Morgunblaðið - 30.03.1946, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.03.1946, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30. mars 1943 RITSKOÐUNIN OG NJ SNARNIR JEG var ritskoðari (cen- sor) í styrjöldinni — einn af hinum 15,000 „njósnur- um“, sem í næstum fjögur ár opnuðu sendibrjef þín, hleruðu samtöl þín og höfðu eftirlit með kvikmyndunum og því. sem þú last og hlust- aðir á í útvarpinu. í fyrstu fanst okkur við véra að fremja eitthvað af- brot. Við vorum að gera hluti, sem flestum okkar var illa við — að reka nefið í málefni annara. En við komumst brátt að raun um, hversu nauðsynleg ritskoð- unin var. Þetta varð aug- ljóst jafnvel áður en reyk- urinn var horfinn úr rúst- um Pearl Harbor. Fitt af fyrstu brjefunum, sero opn- að var í húsakynnum rit- skoðunarinnar í Honolulu, lýsti nákvæmlega árangri sprengjuárásarinnar. Brjef þetta átti að iara til Japan. Ritskoðunin var tvíeggj- að vopn. Árangurinn varð ekki aðeins sá, að komið var í veg fyrir það, að óvinur- inn fengi margskonar upp- lýsingar, en ósjaldan kom fyrir, að við fengum mikils- verða vitneskju um óvininn. Sem dæmi má geta þess, að með því að safna smá- vægilegum upplýsingum úr allmörgum verslunarbrjef- um, tókst að komast yfir | vitneskju um mikilsverða | japanska verslunarleið, með þeim afleiðingum, að her- skip söktu sjö verslunarskip um fyrir óvininum. Símasamtal, sem hlerað var, gerði okkur kleift að ná í miklar birgðir af kínin, er okkur vanhagaði um. Sím- skeyti, sem komst í hend- ■ urnar á ritskoðuninni, veitti okkur upplýsingar, er gerðu okkur mögulegt, að hafa hendur í hári þýsks njósnara í Havafia. Hann var handtekinn, dreginn fvrir dómstólana og skotinn. Eitt hundrað áttatíu og níu njósnarar voru handteknir og sekir fundnir í Banda- ríkjunum. Ritskoðunin átti nokkurn þátt í flesturn þess- um handtökum Umfangsmikil starfsemi. ÞEGAR Byron Price fyrst tók við starfi sínu sem yfir- maður ritskoðunarinnar, hafði hann aðeins eitt her- bergi til umráða í Washing- ton. Að því kom, að stofn- un hans hafði 90 byggingar fyrir starfsemi sína vfðsveg- ar í Bandaríkjunum Flestir ntskoðunarmenn verða að vera sjerfræðingar á einhverju sviði. — Við þörfnuðumst manna, sem þýtt gátu dulmálsskeyti, sjerfræðinga á sviði fjár- mála og dómsmála, jafnvel manna, sem höfðu til að bera sjerkunnáttu á sviði frímerkjasöfrmnar. (Brjef frá ,frímerkjasafnara‘ hafði Ameríska ritskoðunin átti virkan þátt í að hafa hemil á njósn- urum óvinanna Fyrri grein inni að halda frímerki, sem' á mjög hugvitssaman hátt | gaf til kynna, að orustu- ] skipið „Iowa“ mundi leggja' úr tiltekinni höfn á ákveðn- J um degi til leynilegs ákvörð ^ unarstaðar). Prófessor við t Columbia háskóla gat lesið níu tungumál og þekkti 95 önnur. Meðal tungumála1 þeirra, sem við rákumst á, | voru hindustani (ritað með blindraskr.) og papiamento (mál, sem talað er í Cura-' cao og er sambland af hol-' lensku, spönsku, portú- gölsku og ensku). Við höfð-' um okkur til aðstoðar mála- ] menn. sem gátu lesið hrað- ritun á 300 tungumálum. Miljón brjef á dag. OKKUR bárust um milj- ón brjefa daglega. Flugpóst mátti tefja 24 klukkustund- ir, önnur brjef helmingi lengur. Brjef. sem send voru til og frá ráðamönnum í stjórnum bandamanna, átti ekki að opna en við urð- um að rannsaka umslögin vandlega, því njósnarar, ó- vinanna fölsuðu jafnvel um slög