Morgunblaðið - 17.04.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.04.1946, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói; Þykknar upp með vestanátt í dag. Miðvikudagur 17. apríl 1946 STYRJOLDIN hafði mikil áhrif á Kanadamcnn. — Grein á bls. 9. Loftleiðir hafa hug á ú kaupa „8kymaster“ flugvjel FLUGFJELAGIÐ Loftleiðir hefir hug á að kaupa fjögra hreyfla „Skymaster“-flugvjel en sú tegund flugvjela getur flutt 38—42 farþega og hefir meðal annars verið mikið í flugferðum milli heimsálfa í styrjöldinni. Fundarstaður Öryggkráðsins StÓrauknar i Loftleiðir eiga kost á að fá keypta „Skymaster“ flugvjel frá ameríska hernum. Er sú vjel notuð og þyrfti að innrjetta hana fyrir farþegaflug, þar sem vjelin hefir verið notuð til liðs- flutninga og vöruflutninga og hefir ekki þau þægindi, sem farþegaflugvjelar hafa. Ef úr kaupum yrði hafa Loft- leiðir í hyggju að hafa flug- vjel þessa í förum milli íslands og Norðurlanda og til Bret- lands. Kristján Kristjánsson, forstjóri, formaður loftleiða, skýrði blaðinu svo frá í gær, að enn væri ekki ákveðið end- anlega hvort fjelagið sæi sjer fært að kaupa flugvjelina, þó mikill áhugi sje ríkjandi fyr- ir því. Morgunblaðinu er kunnugt að Flugfjelag íslands hefir einnig fyrirætlanir á prjónun- um um kaup á stórri farþega- flugvjel til millilandaflugs, auk annara flugvjelakaupa til inn- anlandsflugs. Gislihóslð lögfesl FRUMVARP um gistihús- byggingu í Reykjavík var end- anlega afgreitt sem lög frá Nd. með 18:10 atkv. Efni frum- varpsins er, sdm kunnugt er, að ríkisstjórninni heimilast að verja allt að 5 milj kr. til gisti- hússbyggingar í Reykjavík, og hefir um það samstarf við bæj arstjórn Rvíkur og Eimskipa- Bátasmíðin innanlands. Frumvarp um breytingu á lögum um skipakaup ríkisins var afgreitt til Ed. með 18 samhljóða atkv. Frumvarp þetta heimilar stjórninni að hafa forgöngu um smíði fiski- báta innanlands. Stjórnin hef- ir samið um smíði 27 báta og munu 23 verða tilbúnir á þessu ári. Bátarnir eru 35, 55 og 62 rúmlestir og kosta 345 þús. kr. 513,500 og 567,400 kr. Hagskýrslur. Frv. um breyt. á 1. um tekju- skatt og eignaskatt (búnaðar- skýrslur í sambandi við skatta- framtöl) var til einnar umr. í Nd. Samþykt var breytingartil- laga um að gildistaka laganna skuli ekki vera fyrr en 1. júlí 1946 og frv. endursent Ed. Tryggingarnar. Frumvarp um almannatrygg- ingar var til 3. umr. í Ed. í gær. Fyrir lágu breytingartil- lögur frá fjelagsmálanefnd sem voru allar samþyktar og frv. afgreitt til Nd. Stofnlánin. Frumvarp um stofnlánadeild við Landsbankann var af- greitt til 3. umr. í Ed. — Feld- ar voru breytingartillögur frá Gísla Jónssyni og frá Ingvari Pálmasyni. Flugvjel hlekkisl á Á MÁNUDAG vildi það slys til í Pátreksfirði, að flotholt brotnaði undir flugvjel er hún var að lenda á firðinum. Ekkert slys varð á mönnum og flug- vjelinni var bjargað. Flugvjelin er af Norseman- gerð og var hún í farþegaflugi. Farþegar voru Guðmundur Benediktsson frá Patreksfirði og Jón Olafsson starfsmaður í Álafoss verksmiðjunni, en flug- menn voru Alfred Elíasson og Páll Magnússon hjá Loftleið- um. Orsökin til slyssins er talin vera sú, að styrktarband, sem heldur flotholtinu losnaði. — Loftleiðir mun ekki eiga vara- flotholt og verður að fá það frá Kanada. Hjer situr Öryggisráðið á fundum sínum um þessar mundir. Byggingin nefnist Bronx Hunter College í New York. Þetta er aðeins bráðabyrgðasetur ráðsins. Síðasti dagur prófkosningar Sjálfstæðisflokksins afskriftir á ný- skiipunartækjum SJÁVARÚTVEGSNEFND Nd. flytur að beiðni fjármálaráð- herra frv. um sjerstakar fyrn- ingarafskriftir. Eru þar heimilaðar sjerstak- ar afskriftir á fiskiskipum, fiskvinslustöðvum, síldarverk- smiðjum og dráttarbrautum, sem tekin eru í notkun á ár- unum 1944—1948. Afskriftirn- ar eru 20% á ári. í 3 ár, þó ekki fyrr en frá 1. jan. 1946 