Morgunblaðið - 30.03.1946, Síða 14

Morgunblaðið - 30.03.1946, Síða 14
14 MOBGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30. mars 1945 iý framhaldssaga — Fylgist má frá byrjun 4. dagur Annað eins og þetta hafði aldrei komið fyrir hana áður. Mú fanst henni hún allt í einu skilja. hvers vegna Natalía fíafði verið svona hneyksluð á svipinn áðan. Hún Teodosia Ih: rr. lítillækkaði sjálfa sig —! flann hlaut að ætla að hún væri ósiðlát og illa upp alin, fyrst hún kom á fund hans, án í>ess að hafa hugmynd um, hver hann var. Hún hratt honum frá sjer, og sagði kuldalega: „Góðan dag- inn. Jeg kom bara af því að jeg var búin að lofa því. Jeg wtá ekki vera að því, að staldra neitt við“. „Af hverju ekki?“ spurði hann. „.Það er svo margt, sem við jþtírfum að tala um, og jeg — jeg kom hjerna með dálítið, sem mig langar til þess að lesa fyrir þig. Jeg held, að þú hefð ir gaman af því“. Theo hikaði. Hún var kaf- t'jóð í andliti. „Við vitum ekki einu sinni hvað við heitum", sagði hún Iðks vandræðalega. „Jeg á við — að þú veist ekki hver jeg er, og jeg veit ekki hver þú ert“. „Drottinn minn sæll!“. Hann rak upp skellihlátur. „Er það allt og sum't? Það er fljótgert að bæta úr því. Jeg er Was- hington Irving. bróðir Peter rfving, læknis. Jeg á heima við William Street. Jeg les lög- fræði — en finnst hún með öndemum þurr og leiðinleg. Jeg vil heldur lesa ljóð og skáldsögur — og láta mig dreyma um fjarlæg lönd“. — Hann brosti til hennar. „Og jeg vil miklu fremur ræða bók- mentir við ungar og fagrar stúlkur. Jæja — þá er komið til þinna kasta, Dulcinea". Theo brosti. „Jeg er Theo- dosia Burr, dóttir Aarons Burr“. Hann kinkaði kolli. „Mig grunaði það. Jeg hefi heyrt þín getið: fögur og óvenju gáfuð. — Jæja — nú er kurteisis- venjunum fullnægt — og viltu ffá vera hjer kyrr svolitla stund og lofa mjer að lesa fyrir þig?“( Já, af hverju skyldi hún ekki gera það? Hinn heimskulegi ótti hennar var horfinn. Irving' fæknir var í miklu áliti í borg- inni — og auk þess geðjaðist henni mjög vel að þessum unga manni. Hann var frá- brúgðinn öllum öðrum, sem hún hafði kynnst um ævina. Þau settust niður, og höll- uðu bákinu að stórum, mosa- vöxnum steini. Það var yndis- lega svalandi. Sólargeislarnir seitluðu gegnum laufkrónur trjánna. Loftið var þrungið gróðrarangan. Ekkert hljóð lieyrðist, nema suðið í flugun- um. Þau þögðu bæði góða stund. Hann virtist hafa gleymt því, að hann ætlaði að lesa fyrir líana. „Jeg á aímæli í dag“, sagði hún loks. Hann rankaði við sjer, eins og hann hefði verið með hug- ann einhversstaðar langt í burtu. ,,Jæja?“ — Hann sleit upp sóley, og stakk í hár henn ar. „Gjörðu svo vel — og jeg óska þjer hjartanlega til ham- ingju. Er það sextándi afmæl- isdagurinn þinn? Hún hristi höfuðið, og var ekki laust við, að henni þætti. „Nei, — sautjándi“. „Við erum þá jafngömul“, sagði hann letilega. ,,Er það?“ Hún var undrandi. „Jeg hjelt þú værir eldri“. Hann vpti öxlum. „Þessar umræður eru tilgangslausar". Hann sleit upp strá og tugði. „Ætlaðir þú ekki að lesa fyrir mig?“ Hún var vandræða leg. Það leit út fyrir, að hann væri eitthvað annars hugar. Hann stakk höndinni í vas- ann. „Jú, jeg ætlaði að lesa fyrir þig bjánalega smásögu, sem jeg skrifaði um hollensku nýlenduna upp'með Hudson- fljótinu. En jeg sje nú, að þú myndir ekki hafa neitt gaman af því“. „Jú — víst myndi jeg hafa gaman af því!“ mótmælti hún. „Viltu ekki gera það fyrir mig, að lesa hana?