Morgunblaðið - 25.04.1946, Page 2

Morgunblaðið - 25.04.1946, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 25. apríl 1946 Þjófaijelag í Hafnarfirði 5 14 ára drengir staðnir að 6—8 innbrotum XÍM miðnætti á föstudaginn ■ langa, er starfsstúlkur á Hress- ingarskála Hafnarfjarðar voru að fara inn í skálann, urðu þær varar við eitthvert grunsam- legt þrusk er þeim virtist koma •úr eldhúsi skálans. Er þær opn- uðu eldhúsið, sáu þæi', hvar drengur var að srr.eygja sjer út um eldhúsgluggann, en hann er á bakhlið hússins og snýr frá ■ götunni. Stúlkurnar hlupu strax út og gerðu lögreglunni aðvart því lögregluvarðstofan er í næsta húsi. Lögreglan brá skjótt við og er hún kom út á götuna, sást tii tveggja drengja. er hlupu suður Suðurgötu. Þektu þeir annan drenginn. Við yfirheyrsl ur í máli þessu hefir komið í ljós, að um einskonar fielags- skap er að ræða er hefir allt frá áramótum framið 6—-8 innbrot í Hafnarfirði. Fjelagar fjelags- skapar þessa eru allir um 14 ára aldur, og eru fimm að tölu. Þótt svo tækist til í Hress- ingarskálanum að drengirnir gripu í tómt hvað fje snertir, þá hafa þeir verið ávallt hepn- ari í sínum fyrri ferðum en þó ■ munu þeir ekki hafa komist hærra en í 300—400 krónur. — Virðist svo, að nálægðin við Reykjavík sje farin að smita frá sjer á þessu sviði í Hafnarfirði, því um langan tíma hafa Hafn- firðingar ekki átt að venjast slíkum vágesti, sem innbrots- þjófum. Sdngskemtanir í Stykkishólmi Frá frjcttaritara vorum ; Stykkishclmi. KAP.L AKÓR Stykkishólms hafði samsöng í Samkomuhús- inu í Stykkishólmi laugardag- inn 13. apríl, við góða aðsókn og dóma. A röngskránni voru lög eftir bæði erlenda og inn- lenda höfunda. í krónum eru nú 25 söngme.nn og stjórnandi hans er Bjarni Andgjesson, kennari. Skattskráin. Skattskrá Stykkishólmshrepps var lögð fram 23. apríl. Eru á henni nöfn 264 skattgreiðenda og skattur samtals um 88 þús. Hæstur skattgreiðandi er Kaup fjelag Stykkishólms. Earnakór. Barnakór Borgarness söng hjer í Samkornuhúsinu á skír- dag við húsfylli og ágætis við- tökur áheyrenda. 17 lög voru á söngskránni og stóð söngurinn yfir háifa aðra klukkustund. — Fór kórinn aftur til baka um kvöldið. Aflafrjettir. I fregn um fiskveiðar hjeðan úr Styj-ckishólmi og Grundar- f irði láðist að geta um einn bát- inn sem stundar fiskveiðar úr Grundarfrði, en það var mótor- báturinn Sindri, eign hlutarút- gerðarfjelagsins Hrönn í Grund arfirði og er skipstjóri á hon- ur Finnur Sveinbjörnsson. Til marsloka hafði hann aflað á 3. hundrað tonn, en í mars rúm 100 tonn í um 1 róðrum. Alda Möller rómar áeætar viðtökur í Oslo FRU ALDA MOLLER leik- 1 kona var meðal farþega á Ægi hingað. Hitti tíðindamaður frá í blaðinu frúna snöggvast í gær. í Hún ljet mjög vel yfir för sinni. ! Hún hefir verið að heiman síð- an í október. En aðalþátturinn í ferð hennar var gestaleikur hennar í Þjóðleikhúsinu í Osló. Þar vann hún, sem kunnugt er, mikinn sigur fyrir íslenska leik iist almennt og fvrir sjálfa sig sjerstaklega. Hún ]jek hlutvei'k Gabrielli í ,,Ósigrinum“ eftir Nordahl Grieg. Efni þessa leikrits er tekið úr kommúnista uppreisninni 1 París, og er talið vera mesta leikrit hans. Var það því valið í ,.minningarsýningu“ þióðleik- hússins til heiðurs hinu látna skáldi og þjóðardýrlingi. Lcikskólinn í Iiöfn. — Fvrst var jeg, segir frúin, í Höfn, fjekk fyrit góðvild leik- hússtjórnar kgl. leikhússins að fylgjast með starfi leikskóla þess. Það var dásamlegt. Þar fá hinir ungu og upprennandi leikarar alla þá þjálfun og þær leiðbeiningar, sem best