utanríkisráðuneytisins og Hvíta hússins. Öll brjef voru borin saman við lista, sem við höfðum yfir fólk, sem við vissum eða grunuð- um um að vera á bandi ó- vinanna. — Á lista þessum voru á ýmsum tímum frá 75.000 til 100,000 m'anns. — Brjef þeirra voru skoðuð sjerstaklega vandlega. Öðrum brjefum var strax komið áleiðis til skoðunar- deildanna. Hver ritskoðun- armaður hafði til umráða stóra bók, þar sem skráð var niður allt, sem stjórnardeild irnar vildu upplýsingar um — fjármálaráðuneytið um viðskiftamál, atvinnumála- ráðuneytið um vinnuskil- yrði, FBI um grunsamlega starfsemi o. s. frv. Brjef, sem skoðuð voru, gáfu okkur upplýsingar um birgðir af gúmmí, tin og gljá steini. Ritskoðari nokkur komst að því, að farmur af sinki var á leiðinni til Arg- entínu, skipið var stöðvað á hafi úti og snúið til hafnar. Annað brjef kom upp um það, að fyrirtæki í New York ætlaoi að senda 3,000,000 pund af nikkel til Svíþjóðar, til að framleiða stál, sem að lokum mundi selt til Þýskalands. Enn annað kom upp um þá ráða- gerð Þjóðverja, að selja mil- jón flöskur af kampavíni til Spánar og koma þannig 6,000,000 dollurum til geymslu í eríendum banka. Maður nokkur í Suður-Ame riku skrifaði vini sínum um grikk, sem hann ætlaði að gera Bandaríkjamönnum. — Hann ætlaði að selja flotan- um 700 tonn af skemdu kjöti. Þetta íór öðruvísi en hann hjelt. Margt smátt gerir eitt stórt. ÞÝSK móðir skrifaði syni sínum í Bandaríkjunum að þegar hann sneri heim, mundi hann geta farið í járn braut til vinnu sinnar. —' Þannig'komunist við að því, að bygð hafði verið ný járn brautarlína og hún var strax eyðilögð í sprengju- árás. Sama máíi gegnir um nýja vopnaverksmiðiu, sem falin var i skógi nálægt Dres den og merkt var á landa- brjef, sem fjell í hendur rit skoðunarinnar í Miami. Við landamærin höfðum við eftirlit með öllum papp- írum, sem Urþegar í flug- vjelum og járnbrautum höfðu í fórum sínum. Kona ein, sem fjeli okkur í hend- ur, hafði meðferðis crðsend ingu, sem skrifuð var með dulbleki (í orðsendingunni) kvartaði þýskur njósnari yfir því, að ^anda- mæraskoðun okkar gerði sjer ófært að halda áfram starfsemi sinni. Að grunsemdir okkar hefðu við rök að stvðjast, var stöðugt að koma í ljós. Tilraunir voru gerðar til að smygla inn demöntuiíi í súkkulaðimo’.um. í niður- suðudósum með tvöföldum botnum futidum við árs- skýrslu Suður-Ameríku- deildar stórfyrirtækisins I. G. Farben, ei það rak einn- ig njósnir fyrir nasista. Dulmál og ósýnilegt blek. ÞAÐ, sem olli okkur mest um áhyggjum, voru orðsend ingar, sem ritaðar voru á dulmáli eða með ósýnilegu bleki. Við leituðum vand- lega í hverju einasta brjefi að einkennilegum táknum eða setningum, auk þess, sem við reyndum að hafa upp á brjefum, sem voru rispuð. Jafnvel litlausar Byggingaframkvæmdir í Vestmannaeyjum 1915 Vestmannaeyjum, þriðjudag.' Frá frjettaritara vorum. SAMKVÆMT skýrslu bygg- ingarfulltrúans í Vestmanna- eyjum hafa byggingarfram- kvæmdir árið 1945 verið sem hjer segir: 8 ný íbúðarhús hafa j verið tekin í notkun á árinu. Þessi hús eru flest 2 hæðir og eru með 16 íbúðum. Til viðbót- ! ar þessum íbúðum bætast íbúð | ir vegna aukningar á eldri j húsum. Allar þessar byggingar eru úr steinsteypu og saman- lagt 5335 rúmmetrar að stærð. Eitt nýtt iðnaðarhús hefir verið tekið í notkun á árinu. Hinsvegar hafa hraðfrystihúsa eigendur, skipasmíðastöðvaeig endur og útgerðarmenn aukið •húsakost sinn, og verður aukn ingin á iðnaðarhúsnæði á ár- inu sem næst 5 þús. rúmmetr- ar. — Eitt nýtt verzlunarhús hefir verið tekið í notkun á árinu. Einnig hafa verið bygð- ar 2 sölubúðir við íbúðarhús, og hefir aukning alls á verslun arhúsnæði numið 600 rúmmetr um. Á árinu hafa annars verið í smíðum 22 íbúðarhús með sam tals 25 íbúðum. Af þessum hús um hafa 8 þegar verið tekin í notkun sem fyrr segir. 