Morgunblaðið - 02.04.1946, Blaðsíða 1
VESTUBVELDIN SAMMÁLA UM HVERS KREFJAST
SKULI AF RÚSSUM í PERSÍUMÁLUNUM
Vilja ekki samein
asi kommúnisium
Það verður Jinnah
einn
Myndaði sijórn
í Finnlandi
London í gæi’kveldi:
FRÁ BERLÍN berast eftir-
farandi fregnir um atkvæða-
greiðslu þá, sem fram hefir far
ið innan jafnaðarmannaflokks
Berlínar um það, hvort hann
skuli sameinast kommúnista-
flokknum, en Rússar hafa ver-
ið þessa mjög hvetjandi.
Af atkvæðisbærum flokks-
mönnum greiddu 71,4 % at-
kvæði, og af þeim greiddu
82,5 % atkvæði gegn samein-
ingu flokkanna.
Við fyrri spurninni, „Viljið
þjer að flokkurinn sameinist
kommúnistaflokknum", svör-
uðu 19526 nei, en 2937 já. —
Við annari spurningunr.i, „vilj
ið þjer samstarf þessara tveggja
verkamannaflokka, svöruðu
14763 játandi, en 5559 neitandi.
— Reuter.
indverjar vilja
London í gærkvöldi.
INDVERSKUR Múhameds-
trúarmenn hafa nú tilnefnt full
trúa, til þess að ræða við bresku
ráðherrana, sem eru staddir ;
eystra, og hafa byrjað viðræð-
ur við Indverja. Var Jinnah
aðalleiðtogi flokksins, einn
kjörinn til þess að koma fram
fyrir hans hönd.
Gandhi átti í dag tal við Sir
Stafford Cripps og Sir Pethick '
Lawrence Indlandsmálaráð-
herra, og var talið að vel hefði
farið á með þeim. —Reuter.
Minnismerki eyðilagt.
LONDON: Hinn 200 feta hái
Yserturn, minnismerki um þá
flæmsku hermenn, sem fjellu í
fyrri heimsstyrjöld, var nýlega
sprengdur í loft upp. Er nú
lögreglan í Belgíu að rannsaka
málið.
ÞETTA er hinn nýi forsætis-
raðherra Finna, Kekkonen,
fyrrum dómsmálaráðherra, er
myndaði stjórn eftir að Paasi-
kivi var kjörinn forseti í stað
Mannerheims marskálks. —
ekki láSa Thoríum
London í gærkveldi:
STJÓRNIN í indverska fylk-
inu Travancore, einu af stærsta
og framsæknasta fylki Ind-
lands, þar sem eru mestu
gnægðir í heimi í jörðu af
Thorium, ómissandi málmi til
allrar atomsprengjuframleiðslu
hefir lýst því yfir að hún muni
veita andstöðu öllum alþjóð-
legum tilraunum til þess að
nema eða ná yfirráðum yfir
námum landsins.
Þetta sagði forsætisráðherra
fylkisins í dag, en um það hafði
verið rætt fyrir skömmu í
breska þinginu, að breska
stjórnin þyrfti að taka í sínar
hendur umsjón með Thorium-
námunum í Travancore. Hefir
stjórnin selt málminn úr land-
inu um mörg ár, aðallega til
Suður-Afríku. Mikilvægi þessa
málms var ókunnugt áður en
atómsprengjurnar komu til sög
unnar. —Reuter.
Walihamstove lap-
aði
LONDON: — Síðastliðinn
laugardag fór„ fram næst síð- j
ustu kappleikirnir í kepninni
um enská áhugaman?iabikar- |
inn. Kepptu fjelögin Bishop |
Auckland og Walthamstove.
Avenue, og vann hið fyrnefnda j
með 2 gegn 1. (Walthamstove (
Avenue er eitt þeirra fjelaga, I
sem ráðgert er að íslenska lið- J
ið, sem til Englands fer. keppi
við í haust).
Hægri flokkarnir unnu
grísku kosningarnar
Fá hreinan meirihlufa, yfir 200
þingmenn af 350
London í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
ÞAÐ HEFIR komið í ljós við talningu atkvæða í Grikk-
landi, að samsteypa hægri flokkanna í landinu hefir unnið
þingkosningarnar, sem fram fóru á sunnudaginn, og er talið
líklegt að hún fái yfir 200 þingmenn kjörna af 350 alls. —
Þátttaka í kosningunum mun hafa orðið um 70 af hundraði,
eða máske nokkru minni, en EAM-bandalagið, vinstri flokk-
arnir hvöttu áhangendur sína til þess að greiða ekki at-
kvæði. Sofulisstjórnin hefir þegar sagt af sjer, en mun fara
með stjórn til bráðabyrgða.
Hægrimennirnir, sem einn-
ig eru konungssinnaðir hafa
unnið sigur bæði á miðflokka
samsteypunni og hinum frjáls
lyndu. Damaskinos ríkisstjóri
er talinn muna byrja umræð-
ur við stjórnendur hægri
flokkanna á morgun, um
stjórnarmyndun. Formaður
hægrisamsteypunnar hefir
þegar lýst því yfir, að hann
telji heppilegast, þrátt fyrir
meirihluta hægri flokkanna,
að sem flestir taki þátt í mynd
un'hinnnar nýju stjórnar. —
Heitir hann Constantin Tsald-
eris og hefir setið á þingi fyr-
ir Aþenuborg síðan 1926.
