á valdatindi í Þýskalandi. En í samskiítum vinveittra
lýðræðisþjóða er svona framkoma óhugsanleg.
★
Ekki tók betra við, þegar öryggisráðið kom saman í
New York nú fyrir skömmu. Stjórn Irans hafði óskað
þess, að öryggisráðið tæki þetta deilumál til meðferðar.
Hinn sterki aðili deilunnar, Rússland, mótmælti þessu.
Það vildi ekki láta öryggisráðið fjalla um deiluna.
I sambandi við þetta er vert að minna á, að þegar ver-
ið var í London að ræða um starfshætti öryggisráðsins,
vildu Rússar hafa þá tilhögun, að eitt stórveldi gæti upp
á eigin spýtur komið í veg fyrir að mál vrði tekið fyrir
í öryggisráðinu. Þetta var vitaskuld sama og að gera ör-
yggisráðið algerlega óvirkt, þegar í hlut átti stórveldi,
sem ekki kærði sig um að fjallað yrði um deilumál þess.
En Rússar fengu því ekki framgengt, að stórveldi gæti
hindrað að ágreiningsmál yrði lagt fyrir öryggisráðið. En
hitt fengu þeir fram, að stórveldi getur hindrað samþykt
öryggisráðs í máli, með því að beita synjunarvaldi. Þessu
valdi beittu Rússar í einu máli í London á dögunum
(varðandi Grikkland), er þeir sáu fram á, að málstaður
þeirra fekk engan byr í ráðinu.
★
Rússar gátu ekki hindrað, að öryggisráðið fengi Irans-
deiluna til meðferðar. En Rússðr vilja samt ekki láta sig.
Þegar öryggisráðið kom saman í New York nú fyrir fá-
um dögum, reru þeir að því öllum árum, að Irans-deil-
unni yrði frestað. Fulltrúi Rússa sagði, að samkomulag
væri orðið milli stjórna Rússlands og Irans um deiluna,
og því væri ástæðulaust að taka það fyrir. Fulltrúar
Bandaríkjanna og Bretlands óskuðu þá þess, að fá að
heyra það frá fullfrúa Irans, hvernig þetta samkomu-
lag væri. Kom þá í ljós, að hjer var ekki um neitt sam-
komulag að ræða milli deiluaðila. Var því ákveðið, að
öryggisráðið skyldi fjalla um þetta deilumál. En þá lýs-
ir fulltrúi Rússa yfir, að hann muni ganga af fundi óg
ekki taka þátt í viðræðum um þetta mál Og hann gerði
það.
★
Þessi framkoma sýnir glögglega, hve einræðisríkin
eru í öllum háttum gerólík lýðræðisþjóðunum. Einræðis-
þerrarnir eru vanir að skipa öðrum fyrir. Fyrirskipanir
þeirra eru lög, sem engum þýðir að mæla í gegn. Þetta
gerólíka uppeldi einræðjsherranna, er orsök þess, að þeir
geta ekki sætt sig við að önnur skoðun ríki, en þeirra.
\Jilverji ihripar:
IJR DAGLEGA LÍFINU
Óhróður um Dani.
EINHVERNVEGIN hafa kom
ist á kreik hjer í bænum ill-
kynjaðar gróusögur um dansk-
ar stúlkur, sem komið hafa til
landsins. Eru sumar útgáfur
af þessum sögum um danska
kvenfólkið svo sóðalegar, að
þær eru ekki hafandi eftir á
prenti. Fullyrt er að lögreglan
hafi látið flytja út með valdi
danskar stúlkur, sem áttu að
hafa verið sjúkar og smitað frá
sjer marga menn.
Alt er þetta tilhæfulaus róg-
burður. Hefir Sigurður Nor-
dahl forstjóri útlendingaeftir-
litsins skýrt mjer frá því, að
útlendingaeftirlitið og önnur yf
irvöld hjer í landinu hafi ekki
fengið neinar kvartanir, nje
hafi orðið vör við neitt, sem
styðjí slúðursögurnar.
I sambandi við slúðrið hef-
ir danskur maður neyðst til
að bera sig upp opinberlega
vegna andúðar í bænum gegn
Dönum vegna þessa slúðurs.
Er það til skammar fyrir okk-
ur Reykvíkinga, að við skul-
um misbjóða á þenna hátt ís-
lenskri gistivináttu.
