Morgunblaðið - 09.04.1946, Síða 7
Þriðjudgaur 9. apríl 1946
MORGUNBLAÐIÐ
7
Loðdýrabúskapurinn og hagnýting fisk-
úrgangs frd hraðfrystihúsunum
NOKKUÐ hafa verið ræddir
möguleikar þess, að gera
markaðshæfann þann fiskúr-
gang, sem víða verður hjer hjá
sjávarútveginum, og þá fyrst
og fremst hjá hraðfrystihús-
unum.
Við flökun hjá hraðfrysti-
húsunum verður eftir um 60%
af hráefninu, og hefir þessum
hluta fiskjarins víða verið
fleygt í sjóinr. aftur og virðist
það mjög frumstæður atvinnu-
rekstur á þessari öld tækninn-
ar, en kannske hægara um að
vanda en úr að bæta, og vona
jeg að mjer verði ekki tekið
illa upp þó jeg bendi hjer á
lausn, sem virðist ekki hafa
hlotið þá athygli í seinni tíð
sem henni þó óefað ber.
Þær leiðir sem ræddar hafa
verið eru meðal annars niður-
suða og mjölvinnsla.
Fiskimjþl hefir lengi verið
framleitt hjer og er því ekki
nýtt fyrirbrigði. í raun og veru
er það aðeins breyting á hrá-
efninu í geymslu og flutnings-
hæft ástand.
Þetta mjöl hefir meðal ann-
ars verið notað sem fóður fyrir
loðdýr, bæði hjer og erlendis
og er ástæða til að benda á í
því sambandi að mjölið er
miklu óheppilegra fóður fyrir
loðdýr heldur en fiskbeinin ný
eða fryst, og kostnaður við
vinsluna því aukaútgjöld í
þessu sambandi. Virðast því
möguleikar á framleiðslu loð-
skinna í sambandi við hrað-
frystihúsin vera mun hagstæð-
ari, en hjá þeim sem byggja
verða sinn loðdýrabúskap á
þessu mjöli, •— einnig er loð-
skinnaframleiðsla miklu full-
komnari vinsla á þessu hráefni
en fiskimjöli.
Nú er svo ástatt að loðdýra-
stofninn er svo lítill í landinu
að á næstu árum mun hann
ekki geta jetið upp 1/10 þess
fiskúrgangs sem til fellur, mun
því mjölvinsla vera ein af aðal-
leiðunum til að gera þennan
fiskúrgang markaðshæfan og þá
fyrst og fremst þar sem mikið
fellur til af beinum. En aftur
á móti ættu þau hraðfrystihús
sem standa á afskektum stöð-
um og litla möguleika hafa til
vinslu á þessum úrgangi, að
ganga fyrir með að fá loðdýra-
stofn, þar sem það mun reynast
auðveldasta lausnin fyrir þau í
þessu vandamáli.
Þá hefir einnig verið minnst
á niðursuðu sem fullkomnari
vinslu á fiskúrganginum. og má
vera að sú aðferð eigi sjer
einhverja möguleika, en það
er ekki endaníeg vinsla á bein-
unum, þar sem þá yrði eftir
sjálfsagt 40% og mætti nota
þann afgang sem loðdyrafóður
með góðum árangri.
Tilefni þes.sarar greinar er
að benda á möguleika bess að
framleiða loðskinn úr fiskúr-
ganginum. Engum mun þó ljós-
ara en mjer hversu tilgangs-
laust virðist að tala í því máli,
ef dæma skal út frá þeim skiln-
ingi sem þessi atvinnuvegur
hefir átt að mæta meðal þjóð-
arinnar yfirleitt; og verður
þetta þá kannske unnið fyrir
Eftir Leif Jónasson frá Öxney
Fyrri grein
gíg, — en það virðist nú ekki
seinna vænna fyrir menn að
rumska í þessu máli, ef vel á
að farn.
Upphaf loðdýra-
búskaparins.
Loðskinn hafa frá ómunatíð
verið eftirsótt vara í flestum
löndum heims. Upphaflega
voru það skinn af viltum dýr-
um sem fylltu þennan markað,
en fyrir gengdarlausa veiði
með sífellt fullkomnari veiði-
tækjum hefir mjög sorfið að
stofni veiðidýra og sumum teg-
undum verið útrýmt að mestu.
