Morgunblaðið - 02.04.1946, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 2. apríl 1946
ATHUGASEMD
frá úfhlufunarnefnd styrks skálda
og listamanna 1946
^FJÓRIR góðkunnir mynd-
listarmenn hafa opinberað
landslýðnum þá skoðun sína,
að þeir væru óánægðir með
úthlutun á styrk úr ríkissjóði
til myndlistarmanna á þessu
ári. Láta þeir í Ijós vanþókn-
un sína á starfi meirihluta
tiíhlutunarnefndar og telja
listamönnum þjóðarinnar mis
boðið með slíku. Eigi nægir
þeim að kvarta fyrir hönd
.sinna eigin fjelaga, myndlist-
armanna, heldur og skálda og
rithöfunda. Það er nú orðið
sæmilega kunnugt, að mynd-
listarmenn vorir telja ekki
aðra dómbæra á verk sín en
sjálfa sig. Ætti þeim að nægja
þetta „patent“ um sinn, enda
fckyldi mega gera ráð fyrir,
að. rithöfundarnir þurfi ékki
á neinni aðstoð að halda um
i ð orða óánægju sína við út-
hlutunarnofndina.
Kalla má í meira lagi furðu-
legt og tæplega einleikið um
;;uma þessara ágætu myndlist
nrmanna, er undirrita ávarp
þetta, hversu fáfróðir þeir
eru um þessi styrkmál sín.
í þrjú undanfarin ár hefuf
úthlutuniri verið í höndum
fjelags myndlistarmanna. —
Þetta fjelag, eða trúnaðar-
menn þess, hafa á þessum ár-
um skapað þann grundvöll,
sem úthl.nefnd fór í öllum höf
uðatriðum eftir. Þeirra eigin
nefndir hafa skift listamönn-
unum í 4 flokka. eftir þeim
verðleikum. sem liggja kann-
ske ekki í augum uppi fyrir
öllum' f jöldanum, en skína því
betur, ugglaust, í augum
þeirra, sem hlut eiga að máli.
Þeirra eigin nefndir, hafa á-
kveðið upphæð styrksins í
hverjum flokki. Sú upphæð
héfur þó ekki ætíð verið jöfn.
Fysta árið var t. d. stvrkur í
íyrsta flokki 2500 kr. en 3000
kr. tvö síðustu árin. í lægri
llokkunum voru upphæðim-
ar í öðrum og þriðja flokki
litlu hærri í fyrra en í ár og
hitt eð fyrra. Því olli að sjálf-
nögðu ekkert annað en mis-
jöfn fjárráð. Það er bág
írammistaða að lýsa vanþókn
un yfir því, að hin þingkosna
nefnd leyfir sjer að fylgja í
öllum höfuðatriðum reglum,
sem sjálfir þeir hafa beint og
óbeint skapað. Og ekki batn-
ar við það, að einn þeirra sem
lætur þetta eftir sjer, Þorvald
ur Skúlason, átti sæti í síð-
Vis.tú úthlutunarnefnd mynd-
listarfielagsins, og ljet sem
núverandi formaður f jelags-
ms tjá nefndinni, að fjelagið
hefði ekki ástæðu til þess að
gera neinar uppástungur- um
Lreytingar á fyrirkomulagi
íityrkveitinganna frá síðustu
árum. Það má e. t. v. með rök-
um finna að því, að úthlut-
unranefnd skyldi taka slíkt
lillit til þessarar úthlutunar-
aðferðar myndlistarmanna
Það situr óneitanlega illa á
þeim sjálfum að víta það, en
þeir gá þess eins að sækja
íram að úthlutunarnefndinni
og hugsa ekkert um það í á-
kafa sínum, hvernig þeir sjálf
Sr hafa búið að baki sjer, að
um leið og þeir dæmá oss eru
þeir í raun og veru að dæma
sjálfa sig og sínar gjörðir, lýsa
vantrausti á öllu saman.
Fjórmenningar þessir kvarta
yí.ir því, að Svavar Guðnason
listmálari, er þeir telja að sje
„einn hinn besti og alvarleg-
asti meðal okkar vngri lista-
’rnanna“ hafi ekki hlotið styrk
að þessu sinni. Nefndin harm
ar að hafa ekki haft fiárráð
til þess að veita fleiri lista-
rnönnum styrki en hún gerði,
og hún gat að þessu sinni, ekki
haft lægstu styrkina hærri.