Heilbrigður
fjelagsskapur.
í RAFFISAMSÆTI, sem
Tónlistarfjelagið hjelt nokkr-
um gestum og velunnurum
sínum í fyrradag ljet Jónas
Jónsson alþingismaður svo um
mælt, að Tónlistarfjelagið hefði
sýnt að það hefði hlutverki að
gegna meðal þjóðarinnar, vegna
þess að þeir menn sem að því
stóðu hafi fyrst sýnt í verkinu
hvað þeir gátu áður en þeir
fóru að biðja um aðstoð hins
opinbera.
Hjer hitti alþingismaðurinn
naglann á höfpðið, eins og sagt
er, og færi betur, að fleiri fje-
lög hefðu þá reglu — að sýna
fyrst með framkvæmdum að
þau eiga rjett á sjer áður en
farið er að sækja alt til hins
opinbera.
Það er óþarfi að rekja hjer
sögu Tónlistarfjelagsins og
þeirra menningarmála, sem
fjelagið hefir gengist fyrir og
komið í framkvæmd af eigin
ramleik. Og þeir menn, sem
vilja koma einhverju góðu til
leiðar, ættu að taka Tónlistar-
fjelagið sjer til fyrirmyndar.
Sýna fyrst hvað þeir geta og
hvers virði starf þeirra er, áð-
ur en farið er að mjólka ríkis-
eða bæjarsjóð málunum til
framdráttar, sem því miður er
svo algengt í íslensku fjelags-
lífi.
•
Útúrsnningur og
gagnrýni.
ÞAÐ eru ákaflega fáir menn,
sem þola gagnrýni á þá sjálfa,
hversu rjettmæt, sem hún kann
að vera. Þetta fáum við oft að
reyna, sem í starfi okkar erum
að benda á margt, sem illa fer
í þjóðfjelaginu. Fyrir nokkrum
dögum var sagt frá því hjer í
dálkunum, að „maður, sem
klæddur var eins og sjómaður“
hefði verið borinn ofurölvi út
úr sjoppu hjer í bænum. Næsta
dag fjekk jeg brjef — skamm-
arbrjef: — „Hvað meinti jeg
með því að vera að svívirða
sjómannastjettina?“
Brjefritaranum datt ekki í
hug, að maðurinn, sem hafði
orðið sjer til skammar og öðr-
um til leiðinda með hegðun
sinni hefði sett neinn blett á
sjómannastjettina.
í sambandi við þá ágiskun,
sem kom fram hjer í blaðinu,
um að fleiri væru farnir að
hlusta á jazzinn frá Keflavík-
urstöðinni, en búnaðarþættina
í Ríkistvarpinu, spyr einhver
ókunnur maður með þjósti:
„Hverjum er verið að þjóna
með slíkum skrifum?“ (þannig
hugsa varla aðrir en þeir, sem
geta ekl^i hugsað sjer að gera
neitt eða segja nema af ein-
hverri þjónslund). Og ennfrem
ur þóttu þessi ummæli frekleg
móðgun við bændur. — Já, það
er ekki öll vitleysán eins, ef
það er „móðgun við bændur“,
að nenna ekki að hlusta á lang-
hund um það hvernig sje best
að fóðra kýr eða kemba hest-
um.
Óþokkaskapur.
ÞAÐ bar við s. 1. þriðjudags-
nótt, að þremur mönnum, sem
sem ekki voru áberandi ölvaðir
tókst að brjótast inn í Elliheim-
ilið Grund og síðan inn í starfs-
mannahús Elliheimilisins, sem
er við Blómvallagötu. Menn-
irnir komu akandi í bifreið,
sem þeir stöðvuðu fyrir utan
Elliheimilisgarðinn.
Bifreiðarstjóri tók til að
þeyta horn bifreiðarinnar, lengi
en fjelagar hans gerðu atlögu
að starfsmannahúsinu. Þeir
höfðu í hótunum við starfs-
stúlkur, sem búa í kjallara húss
ins um að þeir myndu kveikja
í gluggatjöldum, ef þeim yrði
ekki hleypt inn. Ekki hleyptu
stúlkurnar dónunum inn og
ekki framkvæmdu þeir hótanir
sínar, en þeim tókst loks að
komast inn í húsið með því
að opna glugga. Kallað var á
lögregluna, en þegar lögreglu-
mennirnir komu á vettvang
höfðu innbrotsmennirnir lagt á
flótta. Heldu þeir til Elliheim-
ilisins og komst einn inn um
glugga í kjallara og endaði
þessi leikur með því að lög-
reglan handtók þá alla.
