Morgunblaðið - 02.04.1946, Blaðsíða 6
MOEGUNBLAÚÍÐ
Þriðjudagur 2. apríl 1946
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstáórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriítargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 12.00 utanlands.
í lausasölu 50 ausra eintakið, 60 aura með Lesbók.
Tíminn snýr við
blaðin u
SVO SEM kunnugt er, þá er eitt af höfuð einkennum
þeirra manna, sem rita Tímann að segja eitt í ár og annað
í fyrra, eða eitt í dag og annað á morgur.. Þetta er ekki
svo mjög undarlegt, þegar ástandið er slíkt sem haft er
eftir Jónasi, að Vigfús hugsar, Þórarinn skrifar og Daníel
framkvæmir fyrir allt liðið.
★
Eitt hið gleggsta dæmi, sem nýlega hefir komið í dálk-
um Tímans þessu til sönnunar, er forustugrein sunnu-
daginn 31. mars um framboð Þorsteins sýslumanns. Þeg-
ar ríkisstjórnin var mynduð og fimm Sjálfstæðismenn
neituðu að styðja hana, þreyttist Tíminn aldrei á því að
útmála það, hvílíkir ágætismenn þetta væru. Þarna væru
hinir sönnu og góðu bændafulltrúar. Þeim væri óhætt
að treysta. Það væri munur, eða óhræsið hann Jón Pálma-
son og aðrir þvílíkir. Alltaf síðan hefir Tíminn líka borið
fimm-menningana fyrir sig sem skjöld í baráttunni og
sem hið besta dæmi um heiðarlega og ágæta þingmenn,
sem bændur gætu treyst.
★
En nú er komið annað hljóð í strokkinn. Fyrir skömmu
taldi Tíminn Ingólf á Hellu einn meðal þeirra sem bænd-
um riði mest á að fella í næstu kosningum og nú þegar
tilkynt er, að Þorsteinn sýslumaður verði 1 framboði fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, þá fær hann kveðjuna, í Tímanum.
Hún er nokkuð gagnstæð því, sem áður var og nú eru
allir fimm-menningarnir settir í einn hóp því ætla megi
að þeir fari allir sömu leið og Þorsteinn.
Nú er Þorsteinn að frásögn Tímans þýðingarlítill mað-
ur og einskis virði. Þar segir:
„Nú hefir Þorsteinn Þorsteinsson fallið í auðmýkt nið-
ur og kropið að fótskör Jóns Pálmasonar. Sennilega er
ætlast til að fjelagar hans geri það sama og skal hjer
engu spáð um hvernið það fer“.
„Bændur hafa ekkert að gera með máttiausa og einskis
virta minnihluta fulltrúa“, segir þar.
★
Er nú annað hljóð, en áður var í strokknum. Nú er búið
með hina ágætu þingmenn, sem bændur geta treyst. Ein-
skis virtir minnihluta fulltrúar eru komnir í staðinn.
Sennilega þykjast þó þessir menn, sem flestir aðrir nokk-
uð hinir sömu hvort sem Tíminn talar um þá vel eða illa.
Þess er og vert að minnast, að ef hægt er að tala með ein-
hverjum rjetti um þýðingarlitla menn og einskis virta
minnihluta fulltrúa, þá eru það ekki fimm-menningarnir,
heldur Tímamennirnir sjálfir. Tíminn er því með grein
sinni um Þorstein sýslumann, fyrst og fremst að löðrunga
sína eigin menn og ekki nóg með það. Hann er um leið
að skora á bændur að kjósa eingöngu „einskis virta minni
hluta fulltrúa“, ekki „í flokki heildsala og braskara“, eins
og hann nefnir Sjálfstæðisflokkinn. heldur í flokki þeirra
pólitísku braskara, sem siglt hafa skipi sínu í strand og
gefið strandið upp til þess gjaldþrots, að hafa Tímann
fyrir sinn aðal málsvara. Sannast þar sem oftar: „að illt
er að eiga þræl fyrir einka vin“.
★
Allt þetta vita bændur. Þess vegna munu þeir ekki
hópast á strandstaðinn á vori komanda. Þeir eru ekkert
hræddir við djarfa menn og hugrakka, sem þora að taka
einbeittlega á málum þjóðarinnar, hvort sem þeir heita
Ólafur Thors, Jón Pálmason eða eitthvað annað. Fjöldi
bænda veit að skammaryrði Tímans eru einhver bestu
meðmæli sem nokkur maður getur fengið. Þetta mun og
Þorsteini sýslumanna reynast. Hólið er hættulegt, en níð- j
ið til bóta þegar frá Tímanum kemur.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Óskað eftir umræðum.
ÞAÐ ER óskað eftir umræð-
um um dagskrá Ríkisútvarps-
ins og hafa útvarpsmenn teflt
fram sínu stórskotaliði. Sprengj
urnar, sem eiga að þagga niður
alla gagnrýni á útvarpinu eru,
eins og þegar mikið liggur við,
sóttar í fornsögurnar og þeir
menn, sem leyfa sjer að gagn-
rýna „hina miklu menningar-
stofnun“ eru, samkvæmt regl-
unni, þjóðhættulegir menn.