Þessu olli blátt áfram f jeleysi.
Um Sva\rar Guðnason var
nefndinni kunnugt, að hann
hafði ekki viljað lúta að
því að hirða styrk þann, er
Þorvaldur Skúlason og -aðrir
úthlutunarmenn mvndlistar-
fjelagsins veittu honum ífyrra
Hann sótti heldur ekki um
styrk nú, enda ekki sennilegt
að hann hefði fremur þegið
sh'kan styrk frá þessari nefnd
en hinni, er skipuð var fjelög
um hans.
Það má annars furðu gegna
ef fjelag myndlistarmanna
telur sjer samboðin önnur eins
skrif og stjórnarmenn þess
hafa leyft sjer að birta undan
farið í sambandi við úthlutun
listamannastyrksins. Og er
leitt til þess að vita, að grand-
varir menn láta flekast til að
ljá nafn sitt undir slíka stað-
lausa stafi.
Reykjavík 29. marz 1946
Þorst. Þorsteinsson, *
Þorkell Jóhannesson,
Stefán Jóh. Stefánsson.
★
Herra ritstjóri!
Þar sem framanrituð athuga-
semd birtist ekki í Iplaði yðar í
dag, eins og ætlað var, viljum
vjer að gefnu tilefni biðia yður
fyrir stuttan eftirmála.
Jón Engilberts listmálari
hefir í dag í Þjóðviljanum fund-
ið köllun hjá sjer til þess að
endurtaka nokkuð af samsetn-
ingi þeim er hann birti í Morg-
unblaðinu fyrir skemmstu í
sambandi við það er hann af-
salaði sjer styrk að þessu sinni.
Nefndin finnur ekki ástæðu til
þess a,ð elta ólar við skrif þessa
dánumanns frekar en hún hef-
ir þegar gert.
Jón Engilberts var formaður
úthlutunarnefr.dar myndlistar-
mannafjelagsins í fyrra. Helsta
afrek hans í nefndinni var að
hækka styrkinn í sínum eigin
flokki úr 1200 krónum í 1500,
Úr honum hafði mishepnast að
hefja sig og nokkra fjelaga sína
upp í annan flokk. Þessi „ósjer
plægni“ hafði m. a. þær afleið-
ingar, að menn eins og Jóhann
Briem fengu þá ekkert, og ýms
ir aðrir minna en skyldi.
Jón Engilberts nefnir í grein
sinni að nefndin hafi fellt nið-
ur styrk til Marteins Guðmunds
sonar myndskera. Við nánari
athugun á piöggum nefndar-
innar kemur í Ijós, ?ð nafn
Marteins stendur ekki í skýrslu
þeirri, er rifari myndlistar-
mannafjelagsir.s, Jón Engii-
berts, gaf nefndinni um úthlut-
un styrksins 1945, en skýrsla
sú er með eigin hendi Jóns.
Með þessari röngu skýrslu
hefir Jón Engilberts gert sitt
til þess, að Marteini var ekki
veittur styrkur að þessu sinni.
Er þessi frammistaða J. E.
mjög í stíl við aðra framkomu
hans í .þessu máli öllu.
Reykjavík 30. mars 1946.
Þorst. Þorsteinsson
Þorkell Jóhannesson
Stefán Jóh. Stefánsson
Útifundur slúdenia
um herslðSvar
SUNNUDAGINN efndi Stú-
dentaráð Háskólans og Stú-
dentafjelag Reykjavíkur til
sameiginlegs útifundar í porti
Miðbæjarbarnaskólans um her-
stöðvar á íslandi. Var fUndur
þessi mjög fjölsóttur.
Guðmundur Ásmundsson,
formaður Stúdentaráðs, setti
fundinn og stjórnaði honum, en
ræður fluttu: Runólfur Þórar-
insson, stud. med., dr. Jakob
Sigurðsson, form. Stúdentafje-
lags Reykjavíkur, Kristján Ei-
ríksson, stud. juris, sr. Sigur-
björn Einarsson, dósent, Jó-
hannes Elíasson, stud. juris.,
dr. Sigurður Þórarinsson og
Jón P. Emils, stud. juris.