En .með aukinni menningu
og velmegun þjóðanna hefir
eftirspurnin eftir grávöru auk-
ist jafnt og þjett, en vegna
þurrðar veiðidýra, fóru.menn
að reyna aðrar leiðir til fram-
leiðslu á þessari vöru, og verða
Kanada-menn fyrstir til að
reyna f ramleiðslu loðskinna \
með því að rækta þessi dýr í
búrum, — og þaðan hefir svo
þekking á þessum atvinnuvegi
flutst til annara landa.
Erfitt mun að segja fyrir víst
hvenær tilramir í þessa átt
hafa byrjað, en nokkru fyrir
1920 höfðu þessar tilraunir bor
ið þann árangur að sýnt þótti
að þessi búskapur myndi eiga
miklá mögnleika, enda hefir
hann hefir tekið risaskref fram
á við á fáum árum þrátt fyrir
þá óvild og skilningsleysi, sem
honum hafa mætt í hverju
landi, þar sem hann hefir rutt
sjer til rúms.
Þessi atvinnuvegur er því
mjög ungur, þegar miðað er
við ræktun annara dýra og því
ekki til um hann nein gömul
fræði sem styðjast mætti við;
hafa menn þvi orðið að þreifa
sig fram, — hver eftir því sem
hann hefir haft hugkvæmni til,
og af þeim völdum hefir marg-
ur lærdómur:nr\ verið dýru
verði keyptur, en fyrir ósleiti-
legt starf slíkra manna hefir
nú áunnist sú þekking að ekki
er lengur nauðsynlegt að
byggja á tilviljunum, heldur er
nú þekking fyrir hendi sem
gerir afkomu trygga frá ári
til árs. Þær tegundir loðdýra
sem mest hafa verið aldar í
búrum eru minkar og refir, —
og mun aðeins um þá fjallað
hjer.
Hagstæð skilyrði norðlægra
landa til ioðskinns
framleiðslu.
Eftir því sem nær di'egur
norðUrhveli jarðar eru þau dýr
sem þar lifa búin dýpri og oft-
ast fegurri feldi en frændur
þeirra sem heimkynni sín eiga
sunnar á hnettinum.
Þetta orsakast fyrst og
fremst af kaldara loftslagi, sem
gerir dýrunum nauðsynlegt að
búa sig betur. og á þeim tíma
þegar feldur tlýranna er að ná
fullum þroska gætir minnst
sólar á norðurhveli jarðar, —
en sólin hefir mjög eyðileggj-
andi áhrif á hinn hreina blæ
feldsins, en hunn er hið fyrsta
skilyrði þess að loðskinn geti
talist gallalaus. Þessi atriði
hafa geisi mikla þýðingu þeg-
ar um loðdýrabúskap er að
ræða. Enda hefir reynslan sýnt
að hin norðlægari lönd skila
miklu betri skinnaframleiðslu
en suðlæg lönd, — meira að
segja hefir Noregur betri
skinnaframleiðslu en Svíþjóð,
og mun kaldara loftslag ráða
þar mestu um.
Noregur stóð mjög framar-
lega á þessu sviði fyrir stríð,
og síðustu árin fyrir stríð fluttu
þeir út loðskinn fyrir 40—50
miljónir króna. Enda hafði
þessi atvinnuvegur hlotið meiri
viðurkenningu þar en í nokkru
öðru landi. ísland er eitt þeirra
landa sem helir mjög hagstæð
skilyrði með tilliti til loftslags,
og því vel samkeppnisfært við
hvaða land sem er — um fram-
leiðslu loðskinna.