Kemur kunnátta í fornum
fræðum sjer þá vel, þegar leita
þarf uppi nöfn helstu þjóðníð-
inga íslandssögunnar, til að
bera þá saman við gagnrýnend-
ur Ríkisútvarpsins.
Það væri nú ef til vill leyfi-
legt að halda, að þeir menn,
sem hafa slík tromf á hendi
þyrftu ekki á neinum regingi
að halda og montið og remb-
ingurinn væri skilið eftir
heima, eins og til tilbreyting-
ar. En er því að fagna?
•
Þegar svíður undan
gagnrýninni.
FYFIR NOKKRUM dögum
var að því vikið hjer í þessum
dálkum, að það væri hæpið, að
dagskrá útvarpsins, eins og hún
nú er, stæði í rjettu hlutfalli
við hina fyrirhuguðu milljóna-
byggingu sömu stofnunar og
látið skína í, að nær væri að
eyða fje landsmanna í að bæta
dagskrána, áður en farið væri
að ráðast í slíkar stórfram-
kvæmdir.
Þetta virðist hafa komið illa
við forráðamenn útvarpsins:
Sjálfur útvarpsstjórinn rýkur
til að gefur yfirlýsingu til blað-
anna og skrifstofustjóri útvarps
ráðs hleypur til og rifjar upp
fyrir sjer íslendingasögurnar
til þess að geta svarað fyrir sig
og sína næsta sunnudagsmorg-
un, á undan messu.
Það, sem útvarpsstjóra svíð-
ur mest er að hin fyrirhugaða
útvarpsbygging skuli hafa ver-
ið nefnd „höll“ að honum for-
spurðum, og að ekki sje rjett
hermt áætlað kostnaðarverð.
Skrifstofustjóri útvarpsráðs
minnist ekki á þessa hlið máls-
ins, en snýr sjer að dagskránni
og þeirri tilgátu, að erlend
braggastöð, sem nær eingöngu
útvarpar jazzmúsík, sje að
verða vinsælli meðal þeirra,
sem ná henni með tækjum sin-
um, en sjálft Ríkisútvarpið.
Eigum við að athuga þessi
sjónarmið dálítið nánar?
•
Boðið á eftirlitsferð.
EF AÐ SKRIFSTOFUSTJÓRI
útvarpsráðs hefði farið í stutt
ferðalag með mjer áður en
hann samdi sunnudagspredik-
un sína, í stað þess að fletta ís-
lendingasögunum til að leita
uppi nöfn íslenskra landráða-
manna, hefði jeg getað boðið
honum inn í eitthvert kaffihús-
ið hjer í höfuðstaðnum, þar
sem veitingamaðurinn skemtir
gestum sínum með hljómlist úr
hátalara. Hvað hefðum við
heyrt? Ekki neitt frá útvarp-
inu hans, heldur braggajazz.
Síðan' hefðum við getað pant-
að okkur leigubíl og ekið í ein-
hverja verksmiðju, þar sem
verksmiðjueigandi hefir látið
setja upp hátalara fyrir verk-
smiðjufólkið, en það er orðið
allalgengt hjer á landi.
I leigubílnum hefði okkur
vafalaust verið boðið upp á út-
varp, þar sem flestir leigubíl-
ar hafa nú orðið útvarpstæki.
Og hvaðan hefði útvarpsefnið
komið? Vafalaust frá bragga-
útvarpinu, hversu þjóðhollur
sem bifreiðarstjórinn annars
kynni að hafa verið. Og þegar
við Íoksins komum í verksmiðj -
una hefði enn mætt okkur
tónaflóð — ekki frá Ríkisút-
varpinu okkar — heldur frá
braggastöðinni. Og setjum svo,
að það hefði verið orðið fram-
orðið, er við komum úr þessum
leiðangri og við hefðum labbað
saman í góðu veðri framhjá
íbúðarhverfum. Hvað hefðum
við heyrt gegnum opna glugga
íbúðanna? Ekki þróttmiklar
ræður frá „kvöldvöku Horn-
strendingafjelagsins“, heldur
braggajazz einu sinni enn!
•
Feluleikur við stað-
reyndirnar.
SKYLDI SKRIFSTOFU-
STJÓRINN vilja halda áfram
feluleik sínum við staðreynd-
imar, eftir slíkt ferðalag. Eða
hefði „þjóðhollustan“ gripið í
taumana og neytt hann til að
þegja um það sem hann hefði
orðið áskynja af ótta við’ að
honum yrði líkt við landráða-
menn. Varla héfði honum dott-
ið í hug, að allt þetta fólk, sem
kaus braggamúsíkina fram yfir
„Hornstrendingakvöldvökuna"
væri landráðapakk. Það er
enginn nema sá sem segir frá
staðreýndunum. Og líklega er
til of mikils ætlast, að hann
hefði farið að hugsa sig um, að
nú væri tími til kominn til að
bæta dagskrá Ríkisútvarpsins.