“ Ósjálfrátt rjetti hún höndina biðjandi í áttina til hans. Hann greip utan um hana. Það kom þykkjusvipur á andlit hennar, þegar hún sá allt í einu bregða fyrir gletnis- bliki í augum hans. Hann slepti hönd hennar, og sagði: „Jeg vildi óska, að jeg hefði ort um þig kvæði, Dul- cinea. En jeg er ljelegur í þeirri iþrótt. Óbundið mál hentar mjer betur. En jeg get svo sem reynt“. Hann studdi hönd undir kinn. og horfði á hana, og var augnaráð hans í senh gletnis- legt og blíðlegt. Þegar hann hafði starað á hana góða stund, fór Theo að ókyrrast. Hann hló. „Nei — það stoðar ekki, þó að j^g rembist eins og rjúpan við staurinn — jeg get ekki rímað!“ Hann varp öndinni og horfði út á fljótið. Svo tók hann skyndilega viðbragð og hróp- aði: „Sjáðu — sjáðu briggskip ið þarna!“ Hún leit þangað sem hann benti, og kinkaði kolli. Hún var undrandi yfir því, hve hann virtist æstur. „Þetta er Infanta!" Það var lotning í röddinni. — „Hún hefir verið í Boston, og á að fara til Spánar. Spánar!“ Hann sneri sjer að Theo, og sagði ákafur: „Heitasta ósk mín er sú, að jeg stæði á þilfari henn- ar á þessu andartaki. Þú veist ekki, hvað það er, að þrá fjar- læg lönd — er það?“ Hún hristi höfuðið. „Nei •— auðvitað ekki. Þjer líður vel, þar sem þú ert — og svo ertu líka kvenmaður! En á hverju kvöldi dreymir mig um Gamla Heiminn. Það er eins og hitasótt. England, Frakkland, Spánn. Þessi orð láta í eyrum mjer eins og feg- ursta hljómlist. Jeg ætla að heimsækja þessi lönd einhvern- tíma — áður en jeg dey. Jeg skal gera það! Og jeg ætla að skrifa um þau, svo að aðrir verði eins hrifnir af þeim, og jeg mun verða. —• Jeg vona það, að minsta kosti“. Hann þagnaði, og var alt í einu orð- inn daufur í dálkinn. En Theo leit á hann stórum augum: „Jeg veit, að þú gerir það“, sagði bún hægt. Því að hún hafði sjeð bregða fyrir í svip hans neista snilligáfunnar — og hún vissi alt í einu, að þessi drengur, sem sat við hlið hennar, myndi einhverntíma verða mikilmenni. Hann lokaði augunum and- artak. „Þú ert góð“, hvíslaði hann. „Jeg held þú skiljir mig.“ Hann sneri sjer snögt við, og lagði höfuðið í keltu hennar. Hann fann, að hún kiptist við, og brosti stríðnislega til henn- ar. „Vertu ekki svo hneyksl- uð á svip, litla, fagra Theo mín — ertu ekki kölluð Theo, annars? Jeg er þreyttur. Það er svo gott, að hvíla höfuðið í keltu þinni. Jeg gæti hæglega sofnað“. Hún hafði ákafan- hjartslátt. Barmur hennar hófst og hneig. Hugsanir hennar voru allar á ringulreið. Hún ætlaði að hrinda honum frá sjer, en gat ekki hreyft sig. „Við hvað ertu hrædd?“ spurði hann blíðlega, og horfði á hana. „Jeg ætla ekki að gera þjer neitt mein“. Svo rak hann upp stuttan hlátur og settist aftur við hlið hennar. Theo ljetti stórum — en samt var eins og hún yrði fyrir von- brigðum í sama mund. Hann lagði hendurnar mjúk lega á axlir hennar". Það hefir víst aldrei neinn karlmaður kysst þig, Theo — er það? Það er ekki neitt ógurlegt, skal jeg segja þjer. Jeg held jeg verði að gefa þjer einn afmæliskoss“. Hann dró hana að sjer og þrýsti kossi á mjúkar varir hennar. Hann slepti henni samstund- is. „Jæja? Var það ægilegt?“ Hún reyndi að hlægja. Nei — það hafði ekki verið ægilegt. Kossinn hafði verið indæll — en án mikilvægis. Hún hafði búist við eldingu — en þetta hafði verið eins og lítill glampi, er hafði liðið hjá, án þess að snerta hið leyndardómsfulla, óþekta, sem blundaði einhvers- staðar í djúpi sglar hennar — og ekki skilið annað eftir, en örlítinn blygðunarvott. Flún brosti til hans og sagði rólega: „Nú verð jeg að fara. Pabbi fer að koma heim. Þakka þjer fyrir afmæliskossinn". ll'lllllllllllll.. KKSl \f) XIGLÝSA í MORGl TNftl.AF)TN1 ................ Lóa íangsokkur Eftir Asírid Lindgrea. . 