10 eru þegar komin undir þak og sum af þeim að verða fullgerð, en 4 eru skemra á veg komin. 10 íbúðarhús hafa verið stækkuð og gefa þau hvert um sig eina íbúð. Samtals hafa því verið í smíðum á árinu 35 íbúðir. Er samanlögð stærð allra þessara bygginga 12109 rúmmetrar. Þá hafa á þessu ári einnig verið í smíðum 2 iðnaðar- og verslunarhús, og er samanlögð stærð þessara bygginga 13 þús. rúmmetrar. — Stærsta húsið er rafstöðvarbyggingin, sem er 4000 rúmmetrar að stærð. — Allar þessar bygging ar eru úr steinsteypu. Ryðvarnarefni fundið. LONDON: Útvarpið í Moskva hefir skýrt frá því, að rúss nesk vísindakona, Kira Puti- lova, hafi fundið upp lög, sem hreinsi þegar ryð af málmum og verji málma ryði. rispur bentu á, að um notk- un ósýnilegs bleks gæti ver- ið að ræða. ÖIl brjef, sem vöktu grunseTid okkar, voru send til ,,TOD“. „Technicai Operations Di- vision“, var rannsóknar- stofa sú í Washington köll- uð, sem hafði með höndum rannsóknir á dulmáli, leyni- letri eða ósýnilegu bleki. — Stofnun þessi var í glugga- lausu húsi og aðeins um tólf karlmenn cg kvenmenn unnu þarna. Margskonar vökvar voru notaðir til að framkalla algengustu dul- blekstegundirnar, auk þess sem ultrafjolubláir geislar voru í notkun. Er leið að stríðslokum, fundu þeir þarna í rannsókn arstofunni nýja þýska að- ferð, en með henni var hægt að taka mynd af heilli vjel- ritaðri blaðsíou, minka hana þar til hún var á stærð við örlítinn púnkt, sem fe’la mátti í umslagi eða í miðj- unni á bókstafnum „o“ í brjefi, sem leit að öllu leyti sakleysislega út. Á rann- sóknarstofunni. var fundin upp aðferð xil að finna og framkalla þessi örsmái* sendibrjef. Við höfðum upp á þús- undum tegunda dulmála og leynileturs. Dulmálin voru „opin“ og „lokuð“. Opna dulmálið studdist við sak- leysislegar orðsendingar, sem oft og tíðum höfðu inni að halda mikilsverðar upp- lýsingar. „Mamma kemur til Bilbao sjöunda“, getur þýtt skipalest en ekki mamma, ekki Bilbao, held- ur Gibraltar. Lokaða dul- málið notaði bókstafi, tölu- stafi og tákn í stað orða. — Þessi dulmálstegund var hættuminni en sú opna, því að hún bar það ætíð með sjer, að hún hefði inni að halda leynilegar uppA/sing- ar. Ovarkárir embættismenn. FÆRUSTU ritskoðunar- mennirnir voru þeir, sem fylgdust með símasamtölum við erlend ríki Þeir notuðu sjerstök hlustunartæki og sátu með blýant í annari hendi, en með hinni hend- inni voru þeir tilbúnir að slíta sambandinu með augnabliks fyrirvara. Hátt- settir opinberir embættis- menn ollu mestum erfiðleik um, sjerstaklega þegar ein- hver alvarleg mál voru á döfinni. Eftir fundahöldin í Teheran, las aðstoðarmaður hershöfðingja nokkurs upp í símann nöfn og tign — og sumir þessara manna voru mjög háttsettir — farþega þeirra. sem leggja áttu upp í flugvjel, og gaf þannig ó- vinunum gott tækifæri til að gera tilraun til að koma öllum hópnum fyrir kattar- ,nef.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.