Engar samþyktir eða álykt-
anir voru gerðar á fundinum,
en ræðumenn báru eindregið
fram þær óskir sínar og kröfur,
að engu erlendu ríki, hverju
nafni sem nefndist, yrði leyft
að hafa hjedr hernaðarstöðvar
og að ríkisstjórnin birti almenn
ingi þegar um óskir þær, sem
sagt er að Bandaríkjastjórn hafi
borið fram um að fá herstöðv-
ar hjer til lengri tíma. — Einn-
ig var það vítt, að helgasta mál
þjóðarinnar, rjettur vor til þess
að búa hjer einir og óháðir,
væri dregið inn í pólitískt dæg-
urþras.
★
Morgunblaðið hefir fylgt
þeirri stefnu, að ræða ekki þetta
mál, meðan opinber greinar-
gerð frá ríkisstjórninni liggur
ekki fyrir um það, og mun
blaðið ekki víkja frá þeirri
afstöðu.
— Öryggisráðið
Framh. af 1. síðn.
svari engu, er það talið, að Bret
ar og Bandaríkjamenn muni,
eftir að hafa heyrt svar Persa,
þegar krefjast annað hvort
samþyktar eða yfirlýsingar for
seta í samræmi við staðreynd-
ir þær, sem lagðar yrðu fyrir
ráðið. — Ef ástandið rreytist
ekki, er líklegt að ráðið for-
dæmi^neð ályktun það, að Rúss
ar hafi her í Persíu, og íhlut-
unarsemi Rússa þar í landi um
innanríkismál
Persastjórn hefir sent yfir-
lýsingu til New York þess efn-
is, að sendihcr’ a hennar í Wash
ington hafi fult umboð til þess
að vera fulltrúi hennar í mál-
um þeim, sem Öryggisráðið hef
ir nú til meðfefðar og landið
varða.
niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiimiimiiiiiimi
S Ung hjón, sem lítið fer s
= fyrir, óska eftir einu
1 Herbergi |
3 og eldhúsi. Má vera í g
1 gömlu húsi. Algert bind- §§
S indi á tóbak og áfengi. S
3 Tilboð sendist skrifstofu =
= blaðsins fyrir miðviku- g
1 dagskvöld, merkt: „Reglu- =
= semi—123“.
iiiiiiiiiiiiimiiiiuiiiuiiiiiiuiiiiiitmimmimiimiimiin
SHIPHUTCERÐ
« ii.^m
M.b. „Banga.
til Bolungavíkur. Vörumót-
taka í dag.
Góð gleraugu eru fyrir
öllu.
Afgreiðum flest gleraugna
recept og gerum við gler-
augu.
•
Augun þjer hvílið
með gleraugum frá
TÝLI H. F.
Austurstræti 20.
íbúð óskast
3ja—4ra herbergja íbúð óskast nú þegar eða
14-maí- hMIHÍHE wm
jftorualclur ÁSteincjnmóóon
Sími 4109.
Stúlkur
vanar kápusaum, geta fengið atvinnu nú þeg-
ar. Húsnæði fylgir. Uppl. á verkstæðinu Borg-
artúni 3.
Feldur h.f.
$*3><$X$X$>3xÍX$X$X§X.X$K§X§>^X$XÍ>3>^>^XíX$>-íX}>3kÍ>3X}XjXÍX$X}XjX$k§><$^x$xÍ>^<Í>'£.^><5x4X,'<ÍXÍX
Húsnæði
I 2 herbergi og eldhús vantar mig nú þegar eða
14. maí.
SL úli ^JÁanóen
Hafnarfirði. Sími 9240.
Oss vantar
Ræstingurkonu
fyrir skrifstofurnar í Lækjargötu 10A.
| ^JKmenna íijcj<jincjafoelacjic) hj.
$ f
Veitingahús
I
í kaupstað, sem þjóðbraut liggur um, er til
sölu. Skipti á húseign í Reykjavík getur kom-
ið til greina. Nánari upplýsingar gefur Pjetur |
Jakobsson, löggiltur fasteignasali, Kárastíg 12 t
í Reykjavík. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. £
I