En það sem sker úr um mögu
leika til að keppa um markað-
inn er gæði skinnanna og lág-
ur framleiðslukostnaður, en
fóðrið er stærsti liðunnn af
framleiðslukostnaðinum ef bú-
in eru rekin á hagkvæman hátt
að öllu leyti — og þar sem
þessi dýr nota mest eggjahvítu
fóður úr dýraríkinu, og eggja-
hvítufóður úr dýraríkinu er
það sem norðlæg lönd fram-
leiða mest af, þá viðast mögu-
leikar þessa atvinnuvegar hjer
mjög glæsilegir. En búast má
við að sum lönd styðji sinn
loðdýrabúskap, með tilliti til
þess gjaldeyris sem hann skaff-
ar, þótt hann sje ekki sam-
keppnisfær við framleiðslu
annara landa
verður fitumagnið í fóður-
blöndunni of lítið fyrir refi,
— og er þá til sá möguleiki
að nota síld sem fitugjafa þar
sem síld er mjög ódýrt fóður
á venjulegum tímum. Síldina
yrði að geyma frysta og þá
helst svo að hún nái ekki að
þrána. Heppilegust yrði því
síld með 10—15% fitumagni,
en auðvelt mun þó að nota
hvaða síld sem er.
Ef sú raunin yrði á að fisk-
úrgangur og síld sem eggja-
hvítufóður gæfu að öllu leyti
jafngóða útkomu og kjöt, þá
er erfitt að hugsa sjer annað
land sem gæti keppt við ís-
lendinga í þessari grein.
Gota er sjerstaklega vita-
mínauðugt og eggjahvíturíkt
fóður, sem geymist alveg sjer-
staklega vel, og yrði hún mjög
mikilsverður stuðningur við
fóðurblönduna. Ef það sýndi
sig að vera nauðsynlegt að nota
kjöt þó ekki væri nema að
vetrinum, þá er það kjöt sem
landbúnaðurinn framleiðir og
fáanlegt væri til afnota fyrir
loðdýr, bæði dýrt og þar að
auki svo lítið, að það myndi
ekki endast á 'móti meira en
2/10 þess fiskúrgangs sem
fyrir fjell, sje miðað við síð-
asta á>\
Sú leið sem fara yrði ef kjöt
reyndist nauðsynlegt, er að
reka hjer hvalveiðistöð sem
gefa myndi nóg kjöt og miklu
ódýrara en frá landbúnaðin-
um, — eiftnig er hægt að nota
selkjöt, ef selveiðar væru
stundaðar hjeðan, og er sel-
kjöt sæmilega gott fóður.
ÍBÚÐ
í Faxaskjóli til sölu.
Nánari upplýsingar gefur
Málfluttningsskrifstofa
EINARS B. GUÐMUNDSSONAR
og
GUÐLAUGS ÞORLÁKSSONAR
Austurstræti 7 — Símar: 2202 og 3202
Lóðarstokkar, 2 lengdir.
Lóðarönglar, no 7-8-9 ex.ex long.
Hamp fiskilínur, allar stærðir,-
fyrirliggjandi.
Geysir h.f.
höfuð eggjahvítu-
úr dýraríkinu sem
Fóður.
Þau tvö
fóðurefni
mest hafa verið 'notuð fyrir loð
dýr — er kjöt og fiskur.
Kjöt hefir verið mest notað
sem loðdýrafoður og fvrst í
stað talið það eina fóður sem
hæft væri til að ná góðum ár-
angri, bæði hvað snertir gæði
feldanna og frjósemi dýranna,
en kjöt, er mjög dýrt fóður þar
sem alltaf er kostnaðarsamt að
framleiða kjöt í norðlægum
löndum og hafa menn því reypt
aðrar leiðir og þá fyrst og
fremst fisk í ýmsu formj, og
hefir reynslan sannað að nýr
fiskur eða fiskúrgangur getur
komið að mestu í stað kjöts,
og gefið svipaða raun.
Enn í dag byggist þessi at-
vinnuvegur hjá flestum þjóðum
sem hann stnuda á kjöti sem
aðal fóðri og virðast möguleik-
ar þeirra ekki svipað því eins
hagstæðir til loðskinnafram-
leiðslu.
Ef notaður er fiskúrgangur
eingöngu sem eggjahvítufóður
Veiðarfæradsildin.
Rafmagnsverkfæri
Rafmagnsborvjelar fyrir 220 volt A. C. og D. C.
y4”, 5/i6”, y2”, %”,
nýkomnar.
Ludvig Storr
SPÓNN
Eikarspónn
Fuglsaugaspónn
Hnotuspónn
Sycamore
New Guineaspónn.
Ludvig Storr