að telja. Hafi lán verið tekin úr Stofn- lánadeild sjávarútvegsins til kaupa á fyrmefndum eignum, er afskriftin því skilyrði bund- in, að öll afskriftarupphæðin gangi til afborgunar á láninu, enda hafi hlutaðeigandi tekju- afgang sem afskriftinni nem- ur. Tap það, sem kann að ór- sakast af afskriftinni, má flytja á milli ára og draga frá skatt- skyldum tekjum, uns því heíir verið náð upp. Afskriftahækkanir þessar skerða í engu rjett bæjar- og sveitarfjelaga til útsvarsálagn- ingar á aðija þá, sem afskrift- anna njóta. Gistihúsið. Kosningunni lýkur kl. 10 í kvöld PRÓFKOSNING Sjálfstæðismanna um val manna á framboðslista flokksins hjer í Reykjavík við alþingis- kosningarnar hefir nú staðið í tvo daga. f dag eru síðustu forvöð að taka þátt í kosningunni, en henni lýkur kl. 10 í kvöld. Því hefir verið vel tekið, að Sjálfstæðisflokkurinn efnlþótt færri nöfn sjeu rituð á atkvæðaseðilinn. dr til þessarar prófkosníngar Ættu menn því ekki að láta hjá líða að taka þátt í henni. Ekki er hægt að koma því við að senda kjörgögn til ann ara en þeirra, sem eru bein- línis skráðir meðlimir Sjálf- sætðisfjelaganna. Öðrum er sköpuð góð aðstaða til þess að kjósa fljóótt og greiðlega í kjörklefum, sem komið hefir verið fyrir í húsi flokksins í Thorvaldsensstræti 2. — Ef eánhver mistök hafa orðið á því, að meðlimir fjelaganna hafi fengið kjörgögnin send, geta þeir vitjað þeirra eða greitt atkvæði á skrifsstofu flokksins. Að sjálfsögðu geta aðeins þedr, sem hafa kosningarjett, eða eru á kjörskrá, tekið þátt í prófkosningunni. Gert er ráð fyrir að menn kjósi 8 menn, en jafngilt ersjávarbotni. Harpa fær 12 þús. kr. styrk BÆJARRÁÐ samþykti á fundi sínum í gær að veita söngfjelaginu Hörpu 12,000 kr. í utanfararstyrk. Hafði söngfjelagið sótt um styrk til að sækja söngmót á Norðurlöndum á sumri kom- anda. Fer illa með botn- vörpur. LONDON: Fiskimenn á tog- bátum og togurum, sem veiða fyrir Ermarsundsströndum, kvarta mjög yfir því, að vörp- ur þeirra rifni af völdum flug- vjelaflaka og leifa af flug- sprengjum, sem víða liggi á Njósnart dæmdur EINN af þeim mönnum, sem njósnuðu fyrir Rússa í Kanada, kona að nafni Woikin, hefir verið dæmd fyrir njósnir sínar. Hafði hún útvegað starfsmönn- um í sendisveit Rússa upplýs- ingar hernaðarlegs eðlis. Kona þessi var dæmd í þriggja ára fangelsi. Það var hermálafulltrúi Rússa í Kana- da, Zolokov, sem fjekk upplýs- ingarnar hjá konu þessari. Lögreglustjóri meiddur. LONDON: Foringi frönsku öryggislögreglunnar, Ribere, meiddist nýlega mjög mikið, er mikið, er ekið var á bifreið hans nærri Orleans. Talið er að um tilræði hafi verið að ræða. Kaupsamnlngar á Siglufirði Siglufirði, þriðjudag. UNDANFARIÐ hafa staðið yfir samningaumleitanir milli stjórnar S.R. og Verkamanna- fjel. Þróttar um kaupgjald við síldarverksmiðjur ríkisins 4 Siglufirði. Náðist samkomulag í dag, sem stjórn Þróttar rnælir með að samþykt verði á fjelags fundi, sem haldinn verður í kvöld. Tímakaup í almennri dag- vinnu verður kr. 2,70 og eft- irvinnu- og næturvinnukaup greiðist með 60% álagi. Hins- vegar er ekki sjerstakur næt- urvinnutaxti hjer á Siglufirði eins og í Reykjavík með tilliti til þess að vinna að nóttu til er óhjákvæmileg við síldarút- veginn. Verksmiðjurnar tryggja fastráðnum verkamönnum tveggja mánaða vinnu, eins og áður, BæjerráH úthlutar rúmlega 10 nýjum fóðum A FUNDI bæjarráðs í gærdag voru samþyktar tillögur á úthlutun 326 lóða í bænum og er byggingarfrestur til 1. júlí næstkomandi. 56 þessara nýju lóða eru í Teigahverfi, en 131 lóð í Illíða- hverfinu sunnan Háteigsveg- ar og suður undir Reykjanes- braut. Það skilyrði er sett fyr- ir byggingum á þessum lóð- um að minsta kosti tvær íbúð- ir verði I hverju tveggja hæðá húsi. Þá var samþykt tillaga um. úthlutun 139 lóða í Klepps- holti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.