17. — En -hvað er annars indselt að lifa, sagði Lóa og teygði úr sjer eins og hún gat. v í því komu tveir lögregluþjónar inn um hliðið, og glampaði á gylltu hnappana. — Oj, sagði Lóa. Jeg verð heppin í dag líka. Lögreglu- þjónar eru það besta, sem jeg þekki. Næst á eftir rabar- baragraut. Og hún gekk móti vörðum laganna með andlitið ljóm- andi af hrifningu. — Er þetta stúlkan, sem hefir flutt í þetta hús, spurði annar lögregluþjónninn. — Þvert á móti. Jeg er lítil og gömul fröken, sem býr í hinum enda bæjarins, sagði Lóa. Hún sagði þetta bara til þess að gamna sjer svo lítið við lögregluþjónana. En þeim fannst það alls ekki ekki gaman. Þeir sögðu að hún skyldi ekki vera að gera sig neitt breiða. Og svo sögðu þeir henni frá bví, að gott fólk í staðnum hefði komið því þannig fyrir að hún ætti að fara á barnaheimili. — Jeg er nú þegar á barnaheimili, sagði Lóa. — Hvað segirðu, er það komið í kring, spurði annar lögregluþjónninn. Hvar er það barnaheimili? — Hjerna, sagði Lóa stolt. Jeg er barn, og þetta er heim- ili mitt, þessvegna er það barnaheimilL Og það er vel rúmt um mig hjerna. — Góða barn, sagði lögregluþjónninn og hló. Þú verð- ur að komast á almennilegt barnaheimili og hafa einhvern til þess að hugsa um þig. — Er leyft að hafa hesta hjá sjer á barnaheimilum?, spurði Lóa. — Nei, auðvitað ekki, sagði lögregluþjónninn. — Ja, því gat jeg svo sem búist við, sagði Lóa dapur- lega. Jæja, en apa þá? — Víst ekki, það geturðu skilið. — Jæja, þá getið þið fengið ykkur krakka á barna- heimilið ykkar einhversstaðar annarsstaðar en hjer. Jeg hefi ekki hugsað mjer að flytja þangað. — Já, en skilurðu þá ekki, að þú verður að ganga í skóla, sagði lögregluþjónninn. Kvöld nokkurt fyrir rúm-1 lega 40 árum síðan, borðuðu ung, nýgift hjón í litlu veit- ingahúsi í París. Þegar að því kom, að borga fyrir matinn, j uppgötvaði eiginmaðurinn, að veski hans hafði verið stolið. Hann skýrði þjóni frá þessu, sem neitaði að trúa honum og fór með hjónin til eiganda veit ingahússins. Eitthvað 1 fram- j komu unglingsins varð því valdandi, að veitingahúseigand inn ekki aðeins skrifaði mál-1 tíðina hjá ungu hjónunum, • heldur lánði þeim líka pen- inga fyrir járnbrautarfari til Vínarbogar, því farmiðar þeirra j höfðu einnig verið í stolna j veskinu. Þau nýgiftu voru ákaflega þakklát og áður en þau fóru, sagði eiginmaðurinn: „Þjer munuð ekki sjá eftir þessu. Jeg lofa, að gera bæði yður og veit- ingahús yðar frægt. Jeg hefi í huga að semja óperettu og veit ingahús yðar mun koma þar ( vjð sögu“. Og unglingurinn — Franz Lehar — efndi loforð sitt. — Nokkrum árum seinna samdi hann óperettuna Káta ekkjan, en í henni er hirni frægi Café Maxim söngur. Og vegna greið vikni eigandans varð Café Maxim fjölsóttasti og þektasti næturklúbbur veraldarinnar. ★ Vestfirðingur nokkur kom til Reykjavíkur. Fyrsta daginn, sem hann var í höfuðstaðnum, stöðvaði maður hann niður í Hafnarstræti og otaði að hon- um marghleypu. „Afhentu mjer peningana þína“, sagði hann, „eða jeg skýt af þjer hausinn“. „Skjóttu bara“, svaraði Vest- firðingurinn. „Það er hægt að lifa hauslaus í henni Reykja- vík, en peningalaus ekki“. ★ Oldruð kona, sem auðsjáan- lega var stórlega móðguð, spurði einu sinni dr. Gallup, manninn sem heimsþektur er fyrir skoðanakannanir sínar, hvernig á því stæði, að hún hefði aldrei verið beðin að láta í Ijós álifc sitt á neinu máli. „Kæra frú“, sagði Gallup, „gerið þjer yður ekki ljóst, að það er eins ólíklegt, að þjer verðið fyrir valinu, þegar 130,- 000,000 mans er á að skipa, og að eldingu slái niður í yður?“ „Eldingu hefir slegið niður í mig“, svaraði gamla konan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.