•
Óþarfa ótti.
í LOK SUNNUDAGSPRE-
DIKUNAR skrifstofustjóra út-
varpsráðs brá fyrir ótta um,
að gagnrýni á Ríkisútvarpið
yrði ef til vill til þess að út-
varpið yrði lagt niður.
Jeg get fullvissað skrifstofu-
stjórann um, að þessi ótti hans
er ekki á neinum rökum reist-
ur!
íslenska útvarpið hefir þá
þægilegu aðstöðu að vera rík-
isfyrirtæki, sem er verndað
með lögum. Og þó að hver ein-
asti útvarpshlustandi á ísl-
landi hætti að hlusta á dag-
skrá ríkisútvarpsins, myndi
skrifstofustjórinn ekki missa
atvinnu sína. Utvarpseigendur
á íslandi verða lögum sam-
kvæmt að greiða Ríkisútvarp-
inu afnotagjald af tækjum sín-
um, hvort sem þeir hlusta á
stöðina eða ekki.
Þess vegna er framtíðar-
rekstur Ríkisútvarpsins tryggð
ur og þeir, sem að útvarpsdag-
skránni standa geta leyft sjer
að kasta til hennar höndunum
eins og þeim sýnist.
Hefir arkitektinn
hlunnfarið útvarps-
stjórann?
ÞAÐ ÞARF ekki að svara
yfirlýsingu útvarpsstjórans, þó
hún hins vegar gefi tilefni til
nokkurra hugleiðinga.
Útvarpsstjóri segir, að það
sje fjarri því, að nýja útvarps-
byggingin, sem ekki má kalla
höll, eigi að kosta 15 miljónir
króna. „Slík vitneskja hljóti að
vera fengið af götunni“.
Hinu hefir þó ekki verið
mótmælt, að ameríski arkitekt-
inn, sem teiknaði „húsið“ á að
fá um 300.000 krónur fyrir að-
stoð sína. Nú er það svo, að
arkitektar hafa ákveðið gjald
fyrir verk sín, eftir því hvað
byggingarnar, sem þeir teikna
eru dýrar og hvert rúmmál
þeirra er.
Vill nú ekki útvarpsstjórinn
athuga, hvort hinn ameríski
arkitekt hefir ekki hlunnfarið
hann í viðskiftum þeirra. Hann
getur vafalaust fengið vitn-
eskju um það hjá arkitektafje-
laginu hjer, hvort Ameríkaninn
hefir ekki reiknað sjer of háa
þóknun fyrir 9 miljón króna
byggingu.
Samanburðurinn á útvarps-
byggingu Svía, sem samkvæmt
upplýsingum útvarpsstjóra á
að kosta 25 miljónir króna, er
einnig fróðlegur, því gera má
ráð fyrir að Svíar sjeu ekki að
reisa sjer hurðarás um öxl með
þessari byggingu sinni og ef
við höfðum ráð á að leggja hlut-
fallslega jafnmikið af mörkum
til slíkrar byggingar eins og
Svíar, ef mikað er við íbúa-
fjölda landanna, þá má okkar
útvarpshús ekki kosta mikið
meira en 500 þúsund krónur.
| Á INNLENDUM VETTVANGI
5 ..........
Sulfurinn í Evrópu og útígangshrossin
FREGNIRNAR af hungrinu,
er margar þjóðir verða að þola
á þessum vetri, vekja skelfingu
um allan heim. Almenningi
utan þeirra landa, þar sem
sulturinn sverfur að, varð
fyrst kunnugt um hið ískyggi-
lega ástand, þegar fulltrúar
UNRRA leystu frá skjóðunni á
ráðstefnu sameinuðu þjóðanna
í London.
Þá var frá því sagt, að á
stórum svæðum Mið- og Suð-
ur-Evrópu, yrði fólk að láta
sjer nægja 1500 hitaeiningar í
meðalskamt á dag. En þá er
fæði talið viðunandi fyrir
fullorðna, ef það hefir inni að
halda 2000 hitaeiningar. Sagt
var, að borgarbúar í Austur-
ríki, Þýskalandi og austan-
verðri Tjekkóslóvakíu lifðu við
sárustu neyð, og eins í Finn-
landi, Ungverjalandi, á Italíu
og Spáni. í Grikklandi, Búlg-
aríu og sumsstaðar í Rúmeníu
var sagt að sveitafólkið hefði
ekki ofan í sig, hvað þá borg-
arbúar.
Síðan hefir ástandið versnað.
Matarskamtarnir í sumum hjer
uðum Þýskalands hafa t. t.
verið minkaðir niður í 1000
hitaeiningar. Er frá því var
skýrt, fylgdi sú leiðbeining
fregninni, að í pyntingarstöðv-
um nasista hefði fólk ekki feng
ið nema 800 hitaeiningar í dag-
fæði sínu.
Með sultinum aukast sjúk-
dómarnir. Sagt er, að til dæm-
is í Buda-Pest deyi 40% barna
á 1. aldursári. Og víða í Suð-
(Gjörið svo vel að fletta á
bls. 8, 1. dálk..