verður á kosið. Þar getur maður á tveimur árum fengið þá æfingu, ■sem hjer hefir aðeins verið fá- anleg á langri ævi sem leikari. Þar eru kennarar hver öðrum betri. Góðar viðtökur. — Og síðan fóruð þjer til Osló? — Já, kom við í Stokkhólmi. En tókst ekki að fá tækifæri til þess að kynnast leikskólan- um á ,,Dramaten“. í Osló var mjer tekið ákaf- lega vel. Fannst að vissu leyti jeg vera kominn heim, er jeg kom þangað. Norðmenn vita næsta lítið um okkur. Og það var ekki laust við, að leikarar Þjóðleikhússins bar, sem áttu að starfa með mjer, litu á mig fyrst í stað eins og eitthvað viðundur. Leikkona ein, sem jeg kynntist vel og fjekk mikl- ar mætur á, spurði mig einu sinni undir fjögur augu, hvort það væri satt, sem hún hefði heyrt, að á íslandi væru allir leikarar „amatörar". Það þótti henni undarlegt til frásagnar — ef ekki blátt áfram til minnk- unar. En hitt var nýstárlegt fyrir mig að sjá, að leiklistin er í þessum löndum metin jafngild öðrum listgreinum. Hafði jeg aldrei gert mjer grein fyrir þessu, fyrr en jeg kynntist því af eigin raun. En svona er þetta ekki h,ier á landi. Og, bætir frú Alda Möller við, mjer finnst það ekki vera okkur leikurunum að kenna. Því vissulega leggjum við það mikið á okkur, oð við ættum skilið, að leiklistin væri hjer metin til fulls sem aðrar list- greinar. Langar mig til að bæta því við, að þegar jeg nú hef fengið tækifæri til þess að kynnast Ieiklist nágrannaþjóðanna, við hvaða skilyrði leikarar þeirra eiga að búa, og bera það sam- an við aðstöðu okkar hjer, þá Norðmenn óska írekari kynna aí Islandi Frú Alda Möller get jeg ekki annað en verið upp með mjer yfir peim ár- angri, sem okkur hefir tekist að ná. Mjer finnst, blátt áfram, að við megum ætlast til þess að meira mark sje á okkur tekið, en gert hefir verið. Þetta lagast kannske þegar starfsemi Þjóðleikhússins byrj- ar. En nú erum við ekki „reikn- uð með“, m. a. vegna þess að hjer er ekkert þjóðleikhús. Bráðlega verður t. d. leik- mót í Osló, þar sem flokkar frá þjóðleikhúsum hinna Norður- landaþjóðanna halda leiksýn- ingar. En við fáum ekki tæki- færi til að koma þar fram, því hjer er ekkert þjóðleikhús. — riyrjuðu æfingar er þjer komuð til Osló í desember? — Já. Og hjeld.u áfram til 5. febrúar. Þá var frumsýning. Leikritið var sýnt 20 sinnum. Það þykir gott. Leikhúsið tek- ur 1200 áhorfendur. — Þier fenguð góðar viðtök- ur og lofsamlega blaðadóma. — Ætli mjer sje ekki óhætt að segja að svo hafi verið. Gunnar Reiss Andersen rithöf- undur sagði í ,Aftenpos1en“ að jeg minti á frú Gerd Grieg í útliti, en að jeg hafi haft sjálfstæðan skilning á hlutverk inu og hafi talað út frá tilfinn- ingum mínum. Hann minnist þess að þetta sje í fyrsta sinn sem ísiensk leikkona komi á norskt leiksvið, og hafi það 'tek- ist vel. Einnig voru fleiri vin- gjarnlegir í minn garð. Leikhúsgestir tóku mjer ákaf lega hlýlega. Og vfirleitt. mætti jeg svo mikilli alúð sem fram- ast mátti vera. Ekki sist hjá leikhússtjóranum Aksel Otto Norman og leikkonunni Agnes Mowinckel er stjórnaði sýningu á leikriti þessu. — Var frú Gerd Grieg ekki í Osló meðan á æfingum stóð? — Nei. Hún var fjarverandi, kom aðeins til þess að vera við frumsýninguna. Hún ljek sama hlutverk í Höfn og jeg í Osló. Annars átti frú Grieg upptökin að því, að jeg fjekk tækifæri til að leika í Osló. Hún er yfir- leitt góður sendiherra fyrir okkur Islendinga. hvar sem hún fer. Þykist jeg vita, að margir Norðmenn sjeu tilbúnir til þess að feta í fótspor hennar í því efni. Því svo mikinn áhuga hafa þeir á því að