Virðingarleysi.
ÞAÐ ER SANNARLEGA
hart að gamla fólkið í Elli-
heimilinu, en meðal þess er
mikið af öldruðum sjúklingum,
skuli ekki fá að vera í friði
að næturlagi fyrir mönnum,
eins og þessum, sem ekki virð-
ast bera virðingu fyrir neinum
nje neinu.
Jeg spurði sjera Sigurbjörn
Gíslason hvort hann vildi birta
nöfn þessara manna til þess
að almenningur í bænum
fengi að vita hverjir þeir eru,
sem þannig haga sjer, en hann
vildi það ekki að svo stöddu.
Hinsvegar sagðist síra Sigur-
i björn ekki hika við að gefa
upp nöfn, ef það kæmi oftar
fyrir að gamla fólkið á Elli-
heimilinu og starfsfólkið fengi
ekki næturfrið fyrir þessum
nátthröfnum.
BRJEF SENT MORGUNBLAÐINU !
ÞAÐ mun áreiðanlega hafa
glatt mörg heimili hjer, að bær
inn hefir nú hafist handa um
undirbúning -að því, að rekið
verði kúabú til^ framleiðslu
barnamjólkur á Korpúlfsstöð-
um, því ef til vill hefir það
aldrei komið skýrara í ijós, en
einmitt nú, að ungbörnin í bæn
um fá ekki nógu góða mjólk.
Það þarf enga skarpskygni
eða sjerstakan lærdóm til að
sjá það og vita að ungbarnið
er ekki nýtur móðurmjólkur,
þayf alveg sjerstaklega vel
valda mjólk og í tilluktum
flöskum, því hún er aðalfæða
barnsins fyrst. framan af og
verður að vera sem næst kost-
um móðurmjólkurinnar, og
margur býr að fyrstu gerð, er
því afaráríðandi að vel sje til
hennar vandað.
Sú var tíðin að bærinn var
hjer ríkari af góðri barnamjólk
er Korpúlfsstaðabúið var rek-
ið af dugnaði miklum og forsjá,
Barnamjélkin
en sem nýju Mjólkursölulögin
(1935) þrengdu svo að, að drag
ast varð saman og hætta þeim
rekstri.
Það hækkaði því ekki lítið
brúnin á okkur í Húsmæðra-
fjelaginu, er bærinn var svo
framsýnn að kaupa Korpúlfs-
staði, því þó við vissum að hæg
ara er að eyðileggja, en byggja
upp, stórt átak þyrfti og lang-
an tíma tæki, eygðum við þó
aftur þann möguleika að búið
yrði rekið á ný, með líku sniði
og áður, og ljetum þá ósk í ljós
með samþykt á desemberfundi
fjelagsins 1943. Og þó að bær-
inn eigi kannske undir högg
að sækja með þetta til þingsins,
vegna mjólkurlaganna, er nú
allur annar og betri skilning-
ur á mjólkurmálunum í þing-
inu, og höfum við góðan mál-
svara þar, sem borgarstjóri okk
ar er.
Hver rekur búið, er ekkert
aðalatriði, heldur að næg og
góð barnamjólk sje fyrir hendi
á hverjum tíma í bænum. Og
mestar skyldurnar höfum við
þó við blessuð börnin.
Húsmæðrafjelagið hefir frá
byrjun (eða 1935, að það var
stofnað vegna nýju mjólkur-
sölulaganna), haft mjólkurmál
ið sem fastan lið á stefnuskrá
sinni, — stöðugt rætt það á
fundum sínum, ritað um það í
blöðin, skipað nefndir í það,
gert ótal samþyktir því við-
víkjandi, — en satt best að
segja, vorum við margar hverj
ar orðnar þreyttar, því alltaf
virtist hakka í sama farinu,
nema hvað aftur á bak var
gengið, er flöskumjólkin hvarf
og mjólkurvjelarnar gengu úr
sjer með hverju árinu og þær
látnar duga og svo er enn.
Þetta er raunasaga fyrir sig
og sett hjer fram í stuttu máli
til að sýna, að fjelagið hefir
ekki legið á liði sínu í þessum
Framh. á bls. 12.