Síðustu tölur, sem um frjett
ist um í kvöld, sýna, að meiri
hluti hægriflokanna mun
verða töluvert meiri, en lengi
vel virtist. Hafa hægri flokk-
arnir alls fengið 155487 at-
kvæði, þar sem talið hefir
verið.
Helmingur skattfrjáls.
LONDON: Stungið hefir ver
ið upp á því, að kaup breskra
þingmanna verði hjer eftir
1000 sterlingspund á ári, helm-
ingurinn skattfrjáls. Þá er og
lagt til að þeir, sem búa utan
Lundúna, fái ókeypis ferðir
þangað.
Skilyrðislauss brottflutnings
hersins. Engra ívilnana
Washington í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
SAMKOMULAG um það, hvernig fara skuli að þegar
Öryggisráðið tekur að ræða Persíumálin aftur, var gert í
dag af fulltrúum Breta og Bandaríkjamanna í ráðinu, og
hafa þeir tilkynnt hvernig samkomulagið hafi orðið. Ef full-
nægjandi svör fást bæði frá Rússum og Persum, er búist við
í'ð málið verði látið niður falla. Ennfremur hefir verið birt,
hvað Bretar og Bandaíkjamenn álíti fullnægjandi af Rússa
hálfu og fer það hjer á eftir.
tataLai
Norræn blaða-
tnannaráðstefna
í haust
Stokkhólmi í gærkveldi.
FULLTRÚAR blaðamanna-
sambanda fjögurra Norður-
landaþjóðanna komu saman í
Stokkhólmi í gær, og gerðu
drög að dagskrá fyrir fyrsta
novræna blaðamannamótið eft
ir styrjöldina. Mót þetta mun
verða haldið í Stokkhólmi í
haust. —Reuter.
Ekki lygi, heldur
stjórnkæmka
EINN af bresku ákærendun-
um í Núrnberg bar það upp á
von Ribbentrop í dag, að hann
hefði logið að ungverskum
stjórnmálamönnum í viðræð-
um við þá um samband Ung-
verjalands og Þýskalands á
styrjaldarárunum. — Þessu
svaraði Ribbentrop þannig: —
„Jeg mótmæli að þetta sje kall
að lýgi, það var ekki annað en
venjuleg stjórnkænska" (diplo-
mati). —Reuter.
Gor! iávarður
lálinn
LONDON: Gort lávarður,
sem stjórnaði breska hernum
á meginlandi Evrópu áður en
hann var fluttur heim, andað-
ist í London í gær eftir löng
veikindi. Hans var minst á
þingi Breta í dag og var hon-
um hrósað mjög. Hann var síð-
ast landstjóri á Gyðingalandi,
þar áður landstjóri á Malta.
LONDON: Allmiklar æsing-
ar hafa orðið meðal Gyðinga í
Palestínu, sem heimta að Bret-
ar sleppi úr haldi Gyðingum
þeim, sem eru nú í fangabúð-
um í Eritreu.
Vonast eftir svörum.
Þegar Öryggisráðið kemur
saman á miðvikudaginn, vonast
það til þess að fá svör frá Pers-
um og Rússum, en svo sem
kunnugt er, bað ráðið þessi ríki
um frekari upplýsingar varð-
andi atburði ' Persíu, brott-
flutning hers Rússa, og grein-
argerð um það, hvernig nú
standi í málum hinna tveggja
þjóða.
Svörin sjeu fullnægjandi.
Hjer er talið víst, að einung-
is ef svörin sjau algerlega full-
nægjandi, mun fulltrúar Breta
og Bandaríkjamanna fylgja
nokkrum tillögum um það, að
taka málin af dagskrá ráðs-
ins. — Þegar embættismenn-
irnir voru spurðir, hvað þeir
álitu algerlega fullnægjandi
svör, sögðu þeir þau vera á
þessa leið:
'ic
í FYRSTA LAGI að allar
rússneskar hersveitir væru nú
þegar á leiðinni burtu úr Per-
síu heim til sín, og einkum þó
að þær hverfi að fullu og öllu
frá Azerbeijan, þar sem talið
var að bylting hafi verið gerð
í skjóli rússncska hersins.
★
í ÖÐRU LAGI. að Rússar
flytji á brott með sjer öll her-
gögn sín úr Persíu, svo bylt-
ingaseggir þar geti ekki notað
þau til ofbeldisverka.
+■
í ÞRIÐJA LAGI, að Rússar
gefi uoplýsingar um það, að
brotflutningur liðsins frá Pers-
íu sje algerlega skilyrðislaus.
Þetta þýðir það, að broitflutn-
ingur liðsins sje gersamlega ó-
háður öllu öðru í viðskiftum
Persa og Rússa, bæði í olíu-
málum og framtíðarstöðu Az-
erbeijan, og sje það skilvrði að
Rússar krefjist ekki af Persum
minstu ívilnana fyrir það, að
fara með her sinn brott úr land
inu.
Ef Rússar svara ekki.
Fari svo, að Sovjetstjórnin.
Framh. á 2. síðu.