kynnast ís- landi, koma hingað og sjá, hvað hjer er. Það er furðulegt, hvað Norðmenn vita lítið um okkur, vegna bess, að þá vantar ekki áhugann. En ekkert er gert til þess að bæta úr því frá okkar hendi. Ekki einu sinni íslensk- ur konsúll í Osló En rú er víst nóg komið, sagði frúin. I raúninni ætti jeg að vera hrædd við blaðamenn síðan jeg var í Stokkhólmi. Þar kom til mín frjeftaritari og birti eftir mig viðtal, sem var að miklu leyti tilbúningur hans sjálfs. Mjer var sagt að ekkert þýddi' að mögla út af slíkri með- ferð. Einu má jeg ekki gleyma. Að þakka Jóhanni skipherra á Ægi fyrir framúrskarandi um- hyggjusemi við okkur farþeg- ana. Hann á skilið þakklæti okkar allra og eins skipverjar hans. Mjólkurcamlag fyrir -Þingeyjarcýslu Frá frjettaritara vorunf í Húsavík. Á aðalfundi Kaupfjelags Þing e.yinga, sem staðið hefir undan- farna daga, var samþykt að stofna mjólkursamlag fyrir hjeraðið og láta reisa mjólkur- vinnslustöð í Húsavík og verð- ur þegar á þessú ári byrjað á byggingu hennar. Vöruvelta kaupfjelagsins var á síðastliðnu ári um 7 miljónir króna og hafði aukist um tæpa miljón á árinu. EINS og áður hefir verið get- ið um, hjelt sænski skíðakenn- arinn Nordenskjold námskeið á Tindafjallajökli um páskana. Var hann mjög hrifinn af skíða landinu þar. Kvað hann það fyllilega jafnast á við góð skíða lönd í Sviss. Nú hefir verið ákveðið, að hann haldi námskeið fyrir úr- valdsskíðamenn úr íþróttafje- lögunum hjer í Reykjavík í Skálafelli. Mun það standa í tæpa viku. — Síðasta nám- skeiðið, sem Nordenskjold heldur hér, mun svo verða í byrjun maí á Tindafjaliajökli. Er það á vegum FjaÍLmanna og í. R. og mun standa yfir x 8—10 daga. a ísafirði í gærkvöldi. Frá frjettaritara vorum. BÆJARSTJÓRN ísafjarðar og útvegsmenn þar hafá ákveð- J ið að gangast fyrir stofnun fisk iðjuvers, þar sem fram fari ^hraðfrysing og lýsisvinsla ásamt , niðursuðu. Undirbúningsnefnd er skipuð þessum mönnum: Ás- berg Sigurðsson bæjarstióri og fyrir útgerðarmenn Björgvin Bjarnason, Ólafur Guðmunds- son, Hánnibal Valdimarsson og Arngr. Fr. Bjarnason. Stofn- kostnaður er áætlaður 3 milj. króna. — Gerlach Framh. af i sifto verið að undirbúa leiðangur til Þjórsárdals 1939. Það áttu að vera þýskir vísindamenn, sem „uppgötv- uðu“ „Pompei“ íslands. Berklarannsóknir. Þá kvaðst Gerlach hafa ver ið valinn til þess að verða ræðismaður á Islandi vegna þess, að hann var læknir að mentun og átti hann að kynna sjer hver áhrif hinar björtu sumarnætur höfðu á berklaveiki. En skoðun hefði verið uppi meðal þýskra lækna um það, að hinar björtu sumarnætur hefðu heilsubæt andi áhrif á berkiaveiki. Ekki hvaðst Gerlach hafa átt að skifta sjer af öiplomat iskum málefnum, nerna sem allra minst. Það hefði verið hlutverk sendiherra Þjóð- verja í Kaupmannahöfn, Renthe-Fink. Ragnar taldi ekki líklegt að Gerlach yrði leiddur fvrir stríðsglæpamannadómstól. En hann myndi ekfci fá neina stöðu innan Þýskalands, þar sem hann væri yfirlýstur nasisti og hefðá verið gerður að deildarforingja í SS-liði.nu í heiðursskyni. Gerlach var höfuðsmaður í SS-liðinu, er hann var hjer ræðismaður. Trúði á nasismann. Gerlach fór ekki dult með að hann hefðd verið einlægur .nasisti og hefði trúað á þá ^stefnu. Ekki kvaðst hann vera þeirrar skoðunar, að |Þjóðverjar hefðu verið svikn iir, eins og margir vildu halda |fram, heldur hefðu það verið |forystumenn nasdsmanns, sem hefðu svikið stefnuna. Trúlofun sína hafa opinberað í Stykkishólmi, Páll Oddsson og Sæmunda Þorvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.